Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Benedikt Arnkelsson, cand. theol.: Fræðslu- og beilbrigðisstorf í Konsó í Ebiópíu rt ? ÍSFIRÐINGUR Útgefandi: Framsóknarfélag ísfirðinga. Ábyrgðarmaður: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 veiðilandhelgi, myndi ekki ná meirihluta, vildu íslenzku þingfull- trúarnir, að undanskildum þeim Hermanni og Lúðvík, að breyting- artillaga yrði borin fram við til- lögu Bandaríkjanna og Bretlands um að sérréttindi skyldu gilda um þau strandríki, sem byggðu af- komu sína að mestu eða öllu á fiskveiðum, og þau fá samanlagt 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Flutti meirihlutinn svo þessa breytingar- tillögu. Þeir Hermann og Lúðvík töldu hættulegt að bera þessa tillögu fram. Þeir höfðu kynnt sér viðhorf þeirra fulltrúa, sem voru á sveif íslendinga í landhelgisdeilunni, og voru þeir henni andvígir, töldu sumir þeirra hana brot á áður gerðu samkomulagi. Kunnugt var líka að Bretar og þeirra fylgifisk- ar léðu ekki máls á því að styðja tillöguna. Svo fór líka að hún kolféll. En þó dró tillagan þann dilk á eftir sér, að talið var að ýmsir vinveittir fuUtrúar gerðust ófúsari að styðja hina upphaflegu tillögu íslendinga og fékk hún því færri atkvæði en ella. — Og það var hending ein, eitt atkvæði, sem forðaði því lað nýlendusjónarmið Breta og Banda- ríkjamanna sigraði á ráðstefnunni. Og enn voru það, að sögn, vin- veittari ríkin, sem hliðruðu sér hjá því að greiða atkvæði. Sézt hér hversu djarft var teflt í málinu. Hermann og Lúðvík stóðu fastir á hinni upphaflegu tUlögu í land- helgismálinu og raunar sigraði þeirra málsmeðferð. En það er önnur hlið á máli þessu, sem ekki væri úr vegi að minnast á. Hvað var Ölafur Thors að erinda í Lundúnum um páskana? Það mun hafia komið illa við suma fuUtrúa á Genfarráðstefn- unni, er það kvisaðist að þeir Guð- mundur I. Guðmundsson utanríkis- ráðherra og Bjami Benediktsson dómsmálaráðherra hefðu flogið til Lundúna til samræðna, að því er virðist, við Ólaf Thors forsætis- ráðherna, og mun það sízt hafa bætt fyrir landhelgismálinu hjá sumum hinna vinveittari þjóða. Ekki minntust þeir Bjami og Guðmundur á það við þá Hermann og Lúðvík að þeir færu til Lundúna í þessu skyni, og fengu þeir þá fregn úr blöðum og út- varpi. Nú í þessum mánuði fer fram óvenjuleg athöfn í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Verða þá vígð til kristniboösstarfs í Afríku lækn- ishjónin Áslaug Johnsen og Jó- hannes Ólafsson. Eru þau á förum tU Eþíópíu, en þar hefur íslenzk kristmboðsstöð verið starfrækt í um það bil sex ár. Samband ísl. kristniboðsfélaga, sem eru félagssamtök innan þjóð- kirkjunnar, hefur um 30 ára skeið unnið að trúboði heima og meðal heiðingja. Það studdi um tíma Ól- af Ólafsson, kristniboða, til starfa í Kína, en þar var Ólafur á vegum Norðmanna. En nú um sex ára skeið hefur Kristniboðssambandið starfrækt sjálft kristniboðsstöð í Konsó í Eþíópíu, þar sem íslend- ingar hafa hrundið af stað merki- legu starfi, sem er nú í örum vexti. Konsómenn eru einn af mörg- um þjóðflokkum Eþíópíu. Þeir eru frumstæðir mjög, eiga ekkert rit- að mál, vita lítil skil á heilbrigð- um lifnaðarháttum og eru fjötr- aðir í alls konar hjátrú og hindur- vitni, eins og títt er um þjóðir Afríku. Trúarbrögð þeirra eru djöflatrú, og leita menn jafnan til seiðkarla, ef eitthvað bjátar á. Um heilbrigðismál er það að öðru leyti að segja, að þarna er enginn lækn- ir, en seiðmennirnir stunda alls konar hrossalækningar og gera jafnan iUt verra. íslenzk hjúkrunarkona, Ingunn Gísladóttir, hefur rekið sjúkra- skýli í Konsó í fimm ár. Hefur mikill fjöldi fólks leitað til hennar og margir fengið bót meina sinna. Malaría og heilahimnubólga eru skæðustu sjúkdómarnir, sem herja Það var líka, eins og á stóð einhver átakanlegasti skortur á háttvísi af forsætisráðherra lands- ins, að setjast að í höfuðborg aðal- fjandríkis lslendinga í landlielgis- deilunni og kveðja þangað einung- is tvo af fulltrúum vorum á Genf- arráðstefnunni til skrafs og ráða- gerða um þetta mál. Ólafur Thors var líka framlágur og bljúgur, er hann var á Alþingi inntur eftir ferðalagi sínu og kvaðningu ráðherranna tveggja til Lundúna, og hafði það eitt fram lað færa, að hann hefði ekki átt tal við brezka stjórnmálamenn um landhelgismálið og tóku margir það trúanlegt. Af öllum málflutningi stjórnar- blaðanna í þessu máli, sannast hér sem mælt er, að „veit hundur hvað etið hefir“. Þeir, sem í glerhúsi búa, ættu að varast að henda grjóti að veg- farendum. á landslýðinn, og dóu að jafnaði 50—60 af hundraði allra þeirra, sem fengu heilahimnubólgu. Ing- unn hefur verið svo lánsöm að hafa lyf, sem hafa dregið mjög úr þeirri hættu, sem stafar af þess- ari veiki. Þá hafa leitað í sjúkra- skýlið menn með alls konar sár og meiðsli, sem þeir hafa haft jafnvel árum saman, enda gróa sár seint í hitanum og fólkið kann ekki að búa um þau á réttan hátt. Barna- dauði er mikill í Konsó, og hefur Ingunn bjargaði lífi margra í sam- bandi við barnsburð. Innfæddir menn eru hjúkrunarkonunni afar þakklátir fyrir hjálp hennar og færa henni oft gjafir, einkum ým- is matvæli. Gert er ráð fyrir því, að Jóhann- es Ólafsson og kona hans hafi að- setur í Gidole, þorpi um 50 km. frá Konsó. Þar reka norskir kristni- boðar sjúkrahús, og mun eitt her- bergið í sjúkrahúsinu verða sér- stakiega ætlað sjúklingum frá Konsó, þeim er þurfa meiri hjálp- ar við en hægt er að veita þeim í sjúkraskýlinu. Einu sinni í viku mun Jóhannes svo fara til Konsó til starfa þar. -— Ýmsir Vestfirð- ingar munu kannast við Jóhannes, því hann gegndi læknisstörfum um tíma á Þingeyri fyrir nokkrum ár- um. Jóhiannes er sonur Ólafs Ólafs- sonar, kristniboða, en Áslaug er ættuð úr Vestmannaeyjum, dótt- ir Árna Johnsen. Hún er hjúkrun- arkona að menntun. í Konsó var einnig hafizt handa um kennslu, strax og starfið hófst þar. Felix ólafsson, sem var braut- ryðjandinn, tók að kenna drengj- um, en fólk er enn tregt til að senda stúlkur í skóla. Bókvitið verður ekki sett í asakna, segja menn. Nú munu vera þrír bekkir í íslenzka skólanum, og á kristni- boðsstöðinni er heimavist drengja. Eru margir efnilegir nemendur í hópi piltanna. Það má nefna til dæmis um árangurinn, að Felix, sem nú er hér heima, hefur feng- ið bréf frá Konsópiltum, sem áður þekktu hvorki blek né penna, en eru nú færir um að rita bréf, og það jafnvel á framandi máli. Bréf- in eru skrifuð á amharisku, máli Amhara, þjóðflokks þess, er ræð- ur ríkjum í landinu. Öll kennsla og opinber viðskipti fara fnam á því máli. Keisarinn í Eþíópíu, sem er kristinn og hefur mikinn hug á því að lyfta þjóð sinni upp á hærra menningarstig, leitast þannig við að sameina hina mörgu ættflokka í eina þjóðarheild, og skal tunga hans vera ríkismál. Þá hefur prédikun kristniboð- anna fallið í góðan jarðveg meðal landsbúa. Djöfladýrkunin hefur hvílt eins og farg í fólkinu, og fær hinn kristni boð’skapur því góðan hljómgrunn. 1 byrjun þessa árs munu um 60 manns hafa verið skírðir. Benedikt Jasonarson, sem nú starfar í Konsó ásamt Margréti Hróbjartsdóttur, konu sinni, og hjúkrunarkonunni, heldur nám- skeið í kristnum fræðum fyrir þá, sem taka vilja skírn og ganga þannig í söfnuðinn. Þátttaka í guðsþjónustum á sunnudögum hef- ur aukizt svo mjög, að nú verður að halda guðsþjónusturnar undir berum himni, húsnæðið er orðið of lítið. Konsómenn sjálfir hafa byggt fjórar kirkjur í þorpum sín- um, og fjölgar þeim stöðugt, sem snúa baki við djöfladýrkuninni. Skilningur manna hér á landi á þessu málefni, fer vaxandi. Gjafir þær, sem berast til starfsins, eru greinilegur vottur þess. Á síðast- liðnu ári voru um 175 þús. kr. sendar til Konsó, en fyrir þá upp- hæð varð að greiða um 100 þús. kr. í yfirfærslugjald. Þá hafa ver- ið keypt ýmis tæki handa lækn- inum, sem er á förum. Undanfarin ár hafa verið send kynstrin öll af sjúkrabindum til Konsó, og. hafa þau verið unnin úr gömlu líni, t. d. sængurfötum og öðru lérefti, sem til þess er vel faUið. Þá hafa sum- ir gefið flíkur, t. d. stuttbuxur á drengi og kjóla, en Konsómenn ganga fálkæddir. Þau læknishjónin munu halda utan fljótlega eftir að þau hafa verið vígð. Þess má geta, að á s.l. ári voru 15600 sjúklingar skráðir við sjúkraskýlið í Konsó, og var sjúkraskýlið þó lokað í einn mán- uð, er hjúkrunarkonan var fjar- verandi í hvíldarleyfi. Verkefnin eru því aðkallandi. ★ Báðstefna nm kjaramálin Alþýðusamband íslands hefur boðað til ráðstefnu verkalýðsfélag- anna dagana 28. og 29. þ. m. Rætt mun verða um viðhorfið til kjara- málanna og hvernig verkalýðs- hreyfingin skuli við bregðast. Einn fulltrúi frá hverju vérkalýðsfélagi innan Alþýðusamtakanna mun sitja þessa ráðstefnu. Bifreið til sölu. Ford Fairlane 1955, í góðu lagi, er til sölu fyrir hagkvæmt verð ef samið er strax. Upplýsingar gefur. Gunnar Sigurðsson, Hlíðarveg 24, Isafirði. Sími 310.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.