Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.10.1966, Qupperneq 2

Ísfirðingur - 06.10.1966, Qupperneq 2
2 ÍSFIRÐINGUR iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiaiiiiiitiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiHiiiiiiiiiihiiiini SIAD WAMSOKNABtlANN/l / MSrrMRMK/OPMMI = Úlgefandi: | | Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. jj 1 Ritstjórar: | Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. 1 AfgreiöslumaSur: | Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. | IIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlBllllllllPlllllllllllllllllinilllllllllllBllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllBltlllllllMltll ÁhyMjnr VeMfirílintís l:tvegum með stuttum fyrirvara hin vinsælu japönsku -YAMAHA ptanó. Sýnishorn á staðnum. Aflmrgunarskiimálar. Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Sími 123 - I«>4ifirÓi. Brúðhjónin Guðmundína Þorláksdóttir og Sverrir Hestnes, prentari. Þau voru gefin saman 10. september s.I. Ágæt lýsing hafnarinnar Ritstjóri Vestfirðings virð- ist engar áhyggjur bera útaf smæð og vesaldómi þeirra stjórnmálasamtaka sem hann hefur helgað líf sitt og starf. Hann virðist vera alveg á- hyggjulaus útaf innbyrðis iH- deilum og upplausn innan flokks síns, sem í fyrradag gat hafa gengið undir nafn- inu Kommúnistaflokkur, í gær undir nafninu Sósíalista- flokkur sameiningarflokkur al þýðu, en í dag undir nafninu Alþýðubandalag, og svo veit auðvitað enginn undir hvaða nafni þessar stjórnmálaflokks tætlur ritstjórans og félaga hans kunna að ganga á morg- un. Á þetta er minnst hér til að benda á það, að umrædd stjórnmálasamtök virðast raunverulega aldrei hafa kunnað við sig sjálf í þjóð- lífinu og því talið sig þurfa að breyta um nafn og númer oftar en nokkur annar stjóm málaflokkur 1 landinu fyrr og síðar, og þá auðvitað til að reyna að breiða yfir umkomu- leysi sitt og tilgangsleysi. Það er að vísu mannlegt þó ritstjóri Vestfirðings sé hæítur að hafa áhyggjur af því hve stjórmálasamtök hans eru illa á vegi stödd meðal þjóðarinnar, því að hann sér áreiðanlega að úr því verður ekki bætt. En allt um þetta virðist rit stjórinn vera haldinn hinum mestu áhyggjum. í síðasta blaði sínu virðist maðurinn beinlínis þjást af áhyggjum yfir því hvernig efstu sæti framboðslista Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjör- dæmi munu verða skipuð í næstu alþingiskosningum. Þessar áhyggjur ætti ritstjóri Vestfirðings að geta sparað sér. Enginn framsóknarmaður mun óska eftir leiðbeiningum frá hans hendi um eitt eða neitt og ekki heldur fara eftir þeim leiðbeiningum þó hann láti þær í té. Leiðsögn hans í eigin flokki hefur ekki gef- ist það vel að ástæða sé til þess fyrir aðra að tiaka leið- beiningar hans alvarlega. Köpuryrði ritstjóra Vest- firðings í garð þeirra manna sem skipa efstu sætin á lista Framsóknarflokksis í næstu kosningum munu ekki koma ritstjóranum eða flokkstætl- um hans að neinu gagni, held- ur þvert á móti. Framsóknar- menn geta verið ánægðir yfir því að andstæðingar þeirra skuli hafa áhyggjur útaf fram boðslistanum. Það gefur vissu lega vonir um mjög góðan á- rangur í kosningunum. Margnefndum ritstjóra virð ist ganga eitthvað treglega að átta sig á því að fnamsóknar- menn unnu bæjarfulltrúa á Isafirði í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vor og eiga nú tvo fulltrúa í bæjarstjórninni. Kallar hann það í síðasta leið ara „frumhlaup" þegar stjóm málaflokkur býður fram og bætir við sig bæjarfulltrúa. Þetta er að vísu dálítill sérstæður skilningur á úrslit- um kosninga, og vissulega er það leitt að það skuli taka ritstjóra Vestfirðings mánuði eða ár að átta sig á staðreynd um. Eldsvoði I nótt kl. á fimmta tíman um varð eldur laus í Vörubíla stöð ís;af jarðar við Sundstræti Slökkvilið kaupstaðarins kom fljótt á brunastað og tókst greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir urður töluverðar. Óvíst er um eldsupptök. Hjúskapnr Laugardaginn 1. þ.m. voru gefin saman í hjónaband Auð- ur Matthíasdóttir, Bjamason- ar, alþingismanns, og Vetur- liði Guðnason, Ingibjarts- sonar, Isafirði. Þau urðu bæði stúdentar frá M.A. í vor. Aðalfundnr Sandfells Aðalfundur Sandfells hf., umboðs- og heildverzlunar, var haldinn á Isafirði 25. ág. 1966. Fundarstjóri var Einar Guðfinnsson, Bolungarvík. Formaður stjómar félagsins, Bogi Þórðarson, framkvæmda stjóri, Ratreksfirði, flutti skýrslu stjómarinnar og skýrði frá rekstri félagsins síðastliðið ár, sem var fyrsta starfsár félagsins. Flest útgerðarfyrirtæki á Vest fjörðum eiga nú viðskipti við félagið og sér Sandfell hf. nú að miklu leyti um útvegun veiðarfæra fyrir Vestfirðinga. Einnig hefur Sandfell hf. nú nokkur viðskipti í öðmm landshlutum. Hefur félagið nú komið sér upp erlendum við- skiptasamböndum í flestum tegundum veiðarfæra og eykst starfsemin nú ört. Formaður félagsins skýrði frá því að hlutafé félagsins væri nú 1.200.000,00 kr. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Bragi Ragnarsson, las upp og skýrði reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða. Síðan urðu nokkrar umræður um önnur mál og vom hlut- hafar ánægðir með árangur félagsir.s, þann stutta tíma sem það hefur starfað og töldu að hér hefði verið fai'- ið inn á rétta braut. Stjórn Sandfells hf. var endurkjórin, en hana skipa: Bogi Þórðarson, framkvæmda- stjóri, Patreksfirði, form., Matthías Bjarnason, alþingis- maður, Isafirði Rögnvaldur Sigurðsson, kaup- félagsstjóri, Þingeyri. Það vekur athygli hve hafnarsvæðið á Isafirði er orðið vel lýst. Hafa margir fullyrt að það sé nú bezt lýsta hafnarsvæðið á landinu. Anton Björnsson, rafveitu- stjóri á ísafirði, teiknaði ljósa útbúnaðinn og annaðist allann undirbúning verksins. Ber vissulega að þakka rafveitu- stjóranum fyrir hans mikla þátt í þessum þörfu fram- kvæmdum. Það er ekki ein- asta til mikils hagræðis að hafa hafnarsvæðið vel lýst heldur skapar það og mikið öryggi í sambandi við um- ferð við höfnina. Rafvíilnfnndnr... Framhald af 1. síðu verkfræðingur, Rvík, Garðar Sigurjónsson, rafveitustjóri, Vestmannaeyjum, Gísli Jóns- son, rafveitustjóri, Hafnar- firði og Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóri, Reykjavík.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.