Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 27.05.1960, Blaðsíða 4
Gapfræðaskólanum slitið Gagnfræðaskóla ísafjarðar var slitið 20. þ. m. í skólanum voru í vetur um 180 nemendur, og er það álíka margt og var í skólanum ár- ið áður. Fastir kennarar voru þeir sömu og áður, nema hvað Eiríkur Krist- insson kom í stað mag. Hólmfríð- ar Jónsdóttur, sem flutti til Akur- eyrar í haust. Nýir stundakennar- ar í vetur voru þau Ingibjörg Magnúsdóttir, Guðfinnur Magnús- son og Gunnlaugur Jónasson. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Auður Birgisdóttir 9,25 og næsthæstu einkunn hlaut Hulda Björg Sigurðardóttir 9,22, báðar í 2. bóknámsdeild. 1 fyrstu bókn.d. hlaut Finnur Birgisson hæstu eink. 9,03. 1 fyrstu verknámsdeild varð Baldur Ólafsson efstur, hiaut 8,62. 1 annarri verknámsdeild varð Est- er Ingadóttir efst með 7,44, í þriðju verknámsdeild varð Svein- björn Bjamason efstur með 8,97 og í fjórðu deild, þ. e. gagnfræð- ingar, hlaut Lydía Kristóberts- dóttir hæstu einkunn 8,97. í landsprófsdeild standa próf yfir, en þeim mun verða lokið um mánaðamótin. Bókaverðlaun voru veitt þeim nemendum sem leyst höfðu af hendi trúnaðarstörf í skólanum, svo og þeim nemendum sem skarað hafa fram úr við námið. Verðlaun úr sjóðnum Aldarminning Jóns Sigurðssonar hlaut Nanna Jóns- dóttir, í 3. deild bóknáms. Það eru peningaverðlaun. Settur skólastjóri, Gústaf Lár- usson, afhenti gagnfræðingum prófskírteini og ámaði þeim heilla. 19 gagnfræðingar útskrifuðust úr skólanum að þessu sinni. í skólaslitaræðu sinni gat Gúst- af Lámsson þess, að nú hefði feng- ist heimild menntamálaráðuneyt- isins til að starfrækja við Gagn- fræðaskólann, næsta vetur, fram- haldsdeild, með námsefni 1. bekkj- ar menntaskóla, enda verði nem- endur í deildinni eigi færri en 15. í upphafi skólaslita og að þeim loknum var almennur söngur við undirleik Ragnars H. Ragnr. ★ Nýtt útgerðarfélag Útgerðarfélag var stofnað í Súðavík fyrir stuttu. Hefir félagið þegar samið um smíði á 94. lesta vélskipi í Austur-Þýzkalandi, af sömu stærð og vb. Straumnes. Er ætlast til að skipið verði tilbúið seint í ágúst. Þátttaka í félags- skapnum er mjög almenn í byggð- arlaginu. Félagið nefnist Álftfirð- ingur h.f. Stjóm þess skipa, Birg- ir Benjamínsson, Kjartan Karlsson og Kristján Jónatansson. 29. mai 1960 Ferming Isafirði kl. 2 e. b. Baldur ólafsson Davið Arndal Höskuldsson Einar Garibaldason Einar Oddur Garðarsson Guðmundur Gunnar Jóhannesson Guðmundur Hafsteinn Eiríksson Gunnar Aðalbjörn Gunnlaugsson Hilmar Friðrik Þórðarson Ingólfur Birkir Eyjólfsson Jakob Jóhannes ólason Karl Petter Wilberg Magnús Kristjánsson Matthías Guðmundsson Matthías Kristinsson Páll Bergþór Kristmundsson Ragnar Sigurður ólafsson Sigurður Finnbogason Sigurvin Gunnar Sigurjónsson Tryggvi Marías Sigtryggsson Össur Pétur Össurarson Ásgerður Hinrika Annasdóttir Bergljót Friðþjófsdóttir Elín Rannveig Halldórsdóttir Jóna Jóhanna Halldórsdóttir Lilja Sigurgeirsdóttir Klara Margrét Arnarsdóttir Salóme Guðmundsdóttir Sóley Gestsdóttir Steinunn Jakobína Guðmundsd. Steinunn Karólína Arnórsdóttir Jóna Sigríður Marvinsdóttir, Am- ardal (mynd vantar).

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.