Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 1

Morgunblaðið - 04.01.2010, Side 1
íþróttir Óvænt úrslit Leeds sló Manchester United út úr ensku bikarkeppninni með 1:0 sigri á Old Trafford. Fyrsti sigur Leeds á Old Trafford í 29 ár. Arsenal lagði West Ham 2-3 Íþróttir mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÞAÐ eiga allir að skila sér á æf- ingu á morgun (í dag) og ég hlakka bara mikið til. Það hafa engin for- föll verið boðuð og það er ánægju- legt að Arnór Atlason kemur með í farteskinu frá Danmörku bik- armeistaratitil. Hann stóð sig frá- bærlega í úrslitaleiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson, við Morg- unblaðið í gær en í dag hefst lokaundirbúningur landsliðsins í handknattleik fyrir Evrópumótið í Austurríki sem hefst 19. þessa mánaðar. Guðmundur valdi fyrir áramótin 17 manna landsliðshóp en sextán leikmenn verða svo valdir til að spila á EM þar sem Íslendingar eru í riðli með Serbum, gestgjöf- unum Austurríkismönnum og Evr- ópumeisturum Dana. ,,Þetta verður stuttur og snarpur undirbúningur. Við fáum góða æf- ingaleik til að undirbúa okkur eins og leiki á móti Þjóðverjum í Þýska- landi. Það eru engin alvarleg meiðsli í hópnum. Það eru menn eins og Þórir Ólafsson og Logi Geirsson sem eru að koma upp úr meiðslum og við verðum bara að sjá hver staðan er á þeim næstu dagana,“ sagði Guðmundur Þórður. Landsliðið leikur fimm vináttu- leiki áður en flautað verður til leiks í Austurríki. Liðið mætir Þjóð- verjum í tveimur leikjum í Nürn- berg um næstu helgi. Portúgalar leika í Laugardalshöll þann 13. jan- úar og lokaleikirnir fyrir EM verða gegn Spánverjum 16. janúar og gegn Frökkum eða Argent- ínumönnum þann 17. janúar. Sama dag heldur svo liðið til Linz þar sem riðill Íslands verður spilaður. Stuttur en snarpur undirbúningur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Undirbúningur Snorri Steinn Guðjónsson og samherjar hans í landsliðinu hefja í dag lokaundirbúninginn fyrir Evrópumótið í handknattleik. GUÐMUNDUR Þórður Guð- mundsson landsliðsþjálfari í hand- knattleik og þjálfari danska liðs- ins GOG segist vera áhyggjufullur með stöðu félagsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið í gær. Fjárhagsstaða GOG er gífurlega erfið og danskir fjölmiðlar greindu frá því að svo gæti farið að félagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Staðan er mjög tví- sýn hjá félaginu og hlutirnir geta skýrst í dag hvert framhaldið verður hjá því en það hefur glímt við mikinn fjárhagsvanda und- anfarna mánuði. Guðmundur tók við þjálfun GOG fyrir tímabilið og hefur gert það gott en þrátt fyrir mikla erf- iðleika utan vallar er liðið í þriðja sæti, er stigi á eftir FCK sem er í öðru sæti deildarinnar. Með GOG leikur landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson. gummih@mbl.is Tvísýn staða hjá GOG GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Ís- landsmeistari í borðtennis, byrj- aði vel með sínu nýja liði, BTK Warta frá Gauta- borg í Svíþjóð. Guðmundur og félagar hans öttu kappi við Sparv- agen og höfðu betur, 3:2. Guð- mundur hafði betur gegn Mikael Zöögling í einliðaleiknum 2:0, (11:8 og 11:7), og í tvíliðaleiknum fögn- uðu Guðmundur og Robert Nilsson sigri á mótherjum sínum, 2:0 (11:8 og 14:12). Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur leikur með sænsku liði. Síðast spilaði hann í Svíþjóð árið 2008, og varð þá sænskur meistari með Eslövs. gummih@mbl.is Góð byrjun hjá Guðmundi með Warta Guðmundur E. Stephensen BRESKA blaðið News of the World heldur því fram að Sam Allardyce knattspyrnustjóri Blackburn Rov- ers horfi hýrum augum til Eiðs Smára Guðjohnsen og vilji fá hann til liðs við Blackburn nú í jan- úarglugganum. Allardyce þekkir ágætlega til Eiðs sem lék undir stjórn hans hjá Bolton fyrir áratug. Knattspyrnu- stjóri Blackburn er meðvitaður um að hann þarf að efla sóknarleik liðs- ins en lið hans hefur aðeins náð að skora 20 mörk í 20 leikjum í úrvals- deildinni á tímabilinu. Enska blaðið greinir fá því að Blackburn sé reiðubúið að selja Suður-Afríkumanninn Benni McCarthy og fjámagna með þeim kaupin á Eiði Smára sem hefur ekki náð sér á strik með Mónakó og hann hefur ekki verið valinn í 18 manna hópinn í síðustu þremur leikjum liðsins. gummih@mbl.is Eiður Smári orðaður við Blackburn MEISTARAMÓT TBR fór fram um helgina og þar fögnuðu Helgi Jóhannesson og Tinna Helga- dóttir sigri í einliðaleik. Helgi sigraði Rasmus Mangor frá Danmörku í úrslitaleik. Tinna og Rakel Jóhannesdóttir léku til úrslita í einliðaleik kvenna. Þær sigruðu í tvíliðaleik þar sem þessi mynd var tekin. Gegn þeim léku til úr- slita Brynja Pétursdóttir og Erla Björg Haf- steinsdóttir. Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Rasmus Mangor og hinn þaulreyndi Broddi Kristjánsson. Þeir léku til úrslita gegn Atla Jó- hannessyni og Kára Gunnarssyni. Einbeittir badmintonspilarar í TBR Morgunblaðið/Ómar Meistarar Tinna Helgadóttir og Rakel Jóhannesdóttir sigruðu í tvíliðaleik. Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton frá síðasta Íslandsmóti. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 2010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.