Morgunblaðið - 18.01.2010, Page 8
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Bræður Hallgrímur og Davíð Kjartanssynir vinna saman að uppbyggingu Álfsfells. Nafnið er fengið að láni frá æskuslóðum föður þeirra á Hornströndum.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„VIÐ viljum framleiða meira. Eldið
hefur gengið vel og við erum komn-
ir að þeim mörkum sem núverandi
leyfi heimilar,“ segir Davíð Kjart-
ansson, skipstjóri hjá Álfsfelli á
Ísafirði. Fyrirtækið gerir út smá-
bát og elur þorsk í kvíum í Skut-
ulsfirði. Álfsfell hyggst færa úr kví-
arnar í eldinu, margfalda það.
Davíð og Hallgrímur bróðir hans
eiga fyrirtækið saman.
Þorskeldið byrjaði á því að Davíð
fékk sér litla eldiskví og henti smá-
þorskinum í hana þegar hann kom
úr róðri og fóðraði þorskinn gjarn-
an þegar hann fór út aftur. „Hann
náði strax tökum á þessu,“ segir
Hallgrímur sem er framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins. Hann kom inn í
það fyrir nokkrum árum þegar
Davíð vildi einbeita sér að sjónum
og láta öðrum eftir pappírsvinnuna
í landi.
Þorskeldið stækkaði nokkuð
hratt og svo fór að þeir réðu áhöfn á
bátinn og Davíð vinnur nú mest við
þorskeldið.
Þarf í umhverfismat
Framleiðslan byggist nú fyrst og
fremst á því að Álfsfell fær sjómenn
til að veiða fyrir sig smáþorsk, í
verktöku. Fá þeir hluta af til-
raunakvóta sjávarútvegsráðuneyt-
isins. Einnig hafa þeir gert til-
raunir með að ala seiði af villtum
stofni.
Framleiðslan er orðin um 200
tonn á ári og þeir bræður vilja
stækka við sig, upp í 900 tonn, með
því að fjölga eldiskvíunum úti í
mynni Skutulsfjarðar. Smá bakslag
kom í seglin þegar Skipulags-
stofnun komst að þeirri niðurstöðu
að svo mikið eldi kynni að hafa í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif
og skyldi því fara í umhverfismat.
„Þetta kom okkur svolítið á
óvart. Kvíarnar eru aðeins á litlum
hluta fjarðarins,“ segir Hallgrímur
sem þó reiknar með að farið verði í
umhverfismat. Það sé einfaldlega
fljótlegri leið en að kæra. Til-
tölulega litlar rannsóknir þurfi að
gera til viðbótar, til að undirbúa
matið. Þá segir Hallgrímur gott að
fá opinberlega staðfestar upplýs-
ingar um það hvort eldið gangi ekki
örugglega til framtíðar á þessum
stað. Sjálfur er hann viss um það.
Álfsfell hefur einnig útvegað sér
stað fyrir kvíar til þorskeldis í
Dýrafirði sem ekki er ætlunin að
nýta fyrr en búið verður að fullnýta
það svæði sem leyfi fæst fyrir í
Skutulsfirði.
Mikið framboð er nú af rækt-
uðum þorskseiðum. Bræðurnir í
Álfsfelli hafa ekki ákveðið hversu
mikið þeir taka af seiðum í vor, en
hafa hug á að taka þátt í stóru til-
raunaverkefni með þau. Það yrði þá
liður í því að vera tilbúnir til að
auka eldið verulega þegar eldi
þorsks úr klaki verður arðbært.
Slátrar þegar hráefni vantar
Vel hefur gengið að selja þorsk-
inn. Bræðurnir eru með fastan
markað í Sviss, sem þeir sinna allt
árið, og svo reyna þeir að nota
tækifærið þegar fisk vantar á fisk-
markaði og í vinnslu. „Ég fer út á
kvíar til að ná í fisk til slátrunar
þegar brælur eru hérna úti og eng-
inn fer á sjó,“ segir Davíð.
Þeir hafa sent vikulega hálft ann-
að tonn af ferskum fiski, aðallega
hnakkastykki, með flugi til Sviss í
eitt og hálft ár. „Kaupandinn hætti
að kaupa villtan íslenskan fisk af
því að hann hélt að hann væri of-
veiddur. Við slátrum þorskinum að
nóttu til og fáum hann unninn
snemma að morgni hjá Hraðfrysti-
húsinu – Gunnvöru þannig að hann
kemst fljótt á markaðinn,“ segir
Hallgrímur.
Slátra þorskinum í brælum
Bræðurnir í Álfsfelli á Ísafirði hafa náð góðum tökum á þorskeldinu og vilja færa út kvíarnar
Slátra þegar lítið framboð er af fiski Flytja vikulega út ferskan þorsk á markað í Sviss
8 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
einfalt & ódýrt!
HOLLT OG
GOTT!
kr.
kg798
GLK lét
tsaltað
ir
þorskb
itar
„ÞETTA er tilbreyting frá að-
alstarfinu sem er að lækna fólk,“
segir Hallgrímur Kjartansson sem
búsettur er á Ísafirði en starfar
sem heimilislæknir á Patreksfirði.
Framkvæmdastjórastaðan hjá
Álfsfelli er tómstundagaman hans.
„Ég fer ekki á sjó eða út á kví-
arnar. Davíð sér um það. Mitt hlut-
verk er að vinna við fjármálin og
pappírana. Þessu fylgir ýmis
skýrslugerð og svo nýtist þekking
mín að hluta til í líffræðina sem
eldið byggist á,“ segir Hallgrímur.
Tilbreyting frá lækningunum
Eftir Líneyju Sigurðardóttur
Þórshöfn | Íþróttamiðstöðin á Þórs-
höfn er fjölsóttur staður, ungir sem
aldnir mæta þar til að leggja rækt
við líkama og sál. Ný íþróttagrein er
þar í boði nú en það er boxíþróttin.
Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri
Langanesbyggðar, hefur tekið að
sér að kenna undirstöðuatriði og
grunnþjálfun í boxi. Í byrjun verða
æfingarnar fyrir nemendur 8.-10.
bekkjar grunnskólans einu sinni í
viku en síðar jafnvel einnig fyrir þá
sem eldri eru, ef áhugi er fyrir
hendi.
Gunnólfur hefur æft box í allmörg
ár og alloft keppt í greininni en hann
stundaði íþróttina af kappi á búsetu-
árum sínum í Danmörku og var þar
um tíma í æfingabúðum. Að sögn
Gunnólfs byggist þessi íþróttagrein,
eins og svo margar aðrar, á miklum
sjálfsaga en það er nokkuð sem öll-
um er nauðsyn að rækta með sér,
ekki síst ungdómnum. Áhersla er
lögð á þrek og úthald.
Æfa hnefaleika á Þórshöfn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Agi og úthald Gunnólfur Lárusson segir hnefaleikaíþróttina byggjast á
miklum sjálfsaga og leggur áherslu á þrek og úthald á æfingunum.
Sveitarstjórinn
kennir undir-
stöðuatriðin