Morgunblaðið - 15.01.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 15.01.2010, Síða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2010 ÞAÐ er mikill vandræðagangur hjá Ports- mouth, innan sem utan vallar. Liðið situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar og félagið á í mikum fjárhagserfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Í gær ákvað nefnilega stjórn ensku úrvals- deildarinnar að Portsmouth fái ekki greiðslur sem það átti að fá vegna sjónvarpsútsendingar en í stað verða peningarnir notaðir til að greiða skuldir Portsmouth við önnur félög. Upphæðin sem Portsmouth átti að fá fyrir sjónvarpsútsendingarnar er sjö milljónir punda, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna, en suður- strandarliðið skuldar félögunum í ensku úrvals- deildinni og félögum úti í heimi 10 milljónir punda, rúma tvo milljarða íslenska króna. Þá má Portsmouth ekki kaupa leikmenn vegna skulda við félögin eftir leikmannakaup og ekki er það til að bæta stöðu liðsins á stigatöflunni. Samtals nema skuldir Portsmouth 60 milljónum punda en félagið á yfir höfði sér kröfu um gjaldþrota- skipti í næsta mánuði. Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth taka á móti Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á morgun. gummih@mbl.is Portsmouth missir sjónvarpspeninga Hermann Hreið- arsson EVRÓPU- og Spánarmeistarar Barcelona ná ekki að verja titil sinn í spænsku bikarkeppn- inni þetta árið en Börsungar féllu í fyrra- kvöld úr leik í bikarnum þrátt fyrir 1:0 úti- sigur á Sevilla. Það var Xavi sem skoraði sigurmarkið en Sevilla komst áfram á úti- markareglunni þar sem liðið hafði betur á Camp Nou, 2:1. Liðin mætast að nýju í deild- arkeppninni á Nou Camp í Barcelona á laug- ardaginn. „Við horfum fram á veginn. Það eru tveir titlar í boði og við gerum okkar besta til þess að verja þá,“ sagði markaskor- arinn Xavi í leikslok. Þetta er í fyrsta sinn sem Pep Guardiola þjálfari Barcelona upplifir það að lið hans fellur úr keppni, en hann stýrði liðinu til sigurs í öll- um keppnum sem liðið tók þátt í á síðasta tímabili. Titlarnir urðu alls sex. „Við verðum að bíða eft- ir því hvernig leikmenn- irnir bregðast við í næsta leik. Það var ég sem brást að þessu sinni, leikmenn- irnir lögðu sig fram og gerðu allt sitt besta,“ sagði Guardiola. Barcelona er í efsta sæti deild- arinnar með 43 stig eftir 17 leiki, tveimur stigum fyrir ofan Real Madrid. Guardiola tekur á sig ábyrgðina Pep Guardiola Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Gylfi var á sjúkrahúsinu nýkominn úr myndatöku þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær en tvítugi Hafnfirðingurinn gat varla stigið í fótinn þegar hann steig fram úr rúminu í gær. ,,Ég hélt að ég væri ristarbrotinn en sem betur fer reyndist svo ekki vera. Ég er marinn á ristinni og er aumur en ég vonast til að ná leikn- um á móti Nottingham Forest á laugardaginn,“ sagði Gylfi, sem hefur svo sannarlega slegið í gegn með Reading-liðinu í vetur og er farinn að banka hressilega á dyr A- landsliðsins. Mikilvægasta markið og eftirminnilegasti leikurinn Gylfi segist hafa verið farinn að sætta sig við tap þegar klukkan á Anfield sýndi 90 mínútur. ,,Ég var farinn að halda að þetta yrði ekki okkar kvöld. Ég náði ágætu skoti undir lokin og ég hélt að þar hefði farið síðasti möguleikinn en síðan fengum við vítið og að skora úr því gaf okkur aukakraft,“ sagði Gylfi. Það þarf varla að spyrja þig hvort þetta hafi ekki verið mik- ilvægasta markið sem þú hefur skorað á ferlinum. ,,Það er ekki spurning og fyrir mig sem hef haldið með Manchest- er United alla mína tíð var rosalega sætt að skora á móti Liverpool og það á Anfield. Þetta er klárlega eft- irminnilegasti leikurinn sem ég hef spilað. Maður spilar ekki á hverjum degi á þessum fræga velli og ég kem aldrei til með að gleyma þess- um leik, sérstaklega þar sem ég skoraði mark í uppbótartíma og við náðum svo að gera út um leikinn í framlengingu. Það var rosaleg gleði í klefanum eftir leikinn en við vor- um svo þreyttir að fögnuðurinn stóð stutt yfir,“ sagði Gylfi. Strax eftir leikinn tók við fjög- urra og hálfs tíma rútuferð og sjálfur eigandi félagsins, John Ma- dejski, ákvað að skella sér með. ,,Þetta er í fyrsta skipti sem hann ferðast með okkur og það var gam- an að fá karlinn með okkur. Hann var alveg í sæluvímu,“ sagði Gylfi. Gylfi sagði í viðtali við undirrit- aðan eftir fyrri leikinn á Madejski Stadium, sem endaði 1:1, að hann ætti sér þann draum að skemma tímabilið fyrir Liverpool, en sjö- faldir bikarmeistarar Liverpool eiga nú aðeins raunhæfa möguleika á að vinna einn titil á tímabilinu með því að vinna Evrópudeild UEFA. ,,Þetta voru stór orð hjá mér en mér tókst að standa við þau. Liver- pool ætlaði sér alla leið í bikarnum í ár og nú held ég að það sé alveg ljóst að það vinnur engan titil þetta tímabilið. Mitt lið er Manchester United og mér leiðist ekki að sjá þegar Liverpool gengur illa. Leik- menn Liverpool tóku tapinu vel. Carragher tók í hönd okkar allra eins og sönnum atvinnumanni sæmir en ég býst örugglega við því að það hafi verið jarðarfararstemn- ing í klefanum þeirra eftir leikinn.“ Gylfi hrósaði löndum sínum, Ív- ari Ingimarssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni, en þeir áttu báðir frá- bæran leik í vörninni. Ívar var til að mynda útnefndur maður leiksins á ITV-sjónvarpsstöðinni og Brynjar Björn sýndi mögnuð tilþrif þegar hann lagði upp sigurmarkið. Vonar að Ívar og Brynjar haldi áfram ,,Þetta var algjör snilld hjá Brilla. Hann sólaði tvo leikmenn Liverpool gjörsamlega upp úr skónum og átti svo þessa frábæru fyrirgjöf. Ég hef séð þetta áður hjá honum á æfingu. Brilli var virki- lega góður í bakvarðarstöðunni og Ívar eins og klettur í miðvarð- arstöðunni. Þeir eru liðinu mjög mikilvægir og ég vona að þeir verði hjá okkur áfram. Við þurfum á þeim að halda en maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum,“ sagði Gylfi, en samningaviðræður Ívars við félagið hafa ekki skilað neinum árangri og Brynjar hefur að und- anförnu verið sagður á förum frá liðinu. Samningar þeirra beggja renna út í sumar. Eigum góða möguleika gegn Burnley Reading leikur á móti Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum hans í Burnley í 4. umferð bikarkeppn- innar. ,,Er ekki bara best að taka stefnuna á Wembley,“ sagði Gylfi og hló við. ,,Ég tel okkur eiga góða möguleika á að slá Burnley út og ég tala nú ekki um ef við spilum af sama krafti og við gerðum í leikj- unum á móti Liverpool. En núna þurfum við að fara að fikra okkur upp stigatöfluna í deildinni. Við eig- um erfiðan leik á laugardaginn á móti Nottingham Forest og nú þurfum við bara að fylgja þessum góða sigri á Liverpool eftir og ná í þrjú stig í þeim leik,“ sagði Gylfi, sem er markahæsti leikmaður Reading á tímabilinu með átta mörk, sex í deildinni, eitt í bik- arnum og eitt í deildabikarnum. Fjórði Íslendingurinn mun bæt- ast í leikmannahóp Reading fyrir leikinn á móti Forest en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur fengið keppnisleyfi og er klár í slaginn. ,,Hjartað sló ansi hratt“  Ákvað að bíða eftir hreyfingu frá markverðinum, sagði Gylfi Þór Sigurðsson  Átti sér þann draum að ná að skemma tímabilið fyrir Liverpool AP Stoltur Gylfi Þór Sigurðsson var rosalega ánægður þegar hann sá boltann í netinu hjá Liverpool á Anfield. Gylfi skoraði úr vítaspyrnu fyrir Reading. Í HNOTSKURN »Gylfi Þór er 20 ára gamallHafnfirðingur sem er upp- alinn hjá FH en gekk í raðir Breiðabliks í 3. flokki. »Gylfi kom inn í aðalliðshópReading í fyrra eftir að hafa spilað í þrjú ár með ung- lingaliðinu. »Gylfi hefur spilað átta leikimeð U21árs landsliðinu og hefur skorað þrjú mörk í þeim. ,,Það var rosalega mikill léttir að sjá boltann í netinu. Ég neita því ekki að ég fann fyrir smá taugaveiklun og hjartað sló ansi hratt en ég ákvað að bíða eftir hreyfingu frá markverð- inum og lagði svo bara boltann í hornið. Ég er varla búinn að ná því að við höfum unnið,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading, við Morgunblaðið en Gylfi skoraði fyrra mark Reading úr víti í uppbótartíma í venjulegum leiktíma þegar Reading gerði sér lítið fyrir og sló Liverpool út úr bikarkeppninni og það á Anfield. KylfingurinnErnie Els, sem hefur þríveg- is sigrað á stór- móti á ferlinum, ætlar að draga úr keppnisferðalög- um sínum á þessu ári. Suður-Afríku- maðurinn hefur á undanförnum ár- um þvælst út um allan heim og keppt á mótum í mörgum heims- álfum á hverju ári. Ferðalögin hafa ekki skilað árangri og á árinu 2010 ætlar Els aðeins að keppa á mótum í Bandaríkjunum auk opna breska meistaramótsins. Els, sem er fertug- ur, hefur flutt heimili sitt frá London og býr með fjölskyldu sinni á Flór- ída.    Ósigurinngegn Read- ing í fyrrakvöld tók sinn toll hjá Liverpool. Þrír leikmanna liðsins eru nú komnir á sjúkralistann og verða ekki með liðinu næstu vikurnar. Það þykir vart tíðundum sæta lengur að fram- herjinn Fernando Torres er meiddur en Spánverjinn fékk högg á hnéð og verður hann frá keppni næstu sex vikurnar. Fyrirliðinn Steven Gerr- ard spilar ekki næstu tvær vikurnar og Ísraelsmaðurinn Yossi Benayoun er úr leik næstu tvær til þrjár vikur.    Tyrkneska knattspyrnufélagiðGalatasaray tilkynnti á vef sín- um í gær að það hefði keypt ástr- alska varnarmanninn Lucas Neill, fyrrverandi fyrirliða West Ham og Blackburn, af Everton fyrir 750 þús- und pund. Ennfremur að samið hefði verið við hann til hálfs annars árs. Neill, sem er 31 árs, kom til liðs við Ever- ton í september og samdi þar til eins árs en hann hafði þá verið með laus- an samning frá því hann yfirgaf West Ham um vorið og hafnaði nýju samningstilboði.    Brittney Grin-er er ekki þekktasta körfu- knattleikskona heims en hún náði að troða boltanum ofan í körfuna í leik með háskólalið- inu Baylor í Bandaríkjunum. Griner, sem er rétt rúmlega tveir metrar á hæð, er að- eins sjöunda konan sem nær að troða boltanum ofan í körfuna í háskólakeppni. Þess má geta að karfan er í 3,05 m hæð. Georgeann Wells var sú fyrsta sem náði þessum áfanga í leik með West Virginia árið 1984 en á þeim tíma var notaður stærri bolti en þekkist í kvennabolt- anum í dag. Met Wells stóð í sjö ár. Í bandarísku atvinnumannadeildinni eru ekki margar sem hafa troðið, en alls eru sex „troðslur“ skrásettar í sögu WNBA. Lisa Leslie braut ísinn árið 2002 í leik með LA Sparks. Fólk sport@mbl.is JAMIE Carragher, varafyrirliði Liverpool, bað í gær stuðningsmenn félagsins afsökunar á slakri frammistöðu liðsins í fyrrakvöld þegar það tap- aði á heimavelli, 1:2, fyrir Íslendingaliðinu Read- ing í 64 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. „Þetta var mjög slæmt kvöld fyrir Liverpool og við verðum að horfast í augu við að þetta var ekki boðleg frammistaða gegn liði úr neðri deild. Við verðum að biðjast afsökunar á frammistöðu okkar. Reading á hinsvegar allt hrós skilið – auðvitað vilja allir vinna en við verðum að taka því með sæmd. Við verðum að viðurkenna að þetta voru sanngjörn úrslit. Um leið verðum við að líta í eigin barm og við- urkenna að spilamennska okkar var ekki við- unandi,“ sagði Carragher við Liverpool Echo. „Við eigum heldur betur erfiðan leik fyrir höndum gegn Stoke. Framlengingin tók sinn toll og nú verðum við að sýna mikinn karakter og vinna okkur til baka,“ sagði Carragher. Liverpool hefur nú tapað 10 af síðustu 20 leikj- um sínum og stóll knattspyrnustjórans Rafaels Benítez hitnar með hverjum deginum. Jamie Carragher bað stuðningsmenn afsökunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.