Alþýðublaðið - 03.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ greiðir framleiðanda svo miklu minna fyrir fiskinn, sem útflutn- ingsgjaldinu nemur. En af því leiðir aftur, að framleiðendur, sem menn hafa í vinnu, verða að greiða þeim að sama skapi minna kaup. Útflutningsgjaldið kemur því niður á framleiðendum, og enn fremur þeim, sem aö framleiðslu vinna fyrir icanp. Nú erlangmest af útfluttum vörum einmitt sjáv- arafurðir. Árið 1916 voru fluttar út landafurðir fyrir rúmlega 4Va million kr. en sjávarafurðir fyrir fullar 35 millionir. Auk þess er útflutningsgjaldið, sem á siðasta þingi var lagt á landafurðir, svo hlægilega lágt í samanburði við gjaldið á sjávarafurðum, að engu tali tekur. Af einni kjöttunnu, sem kostar 350 kr. eftir verði hér, eru greiddir 60 aurar, en af einni síldartunnu, sem kostar 80—90 kr,, í bezta lagi, eru greiddar 3 kr. Gjaldið liggur því svo að segja eingöngu á sjávarmönnum. Um stimpilgjaldið er alveg sama að segja, að því leyti, sem það verkar sem útflutningsgjald. En á þessari aðferð til tekju- öflunar er einnig annar galli en sá, að þau koma ranglátlega niður á mönnum og stéttum. Gallinn er sá að þar er algerlega brotið bág við alla heilbrigða hugsun í sicattaálögum. Mennirnir verða að greiða gjaldið, hvort sem nokkur ábati er að því að stunda atvinn- una, framleiðsluna, eða ekki, og jafnt þótt beinn skaði sé. Ekkert tillit er tekið til þess, hvort fram- leiðslan gerir meira en að veita þeim brýnustu lífsnauðsynjar, sem hana stunda. Ekki til þess, hvort hið opinbera gerir nokkuð eða ekki neitt til eflingar atvinnuveginum. Með þessu er brotin hin sjáifsagða regla um allar skattaálögur, að láta þá greiða slcattana, sem liœg- ast eiga með það, sem minst þurfa að leggja í sölurnar til þess að geta int skattgjaldið af hendi, með öðrum orðum láta skattana koma sem ótilfinnanlegast niður, og gera ekki einum manni eða einni stétt hærra undir höfði en öðrum. Hækkun húsaskattsins kemur auðvitað niður á húseigendur, en þeir láta aftur íbiia húsanna gjalda sér það í hærri húsaleigu, ef leig- endur eru. Það kemur því niður á öllum, sem í húsum búa, og eðlilega aðallega á kaupstaða- búa. Hækkun tekjuskattsins og dýr- tíðar- og gróðaskatturinn er það eina í öllu þessu tekjuaukabraski síðustu þinga, sem fer í rétta átt. Þar ræður hin réttahugsun. Þeir greiða skattana, sem græða og þeir greiða, sem geta það, hver eftir getu sinni. Þetta er stefna Alþýðuflokksins, að svo miklu leyti, sem hann vill byggja á þeirri skattalöggjöf, sem enn er hér á landi. Enn þá er alt of lítið af tekjum ríkisins fengið á þenna réttláta og heppilega hátt, en stefna verður að því, að það verði meira framvegis. (Frh.) Símskeyti. Kaupmannahöfn 2. nóy. Yerkföllin í Ameríkn. Frá Lundúnum er símað að hálf milljón kolanámumanna í Bandaríkjunum geri verkfall og að búist sé við járnbrautarverk- falli. Denikin missir styrkinn. Churchill tilkynnir [í þinginu] að Bandamenn hætti nú að styrkja Denikin fjárhagslega. Jndenitsch og Bolsívíkar. Judenitsch er á undanhaldi fyrir Bolsívíkum suðvestur af Gatschina. Enska stjórnin. Fjármáladeilunum í brezka þing- inu lauk svo' að traustsyfirlýsing til stjórnarinnar var samþykt með 335 atkvæða meiri hluta. Leyfar þýska flotans. Frá París er símað að England og Bandaríkin vilji að Frakkland fái leyfar þýska flotans, þær, sem á valdi Bandamanna eru. Finnland Álandseyjart Frá Stokkhólmi er símað að Clemenceau hafi lofað Manner- heim að Finnland skyldi fá Álands- eyjar, ef það berðist gegn Bolsi- víkastjórn Rússlands. Markið fellnr enn! Gengi erlendrar myntar. Sænskar krónur . . 111,75 Norskar krónur . 106,70 Þýsk mörk . . . . 15,00 Sterlingspund . . . 19,60 Dollar . 469,50 frá ^ajnarjirði. Kjósendafundur var haldínn í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði á laugardagskvöldið. Fundurinn byrjaði kl. 7 og stóð til kl. 11. Sex af frambjóðendum kjördæmis- ins voru mættir, en hinn 7., síra Friðrik Rafnar, var ekki mættur. Fundurinn var mjög vel sóttur. Húsið var svo fult, að nærri ólíft var inni vegna hita og loftleysis. Hafnfirðingar eiga við sömu vand- ræði að búa og Reykvíkingar, að eiga ekkert hús nándarnærri nógu stórt undir almenna fundi. Enda gerðu þrengslin og loftleysið það að verkum, að fundurinn varð að ýmsu leyti óvenjulegur. Einn fram- bjóðenda neyddist til að hælta í miðri ræðu, og þegar fundarmönn- um hélt við köfnun, og engan glugga var hægt að opna, tóku þeir það ráð, að brjóta 3 eða 4 rúður. Þetta þóttu húseigendum illar búsifjar og ráku alla út. Varð þó loks að samkomulagi, að frambjóðendur fengu að hafast við í anddyri hússins og tala þaðan, en kjósendur stóðu úti og hlýddu á. Fór fundurinn hið bezta fram eftir þetta. Þórður læknir Thoroddsen hafði boðað fundinn, og talaði hann fyrstur. Var það langt mál og mælgi mikil, en litlu voru menn nær, þegar lokið var. Hann talaði mikið um samvinnuþýðleik og einingu, sem ríkja þyrfti í þing- inu, en jafnframt um rétta flokka- skiftingu, sem þyrfti að komast á. Áttu menn bágt með að skilja það, að eining og flokkaskifting væri hið sama. Auðheyrt var, að frambjóðandinn áleit heppilegast að vera allra vinur. En hætt er við að kjósendum hafi dottið í hug hvernig honum mundi takast „að vera allra vinur og öllum trúr“. Fjármálin taldi hann vera í megnasta ólagi, en enginn gryntl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.