Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010
Norskar systur skrifuðu nöfnsín í sögubækurnar á
heimsbikarmóti í svigi sem fram
fór á þriðjudaginn í Flachau. Lø-
seth-systurnar, sem eru þrjár,
komust allar í úrslit í keppninni
og er þetta í fyrsta sinn sem það
gerist. Nina, sem er í miðjunni í
aldursröðinni, endaði í 20. sæti,
sú yngsta heitir Mona og varð
hún 22. og Lene, sem er elst,
endaði í 27. sæti. Marlies Schild
frá Austurríki sigraði.
Þjálfarifrjáls-
íþróttakon-
unnar Caster
Semenya frá
Suður-Afríku
segir að
heimsmeist-
arinn geti
keppt á ný á
alþjóðlegum mótum. Semenya
sigraði í 800 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu í Berlín í
Þýskalandi sl. sumar en í kjöl-
farið óskaði alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandið eftir því að hún færi í
kynjapróf.
Ekki er búið að birta nið-
urstöður kynjaprófsins. Michael
Seme þjálfari hennar segir að
lögfræðingar hafi sagt að hún
gæti keppt á ný. Þjálfarinn segir
að Semenya muni keppa í Suður-
Afríku áður en hún reynir fyrir
sér á alþjóðlegu móti.
Kobe Bryant meiddist á baki í105:85-tapleik LA Lakers á
útivelli gegn San Antonio Spurs í
NBA-deildinni í körfuknattleik í
fyrrinótt. Meiðsli hans eru ekki
talin alvarleg en þetta var þriðji
tapleikur meistaraliðsins í sl.
fimm leikjum.
Fólk sport@mbl.is
Eftir Gunnar Valgeirsson í Los Angeles
gval@mbl.is
TVÖ bestu lið hvorrar deildar sitja
hjá í fyrstu umferð, en fjörið í úr-
slitakeppninni byrjar venjulega
ekki fyrr en í annarri umferðinni
sem fer fram um þessa helgi. Liðin
sem sitja hjá í fyrstu umferð,
vegna góðs gengis í deildakeppn-
inni, vinna næstum ávallt leiki sína
í annarri umferðinni.
Deildakeppnin í ár einkenndist
af því að bæði Indianapolis Colts
og New Orleans Saints áttu gott
tækifæri á að vinna alla leiki sína
og áttu þar möguleika á að jafna
met Miami Dolphins frá 1973, en
þá unnu meistarahöfrungarnir alla
leiki sína á keppnistímabilinu.
Hvíldu leikmenn eftir
sigurgönguna
New Orleans vann fyrstu fjórtán
leiki sína, en tapaði síðan þremur
síðustu leikjum sínum þegar ljóst
var að liðið myndi sigla örugglega í
fyrsta sætið í úrslitakeppni Lands-
deildarinnar. Indianapolis gerði
einum betur – vann fyrstu fimm-
tán leiki sína – og hafði örugga
forystu gegn New York Jets í
næstsíðasta leik sínum, þegar
þjálfari liðsins ákvað að hvíla alla
bestu leikmenn sína í seinni hálf-
leiknum. Þoturnar frá New York,
sem voru í miklum slag að komast
í úrslitakeppni Ameríkudeild-
arinnar, gengu þá á lagið og unnu
leikinn. Indianapolis tapaði einnig
síðasta leik sínum gegn slöku liði
Buffalo Bills, án flestra bestu leik-
manna sinna.
Leikmenn Colts fengu
ekki að vinna sögulegt afrek
Miklar deilur urðu hérlendis
meðal ruðningseðjóta og sérfræð-
inga um þá ákvörðun þjálfara
Colts að gefa ekki leikmönnum
sínum tækifæri á að vinna sögulegt
afrek. Leikmenn Colts vildu reyna
að gefa allt til að vinna tvo síðustu
leikina, en þjálfari og fram-
kvæmdastjóri liðsins vildu ekki
taka áhættu á meiðslum meðal
bestu leikmanna liðsins svo seint á
keppnistímabilinu og við það sat.
Um síðustu helgi urðu óvænt úr-
slit í fyrstu umferð úrslitakeppni
Ameríkudeildarinnar þegar Balti-
more Ravens vann góðan sigur
gegn New England Patriots, og
New York Jets vann Cincinnati
Bengals – bæði á útivelli. Laun
þessara liða verða sú að New York
heimsækir San Diego Chargers og
Baltimore fer til hraðakstursborg-
arinnar Indianapolis. Næsta víst
er að bæði heimalið munu vinna
örugga heimasigra. Í Landsdeild-
inni vann Dallas Cowboys góðan
sigur á Philadelphia Eagles, og
munu kúrekarnir nú heimsækja
Minnesota Vikings um helgina.
Arizona vann frækinn sigur, 51:45,
gegn Green Bay Packers í eyði-
mörkinni á sunnudag og heimsæk-
ir nú New Orleans í Ofurhöllinni
við Mexíkóflóa. Erfiðara er að spá
um úrslit leikjanna þessa helgi í
Landsdeildinni, þar sem bæði Ari-
zona og Dallas eru á góðum dampi
þessa dagana.
Hræddir þjálfarar
Átta lið berjast um sigur í NFL-ruðningsdeildinni Fjörið hefst um helgina
Reuters
Góður Peyton Manning er leikstjórnandi Indianapolis Colts þar sem hann hefur leikið frá árinu 1998.
Átta lið berjast nú um meistaratit-
ilinn í úrslitakeppni NFL-ruðnings-
deildarinnar eftir leiki fyrstu umferð-
arinnar um síðustu helgi.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
NORSKA liðið lék um helgina
þrjá vináttuleiki á fjögurra þjóða
móti í Danmörku. Það tapaði fyrir
Tékkum með fimm marka mun,
33:28, og með fjórum mörkum fyr-
ir Dönum, 33:29. Loks vann það
afar sannfærandi sigur á Slóven-
um, 37:30. Hedin segist sáttur við
leikina um helgina og þokkalega
bjartsýnn á gott gengi á EM.
Gunnar Pettersson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, er hinsvegar
brattur eins og stundum áður.
Hann segir norska liðið nú vera
það besta í sögunni.
Lund fékk græna ljósið
Nokkurrar spennu gætti í
norska landsliðshópnum um
helgina vegna meiðsla leikstjórn-
andans sterka, Børge Lund. Hann
glímir við eymsli í baki en fékk
grænt ljós frá lækni landsliðsins í
gærmorgun áður en hópurinn var
tilkynntur. Hann er skipaður eft-
irtöldum leikmönnum:
Steinar Ege, FCK København,
og Ole Erevik, KIF Kolding, eru
markverðir. Aðrir leikmenn eru:
Magnus Dahl, Fyllingen, Håvard
Tvedten, BM Valladolid, Thomas
Skoglund, GOG Svendborg TGI,
Lars Erik Bjørnsen, Team Tvis
Holstebro, Christian Spanne,
Drammen HK, Stian Vatne,
Füchse Berlin, Erlend Mamelund,
FCK København, Kristian Kjell-
ing, AaB Håndbold, Børge Lund,
THW Kiel, Vegard Samdahl,
Wisla Plock, Kjetil Strand, Füchse
Berlin, Christoffe Rambo, IL
Runar, Bjarte Myrhol, Rhein-
Neckar Löwen, Frank Løke, HC
Zagreb,
Til vara verða Einar Sand Ko-
ren, FCK København, Espen Lie
Hansen frá Drammen og Kenneth
Ryvoll Klev, leikmaður Bergische
í Þýskalandi, en kalla má inn tvo
leikmenn í hópinn er þurfa þykir í
milliriðlakeppnina og einn til við-
bótar komist lið í undanúrslit.
Norðmenn leika einn æfing-
arleik til viðbótar áður en þeir
halda til Austurríkis á sunnudag.
Þeir taka á móti frændum sínum
og nágrönnum í sænska landslið-
inu í Ósló á laugardag.
Norðmenn eru brattir
Svíinn Robin Hedin sem er landsliðsþjálfari Noregs er jarðbundinn fyrir EM
Aðeins þrír leikmenn sem leika með norskum liðum eru í 16 manna hópnum
AP
Norðmaður Erlend Mamelund er 25 ára stórskytta í norska landsliðinu í
handknattleik. Mamelund er liðsfélagi Arnórs Atlasonar í FCK í Danmörku.
Aðeins þrír leikmenn sem leika með
norskum félagsliðum eru í 16 manna
EM-hópnum sem Svíinn Robert Hed-
in, landsliðsþjálfari Norðmanna í
handknattleik, valdi í gær og tekur
þátt í riðlakeppni Evrópumótsins sem
hefst eftir rétta viku. Norðmenn leika
í riðli með Króötum, Rússum og Úkra-
ínumönnum og gera sér ágætar vonir
um að komast áfram í milliriðla. Tak-
ist Norðmönnum að komast áfram
leika þeir m.a. gegn íslenska landslið-
inu í milliriðlum, þ.e. ef Ísland kemst
áfram í B-riðli.
ANDRI Sveinsson og Ásmundur
Ísak Jónsson hafa verið ráðnir
landsliðsþjálfarar Íslands í karate.
Andri stjórnar landsliðinu í kumite
(bardaga) og Ásmundur landsliðinu í
kata (æfingar).
Andri hefur búið í Álaborg und-
anfarin ár og æft þar undir stjórn
Allans Busks, landsliðsþjálfara
Dana. Ásmundur er margfaldur Ís-
landsmeistari í kata.
Þeir fara með landsliðin á alþjóð-
leg mót í Stokkhólmi og Malmö í
mars og síðan á Norðurlandamótið
sem haldið er í Tallinn í Eistlandi í
apríl.
Andri og Ásmundur hafa valið
fjóra landsliðshópa fyrir verkefnin
fyrri hluta ársins og þau eru þannig
skipuð:
A-landslið í kumite: Arnór Ingi
Sigurðsson, Haukum, Kristján Ó.
Davíðsson, Haukum, Ari Sverrisson,
Haukum, Ragnar Eyþórsson,
Breiðabliki (16-17 ára), Telma Rut
Frímannsdóttir, Aftureldingu (16-17
ára), Jóhannes Gauti Óttarsson,
Fylki (14-15 ára).
B-landslið í kumite: Guðbjartur
Ísak Ásgeirsson, Haukum, Arnar
Freyr Nikulásson, Breiðabliki (16-
17 ára), Elías Guðni Guðnason, Fylki
(14-15 ára).
A-landslið í kata: Hekla Helga-
dóttir, Þórshamri, Aðalheiður Rósa
Harðardóttir, Akranesi (16-17 ára),
Kristján Helgi Carrasco, Aftureld-
ingu (16-17 ára).
B-landslið í kata: Birkir Indriða-
son, Breiðabliki (14-15 ára), Davíð
Freyr Guðjónsson, Breiðabliki,
Heiðar Benediktsson, Breiðabliki,
Kristín Magnúsdóttir, Breiðabliki,
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiða-
bliki. vs@mbl.is
Andri og
Ásmundur
landsliðsþjálf-
arar í karate