Alþýðublaðið - 03.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 vel í því, hvernig hann vildi láta bæta það ólag. Björn Kristjánsson hélt leiðar- Þingsræðu og minti mjög á 20 ára verðleika sína sem þingmaður kjördæmisins. Þar sem menn hefðu nú kosið sig svo lengi, færu þeir varla að bregðast sér nú. (Hvernig gat honum dottið það í hug, aumingja manninum? Yar sam- vizkan ekki góð?) Þá mintist hann með þakklæti síns „ógleymanlega samverkamanns". Já, það var nú von, að hann myndi eftir honum nú, þegar hann er búinn að fá hann til þess að bjóða sig ekki fram, í þeirri von, að hann kynni Þá fremur að slysast inn sjálfur. En þar heflr nú sá góði maður reiknað skakt. Undanfarið hefir Björn flotið á bankanum og mak- legum vinsældum síra Kristins. Nú hefir hann hvorugt og hlýtur þvi að sökkva. Davíð Kristjánsson, frambjóð- andi Alþýðuflokksins, taldi eitt merkasta málið, sem fyrir næsta þing yrði að koma væri alþýðu- löggjöf, ýmislegar tryggingar og samhjálp. Skattamál mintist hann á og vildi láta auka beina skatta, en minka tolla, því með því feng- ist réttlæti. Þeir borguðu, sem græddu og gætu, en ekki þeir, sem ekkert hefðu af að taka nema lífsnauðsynjar, og jafnvel töpuðu. í fossamálinu vildi hann að engu flana. Taldi bezt að treysta á eðli- lega innlenda þróun, en ófært að ráðast í allstór fyrirtæki, nema i'íkið gerði það. Bætta landhelgis- vörn taldi hann og lífsnauðsyn. Einar Porgilsson vildi fara var- lega í fossamálinu. Hann lagði mikla áherzlu á landhelgisvörn og taldi oss eigi nægja minna en 4 varðskip. Vildi láta byggja þau líkt og togara, en með nokkru meiri hraða en venjulega og skot- útbúnaði. Taldi mega fá nokkuð upp í kostnað með því, að láta þá fiska um leið og fara í höfn til skiftis tii að losa. Bankamálum taldi hann þurfa að koma í betra horf. Jóhann i Brautarholti þuldi ómegnaðan opingáttar-lestur úr „Lögréttu" blandaðan með „Tíma- nlegri“ „Titönsku". Taldi hann lífsnauðsyn fyrir þjóðina að hingað flyttu þúsundir erlendra manna, og ógrynni fjár. Var auðheyrt að hann hlakkaði til, ef hann yrði á þingi og tlotslettur úr kjötpottin- um kynnu að lenda þangað. Gerðu menn lítinn róm að máli hans. Þá tók til máls úr kjósendahópi Ingimar Jónsson stud. theol. Vítti hann mjög harðlega hina algleiðu opingáttarstefnu þá, er sérstaklega ákveðið kom fram í ræðu Jóhanns í Brautarholti, og sýndi greinilega fram á, hvílík hætta hinu litla þjóðfélagi voru væri búin, ef t. d. stofnun eins og fossafélag með 200 milj. kr. höfuðstóli, væri starfandi í iandinu, og hvílíkur ofjarl hún yrði hinu íslenzka ríki, þar sem slík stofnun hefði 20 sinnum meira fé undir höndum en, en árstekjur ríkisins næmu. Hið eina rétta væii, að rikið hefði yfirráð vatns- virkja þeirra er gerð yrðu. og hneig ræða hans mjög í sömu átt og Davíð Kristjánsson hafði haldið fram í ræðu sinni fyr á fundinum. Lýsti ræðum. því síðan hve óheil og loðin ummæli og skoðanir ýmsra frambjóðenda væru í skatta- og tollamálunum, og beindist sérstak- léga að B. Kr., föður vörutollsins sem nú væri búið að þrefalda, og sýndi fram á hvernig „fjármála- spekingur" þessi hefði með lög- gjafarstarfsemi sinni, bæði í banka- málum og skattamálum, unnið landi og lýð til óþurfta, og bitn- aði það ekki hvað sízt á kjördæmi hans. Sjálfum sér hefði B. Kr. aftur á móti verið hinn þarfasti, og á nýafstöðnu þingi hefði hann á síðustu stundu fengið því smeygt inn í fjárlögin, að eftirlaun hans (B. Kr.) hefðu verið hækkuð um helming (úr 4 þús. upp í 8 þús.) Var ræða Ingimars hin sköru- legasta og var henni tekið með dynjandi lófataki. Svo var að heyra sem Davíð Kristjánsson og Einar Þorgilsson hefðu mesta samúð manna á fund- inum, og er það ef til vill eðli- legt. Svo mikið er víst, að Hafn- firðingar kæra sig ekki um af- gamla og þrautónýta afturhalds- menn, eða gullblindaða opingátt- arsinna. Viðstaddur. St. Jcanne í’yirc. Eftir Marlc Twain í Harpers Magazin. Lausl. þýtt. (Frh.). Henni var strax fengin yfir- hershöfðingjatign þó hún væri ekki nema seytján ára gömul. Átti hún yfir að ráða mörgum gömlum herforingjum og einum prinz. í broddi fyrstu herfylking- ar, sem hún hafði augum litið, reið hún til Orleans. Hún tók með þremur áköfum áhlaupum öflugustu vígi óvinanna og á tíu dögum batt hún enda á umsátur, sem ógnað höfðu Frakkaveldi í sjö mánuði. Hún varð að bíða þess um hríð að fá að leggja í annan leið- angur. Konungurinn var reikull í ráði og ráðgjafarnir fláir. En þegar hún hélt svo aftur af stað vann hún hverja borgina á fætur annari og hvern sigurinn af öðrum. Stefndi hún þá til Rheims. Hvar sem hún fór gáfust upp borgir og bæir, virki og víggirð- ingar. í dómkirkjunni 1 Rheims setti Jeanne kórónuna á höfuð konunginum, en fólkið æpti gleði- óp. Þar hitti hún föður sinn, sem hafði komið þangað til að sjá með eigin augum hvað um væri að vera. Nú var Jeanne búin að endur- reisa krúnuna og ná aftur þeim yfirráðum, sem Englendingar höfðu hrifsað undir sig. Það var í eina skiftið að konungur auðsýndi henni þakklæti sitt. Bað hann hana sjálfa ákveða launin og njóta þeirra. Hún bað ekki um neitt sjálfri sér til handa. Hún bað þess að þorpið sitt þyrfti ekki að greiða neina skatta. Það var henni veitt. Og hélzt svo um 360 ár. Þá var það upphafið og er enn. í þá daga var Frakkland mjög fátækt, en nú er það ríkt. En í hundrað ár hafa skattar verið innheimtir í litla þorpinu. Jeanne bað þess einnig að mega hverfa heim til foreldra sinna og vina að starfinu loknu. Hermdar- verk stríðsins fengu mjög á hana og oft og einatt dró hún ekki sverð úr sliðrum í orustunni til þess að hún skyldi ekki verða neinum að bana með því. Við yfirheyrsluna í Rouen lýsir hún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.