Morgunblaðið - 18.01.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.01.2010, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Orri PállOrmarssonblaðamað- ur skrifar viku- spegil í Sunnu- dagsmoggann. Hann er þar að fjalla um viðhorf Hollendinga til Íslands og Ís- lendinga vegna Icesave. Önn- ur fyrirsögn pistilsins er þessi: „Umræðan um Icesave hefur snarsnúist í Hollandi“. Vissulega hefur margur þóst skynja að eftir synjun á lögum ríkisstjórnarinnar og það kastljós sem á okkur féll þá hafi málstaður Íslands fengið viðspyrnu. Þetta hafi gerst þvert á yfirlýsingar rík- isstjórnarinnar um að synj- unin hafi eyðilagt „þrotlausa vinnu“ hennar í málinu. En í skrifum Orra Páls kemur fram að ekki aðeins hafi nú náðst að láta jákvæð sjón- armið heyrast: „Umræðan um Icesave hefur snarsnúist í Hollandi.“ Þetta eru eldarnir, sem Steingrímur og Jóhanna hafa sagst hafa verið að slökkva eftir synjunina. Það eru eldar sem loksins vörpuðu nokkurri birtu á hinn íslenska málstað. Orri Páll ræddi við nafna sinn, Orra Steinarsson, sem búið hefur í Hollandi í tvo ára- tugi og hefur tvöfalt ríkisfang og metur bæði sín heimalönd augljóslega mikils. Hann lýsir á greinargóðan hátt um- ræðunni í Hollandi. Og svo segir hann: „Öllum við- skiptum fylgir áhætta. Líka bankaviðskiptum. Nú er spurt hvers vegna menn skiptu ekki frekar við rótgróna hollenska banka en glænýjan íslenskan netbanka. Lá ekki í augum uppi að það væri öruggara?“ Orri Steinarsson telur að eftir synjun ríkisábyrgðarlag- anna sé „Icesave- málið loksins kom- ið í eðlilegt sam- hengi í Hollandi.“ Þökk sé Ólafi Ragnari Gríms- syni. „Áður en hann neitaði að skrifa undir lögin gat ég ekki séð að nokkur maður hefði gert tilraun til að koma mál- stað Íslands á framfæri hérna í Hollandi og setja Icesave í rétt samhengi.“ Í heilt ár hafa Íslendingar þurft að búa við ríkisstjórn sem er með samfellt sjálfs- hólsmas um afrek sín. Þegar Ísland fellur niður í rusl- flokksmat um ári eftir valda- töku hennar hendir rík- isstjórnin það á lofti sem sannindamerki þess að ein- hverjir aðrir hafi þvælst fyrir „hinni þrotlausu endurreisn- arvinnu“. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn ætlaði að skila sinni fyrstu endurskoðun á áætlun sjóðsins tveimur vik- um eftir að ríkisstjórn Jó- hönnu, Steingríms og Þráins hófst handa. Það tafðist í tíu mánuði. Hverjum var það að kenna? Ekki hinum sívinnandi hetjum alþýðunnar sem aldrei fellur verk úr hendi og hafa aukinn meirihluta á þingi. Ó, nei. Hinum, þessum sem þvældust fyrir þrotlausri vinnu. Í tæpt ár hefir íslensk ríkisstjórn ekki gert „tilraun til að koma sjónarmiðum Ís- lands á framfæri í Hollandi“. Hver þvældist fyrir því? Kannski Jón Hreggviðsson? Það fréttist af honum á hlaup- um um hið blauta Holland. Eða felst hin „þrotlausa vinna“, sem enginn sér nokk- urn árangur af, þvert á móti í raun í tilraun til að koma þjóð- inni í þrot? Það er von að spurt sé. Ekki hefur vottað fyrir tilraun til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri í Hollandi í heilt ár.} Þrotlaust aðgerðaleysi Þegar Íslend-ingar hafa staðið frammi fyrir miklum vanda hafa þeir iðulega getað reitt sig á velvild frændþjóðanna á Norð- urlöndum. Framganga þeirra nú er því illskiljanleg. Íslend- ingar eiga enga kröfu um vel- vild frá þessum þjóðum en þó stendur mikill fjöldi yfirlýsinga um samheldni norrænna þjóða til þess að eiga fremur von á góðu en hinu. AGS segist ekki vera að beita fjárkúgunum vegna þrýstings frá Bretum og Hol- lendingum. Slíkar fullyrðingar eru ekki mjög trúverðugar. En þeim er fylgt eftir með því að segja að mál fáist ekki af- greidd vestra nema umsamin fjár- mögnun sé tryggð. Og þar koma vorir norrænu bræður við sögu og framganga þeirra er býsna ógeðfelld. Þeir segjast ekki lána Íslendingum nema „landið standi við alþjóð- legar skuldbindingar“. Engin dómsniðurstaða, enginn lög- festur samningstexti liggur nokkurs staðar fyrir um slíkar skuldbindingar. Samt láta nor- rænu stjórnvöldin sig hafa það að leggja til þumalskrúfurnar á Íslendinga og sjá einnig um hersluna. Sorgleg framganga norrænu ríkisstjórn- anna. } Seint hefði þessu verið trúað E rtu að grínast?“ segir fimm ára sonur minn í tíma og ótíma þessa dagana. Það var fróðlegt að hlusta á Hallgrím Helgason í Silfri Egils í gær þar sem hann talaði um að flokksholl- usta sín hefði þvælst fyrir sér í afstöðu sinni til Icesave. „Ryðgaður á flokkslínunni,“ eins og hann orðaði það. Hann reyndi að róa stjórnarliða, sagði að þeir gætu alveg skipt um skoðun á Icesave þó að það þýddi að andstæðingar þeirra í pólitík hefðu haft rétt fyrir sér. Þeir væru bara að taka undir með Evu Joly og alþjóðasamfélag- inu. Vonandi finnur ríkisstjórnin þarna rök fyrir sinnaskiptum í Icesave-málinu ef það er rétt hjá Hall- grími að hún leiti réttlætingar á kúvendingunni. Enda lítur það ekki vel út að ríkisstjórnin skuli bókstaflega hafa gengið af göflunum þegar forsetinn synjaði lög- unum staðfestingar og brugðist harðar við en bresk og hollensk stjórnvöld. En samt á ég bágt með að trúa því að Hallgrími sé al- vara með þessum málflutningi. Getur það verið að þetta sé ástæðan fyrir því að stjórnarþingmenn séu tvístíg- andi, að þeir séu að velta því fyrir sér hvernig það líti út pólitískt ef þeir skipti um skoðun? Þetta er stærra mál en svo. Hverjum er ekki sama um flokkadrætti þegar á að knésetja íslenska þjóð með reikningi upp á hundruð milljarða, allt vegna fjarstæðukenndra skuld- bindinga sem stofnað var til af einkabanka, og hvergi er fótur fyrir í lögum að ríkið beri ábyrgð á? Og fjármununum sem fengust með Icesave var svo sóað í glórulausri útrás ör- fárra „víkinga“. Ber þjóðin ábyrgð á því? Ertu að grínast? Þetta er reikningur sem mun hafa afger- andi áhrif á lífsgæði á Íslandi á komandi ár- um og áratugum. Ég hlustaði á viðtal við Ög- mund Jónasson í útvarpinu í gær þar sem hann sagði að bara um helgina hefðu vextir af Icesave-skuldbindingunum numið 300 millj- ónum! Vextirnir eru tugir milljarða á ári! Og eignir Landsbankans renna ekki upp í þær greiðslur, heldur lenda þær af fullum þunga á íslensku þjóðinni! Þegar horft er til þess að rekstrarkostnaður Landspít- alans, stærsta vinnustaðar á landinu, er 30 milljarðar á ári sést vel hversu tröllvaxnar fjárhæðir þetta eru. Það er engin lausn að taka risastórt kúlulán upp á von og óvon sem við munum greiða af næstu áratugina. Við verðum að taka slaginn, ef ekki fyrir okkur þá börnin okkar. Annars verður þetta setning sem heyrist aftur og aftur í framtíðinni: Ertu að grínast? Þjóðin ætlar ekki að láta kúga sig. Það sýna skoð- anakannanir. Sé það er mikils virði að standa með rétti sínum og sannfæringu. Hvað verður um sjálfsvirðingu þjóðar „sem kyssir vönd kvalara sinna“? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Ertu að grínast? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hærra hitastig sjávar hefur áhrif á líf loðnu FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is L oðna kann best við sig í köldum sjó og hlýnun sjávar fyrir Norðurlandi er talin eiga verulegan þátt í því að loðnustofn- inn hefur minnkað á síðustu árum. Á vegum Hafrannsóknastofnunar hafa í nokkur ár verið gerðar umfangs- miklar rannsóknir til að auka skilning á vistkerfi hafsvæðisins við Ísland og milli Íslands, Grænlands og Jan Ma- yen, með sérstöku tilliti til ástands loðnustofnsins, lífssögu hans og af- komu. „Ég held að enginn efist lengur um að loðnustofninn er í mikilli lægð og við höfum aldrei áður séð svo lang- varandi tímabil þar sem ráðlögð veiði er undir 300 þúsund tonnum eins og verið hefur síðustu ár,“ segir Þor- steinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytja- stofnasviðs hjá Hafrannsókna- stofnun. Eins og fram hefur komið mældust aðeins um 355 þúsund tonn í leiðangri Hafrannsóknastofnunar- innar fyrri hluta þessa mánaðar, en mæla þarf yfir 400 þús. tonn áður en stofnunin mælir með veiðum. Ekki tókst þó að fara yfir allt hugsanlegt útbreiðslusvæði og áfram er leitað. Breyting á hitafari og straumum virðist hafa haft áhrif á búsvæði loðn- unnar og æti. Ef loðnuseiðin rekur að mestu til Grænlands hefur búsvæði seiðanna vafalítið versnað. Þessi bú- svæðisbreyting er líkleg því frá alda- mótum virðast útbreiðslusvæði ung- loðnu (eins árs) hafa breyst, og erfiðlega hefur gengið að finna og mæla ungloðnu á þessu tímabili og sum árin varla fundist neitt. Samt hefur loðnan skilað sér til hrygningar þótt árgangarnir hafi ekki skilað við- líka veiði og var hér á seinni hluta síð- ustu aldar. „Líklega berst hluti seiða vestur yfir Grænlandssund með haf- straumum en sú loðna sem berst norður fyrir Ísland nær ekki í kaldari sjó fyrr en hún nær þeirri stærð að geta synt móti straumum, sem liggur í meginatriðum til austurs fyrir Norð- urlandi. Við þessar aðstæður virðast afföll vera mikil og stærð árganganna sem mynda veiðistofninn því minni en var fyrir hlýnunina. Sú loðna sem lifir af hremmingarnar fyrstu misserin norður í hafi virðist þó hafa það gott síðasta sumarið fyrir hrygninguna því loðnan er yfirleitt þung og í góðu ástandi þegar hún kemur til baka til hrygningar,“ segir Þorsteinn. Erfiðar mælingar í janúar Undanfarnar vertíðir hefur Haf- rannsóknastofnuninni gengið illa að mæla stærð stofnsins í janúar og hef- ur lokamat á stærð hans stundum ekki fengist fyrr en þegar langt er lið- ið á febrúarmánuð. „Það er rétt að mælingar hafa gengið frekar illa í janúar á síðast- liðnum árum og svo virðist sem stundum bætist í það sem mælt er út af Austurlandi eftir því sem líður á janúarmánuð. Þetta er þó ekki algild regla og fátítt að þetta sé í stórum stíl. Auðvitað geta aðstæður til mæl- inga haft einhver áhrif, en þó teljum við ólíklegt að þær skýri þennan mun. Sjómenn hafa nefnt að hugsanlega komi hún óhefðbundnar leiðir úr hafi og sé mjög dreifð og því sé hún ekki sjáanleg á mælitæki. Við á Hafrannsóknastofnuninni höfum farið yfir eldri mælingar í ljósi þessa en ekki fengið viðhlítandi skýr- ingar. Við höfum jafnframt, í góðu samstarfi við útvegsmenn, efnt til leitar utan hefðbundins göngusvæðis loðnunnar en án árangurs. Nið- urstöður mælinga sýna hinsvegar að þetta gerist og við verðum áfram að gera það sem hægt er til að leita svara við þessu en jafnframt að leita vestan- og norðanlands þar sem líkur á viðbót eru að jafnaði meiri,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Loðnuleit Árni Friðriksson (blár ferill) erviðhöfn áReyðarfirði. Leitarskip 1 (rauður ferill) erstatt á64.40Nog10.07V. Upplýsingar sóttar á www.hafro.is 17. janúar 2010. Fiskifræðingar telja skýringa á lægð í loðnustofninum a.m.k. að hluta til að leita í breytingum á hitafari og straumum. Loðnan forðist hlýja sjóinn en hann hefur hlýnað fyrir Norðurlandi. Helgi Geir Valdimarsson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni, segir að loðnan sé brellin og hún hafi aldrei hagað sér eins tvö ár í röð. „Þegar loðnan hefur verið mjög dreifð hefur oft ekki tekist að mæla hana. Það er reynsla okkar skipstjórnarmanna að þessar mælingar hafi ekki dugað. Sjórinn er að kólna aftur, þá kemur loðnan aftur og við gætum fengið stóra vertíð innan fárra ára. Auk þess skiptir ekki nokkru máli þó að við tökum úr þessu 100-150 þúsund tonn. Það segir sig sjálft að það er miklu meira af loðnu á þessu stóra hafsvæði heldur en fiskifræðingarnir hafa náð að mæla. Loðnan er bara í kaldari sjó og getur svo sem verið hvar sem er. Hún getur verið fyrir norðvestan á svæði sem ekki tókst að mæla í fyrstu tilraun og hún getur líka verið í köldu tungunni austar í hafinu. Hún er þarna einhvers staðar,“ segir Helgi Geir. ALDREI EINS TVÖ ÁR Í RÖЛ›

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.