Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 íþróttir Taplausar Sigurganga KR heldur áfram í kvennakörfunni. Þrettán sigurleikir í röð. Heather Ezell skoraði 40 stig í stórsigri Hauka. Keflavík lagði Snæfell og Grindavík vann Val. 3 Íþróttir mbl.is BJÖRGVIN Páll Gústavsson er markvörður í ís- lenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni EM í Austurríki dagana 19.-31. jan- úar. Björgvin Páll er 24 ára gamall, fæddur 24. maí 1985. Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 2003 og hefur frá þeim tíma leikið 66 A- landsleiki og skorað í þeim 4 mörk. Hann þreytir nú frumraun sína í úrslitakeppni EM en var í landsliðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Pek- ing 2008. Björgvin er uppalinn HK-ingur og lék með meistaraflokki frá 2002 til 2005. Hann spilaði með ÍBV veturinn 2006-07 og varði síðan mark Framara í tvö ár. Tímabilið 2008-09 lék hann með Bittenfeld í þýsku 2. deildinni og gekk síðasta sumar til liðs við Kadetten Schaffhausen í Sviss. Þar trónir hann nú í toppsætinu með liði sínu. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR 5 DAGA Björgvin Páll Gústavsson EINS og venjulega er leikmönnum sænska, danska og norska landsliðs- ins heitið verulegum peninga- greiðslum takist þeim að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem hefst í næstu viku í Austurríki. Að sögn norskra fjölmiðla fær hver leikmaður landsins 110.000 norskar krónur, jafnvirði 2,4 millj. ísl. króna, takist þeim að vinna gull- verðlaun. Fyrir silfurverðlaun verða greiddar um 65.000 nkr. á hvern leikmann, jafnvirði 1,4 millj. króna og vinni norska liðið brons fær hver leikmaður 50.000 nkr, jafnvirði 1,1 milljónar króna. Einar hló Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri, hló að blaðamanni í gær þegar hann var spurður hvað leikmenn íslenska landsliðsins fengju í sinn hlut fyrir tækist þeim að vinna til verðlauna á mótinu. „HSÍ hefur ekkert að bjóða og það hefur ekki einu sinni verið rætt,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fá leik- menn íslenska liðsins 20 evrur á dag í dagpeninga á EM. Það gerir um 3.600 kr. á dag. HSÍ hefur ekkert að bjóða og þetta hefur ekki verið rætt Norðmaður fær 2,4 millj. fyrir EM gull – Íslendingur ekkert Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG held að ég hafi fengið svör við þeim spurn- ingum sem ég vildi fá svör við fyrir leikinn. Nú er bara komið að því að velja og hafna og ljóst er að valið verður erfitt,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir tíu marka sigur, 37:27, á Portúgal í gærkvöldi í Laugardalshöll. Fyrir leikinn sagði Guðmundur m.a. að hann myndi leita eftir svörum við því hvort Logi Geirs- son væri klár í slaginn fyrir EM eða ekki, en hann hefur glímt við meiðsli í öxl. Spurður hvort hann hefði fengið þau svör frá Loga sem hann vildi svaraði Guðmundur stutt og laggott; „Já og nei. Ég ætla að sofa á því í nótt áður en ég svara því hverjir fara með. Spurður um varnarleikinn í gær sagði Guð- mundur að hann hefði verið óánægður með hann í fyrri hálfleik. „Ég held að við höfum náð meiri yf- irvegun í vörnina í síðari hálfleik. Nú höfum við tvo leiki til viðbótar í Frakklandi á laugardag og sunnudag til þess að vinna í varnarleiknum sem verður að vera betri þegar á hólminn verður kom- ið í Linz. Ég hef trú á að þessi atriði komi, sem vantar upp á,“ sagði Guðmundur Þórður Guð- mundsson sem fer með 16 leikmenn til Frakk- lands í fyrramálið til tveggja æfingaleikja þar um næstu helgi áður en haldið verður til Austurríkis. Logi eða Ólafur? Ljóst er að baráttan um sextánda sætið í EM- hópnum stendur á milli Loga Geirssonar og Ólafs Guðmundssonar eins og málið leit út í leiknum í gærkvöldi. Þórir Ólafsson er úr leik, vegna meiðsla, úr 19 manna æfingahópnum og Rúnar Kárason situr eflaust einnig eftir en verður til taks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ákefð Guðmundur Guðmundsson lét til sín taka á hliðarlínunni í gær. Valdimar Örnólfsson læknir og Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari fylgjast með. EM valið verður erfitt  Guðmundur Þórður fékk svör við spurningum sínum í gærkvöldi  Tilkynnt kl. 11 í dag hvaða 16 leikmenn fara á EM  Valið stendur á milli Loga og Ólafs Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is GUÐRÚN Sóley Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að taka ekki til- boði bandaríska atvinnuliðsins Chicago Red Stars. Hún er í samninga- viðræðum við Djurgården um að leika áfram með liðinu í sænsku úrvalsdeild- inni á komandi keppnistímabili, með fyrirvara um að hún verði búin að jafna sig af höfuðhögginu slæma sem hún hlaut í leik Ís- lands og Frakklands í Evr- ópukeppninni í Finnlandi síðasta sumar. „Ég er enn með einkenni eftir höfuðhöggið og sé því fram á að geta ekki byrjað að æfa fótbolta fyrr en í fyrsta lagi einhvern tíma í mars. Þess vegna ákvað ég að taka ekki tilboðinu frá Chi- cago þó það hafi verið virkilega gott,“ sagði Guðrún Sóley við Morgunblaðið í gær. „Það er enn óvissa um hvenær ég verð leikfær og það getur hreinlega verið hættulegt að byrja of snemma. Þess vegna ákvað ég að vera um kyrrt í Sví- þjóð og halda áfram að vinna í Seðlabankanum í Stokkhólmi, því það hlýtur að vera forgangsmál hjá mér ef þannig færi að ég gæti ekki haldið áfram í fótboltanum,“ sagði Guðrún. Hún var í lykilhlutverki í varn- arleik Djurgården á síðasta tíma- bili og spilar þar áfram ef allt fer samkvæmt áætlun þetta árið. „Já, viðræðurnar eru í gangi og mið- ast við að ég nái mér í tæka tíð, sem ég vonast að sjálfsögðu eft- ir,“ sagði Guðrún Sóley Gunn- arsdóttir. Guðrún hafn- aði tilboði Chicago Guðrún Sóley Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.