Morgunblaðið - 08.01.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 08.01.2010, Síða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 2010 ÚRVALSLIÐ kvenna og karla í fyrri hluta Iceland Express deildanna í körfuknattleik voru tilkynnt í gær. Margrét Kara Sturlu- dóttir úr KR var valin best kvenna og Justin Shouse úr Stjörnunni hjá körlum. Margrét Kara hefur skorað 17 stig að meðaltali í leik í vetur og tekið 6,5 fráköst og gefið um 4 stoðsendingar að meðaltali. Justin Shouse er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,4 stig að meðaltali í leik og það vekur athygli að bakvörðurinn er með 7,4 fráköst að meðaltali. Shouse gefur 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Benedikt Guðmundsson, KR, var valinn besti þjálfarinn í kvennadeildinni og Teitur Örlygsson, Stjörnunni, í karladeildinni. Sig- mundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn. Bestu stuðningsmenn áttu Snæfell hjá körlum og KR hjá konum. Úrvalslið kvenna: Heather Ezell, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir og Signý Her- mannsdóttir, KR, Sigrún Sjöfn Ámundadótt- ir, Hamri, Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík. Úrvalslið karla: Justin Shouse og Fannar Helgason, Stjörnunni, Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík, Marvin Valdimarsson, Hamri, Hlynur Bæringsson, Snæfelli. Semaj Inge, KR, var valinn dugnaðarfork- ur fyrri hluta tímabilsins í karlaflokki og Shantrell Moss, Njarðvík, í kvennaflokki. Margrét Kara og Justin best á fyrri hluta tímabilsins Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is EZELL segir að Haukaliðið stefni á að komast í hóp fjögurra efstu liða deildarinnar í úrslitakeppninni í vor. Hún hefur dregið vagninn hjá ungu liði Hauka. Ezell, sem er fædd árið 1987, útskrifaðist úr hinum virta háskóla Iowa State vorið 2009 en háskólaliðið er á meðal þeirra sterkustu í Banda- ríkjunum. „Ég geri það sem þjálfarinn óskar eftir því að ég geri. Liðið okkar er ungt og efnilegt og ég þarf því að gera mitt allra besta til að hjálpa liðinu,“ sagði Ezell við Morgunblaðið í gær, eftir að hún hafði verið valin í úrvalslið fyrri hluta Íslandsmótsins. Ezell er ekki há í loftinu, en hún kann að spila körfubolta. Tölfræði henn- ar segir alla söguna en hún hefur skorað 31,5 stig að meðaltali, tekið 10,1 fráköst í leik og hún gefur tæplega 5 stoðsendingar að með- altali í leik. Fer á stjá þegar það fer að birta Þegar Ezell var spurð að því hvort hún tæki ekki daginn snemma á Íslandi brosti hún og var nokkuð lengi að hugsa sig um. „Ég fer á stjá þegar það fer að birta. Það getur reyndar verið svolítið seint en mér hefur gengið ágætlega að venjast skammdeginu en ég reyni að nýta tímann vel þegar dagsbirtan er. Það er alltaf myrkur þegar ég fer á æfingar á kvöldin með liðinu.“ WNBA er draumurinn Ezell er bjartsýn á framhaldið með Haukum en hún viðurkennir að markmið hennar sé að komast í sterkt atvinnulið á meginlandi Evrópu. „Ég hef öðlast góða reynslu hérna á mínu fyrsta ári sem atvinnumaður. Það er hins- vegar markmiðið hjá mér að kom- ast að hjá liðum á meginlandi Evr- ópu. Þar eru margir valkostir en ég vona að einhver lið sýni mér áhuga. Bandaríska atvinnu- mannadeildin, WNBA, er stóri draumurinn. Ég er samt sem áður raunsæ og ég þarf að fá meiri reynslu til þess að eiga möguleika á að komast þangað,“ sagði Heat- her Ezell. „Hef ekki náð að villast“  Heather Ezell, stigahæsti leikmaður í IE-deild kvenna, kann vel sig hjá Hauk- um  Markmiðið að komast að hjá sterku liði í Evrópu  WNBA er draumurinn Morgunblaðið/Ómar Góð Bandaríski leikmaðurinn í lið Hauka, Heather Ezell, er stigahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna. Í HNOTSKURN »Heather Ezell er fædd árið1987 og lék hún með Iowa háskólanum áður en hún kom til Íslands. »Ezell er stigahæsti leik-maðurinn í efstu deild kvenna en hún hefur skorað 31,5 stig að meðaltali. „Ég kann vel við mig á Íslandi og körfuboltinn sem er spilaður hérna er betri en ég átti von á. Það er margt sem hefur komið á óvart á Íslandi en liðsfélagar mínir í Haukum eru mest hissa á því hve vel ég rata þegar ég er á ferðinni á bílnum mínum. Ég hef ekki náð að villast í umferðinni,“ sagði Heather Ezell leikmaður Hauka en hún er stigahæsti leikmaðurinn á Íslandsmótinu í körfuknattleik kvenna. ÍÞRÓTTA- og afreksnefnd Frjáls- íþróttasambands Íslands hefur valið landsliðshóp með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2009. Valið verður endurskoðað að loknu innan- hússtímabili en fyrsta stórmót tím- bilsins verður um aðra helgi þegar Reykjavík International Games fer fram. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Karlar: Spretthlaup: Arnór Jónsson Björgvin Víkingsson Einar Daði Lárusson Guðmundur Heiðar Guðmundsson Kristinn Torfason Magnús Valgeir Gíslason Óli Tómas Freysson Ragnar Frosti Frostason Trausti Stefánsson Millivega og langhlaup: Björn Margeirsson Kári Steinn Karlsson Ólafur Konráð Albertsson Sigurbjörn Árni Arngrímsson Snorri Sigurðsson Stefán Guðmundsson Þorbergur Ingi Jónsson Stökkhópur: Bjarki Gíslason Bjarni Malmquist Jónsson Einar Daði Lárusson Einar Karl Hjartarson Kristinn Torfason Þorsteinn Ingvarsson Kasthópur: Bergur Ingi Pétursson Guðmundur Hólmar Jónsson Jón Ásgrímsson Jón Bjarni Bragason Óðinn Björn Þorsteinsson Örn Davíðsson Tugþraut: Börkur Smári Kristinsson Einar Daði Lárusson Konur: Spretthlaup: Dóróthea Jóhannesdóttir Fjóla Signý Hannesdóttir Hafdís Sigurðardóttir Helga Margrét Þorsteinsdóttir Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir Kristín Birna Ólafsdóttir Linda Björk Lárusdóttir Millivega og langhlaup: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Björg Gunnarsdóttir Fríða Rún Þórðardóttir Íris Anna Skúladóttir Stefanía Valdimarsdóttir Stökkhópur: Ágústa Tryggvadóttir Hafdís Sigurðardóttir Helga Margrét Þorsteinsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Jóhanna Ingadóttir Þórey Edda Elísdóttir Kasthópur: Aðalheiður María Vigfúsdóttir Ásdís Hjálmsdóttir Helga Margrét Þorsteinsdóttir Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir Ragnheiður Anna Þórsdóttir Sandra Pétursdóttir Sjöþrautahópur: Ágústa Tryggvadóttir Helga Margrét Þorsteinsdóttir FRÍ velur landsliðshóp DAVID Stern framkvæmdastjóri NBA deild- arinnar úrskurðaði Gilbert Arenas leikmann Washington Wizards í ótímabundið keppnisbann. Arenas hefur viðurkennt að hafa geymt allt að fjórar skammbyssur í búningsklefa sínum. Og miðað einni þeirra á liðsfélaga sinn eftir æfingu liðsins á jóladag. Arenas fær ekki laun meðan keppnisbannið stendur yfir en hann verður af um 19 milljónum kr. fyrir hvern leik sem hann missir af. Það gæti farið svo að Arenas fengi keppnisbann út tímabilið og þá missir hann af um 50 leikjum og fær því ekki um 950 milljónir kr. í laun á þeim tíma. Arenas gerði létt grín að byssumálinu fyrir leik Washington gegn Philadelphia 76‘ers þar sem hann þóttist skjóta liðsfélaga sína með „fingrunum“ þegar liðið safnaðist saman í hring rétt fyrir leik. Sú uppákoma fór illa í framkvæmdastjórann sem hefur miklar áhyggjur af ímynd deildarinnar. „Ég var einfald- lega að taka þátt í losa um spennuna hjá okkur fyrir leik- inn. Liðsfélagarnir skoruðu á mig að gera þetta og ég tók þátt,“ sagði Arenas. Stern sagði að Arenas yrði í keppnisbanni þar til að alríkislögreglan hefði lokið rannsókn sinni á byssumálinu. Arenas hefur sagt að um grín hafi verið að ræða og hann hefur beðist afsökunar á slæmri dómgreind. Talið er að Arenas hafi geymt allt að fjórar skammbyssur í búningsklefa Washington þann 21. desember s.l. Arenas lenti í deilum við Javaris Crittenton liðsfélaga sinn í einkaþotu liðsins þeg- ar liðið var á leið til Washington frá Phoenix þann 19. desember s.l. Deilan er rakin til veðmála en þeir félagar lögðu háar upphæðir undir í pen- ingaspili um borð í flugvélinni. Þann 21. desember hélt deila þeirra áfram í búningsklefa liðsins og þar eiga þeir að hafa miðað byssu hvor á annan í hita leiksins. Arenas hefur sagt að þar hafi verið um „grín“ að ræða sem farið hafi úr böndunum. seth@mbl.is Arenas í keppnisbann  Framkvæmdastjóri NBA er mjög ósáttur við „skopskyn“ Gilbert Arenas  „Byssumálið“ gæti kostað bakvörðinn tæplega einn milljarð króna Gilbert Arenas

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.