Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 2

Morgunblaðið - 14.01.2010, Side 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 64-liða úrslit: Liverpool – Reading.................................1:2  Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingi- marsson og Gylfi Sigurðsson voru allir í byrjunarliði Reading. Gylfi skoraði jöfn- unarmarkið og Brynjar lagði upp sig- urmarkið í fyrri hálfleik framlengingar. Newcastle – Plymouth .............................3:0  Kári Árnason var í liði Plymouth. Ítalía Bikarkeppnin: AC Milan – Novara ..................................2:1 Genoa – Catania........................................1:2 Juventus – Napoli.....................................3:0 Spánn Konungsbikarkeppnin: Deportivo – Valencia................................2:2 Osasuna – Hercules..................................1:0 Racing Santander – Alcorcon .................0:0 Getafe – Malaga........................................5:1 Sevilla– Barcelona ....................................0:1 Frakkland Boulogne – Sochaux .................................0:0 Mónakó – Montpellier..............................4:0  Eiður Smári Guðjohnsen var á vara- mannabekk Mónakó og kom ekki við sögu. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin: KR – Hamar 77:49 DHL-höllin, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express deildin, miðvikudaginn 13. janúar 2009. Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 18, Guð- rún Þorsteinsdóttir 13, Hildur Sigurðar- dóttir 13, Margrét Kara Sturludóttir 8, Signý Hermannsdóttir 8, Jóhanna Sveins- dóttir 6, Heiðrún Kristmundsdóttir 5, Þorbjörg. Friðriksdóttir 4, Helga Einars- dóttir 2. Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 18, Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Koren Schram 9, Íris Ásgeirsdóttir 5, Hafrún Hálfdán- ardóttir 3, Fanney Guðmundsdóttir 2, Sig- rún Ámundadóttir 2. Haukar – Njarðvík 94:65 Ásvellir: Stig Hauka: Heather Ezell 40, Kiki Jean Lund 17, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Kristín Fjóla Reynisdóttir 4. Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 30, Ólöf Helga Pálsdóttir 17, Heiða Valdimarsdótt- ir 7, Anna María Ævarsdóttir 6, Helga Jónasdóttir 3, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2. Grindavík – Valur 69:59 Grindavík: Stig Grindavíkur: Petrúnella Skúladóttir 21, Michele DeVault 19, Jovana Stefáns- dóttir 16, Helga Hallgrímsdóttir 9, Íris Sverrisdóttir 4. Stig Valur: Dranadia Roc 28, Berglind Karen Ingvarsdóttir 14, Þórunn Bjarna- dóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 4, Birna Eiríksdóttir 2, Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir 2, Sigríður Viggósdóttir 1. Snæfell – Keflavík 65:81 Stykkishólmur: Stig Snæfells: Sherell Hobbs 17, Björg Guðrún Einarsdóttir 15, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11, Sara Sædal Andrés- dóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Ell- en Alfa Högnadóttir 4, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Hildur Björg Kjartans- dóttir 2, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Bryndís Guðmundsdóttir 18, Kristi Smith 12, Rannveig Randversdóttir 10, Sigrún Albertsdóttir 7, Marín Rós Karlsdóttir 4, Hrönn Þorgrímsdóttir 3, Halldóra Andr- ésdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2. Staðan: KR 13 13 0 976:668 26 Grindavík 13 9 4 909:852 18 Hamar 13 8 5 911:910 16 Keflavík 13 7 6 908:835 14 Haukar 13 6 7 950:898 12 Njarðvík 13 4 9 871:966 8 Snæfell 13 3 10 755:945 6 Valur 13 2 11 707:913 4 NBA Úrslitin í fyrrinótt: Charlotte – Houston...........................102:94 Washington – Detroit...........................90:99 Memphis – LA Clippers ..................104:102 San Antonio – LA Lakers .................105:85 Sacramento – Orlando .......................88:109 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IE-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Njarðvík.19.15 Iða: FSu – Hamar ................................19.15 Grindavík: Grindavík – Fjölnir ...........19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Valur – Víkingur .................19.15 Egilshöll: KR – ÍR ...............................21.00 „VIÐ höfum æft vel, æfingarnar verið fínar og við vel spilandi. Við erum að spila okkur í færin en það sem vantaði í kvöld var að nýta þau. Á meðan við spilum okkur í færin erum við að gera eitthvað rétt,“ sagði Guðjón Valur léttur í bragði. „Vörnin er ekki eins grimm og hún gæti best verið en við erum að fikra okkur rétta leið og í rétta átt. Mér finnst ánægjulegast af þessu öllu saman að hafa fengið að leika hér í kvöld fyrir fulla Höllina – og vonandi skemmt fólki eitthvað – og um leið þjóðina áður en haldið verður út í alvöruna,“ sagði Guðjón Valur og var þakklátur fyrir þann mikla áhuga sem var á leiknum en uppselt var fimm tímum áður en flautað var til leiks. „Ég reyni að sjá hlutina á eins jákvæðan hátt og hægt er og brosi allan hringinn þar sem við erum klárlega á réttri leið. Ég ítreka að ég tel að hlutirnir verði í lagi því nær sem við færumst alvörunni. Stemningin og eftirvæntingin er þannig í hópnum að það er engin ástæða til annars en vera bjartsýnn og jákvæður,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem nú er á leið á sitt sjötta Evrópumeistaramót. Vörnin hefur verið betri „Vörnin hefur einhvern tímann spilað betur, ég reyndar man ekki hvenær,“ sagði Hreiðar Guð- mundsson markvörður, sem lék í 37 mínútur í marki Íslands og varði 12 skot en fékk á sig 15 mörk. „Varnarleikurinn var betri í Þýskalandi um síðustu helgi. Þetta var allt í lagi. Hraðinn var minni í þessum leik en gegn Þýskalandi. En heilt yfir var þetta bara fínn leikur þar sem allir leik- menn fengu að spreyta sig,“ sagði Hreiðar enn- fremur. Spurður hvort hann væri sáttur við sinn hlut í leiknum svaraði kappinn: „Já, ég er nokkuð sátt- ur. Vissulega gerði ég mín mistök, en hvenær ger- ir maður þau ekki? Ég veit hvað má betur fara og þá er næsta skref að vinna í því,“ sagði Hreiðar sem skipti við félaga sinn Björgvin Pál Gústavsson á 23. mínútu. „Það var ekkert rætt um það fyrir leikinn að skipta honum jafnt á milli okkar. Það fer bara eft- ir því hvernig maður stendur sig hversu mikinn tíma maður fær í leikjum. Ég var bara klár þegar Guðmundur gaf mér merki um að koma inn á,“ segir Hreiðar Guðmundsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sem er á leið á sitt þriðja Evr- ópumeistaramót. Hlutirnir verða í lagi á EM Morgunblaðið/Kristinn Markahæstur Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk gegn Portúgal í gær og var hann atkvæðamestur í liði Íslands. Hann er bjartsýnn fyrir EM. „Það er alveg á hreinu að það var margt sem við átt- um að gera betur í þessum leik. Ég hef hins vegar þá trú að hlutirnir verði komnir í lag þegar flautað verð- ur til leiks og við komnir út í alvöruna,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins með níu mörk í sigurleiknum á Portúgal í Laugardalshöll í gærkvöldi, 37:27. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is  Guðjón Valur telur jákvæð teikn vera á lofti  Bjartsýnn og jákvæður ÍSLENSKIR leikmenn komu mikið við sögu í sögulegum 2:1 sigri Reading á útivelli gegn Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni í gær. Ryan Bertrand varnarmaður Reading skoraði sjálfsmark und- ir lok fyrri hálfleiks eftir að skot frá Steven Gerrard breytti um stefnu á Bertrand. Leikmenn Reading gáfust ekki upp. Skoraði Gylfi Þór Sigurðsson úr vítaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.. Vítaspyrnan hjá Gylfa var vel framkvæmd en hann sendi markvörðinn í vitlaust horn og skaut hnitmiðað neðst í vinstra markhornið. Brynjar Björn Gunnarsson átti stórkostleg til- þrif þegar hann lagði upp sigurmarkið sem Shane Long skoraði. Tilþrif hjá Brynjari Birni Það voru síðan mögnuð tilþrif frá Brynjari Birni Gunn- arssyni sem gerðu út um leikinn. Brynjar, sem lék geysi- lega vel í stöðu hægri bakvarðar, lék Yossi Benayoun og Emiliano Insua grátt á hægri kantinum og átti síðan frá- bæra fyrirgjöf inn að markteig þar sem Long kom á ferðinni og skoraði með skalla, 1:2. Íslendingarnir þrír, Gylfi, Brynjar og Ívar Ingimarsson, léku allir allar 120 mínúturnar með Reading sem er komið í 4. umferð og fær þar heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Burnley, liði Jóhannesar Karls Guðjóns- sonar. Fernando Torres og Steven Gerrard fóru báðir meiddir af velli. Torres í fyrri hálfleiknum og Gerrard kom ekki aftur til leiks eftir leikhlé. „Strákarnir voru stórkostlegir,“ sagði Brian McDermott sem gegnir tímabundið starfi knattspyrnustjóra hjá Reading. „Fyrir utan mörkin tvö fengum við þrjú eða fjögur góð færi sem ekki nýttust. En frammistaða minna manna var hreint út sagt mögn- uð. Formaðurinn er afar ánægður en ég er ekkert áhyggju- fullur vegna starfsins. Ég er bara svo ánægður fyrir hans hönd og leikmannanna,“ sagði McDermott. Ekki náðist í ís- lensku leikmennina i gærkvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gylfi skoraði í sigurleik Reading á Anfield „ÞEGAR maður er nýliði í landslið- inu getur maður ekki gert kröfu um að fá tækifæri í æfingaleik, en að sjálfsögðu vonaðist ég til þess að fá tækifæri til að láta ljós mitt aðeins skína,“ sagði Ólafur Guðmundsson, handknattleiksmaður úr FH, sem lék síðustu tíu mínúturnar í leiknum við Portúgal í gærkvöldi. Hann átti tvö skot á markið og skoraði eitt mark. „Ég var tilbúinn í slaginn frá fyrstu mínútu ef Guðmundur þjálfari myndi kalla á mig, þannig að það var frá- bært að fá tækifæri undir lokin. Stemningin var frábær í Laugar- dalshöllinni og alls ekki hægt að biðja um betri aðstæður til þess að koma inn á í landsleik,“ sagði Ólafur en í dag kemur í ljós hvort hann fer með á EM í Aust- urríki eða bíður á varamannabekkn- um heima á Íslandi en bætt verður inn í landsliðið ef það kemst í milliriðla. „Ég hef gert allt sem er í mínu valdi bæði á æfingum og leiknum í dag. Nú er valdið komið í hendur þjálfarans hvort ég fer með eða ekki. Ég get ekkert gert til við- bótar í þeim efnum,“ sagði Ólafur Guðmundsson. iben@mbl.is Var tilbúinn frá fyrstu mínútu Ólafur Guðmundsson „VIÐ erum ekki eins ferskir og við viljum vera í varnarleiknum. Það slitnar of mikið á milli manna,“ sagði varnarjaxlinn sterki Ingimundur Ingimundarson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir viðureignina við Portúgal í gærkvöldi. „Við viljum leika grimman varn- arleik og það alveg ljóst að sú aðferð gengur ekki gegn liði eins og Portú- gal sem þrífst svolítið á því að hlaup- ið sé út í þá, þeir hafa ekki neitt sér- stakar skyttur. Stærri þjóðirnar eins og þær sem við mætum á EM hafa fleiri og betri skyttur sem verður að sækja svolítið út í. Samt sem áður þá er ég ekki nógu ánægður með stöðu mála. En það gefast nokkrar æf- ingar til viðbótar og tveir æfinga- leikir um helgina til þess að vinna áfram í þeim atrið- um sem við verð- um að laga og hafa á hreinu áður en flautað verður til leiks á EM. Ég lofa því hér og nú að allt verður tipp topp þegar flautað verður til leiks gegn Serbum í fyrsta leik EM á þriðjudaginn,“ sagði Ingimundur Ingimundarson í gærkvöldi. iben@mbl.is Erum ekki nógu ferskir Ingimundur Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.