Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.09.1965, Síða 2

Ísfirðingur - 25.09.1965, Síða 2
2 ISFIRÐINGUR ‘llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIII llli:illlllllll IIIIIIKIIIIIIIIII lilllllll = Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. = | Iiilstjórar: = | Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. | | AfgreidslumaSur: | 1 Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. | llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillll Grnndvðllur (slenzks sjálfsíæðís öllum hugsandi mönnum lirýs hugur við hvernig komið er íslenzkum efnahagsmálum. Þrátt fyrir dæmalaus góðæri hvert. af öðru hvað útflutning og þjóðartekjur snertir er sem þess sjái hvergi stað. Efnahagur almennings hatnar ekki og hagur ríkissjóðs er á heljarþröm hversu slcjótt sem tekjur hans eru margfaldaðar. Það var mjög eðlilegt að kjördæmisþing Framsóknarmanna í Króksfjarðarnesi 14. og 15. ágúst fjallaði um þennan vanda og voða, í stjórnmálaályktun sinni. Þar er sagt að brýnasta verkefni íslenzkra umbótamanna á þjóðmálasviðinu sé að hyggja traustan grundvöll efnalegs sjálfstæðis þjóðarinnar og almennrar liagsældar. Enginn skyldi halda að það sé eitthvað augnabliksverk því að til þess þarf gjörbreytta stefnu á mörgum sviðum. En Framsóknarmönnum er ljóst, að ís- lenzka þjóðin á sér enga framtíð sem sjálfstæð þjóð nema hún snúi af þeirri feigðarbraut sem fjármálalíf hennar stefnir á nú um sinn. Þeim er líka ljóst hvaða leið liggur til lífsins, sóma þess og sjálfstæðis. 1 Á þá leið benti kjördæmisþingið. Það verður rifjað upp og rætt nánar hér í blaðinu. Þar með verður því svarað eins og svara þarf, að Framsóknarflokkurinn sé úrræðalaus og óþarfur flokkur í þeim vanda, sem þjóðin á nú við að stríða. Sumt af því, sem hér verður lögð áhersla á er að meira eða minna leyti hafið yfir flokkslegan ágreining. Framsóknar- menn munu ekki halda því fram, að þeir eigi einir þau úrræði, sem þjóðinni geti orðið til hjálpar, en þeir munu vinna að því að um þau geti orðið sem víðtækast samstarf og þeim verði ekki ýtt til hliðar fyrir því, sem minna máli skiptir þjóðarhag. Það sem kjördæmisþingið benti á sem fyrsta skilyrði efna- legs sjálfstæðis er aukin framleiðni íslenzkra atvinnuvega og betri nýting íslenzkra hráefna, svo að þau verð flutt út sem næst því að vera fullunnar neysluvörur. Fyrsta skilyrðið er að afla teknanna og þá er í fremstu röð að gera íslenzka fram- leiðslu sem verðmætasta áður en hún er seld úr landi. Þar eru nú framundan svo mikil verkefni, að óhætt mun vera að ein- beita kröftum sínum að þeim af fullri alvöru um skeið og mun þó ekki verða lokið á skömmum tíma. íslenzk landhelgi, ræktun landsins, vernd fiskimiða og fiskistofna og enda ræktun þeirra er undirstöðuatriði sem eiga að tryggja þjóðinni góð hráefni til iðnaðar og vinnslu um alla framtíð. Og það skyldi vera metnaðarmál sérhvers íslendings að þjóð hans nýti þessi gæði og ávaxti þennan auð svo sem hezt verður gert. Til þess þarf bæði mentun og manndóm en á því byggist líka siðferðilegur réttur þjóðar- innar til landsins. Islendingar eiga forna menningu, sem engir geta varðveitt nema þeir sjálfir en þeir eiga jafnframt að nýta landsnytjar sínar svo að mannkyninu í lieild verði ekki betur þjónað á þvl sviði. Þetta er grundvöllurinn fyrir tilveru þjóðarinnar, Pólitískur áróður Heldur virðist það hæpin og óviðfeldin ráðstöfun af for- ráðamanni ríkisstofnunar að bjóða alþingismönnum eftir pólitískum lit til veislufagn- aðar í sambandi við ákveðið byggingarstig á húsakosti stofnunarinnar. Auðvitað eru slíkar framkvæmdir kostaðar af ríkisfé, og í því tilviki sem hér er haft í huga er ekki vitað að neinn ágreiningur hafi verið um umræddar fjár- veitingar, eða að þeir alþingis- menn sem í náðinni virðast vera hafi unnið nein sérstök afrek öðrum fremur. Ekki er heldur sennilegt iað uppbygg- Mikil snioltkveiði Mikil smokkveiði hefur verið í Amarfirði og hér við Djúp í haust. Fyrst gekk hann í Arnarfjörð í ágústmánuði og um s.l. mánaðamót varð hans vart í Djúpinu. Margir bátar stunduðu þessar veiðar og mun veiðin við Isafjarðardjúp og í Arnarfirði vera orðin nokkuð á fjórða hundrað smá- lestir. Þess voru dæmi að einn maður fengi um eina smálest yfir nóttina. Frá Hólmavik Afli hefur verið mjög lítill í sumar og því oftast lítil vinna í hraðfrystihúsunum á Hólmavík og Drangsnesi. Heyfengur í héraðinu mun vera í meðallagi eða vel það að magni og gæðum. Fyrri sláttur var almennt mjög góður, en síðari sláttur reynst lélegur. Framhald af 1. síðu píanóundirleik. Söng hennar var frábærlega vel tekið. Jósef Magnússon lék mörg lög á flautu með píanóundirleik Guðrúnar og var honum einnig ákaflega vel tekið. Guðrún Kristinsdóttir er af mörgum talinn með allra fremstu eða ingin sé gerð fyrir persónu- lega fjármuni þeirra, að minn- sta kosti hefur þeim ekki enn- þá verið þakkað fyrir það opinberlega, en það hefur kannske gleymst. Auðvitað er það öllum gleði- efni að nauðsynleg stofnun geti aukið og bætt húsakost sinn, því góður húsakostur er veigamikill þáttur í því að geta ennþá betur gegnt því hlut- verki sem til er ætlast. En hitt er næsta lítil háttvísi að draga menn í pólitíska dilka þegar svona stendur á, enda munu ýmsir líta á svona háttalag sem óheppilegann áróður. Endaði m\\ fjaðrafok Sjálfstæðismenn efndu til kjördæmisþings að Núpi um helgina 4.-5. sept. Sagt er að samkoman hafi skipst í tvær „SJÁLFSTÆÐAR“ fylkingar og hafi sýnst sitt hvorri, og það svo mjög, að segja hafi mátt að þingið ENDADI SEM FJAÐRAFOK. Frá Borðeyri Slátrun sauðfjár stendur nú yfir hjá Kaupfélagi Hrút- firðinga, Borðeyri. Gert er ráð fyrir að slátrað verði um eða yfir 13 þúsund fjár. 1 slátur- húsi kaupfélagsins, sem byggt var 1962, er hægt að slátra 6 til 8 hundruð fjár á dag. Álitið er að dilkar verði nú í meðallagi eða vel það. Heyfengur bænda í Bæjar- hreppi er góður, enda var tíðarfar í sumar hagstætt til heyöflunar. Nýlega er lokið hjá Kaup- félagi Hrútfirðinga byggingu íbúðarhúss fyrir kaupfélags- stjórann, en bygging hófst á árinu 1964. jafnvel allra besti píanóundir- leikari hérlendis. Þetta voru fyrstu hljóm- leikar Tónlistarfélags ísa- fjarðar á þessu starfsári, og má með sanni segja að vel hafi verið af stað farið. Dánardægur Jóhanna Bjarnadóttir, sem lengi hafði verið vistkona á Elliheimili Isafjarðar, andaðist 27. ágúst s.l. Hún var fædd í Mosdal í Arnarfirði 16. júlí 1876. Guðmann Rósmundsson, sem lengi var vinnumaður á Selja- landsbúinu í tíð margra hús- bænda þar, andaðist á Sjúkra- húsi ísafjarðar 21. þ.m. Hann var fæddur 14. janúar 1899. Með honum er gengið dyggt hjú og húsbóndahollt. Hjúskapur Þann 4. þ.m. voru gefin saman að Holti í Önundar- firði ungfrú Sigríður Jóns- dóttir, flugfreyja, og Sævar Gunnlaugsson, bygginga- meistari, frá Hafnarfirði. Faðir brúðarinnar, séra Jón Ólafsson, fyrrv. prófastur, gaf brúðhjónin saman. Þann 4. þ.m. voru gefin saman á Isafirði af séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Hrafnhildur Samúelsdóttir, Túngötu 11 ísafirði og Jósef Vernharðsson, Hnífsdal. Þann 18. þ.m. voru gefin saman á Isafirði af séra Sigurði Kristjánssyni, ungfrú Anna Gunnlaugsdóttir og Ólafur Njáll Guðmundsson, Fjarðastræti 14 ísafirði. 1 dag verða gefin saman í Frikirkjunni í Reykjavík ungfrú Pálína Adólfsdóttir, skrifstofust. og Jakob Ölafs- son, Jakobssonar, tæknifræði- nemi, Urðai’veg 11 ísafirði. Heimili þeirra verður Hring- braut 119 Rvk. Við nám í SvfþjóO Tvær ísfirskar stúlkur stunda nú nám við lýðskóla í Svíþjóð. Eru það þær Þórdís Guðmundsdóttir, Sveinssonar og Málfríður Sigurðardóttir, Jónssonar. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína: Ungfrú Rannveig Kjartans- dóttir, Guðmunds. málaram., ísafirði, og Per Ragnar Grön- nes'í österöy, Noregi. Ungfrú Ragnhildur Guðný Kristinsdóttir, L. Jónssonar, húsasm.m., ísaf., og Henning Beck Flyger, Sönderholm, Danmörku. — rökin fyrir sjálfstæði hennar — og fjárhagsleg velmegun hennar byggist á því að liún vinni sjálf sem mest úr sínum hráefnum. Önnur atriði, sem kjördæmisþingi benti á sem forsendur almennrar velmegunar í landinu eru jafnvægi í byggðaþróun, skynsamleg stjórn í fjárfestingu, vinnufriður og bætt upp- eldi ungu kynslóðarinnar. Þau atriði verða rædd síðar hér í blaðinu hvert fyrir sig.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.