Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 13
Daglegt líf 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þeir Þórður Bachman ogHafsteinn Hasler látakreppuótta ekki ná tökumá sér og opnuðu galvaskir nýja verslun, bakarí og lítið kaffi- hús fyrir mánuði við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur, undir nafninu Kvosin, með vísan í staðsetninguna. „Við mátum það svo að nú væri tækifæri fyrir svona verslun hér en við skynjum miðbæjarlífið ágætlega í gegnum þá tvo veitingastaði sem við rekum í miðbænum, Geysi bistro og Grillhúsið. Hugmynda- fræðin gengur út á það að vera með líflega og ferska búð, alhliða mat- vörubúð sem og bakarí þar sem fólk getur sest niður og haft það huggulegt, hvort sem það er í há- degishléi eða á röltinu um miðbæ- inn. Við viljum bjóða fólkinu hér á miðbæjarsvæðinu, hvort sem það eru nágrannar sem búa hér, þeir sem vinna hér í kring eða gestir og gangandi, að geta gert grunnmat- arinnkaup á hagstæðu verði. Við stílum líka inn á erlenda ferða- menn, en það er mikið af þeim í miðbænum og við höfum opið frá klukkan átta á morgnana til ellefu á kvöldin til að geta þjónustað sem flesta.“ Góð verslunarsaga á svæðinu Margir eru ánægðir með að aftur sé komin matvöruverslun í Aðal- strætið en Silli og Valdi ráku í um hálfa öld nýlenduvöruverslun í næsta húsi við Kvosina. „Jú, þeir byrjuðu stórveldi sitt hér, þannig að vonandi á okkur eft- ir að ganga eins vel og þeim. Þetta er rótgróinn verslunarstaður og við gleðjumst yfir því að góð versl- unarsaga fylgi næsta húsi.“ Þórður segir að þeir félagarnir leggi mikið upp úr því að vera með góða ferskvöru og gott úrval af hinni hefðbundnu dagvöru. Einnig eru þeir með mánaðartilboð á ein- stökum vörum. „Þetta hefur gengið ágætleg og það er stöðug aukning í sölunni. Fólk er smám saman farið að taka eftir versluninni en við opnuðum frekar hægt og hljótt. Viðskiptavin- irnir lýsa yfir ánægju og fastakúnn- um fjölgar með hverjum deginum. Við erum því mjög sáttir.“ Huggulegt Lagt er upp úr að hafa umhverfið hlýlegt á kaffihúsinu. Notalegt Það er gott að setjast niður í bakaríinu í Kvosinni, fá sér eitthvað gott í gogginn með ilmandi kaffi og rabba við félagana. Morgunblaðið/Heiddi Til í slaginn Þeir Þórður og Hafsteinn víla ekki fyrir að sér að skella á sig svuntum og taka til hendinni í Kvosinni. Kósí í kvosinni Eftir Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Daglegar reykingar fólks á aldr- inum 15-89 ára hafa dregist saman um 3,6% frá árinu 2007. Þetta kemur fram í könnunum Capacent Gallup fyrir Lýðheilsustöð á árinu 2009. Þegar tölur síðustu ára eru bornar saman kemur í ljós að tíðni daglegra reykinga fólks lækkaði um 2,2% á milli áranna 2008 og 2009. Til samanburðar má nefna að tíðnin lækkaði um 0,8% á tíma- bilinu 2004-2007. Lækkunin núna þýðir að tíðni daglegra reykinga fólks hefur lækkað um 10% á ára- tug, úr 25% árið 1999 í 15,4% nú. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, segir að ekki séu til einhlítar skýr- ingar á lækkuninni og vill ekki ganga svo langt að segja að hún tengist efnahagsástandinu beint. Fremur sé það hluti af skýring- unni. „Reykingar voru bannaðar hér á kaffi- og veitingahúsum þann 1. júní árið 2007. Það hefur sannað sig að það hefur haft áhrif á tíðni reykinga í vestrænum ríkj- um sem hafa sett á samskonar bann.“ Hátt verð er ástæða Ágústa Tryggvadóttir, verk- efnastjóri Reyksímans hjá Heil- brigðisstofnun Þingeyinga, segir að ráðgjafarnir þar taki eftir fjölg- un símtala. Reyksíminn er síma- þjónusta sem býður upp á ráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta að reykja og fagnar hann tíu ára afmæli sínu í ár. Heilbrigðisstofnun Þingey- inga rekur Reyksímann og síðuna Reyklaus.is í samstarfi við Lýð- heilsustöð, heilbrigðisráðuneytið og landlæknisembættið. „Tölurnar sýna að hringingar í Reyksímann þrefaldast þegar við auglýsum eins mikið og við erum að gera og líka í kringum áramót. Það er alltaf mest ásókn í aðstoð á þessum tíma,“ segir Ágústa. „Hins vegar eru peningar núna aukin ástæða hjá fólki. Við heyrum það alveg að fólki finnst tóbak orðið alltof dýrt.“ Fimm ráð til að hætta að reykja Áður en þú hættir að reykja:  Veldu tiltekinn dag til að hætta á, gjarnan tvær vikur fram í tím- ann.  Skrifaðu niður allar ástæðurnar fyrir því að þú vilt hætta að reykja. Eftir að þú ert hætt(ur):  Hugsaðu sem svo, að þú ráðir við þetta. Þú hefur vald yfir reyknum, en ekki öfugt!  Þiggðu stuðning hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.  Hugsaðu til þess að eftir 2-4 vikur hættirðu að vera líkamlega háð(ur) sígarettunum. Enn fækkar reykingamönnum Morgunblaðið/Golli  Árið 1926 keyptu hinir þjóðkunnu kaup- menn Silli og Valdi húsið í Aðalstræti 10 sem er talið eitt elsta hús Reykjavíkur. Það ráku þeir nýlenduvöruverslun í um hálfa öld. Þeir Sigurliði Kristjánsson (Silli) og Valdimar Þórðarsonar (Valdi) byggðu skúr úr holsteini á lóðinni fyrir rafmagnskaffi- brennsluvél árið 1933 og settu þeir á stofn kaffibrennslu í honum. Þegar síldin kemur, þá koma þessar vörur Leifur Sveinsson fyrrum sendisveinn hjá Silla og Valda rifjar upp í Morgunblaðinu 2005:  „Foreldrar mínir versluðu mikið hjá þeim félögum Silla og Valda. Vörur voru venju- lega pantaðar í síma, en þar stóð Silli sína vakt, en Valdi sinnti meir heimsending- arþjónustunni og innkaupum.  Að komast í „Efri-deildina“ í búð þessari var að komast inn fyrir og éta kandís beint upp úr kassa.  Einn þekktasti afgreiðslumaðurinn hjá Silla & Valda var Einar Ingimundarson, lit- ríkur persónuleiki, sem oftast svaraði hús- mæðrum á tímum hafta og skömmtunar: „Þegar síldin kemur, þá koma þessar vörur“, sem um var spurt.  Árið 1937 fylgdi hverjum kaffipakka frá Kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf. ein litmynd af einhverjum afreksmanni Ólympíuleikanna, sem haldnir voru í Berlín sumarið 1936. Þó ég væri aðeins 9 ára treystu þeir félagar mér til þess að sækja kaffipöntunina út í Hafnarstræti 1, bakhús. Aðeins einu sinni hringdu kaffibrennslu- menn í þá félaga og spurðu Silla og Valda, hvort það gæti verið að barn væri sendi- sveinn á vegum þeirra. Þeir spurðu um nafn barnsins og svöruðu: „Hann Leifur, hann er hátt settur hjá okkur“.  Þeir félagar höfðu aðeins einn skrifstofu- mann fyrir verslanir sínar, meðan Kron hafði um sjö fyrir jafn margar.  Einu sinni bauð Valdi mér upp í sendi- ferðabíl af Ford Fairline gerð, árgerð 1955. Svo mikið var ryðið í gólfi framsætis, að ég var rétt stiginn niður úr því. „Hvernig getur þú, ríkasti maður landsins, ekið í svona bíl?“ spyr ég. „Ef þú ættir börn á sama aldri og ég, þá myndir þú líka eiga svona bíl“. Albert Guðmundsson aðstoðarsendisveinn Albert segir svo frá árið 1980:  „Ég var samstarfsmaður Sigurliða Krist- jánssonar í mörg ár. Vegna þess að Sig- urliði var einn þekktasti íþróttamaður hér á yngri árum, síðan íþróttaleiðtogi, formaður Íþróttafélags Reykjavíkur um langt skeið og velgerðarmaður ungra manna í borginni, þá fékk ég það sem kallað var aðstoð- arsendisveinsstarf hjá honum og þótti mikið til koma. Það varð upphaf að ævilangri vin- áttu og samstarfi á mörgum sviðum.  Á þessum 50 ára starfsferli hefur Sig- urliði hjálpað mörgum, þ. á m. listamönnum. Hann hefur greitt götu þeirra og hann hef- ur keypt verk eftir þá til þess að aðstoða þá.“ Nýlenduvöruverslun Silla og Valda Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hjá Silla og Valda Sigurjón Þóroddsson (Silli) að störfum í versluninni árið 1950. Sig- urður Söbeck fær sér bita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.