Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
13. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
ÁN ALLRA AUKEFNA
FÆUBÓTAREFNI
ÍSLENSKTPRÓTEIN
Ætlað þeim sem vilja skipta út narti
fyrir heilsusamlegan próteindrykk.
«LEIKLIST
VEL HEPPNAÐ
LEIKHÚSVERK
«TÓNLEIKAR
Framvarðarsveit
íslenska poppsins
6
HLÝTT hefur verið á Akureyri síðustu daga og snjó tekið upp, en í ruðn-
ingum sem verða til þegar bæjarstarfsmenn hreinsa götur felast ýmsir
möguleikar fyrir hugmyndaríkt ungviðið. Í myndarlegum hól við Borgar-
hlíð hefur hópur unnið sleitulítið undanfarna daga við gangagerð, meðal
annarra þau Birkir Andri, Arnar Logi, Orri, Almar Þór og Sandra Sól.
UNG Í GANGAGERÐ
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„UMRÆÐA um sjávarútveginn
núna er sérstök,“ segir Friðrik J.
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. Hann segir spjót standa á
útgerðarmönnum þessa dagana og
stjórnvöld fari fram með óvægnum
hætti. Nefnir hann þar fyrningar-
leiðina, en áformað er að taka 5%
aflaheimilda af handhöfum þeirra á
hverju ári og bjóða svo upp. Þær fyr-
irætlanir koma að óbreyttu til fram-
kvæmda í haust.
Starfandi er nefnd sem vinnur að
endurskoðun laga um stjórn fisk-
veiða. Frá því í nóvember sl. hafa
fulltrúar LÍÚ hins vegar haldið sig
utan starfs nefndarinnar, það er eft-
ir að sjávarútvegsráðherra gerði
uppskátt með að hefja skyldi fyrn-
ingu aflaheimilda í skötusel. „Með
því voru forsendur okkar um þátt-
töku í starfi nefndarinnar brostnar,“
segir Friðrik og bætir við að út-
reikningar sýni að fyrning aflaheim-
ilda, þó að á löngum tíma verði,
stefni sjávarútvegsfyrirtækjum í
þrot. Þá standist fyrning aflaheim-
ilda hvorki atvinnu- né eignar-
réttarákvæði stjórnarskrár að mati
lögmanna sem kannað hafa málið
fyrir LÍÚ. „Útgerðarmenn hafa
skyldur gagnvart starfsfólki, við-
skiptavinum, lánardrottnum og fleir-
um. Eðlilega velta menn því fyrir sér
að stefna flotanum í land,“ segir
Friðrik.
Strandveiðar eru óhagkvæmar
Fyrir helgi kynnti sjávarútvegs-
ráðherra skýrslu um strandveiðar sl.
sumar og niðurstaðan þar, er að vel
hafi tekist til. Friðrik er því ósam-
mála og bendir á að aðeins 56% fisk-
kaupenda hafi talið gæði strand-
veiðifisks standast samanburð við
annan afla. Veiðarnar séu lýsandi
fyrir óhagkvæmni sóknarkerfa þar
sem keppst sé við á allt of mörgum
bátum í skamman tíma.
Sjávarútvegsmálin eru víða til um-
fjöllunar. Í pistli á vefsíðu Snæfells-
bæjar segir Kristinn Jónasson bæj-
arstjóri hættumerki á lofti. Óvissa
sem ríkisstjórnin hafi sett á sjávar-
útveg sé óþolandi. „Þegar vel gengur
hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum þá
gengur betur hjá okkur hinum.“
Forsendur
brostnar og
fyrning óvægin
LÍÚ ósátt við stjórnvöld Fyrirtækj-
um stefnt í þrot Strandveiðar ekki góðar
Í HNOTSKURN
» LÍÚ til hlés í endurskoð-unarnefnd og mótmælir
fyrningu skötuselskvóta.
» Útgerðarmenn hafaskyldur og eðlilegt er að
velta fyrir sér að stefna í land.
HNÚFUBAKUR sem hélt sig út
af Ölfusárósum lagði í haf fyrir
helgina og var í gærdag staddur
860 km suður í
Atlantshafi,
djúpt vestur af
Írlandi. Þetta
sýna gögn frá
gervihnatta-
sendi. „Hval-
urinn syndir
ákveðið, fer
rúmlega 100
sjómílur á sól-
arhring,“ segir
Gísli Víkings-
son, sérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Vísindamenn komu merki í hval-
inn í Eyjafirði 21. okóber í haust og
hefur síðan þá verið fylgst með
ferðum skepnunnar. Hvalurinn var
lengi í Stakksfirði út af Keflavík og
síðan við Ölfusárósa, ásamt fleiri
hvölum samkvæmt frásögnum
fuglafræðinga. „Virkni í merkingu
í hval hér við land hefur aldrei
haldist svona lengi og þetta gefur
okkur mikilsverðar upplýsingar,“
segir Gísli.
Hnúfubakur syndir um
100 sjómílur á sólarhring
Ferðir
hnúfubaksins
„ÞETTA eru mun verri hamfarir
en það sem við höfum áður tekist á
við, þetta virðast ætla að verða ein-
hverjar mestu hamfarir í mjög,
mjög langan tíma,“ segir Gísli Rafn
Ólafsson, einn stjórnenda íslensku
rústabjörgunarsveitarinnar á Haítí.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
Ban Ki-moon, hefur sagt hamfar-
irnar á Haítí þær mestu í áratugi.
Íslenska sveitin hefur nú fært sig
um set til borgarinnar Léogane þar
sem eyðileggingin er jafnvel meiri
en í höfuðborginni. Að sögn Sam-
einuðu þjóðanna hafa 43 björgunar-
sveitir grafið yfir 70 manns á lífi úr
rústunum síðan skjálftinn varð.
Vandamálin halda hinsvegar
áfram að hrannast upp á Haítí og
það gera líkin líka og ríður á að
losna við þau áður en smitsjúk-
dómar brjótast út. Sumstaðar hafa
lík verið grafin eða brennd, en um
leið er þá komið í veg fyrir að unnt
verði að bera kennsl á hina látnu.
Straumur hjálpargagna er þó
orðinn stríðari til landsins og
hjálparstarfið samhæfðara. Samein-
uðu þjóðirnar hyggjast boða til
alþjóðaráðstefnu um aðstoð við
Haítí.
Mestu hamfarir í áratugi
Hjálparstarf nú komið á góðan skrið
Óvissa um hvað gera á við líkin
Reuters
Messa Íbúar Haítí sameinast í bæn.
Gríðarleg eyðilegging | 2
Hætta á faraldri | 12
Snæfell, ÍR og Grindavík komust í
undanúrslit bikarkeppninnar í
körfuknattleik karla. Haukar,
Keflavík og Njarðvík komust áfram
í keppni kvennaliða.
Háspennuleikur
í Stykkishólmi
Alþjóðlegt íþróttamót fór fram um
helgina í Reykjavík og tókst fram-
kvæmdin vel. Um 2.000 manns tóku
þátt í mótinu, þar af voru um 300
erlendir keppendur.
ÍÞRÓTTIR
Alþjóðlega mótið
heppnaðist vel