Morgunblaðið - 08.01.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.01.2010, Qupperneq 2
STRÁKARNIR í U20 ára karla í íshokkí unnu í gærk Tyrkjum, 8:2, í lokaleiknu keppni 3. deildar heimsme ins í íshokkí sem nú stendu anbúl. Með sigrinum trygg liðið sér sigur í riðlinum og morgun í undanúrslitum g Sjálendingum. Það er hrei leikur um sæti í 2. deild. Íslenska liðið skoraði fy mörkin. Þegar fyrsta mar að var íslenska liðið mann var í liðum þegar annað m í því þriðja voru íslensku s einum fleiri á ísnum. 2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 2010 ÍSHOKKÍ HM U20 ára karla 3. deild í Tyrklandi: A-riðill: Ástralía – Nýja-Sjáland........................... 5:1 Lokastaðan: Ástralía 2 2 0 16:2 6 N-Sjáland 2 1 1 6:6 3 Búlgaría 2 0 2 2:16 0 B-riðill: Ísland – Tyrkland..................................... 8:2 Norður-Kórea – Taívan ........................... 7:4 Lokastaðan: Ísland 3 3 0 25:6 9 Norður-Kórea 3 2 1 18:13 6 Taívan 3 1 2 12:22 3 Tyrkland 3 0 3 9:23 0  Í undanúrslitum á morgun leikur Ísland við Nýja-Sjáland og Ástralía við Norður- Kóreu. Sigurliðin vinna sér sæti í 2. deild og mætast í úrslitaleik á sunnudag en tapliðin leika um bronsverðlaunin. KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppni, 16 liða úrslit, fyrri leikir: Hercules – Osasuna.................................. 2:1 Rayo Vallecano – Mallorca ...................... 2:1 Malaga – Getafe........................................ 2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Atlanta – New Jersey .........................119:89 Cleveland – Washington.....................121:98 Orlando – Toronto .............................103:108 Miami – Boston..................................106:112  Eftir framlengingu. Minnesota – Golden State ................101:107 Oklahoma – New Orleans.....................92:97 San Antonio – Detroit .........................112:92 Phoenix – Houston ............................118:110 Utah – Memphis ..................................117:94 LA Clippers – LA Lakers...................102:91 Staðan í Austurdeild: Boston Celtics 33 25 8 75,8% Cleveland Cav’s 37 28 9 75,7% Orlando Magic 35 24 11 72,7% Atlanta Hawks 34 22 12 64,7% Miami Heat 33 17 16 51,5% Toronto Raptors 36 18 18 50,0% Charlotte Bobcats 33 15 18 45,5% Milwaukee Bucks 32 14 18 42,8% Chicago Bulls 33 14 19 42,4% New York Knicks 34 14 20 41,2% Washingt. Wizards 33 11 22 33,3% Detroit Pistons 34 11 23 32,4% Indiana Pacers 34 11 23 32,3% Philadelphia 76ers 34 10 24 29,4% New Jersey Nets 35 3 32 8,6% Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 35 28 7 80,0% Dallas Mavericks 35 24 11 68,6% Phoenix Suns 36 23 13 63,9% Denver Nuggets 35 22 13 62,9% San Antonio Spurs 33 21 12 63,6% Portland T-Blazers 37 22 15 59,5% Houston Rockets 36 20 16 55,6% Oklahoma Thunder 35 19 16 54,3% Utah Jazz 35 19 16 54,3% New Orl. Hornets 33 17 16 51,5% Memphis Grizzlies 34 17 17 50,0% LA Clippers 34 16 18 47,1% Sacramento Kings 34 14 20 41,2% Golden St.Warriors 34 10 24 29,4% Minnesota T-wolves 36 7 29 19,4% í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, N1-deildin: Víkin: Víkingur – FH ............................20.00 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ....19.15 Flúðir: Hrunamenn – Valur .................19.15 Síðuskóli: Þór Ak. – KFÍ ......................19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – ÍA.......................19.15 KNATTSPYRNA Norðurlandsmót karla, Soccerade-mótið: Boginn: Völsungur – Þór ..................... 19.45 Íslandsmótið í Futsal, 8 liða úrslit: Laugardalshöll: Keflavík – Hvöt......... 18.30 Álftanes: Víkingur Ó. – Höttur ........... 19.30 Laugardalshöll: Leiknir F. – Víðir .......... 20 Álftanes: ÍBV – Fjölnir ........................ 20.50 GUÐMANN Þórisson, knattspyrnumaður, sem varð bikarmeistari með Breiðabliki á síðustu leiktíð er orðinn liðsmaður norska 1. deildarliðsins Ny- bergsund. Guðmann hefur verið til reynslu hjá norska liðinu síðustu dagana og einnig fyrr í vetur og hann náði greinilega að heilla forráðamenn þess því þeir buðu honum samning og skrifaði miðvörð- urinn stóri og stæðilegi undir tveggja ára samning við félagið. Samningur Guðmanns við Breiðablik rann út um áramótin en hann hefur leikið allan sinn feril með liðinu. Hann kom við sögu í 16 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en alls hefur hann leikið 49 leiki með Kópavogsliðinu í efstu deild og skorað í þeim 3 mörk. ,,Hann hefur staðið sig vel með okkur á æfing- um. Hann er öflugur, er vel þjálfaður og með gott hugarfar,“ sagði Ola Brendan þjálfari Ny- bergsund við norska blaðið Östlendingen. Viktor Bjarki Arnarsson lék með Nybergsund á síðustu leiktíð. Hann missti þó úr stóran hluta vegna meiðsla en lék 17 leiki af 30 með lið- inu sem endaði í 9. sæti. Viktor hefur yf- irgefið liðið og leitar þessa dagana að nýj- um vinnuveitanda. Einn annar Íslendingur hefur spilað með Nybergsund, en Valsmaðurinn Magni Blöndal Pétursson lék með liðinu árið 1984. Nyberg- sund-Trysil eins og liðið heitir fullu nafni er frá smáþorpinu Nybergsund í Trysil-héraði, austast í Noregi, skammt frá sænsku landamærunum. gummih@mbl.is Guðmann samdi við Nybergsund Guðmann Þórisson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÆFINGAHÓPURINN telur því 19 leikmenn en fyrr í vikunni var Rúnar Kárason kallaður inn í hópinn en eins og fram hefur komið eru Logi Geirs- son og Þórir Ólafsson nýstignir upp úr meiðslum og óvíst hvort þeir verði orðnir klárir fyrir EM. Landsliðið heldur utan árdegis til Þýskalands en liðið mætir Þjóðverjum í tveimur æfingaleikjum um helgina. Sá fyrri verður í Nurnberg á morgun og síðari í Regensburg á sunnudag. Guðmundur valdi 16 leikmenn til að taka þátt í þeim í leikjum en þeir Logi Geirsson, Þórir Ólafsson og Rúnar Kárason verða eftir heima við æfing- ar. Logi spurningarmerki ,,Ég var búinn að ræða við Ragnar áður en ég valdi 17 manna hópinn. Það er ákveðin óvissa varðandi meiðsli og ég vil bara tryggja okkur gagnvart því og finnst best að koma mönnum tím- anlega inn í hlutina. Þórir er allur að koma til og ég held að hann verði í lagi en Logi er meira spurningarmerki. Það er ekki búið að loka neinum dyr- um varðandi hann. Hann verður eftir heima og mun æfa ásamt Þóri og Rúnari. Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki búinn að velja hópinn sem fer á EM. Það geta orðið breytingar á honum,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær. Munum fá heilmikið af svörum Guðmundur segir leikina við Þjóð- verja mjög mikilvæga í undirbún- ingnum fyrir Evrópumótið. ,,Þessir leikir verða góður próf- steinn á getu og stöðu liðsins. Við munum fá heilmikið af svörum um stöðu liðsins á þessum tímapunkti og við erum fullir eftirvæntingar að sjá hvernig við stöndum. Þjóðverjarnir eru ógnarsterkir og spila á heimavelli og þetta verður erfitt verkefni. Ég hef alltaf lagt á það áherslu að spila alvöru æfingaleiki og helst við erfiðar að- stæður og það fáum við,“ sagði Guð- mundur. Úrslitin ekki aðalatriði Spurður út í ástand lykilmanna landsliðsins sagði landsliðsþjálfarinn; ,,Það er bara nokkuð gott. Það eru auðvitað alltaf einhver smávandamál sem menn eru að glíma við en á heild- ina séð lítur liðið bara vel út. Mæli- kvarði á stöðu liðsins verður nú um helgina og eftir þá leiki vitum við hvað þarf að laga og bæta í leik liðsins. Úr- slitin eru kannski ekki aðalatriðið heldur hvernig leikur okkar spilast. Við unnum svo sem ekki marga æf- ingaleiki fyrir Ólympíuleikana en aðal- atriðið er að við séum á réttri leið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörn? Hvort Sverre Jakobsson sé að ræða við Vigni Svavarsson um hvernig best sé að spila vörnina gegn Þjóðverjum skal ósagt látið en þeir kannast vel við sig í Þýskalandi. Sverre leikur með Grosswallstadt og Vignir með Lemgo. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins í handknatt- leik bætti í gær Ragnari Óskarssyni inn í landsliðshópinn sem undirbýr sig af krafti fyrir Evrópumótið sem hefst í Austurríki þann 19. janúar. Leikirnir prófsteinn á stöðu liðsins  Íslenska landsliðið mætir Þjóðverjum í tveimur leikjum um helgina  Ragnar Óskarsson kallaður inn í hópinn í gær Dagur Sig-urðsson varð að sætta sig við að horfa á upp á lærisveina sína í landsliði Austur- ríkis í handknatt- leik tapa fyrir Pólverjum, 32:26, á fjögurra þjóða æfingarmóti á heimavelli í gær- kvöldi. Austurríkismenn sem eru með Íslandi í riðli á væntanlegu Evr- ópumeistaramóti áttu aldrei mögu- leika í gær og voru m.a. þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Í hin- um leik mótsins skildu Ungverjar og Króatar jafnir, 30:30.    Danski auðmaðurinn Jesper Niel-sen sem í gær keypti karla handknattleiksliðið FCK í Kaup- mannahöfn, eins og greint er frá annars staðar í blaðinu, afþakkaði kaup á kvennaliði FCK. „Ég hef engan áhuga á kvennahandknattleik og vil því ekki kaupa eitthvað sem ég hef enga ástríðu fyrir,“ sagði Niel- sen í samtali við vefútgáfu TV2.    Gunnar Steinn Jónsson, fyrrver-andi leikmaður handknattleiks- liðs HK, hefur leikið vel með sænska úrvalsdeildarliðinu Drott. Hann hef- ur skorað 47 mörk í 16 leikjum liðs- ins í deildinni til þessa, auk þess að vera með bestu nýtingu liðsmanna úr vítaköstum, 79%. Þá hefur Gunn- ar Steinn gefið flestar stoðsendingar leikmanna Drott, alls 58 meira en tvöfalt fleiri en sá sem næst flestar stoðsendingar hafa gefið.    Gunnar HeiðarÞorvalds- son nær ekki að spila sinn fyrsta leik með Reading í ensku 1. deild- inni í knattspyrnu á morgun. Leik liðsins við New- castle hefur þeg- ar verið frestað vegna vetrarhörkunnar á Bretlands- eyjum.    Hermann Hreiðarsson og félagarhans hjá enska úrvalsdeild- arliðinu í Portsmouth, fengu í gær útborguð laun sína en þau skiluðu sér ekki á tilsettum tíma í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir fjárhags- þrengingar sögðu forráðamenn Portsmouth það fjarri öllum sanni að félagið væri svo illa statt fjárhags- lega að það yrði að efna til bruna- útsölu á knattspyrnumönnum á næstu vikum til að forðast gjaldþrot.    Franski knattspyrnumaðurinnPatrick Vieira stóðst lækn- isskoðun hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Manchester City í gærkvöld og mun í kjölfarið skrifa undir eins og hálfs árs samning við félagið. Hann kemur frá Inter Mílanó en Vieira lék með Arsenal um árabil við góðan orðstír. Fólk sport@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðbót Ragnar Óskarsson fer með landsliðinu til Þýskalands. KÁRI Árnason framlengdi í gær samning sinn við enska 1. deildar fé- lagið Plymouth Argyle um tvö ár. Hann gekk til liðs við það síðasta sumar frá AGF í Danmörku og samdi þá til eins árs, en er nú samn- ingsbundinn félaginu til vorsins 2012. „Ég er gífurlega ánægður því Kári hefur verið í lykilhlutverki í upp- byggingu okkar. Kári hefur marga góða kosti, hann er vinnusamur, samviskusamur, vill verða betri fót- boltamaður og er frábær náungi,“ sagði Paul Mariner, knattspyrnu- stjóri Plymouth, á vef félagsins. vs@mbl.is Kári samdi við Plymouth Sannfæra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.