Ísfirðingur - 03.10.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 03.10.1957, Blaðsíða 2
ISFIRÐINGUR ISFIEÐINGUB ÍJtgefandi: Framsóknarfélag Isfirðinga. Aby r gðar maður: Jób Á. Jóhannsson Aigreiðslamaður: Guömundur Sveinason Engjaveg 24 — Sími 332 Afmæli Sparifjársðfnun skólabarna Sparif jársöfnun skólabarna hef- ur nú starfað í 3 ár. Hafði hún í upphafi það markmið, að vera börnum til leiðbeiningar í spar- semi og ráðdeild. Þetta starf var, svo sem menn muna, hafið að frumkvæði Lands- bankans og kostað af honum, og gert í samráði við yfirstjórn fræðslumálanna og kennarasam- takanna í landinu. Á þessum 3 ár- um hafa verið stofnaðar í sam- bandi við þessa söfnun, um 10 þús- und sparisjóðsbækur í Landsbank- anum í Reykjavík og útibúum hans, og munu innstæður í þeim samanlagt nema um 3,5 millj. kr. Er því ekki hægt annað að segja en að góður árangur hafi náðst. 1 greinargerð Snorra Sigfússon- ar, er blaðinu hefur boríst, um þessi mál, segir m. a. „Þess vegna er það mikilsvert fyrir þroskaferil barns, ef takast má að glæða skilning þess á gildi ráðdeildar með fjármuni, þótt í smáum stíl sé, og fá það til að virða þau verðmæti, sem það hef- ir með höndum, því að sóun verð- mæta, í hvaða formi sem er, er tjón og menningarskortur, sem mjög er áberandi í þjóðlífi voru nú." —oOo— Gjafir og áheit til björgunar- sjóðs Vestf jarða. Til minningar um Katarínus Jónsson, Fremri-Arnardal, gefið á 90 ára afmæli hans, 13. júní 1957, frá ónefndum kr. 500. Frá H. E. Isafirði, áheit kr. 70,00. Til minn- ingar um Rögnvald Þóroddsson, Alviðru, Dýrafirði frá Guðmundi Helga og fjölsk. kr. 50. Frá göml- um form. karladeildar, Sigurjóni Sigurbjörnssyni kr. 100,00. Frá gömlum vélstjóra kr. 500,00. Frá Ólafi Guðmundssyni, Hesteyri, af- hent af systkinum Ólafs, samkv. fyrirmælum hans v/ kaupa björg- unarskýlis á Sléttu kr. 1090,00. Alls kr. 2210,00. Kærar þakkir. — Gjöfum og áheitum ávallt veitt viðtöku. Kr. Kristjánsson, Sólgötu 2, ísafirði. Marsellíus Bernharðsson, skipa- smíðameistari, varð sextugur 16. ágúst s.l. Marsellíus er kunnur at- orku- og dugnaðarmaður. Hann rafcur hér í bænum skipasmíðastöð í Neðstakaupstað og skipabraut á Torfnesi og vinnur að staðaldri við fyrirtæki hans milli 40 og 50 manns. Auk skipasmíðanna hefur Marsellíus oft tekið að sér að framkvæma ýms vandasöm verk. Marsellíus er kvæntur Albertu Al- bertsdóttur og eiga þau 8 börn á lífi, öll hin mannvænlegustu. Fjöldi manns heimsótti Marsell- íus á afmælisdaginn. Kristján Jónsson, skólastjóri í Hnífsdal varð sextugur 18. ágúst s.l. Hann hefir verið skólastjóri og kennari í Hnífsdal á fjórða tug ára við góðan orðstýr. Hann hefir líka tekið mikinn og góðan þátt í félagsmálum Hnífsdæla, verið lengi í hreppsnefnd og hreppstjóri hefir hann verið undanfarin ár. Gísli H. Guðmundsson, Sund- stræti 21 hér í bænum, átti fimm- tugsafmæli 17. f. m. Hann er kvæntur Þorbjörgu Líkafrónsdótt- ur og eiga þau 5 mannvænleg börn. Baldvin Jónsson, Fjarðarstræti 47, varð áttræður 19. f. m. Hann er fæddur á Kjalarnesi, en hefur átt heima hér í bæ frá 1903. Kona hans er Ingibjörg Benónýsdóttir, og hafa þau eignast 8 börn, en 2 barnanna eru dáin. Halldór Jónmundsson, yfirlög- regluþjónn, átti fimmtugsafmæli 20. f. m. Hann er fæddur að Barði í Fljótum, en fluttist 1918 með foreldrum sínum að Stað í Grunnavík. Hann stundaði nám á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan vorið 1929. 1 ársbyrjun 1935 flutt- ist Halldór til ísafjarðar og hefur átt hér heima síðan. Fyrstu árin hér í bænum stundaði hann ýmsa vinnu, var m. a. bústjóri á Selja- landi. Árið 1940 var hann ráðinn lögregluþjónn á ísafirði og það hefur hann verið síðan, og yfir- lögregluþjónn frá því í marz 1956. S;ðan hefur hann einnig gegnt störfum heiíbrigðisfulltrúa. Hall- dór er drengskaparmaður og sam- vizkusamur starfsmaður. Hann er kvæntur Ingibjörgu Einarsdóttur og eiga þau þessi börn: Guðmund, við verkfræðinám í Kaupmanna- höfn, Sesselju, við nám í Svíþjóð, Hermanníu og Ástu, sem báðar eru ungar og í foreldrahúsum. Á afmælisdegi Halldórs var mjög fjölmennt á heimili þeirra hjóna. Baldvin Þórðarson, bæjargjald- keri, átti sextugsafmæli 22. sept- ember s.I. Baldvin er fæddur á ísafirði og hefur jafnan átt hér heimili. Hann er prýðilegur starísmaður og vin- sæll. Hér í bænum hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa, t. d. var hann hér á árunum áður starfsmaður Olíuverzlunar Islands og síðar skrifstofumaður hjá Samvinnufélagi Isfirðinga. Hann var í 7 ár gjaldkeri Sjúkrasamlags ísafjarðar, og í nærfellt 10 ár hefur hann veri$ bæjargjaldkeri. Baldvin hefur verið aðalendur- skoðandi Kaupfélags Isfirðinga í 14 ár. Hann var einn af stofnend- um Félags opinberra starfsmanna á ísafirði, var kosinn í fyrstu stjórn félagsins og hefur öll árin átt sæti í stjórn eða varastjórn þess. Baldvin er kvæntur Maríu Jóns- dóttur, Bjarnasonar. Á afmælisdegi húsbóndans var mjög fjölmennt á heimili þeirra hjóna. Grímur Kristgeirsson, fyrrv. bæjarfulltrúi hér í bænum, átti sextugsafmæli 30. f. m. Grímur átti lengi heima hér á Isafirði og tók mikinn þátt í bæjar- og fé- lagsmálum. Hann er nú búsettur í Reykjavík. Kona hans er Svan- hildur Ólafsdóttir Hjartar, frá Þingeyri og eiga þau einn son. —oOo— Fjórðungsþingið Framhald af 1. síðu. þingi verði falið að semja og af- greiða nýja stjórnarskrá og kosn- ingalög. Er í tillögunni gerð nán- ari grein fyrir hugmyndum þings- ins um framkvæmd þessa máls. Ýmsar aðrar merkar tillögur voru samþykktar á f jórðungsþing- inu, en ekki er rúm til að geta þeirra nánar að þessu sinni. í fjórðungsstjórn voru kjörnir: Sturla Jónsson, forseti, Ari Kristinsson, gjaldkeri og Jóhann Salberg Guðmundsson, ritari. Varastjórn: Sigurður Elíasson, Jóh. Gunnar Ólafsson og Hjörtur Hjálmarsson. Skýlið á Breiðadals- heiði Þann 8. f. m. bilaði bíllinn minn í ófærð vestan til á Breiðadals- heiði. Þetta er kannske ekki í frá- sögur færandi, en varsð þó til þess að mér lærðist að skilja hve mik- ils virði sæluhúsið á heiðinni er þeím, sem í nauðir kann að 'rata á þessum slóðum, en skýlið er rekið af deildum Slysavarnafé- lagsins hér í bænum. Hrakningasaga mín er ekki löng en tók þó til fimm og hálfrar klukkustundar í norðaustan nepju og kafaldsmuggu. Af þessum tíma naut ég skjóls og kosta skýlisins um eina og hálfa klukkustund, sem hefði öðruvísi orðið vanbúnu bílafólki. En auk húsaskjóls og hlýju gafst mér þarna kostur að ná til byggða með aðstoð símans og út- vega hjálp. Gestabók skýlisins vitnar um þörf þess og líka um þá margvís- legu aðstoð sem það þegar hefur veitt fjölda manns, en fæstir hafa um þetta getið eða goldið greið- ann með viðurkenningu fyrir það verk sem þarna er af kærleika unnið. Vegfarendur, í skýlinu er bát- ur, látið hann afla fyrir afnota- gjaldi símans, að minnsta kosti. Bagnar Ásgeirsson. —oOo— Gagnfræöaskólinn var settur 1. þ. m. Skólastjórinn Guðjón Kristinsson, skýrði frá því í skólasetningarræðu sinni að nem- endafjöldi við skólann yrði í vet- ur 162 í 7 deildum. Hefur nemend- um fjölgað um rúmlega 20 frá síð- asta skólaári. Þær breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans að brott hafa flutt Ásta Sveinsdóttir og Magnús Sveinsson, en í stað Ástu hefur frú Guðný Frímannsdóttin verið ráðin. til sölu. Daníel Sigmundsson, Sími 293. Jörðin Arnardalur neðri (Heimabær) er hér með auglýst til leigu. Æskilegt væri að leigutaki tæki við jörðinni í haust, jafnvel þó hann gæti ekki flutt þangað fyrr en síðar. Semja ber við bæjarráð ísafjarðar. Isafirði, 19. september 1957. Bæjarstjóri.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.