Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 Eiður SmáriGuðjohn- sen sat á bekkn- um allan tímann í liði Mónakó þeg- ar liðið burstaði Montpellier á heimavelli, 4:0, í frönsku 1. deild- inni í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Þetta er fjórði deildarleikurinn sem Eiður kemur ekkert við sögu en í þremur síðustu leikjunum var hann ekki í hópnum.    Knattspyrnumennirnir Guð-mundur Pétursson og Magnús Már Lúðvíksson eru þessa dagana til skoðunar hjá norska liðinu Hödd sem leikur í þriðju efstu deild. Þeir tvímenningar verða við æf- ingar hjá Hödd út vikuna. Guð- mundur er á mála hjá KR en hann lék sem lánsmaður með Breiðabliki á síðustu leiktíð. Magnús Már er samningsbundinn Þrótti en hann hefur einnig leikið með KR, Val, ÍBV og Fjölni.    Franska liðið Mónakó, sem EiðurSmári Guðjohnsen leikur með, hefur fengið Moussa Maazou að láni frá rússneska liðinu CSKA Moskva. Maazou er 21 árs gamall framherji frá Nígeríu sem hefur skorað þrjú mörk í 15 leikjum með CSKA og þá skoraði hann 15 mörk í 31 leik með belgíska liðinu Lokeren.    John Higgins heimsmeistari í snó-ker féll úr leik á Mastersmótinu sem stendur yfir í Lundúnum þessa dagana. Skotinn beið lægri hlut fyrir Norður-Íranum Mark Allen, 6:3, í annarri umferð mótsins.    Enn urðu óvænt úrslit í Afr-íkukeppninni í gær þegar Ga- bon gerði sér lítið fyrir og sigraði Kamerún, 1:0. Daniel Cousin, fram- herji enska úrvalsdeildarliðsins Hull City, skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Kamerúnar, sem fjórum sinnum hafa orðið Afr- íkumeistarar og tvisvar í öðru sæti, voru fyrir leikinn taldir öruggir með sigur.    RigobertSong, varn- armaður Kam- erún, skráði nafn sitt í sögubækur Afríku- keppninnar með því að verða fyrsti leikmað- urinn sem tekur þátt í átta Afríkukeppnum. Song er 33 ára gamalll og leikur með tyrk- neska liðinu Trabzonspor.    Liðin sem léku til úrslita í Eim-skipsbikarnum í handknattleik karla í fyrra, Valur og Grótta, mæt- ast í undanúrslitum í ár. Í hinni við- ureigninni Haukar og HK. Fólk folk@mbl.is „ÞETTA var virkilega sannfærandi sig- ur. Um leið og Portúgalarnir nálguðust okkur gáfu strákarnir bara í og það var rosalega gaman að sjá gömlu Svíana liggja hér með tíu mörkum í Höllinni,“ sagði gamla landsliðskempan Sigurður Bjarnason við Morgunblaðið eftir leikinn en þjálfari portúgalska landsliðsins er Mats Olsson, fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins, sem gerði Íslend- ingum lífið leitt og aðstoðarmaður hans er Thomas Sivertsson, fyrrverandi línu- maður sænska landsliðsins. „Ég verð að segja það að ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd okkar manna á EM. Ég sé bara beint framhald af Ól- ympíuleikunum og ég vil bara sjá liðið stefna á gullið,“ sagði Sigurður. Íslenska liðið hóf leikinn af krafti með Ólaf Stefánsson og Loga Geirsson í góð- um gír en þeir bjuggu til hvert markið á fætur öðru. Þrátt fyrir töluverð mistök í sóknarleiknum og góð færi sem fóru í súginn náðu Íslendingar fimm marka forskoti eftir stundarfjórðung, 12:7. Þá kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu og á skömmum tíma náðu Portúgalar að jafna metin, 13:13. Vörnin var ekki góð á þessum kafla og Björgvin Gústavsson náði sér ekki á strik á milli stanganna. Munurinn var tvö mörk eftir fyrri hálfleikinn, 17:15, en gestirnir skoruðu tvö fyrstu mörkin og jöfnuðu metin í 17:17. Þessu svaraði íslenska liðið með sínum besta kafla í leiknum. Vörnin small saman og Hreiðar Guðmundsson, sem leysti Björgvin af seint í fyrri hálf- leik, varði vel. Á augabragði skoraði Ís- land sex mörk í röð, breytti stöðunni í 23:17, og þar með var eftirleikurinn auð- veldur. Það er ekki hægt segja annað en góð- ur bragur sé á íslenska liðinu, tæpri viku áður en flautað verður til leiks í Aust- urríki. Vissulega gerðu leikmenn sig seka um mistök í sókn sem vörn en heildarsvipurinn á liðinu er góður og ekki annað að sjá en Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari sé tilbú- inn með liðið á réttum tíma. Liðsheildin var öflug þar sem Guðjón Valur Sigurðsson var kannski fremstur á meðal jafningja. Hann og Logi náðu af- ar vel saman á vinstri vængnum og Guð- jón nýtti færi sín vel. Ólafur Stefánsson er liðinu ómetanlegur og þó svo að hann hefði hægara um sig í markaskorun en í síðustu leikjum spilaði hann vel fyrir lið- ið. Það gerði Logi Geirsson líka þann tíma sem hann var inná en leikurinn var nokkurs konar prufa fyrir Loga, hvort hann geti verið með á EM. Greinilegt er að Logi gengur ekki alveg heill til skóg- ar og virkar hálfsmeykur um öxlina en hann skaut aðeins einu skoti á markið og það í hraðaupphlaupi. Vonandi verður ljóshærði Hafnfirðingurinn með en það ætti að koma endanlega í ljós í dag. Snorri Steinn stjórnaði spili liðsins af festu og röggsemi og þá gekk Ingi- mundur Ingimundarson vasklega fram í vörninni eins og honum er einum lagið. Strákarnir fengu góðar kveðjur frá ís- lensku þjóðinni sem bíður nú með önd- ina í hálsinum eftir veislunni í Aust- urríki. Þar tel ég að Ísland hafi alla burði til að ná langt. „Strákarnir okkar“ kvöddu landann með stæl Morgunblaðið/RAX Góður Ólafur Stefánsson og félagar hans í íslenska landsliðinu lögðu Portúgal í gær í vináttulandsleik í Laugardalshöll. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handknattleik kvöddu íslensku þjóð- ina með tíu marka sigri gegn Portúgöl- um, 37:27, í troðfullri Laugardalshöll í gærkvöldi þar sem stemningin var virkilega góð. Þetta var eini leikur landsliðsins hér á landi fyrir átökin á EM sem hefst í næstu viku. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is  Vil sjá liðið stefna á gullið, sagði gamla landsliðskempan Sigurður Bjarnason HEATHER Ezell leikmaður Hauka lék sér að Njarðvíkurliðinu í úrvalsdeild kvenna í gær í 94:65 sigri liðsins. Ezell náði þrefaldri tvennu þar sem hún skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Danski landsliðsmað- urinn Kiki Jean Lund skoraði 17 stig fyrir Hauka sem virðast til alls líklegir á lokaspretti deildarkeppninnar en Haukar hafa titil að verja. Shantrell Moss var allt í öllu í liði Njarð- víkur en hún skoraði 30 stig og tók 15 fráköst. Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 17 stig fyrir Njarðvík. Haukar eru í harðri baráttu um að komast í efri hluta deildarinnar áður en byrjað verður að keppa í tvískiptri deild um miðjan febrúar. Haukar eru með 12 stig í fimmta sæti en Keflavík er með 14 stig í fjórða sæti og Hamar er í þriðja með 16 stig. seth@mbl.is Ezell fór á kostum Heather Ezell SIGURGANGA KR heldur áfram í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik en í gær lagði KR lið Hamars örugglega að velli, 77:49. KR hefur unnið alla 13 leiki sína í deildarkeppninni en eini tapleikur liðsins á tímabilinu var í bikarkeppninni gegn Hamri á heimavelli. Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði KR. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skor- aði 13 stig fyrir KR og hún tók einnig 7 frá- köst. Jenny Pfeiffer-Finora var stigahæst í KR með 18 stig. Margir af lykilmönnum Ham- ars náðu sér ekki á strik og má þar nefna að landsliðskonan Sig- rún Ámundadóttir skoraði aðeins 2 stig. Kristrún Sigurjóns- dóttir var stigahæst í liði Hamars með 18 stig en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. seth@mbl.is Þrettándi sigur KR í röð Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir KEFLAVÍK átti ekki í teljandi vandræðum með Snæfell á útivelli í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Lokatölur 81: 65, en leik- urinn fór fram í Stykkishólmi. Bryndís Guð- mundsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur en hún skoraði 20 stig og tók 14 fráköst. Sherell Hobbs skoraði 17 stig og tók 10 fráköst í liði Snæfells. Grindavík í góðri stöðu Í Grindavík styrki heimaliðið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 69:59 sigri gegn botnliði Vals. Petrúnella Skúladóttir skoraði 21 stig fyrir Grinda- vík, Michele DeVault skoraði 19 og Jovana Stefánsdóttir 16. Helga Hallgrímsdóttir tók 19 fráköst í liði Grindavíkur. Dranadia Roc skoraði 28 stig og tók 8 fráköst í liði Vals. seth@mbl.is Grindavík í öðru sæti Bryndís Guðmundsdóttir Laugardalshöll, vináttulandsleikur karla í handknattleik, miðvikudaginn 13. janúar 2009. Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 8:4, 11:6, 13:9, 13:13, 17:15, 17:17, 23:17, 27:21, 31:24, 35:25, 37:27. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðs- son 9, Snorri Steinn Guðjónsson 7/4, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Pet- ersson 4, Sturla Ásgeirsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Vignir Svavarsson 1, Logi Geirsson 1, Aron Pálmarsson 1, Ólafur Guðmunds- son 1, Rúnar Kárason 1. Varin skot: Björgvin Gústavsson 3 (þar af 1 til mótherja), Hreiðar L. Guð- mundsson 12 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Portúgals: Dario Andrande 6/1, Jose Costa 5, Carlos Carneiro 5, Tiago Rocha 4, Pedro Solha 3, Fabio Ma- galhaes 2, David Tavares 1, Nuno Pe- reira 1. Varin skot: Hugo Figueira 13 (þar af 2 til mótherja), Hugo Laurentino 6/1 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, stóðu sig vel. Áhorfendur: 2.500, uppselt. Ísland – Portúgal 37:27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.