Morgunblaðið - 18.01.2010, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
Á göngu í Laugardalnum Þessi fallegi hundur var einbeittur og vissi upp á hár hvert hann átti að fara með eiganda sinn þegar þeir voru á rölti á útivistarsvæðinu í Laugardalnum.
Árni Sæberg
Í FRUMSKÓG-
INUM verja dýrin af-
kvæmi sín og tryggja
þeim lífsviðurværi. Það
er í eðli þeirra. Mann-
skepnan hefur líka til-
hneigingu til þess að
verja afkvæmi sín en
þegar siðmenntun
hnignar og fátækt
sverfur að verða af-
kvæmin oft illa úti.
Ég er ekki sérfræðingur í sið-
mennt en velti því fyrir mér hvað
hugtakið feli í sér. Er það ekki
fyrsta skylda hvers manns sem vill
teljast siðaður að verja afkvæmi
sín, verja velferð komandi kyn-
slóðar og ganga ekki á rétt henn-
ar?
Um þetta snýst kjarni Icesave.
Icesave-samningurinn felur í sér í
raun að firra núverandi kynslóð
vandræðum með því að færa þau á
komandi kynslóðir. Þess vegna er
frumvarpið um ríkisábyrgð á Ice-
save siðlaust. Ríkisvaldið hefur
tekið þá stefnu að hræða almenn-
ing til þess að taka stöðu með
þessu siðleysi. Ríkisvaldið vísar
gjarnan til dulúðugrar dómsdags-
spár ef skuldir bankamanna verða
ekki gerðar að skuldum barna
okkar. Með þessu er ríkisvaldið að
höfða til óæðri hneigða mannsins
sem spretta af hræðslu við hið
óþekkta.
Ákafi sumra einstaklinga við að
leggja óviðráðlegan skuldaklafa á
komandi kynslóðir er í ætt við
hjátrú. Ef gengið er á þessa ein-
staklinga um ástæður þess að
leggja skuli þessar byrðar á kom-
andi kynslóðir er fátt um skyn-
samleg svör. Illa ígrunduð hræðsla
og þjónkun við foringja brýst upp
á yfirborðið. Sektarkennd yfir að
hafa ekki lapið dauðann úr skel á
góðæristímabilinu gerir einnig
vart við sig. En ekkert af þessu
réttlætir að gera komandi kyn-
slóðir að skuldaþrælum Breta og
Hollendinga.
Það er ofar eðlilegum skilningi
hvers vegna ríkisstjórninni er svo
mikilvægt að fallast á túlkun
Breta og Hollendinga á Icesave-
vandanum. Hverjum þeim sem
kynnt hefur sér atburðarásina og
staðreyndir málsins er ljóst að
Bretar og Hollendingar hafa rang-
túlkað málið til þess að tryggja
eigin hagsmuni. Við
slíkar aðstæður ætti
það að vera hlutverk
íslenskra valda-
manna að verja
þjóðina en þeir hafa
brugðist hlutverki
sínu og stillt sér í lið
með Bretum og Hol-
lendingum gegn ís-
lensku þjóðinni.
Gríðarleg áróð-
ursherferð hófst eft-
ir hrun íslenska
efnahagskerfisins sem miðaði að
því að gera þjóðina auðmjúka og
efla sektarkennd hennar. Sekt-
arkenndin átti að tryggja að þjóð-
in beygði sig undir að selja fram-
tíð barna sinna fyrir velferð
Gordons Brown.
Í áróðrinum var höfðað til stolts
Íslendinga og að þeir þyrftu að
afla sér trausts í alþjóðasamfélag-
inu. Staðreynd málsins er hins
vegar sú að sá sem selur börnin
sín aflar sér ekki trausts með
þeim gjörningi nema þá trausts
þeirra sem aðhyllast slíka gjörn-
inga og hafa hag af slíku. Hinir
siðmenntuðu hafa aðra sýn á til-
veruna. Þeir eru ekki tilbúnir til
þess að gera hina saklausu að
fórnarlömbum græðginnar og
munu ekki sjá upphefð í því að Ís-
lendingar beygi sig undir þennan
ósóma.
Það var ekki hegðun íslensku
þjóðarinnar sem skaðaði orðspor
hennar á alþjóðlegum vettvangi
heldur glæpahneigð bankamanna
og vanvitslegar aðgerðir Gordons
Brown. Það er ekki á ábyrgð
barna okkar að bæta fyrir siðlaus-
ar athafnir þessara manna. Stolt
Íslendinga og stolt komandi kyn-
slóða verður eingöngu tryggt með
því að íslenska þjóðin hafni Ice-
save II í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eftir Jakobínu
Ingunni Ólafsdóttur
»Er það ekki fyrsta
skylda hvers manns
að verja afkvæmi sín og
velferð komandi kyn-
slóðar? Grundvall-
arspurning í þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
Icesave.
Jakobína Ólafsdóttir
Höfundur er doktorsnemi
við Háskóla Íslands.
Siðmennt eða lög-
mál frumskógarins
SÉRSTAKUR
hópur manna og
kvenna í Reykjavík
kallar sig Samtök
um betri byggð. All-
sérstakur hópur er
þetta þar sem að-
eins þrír herramenn
sitja við skriftir í
tíma og ótíma til að
vinna að því að
leggja niður eina
mikilvægustu tengibraut Íslend-
inga, Reykjavíkurflugvöll og
byggja „blandaða byggð“ á svæð-
inu í staðinn.
Stóryrðin eru ekki spöruð og
stærðfræðin og tilvitnanir bornar
fram af hinni mestu snilld. Þar eru
peningar búnir til í milljörðum og
landsbyggðinni kennt um að taka
milljarða frá Reykvíkingum. Þeim
sést alveg yfir að landsbyggð-
arfólkið skaffar þeim stóran hlut í
uppbygginguna í Reykjavík.
Reykjavík er verslunarbær að
mestu leyti en landsbyggðin skap-
ar verðmætin fyrir þjóðina að
stærstum hluta og megnið af fénu
fer til Reykjavíkur. Svo Reykvík-
ingar geti þjónustað landsbyggðina
þurfa sölumennirnir, viðgerð-
armennirnir og fleiri að komast á
milli. Þeir nota flugþjónustuna,
þeim liggur á. Þetta er stór hópur
manna og kvenna. Landsbyggð-
arfólkið þarf að sækja alla þá þjón-
ustu sem stjórnvöld allra lands-
manna hafa sett niður í Reykjavík,
hvort sem það er stjórnsýslan eða
sjúkrastofnanir. Þetta allt er byggt
í Reykjavík fyrir fé allra lands-
manna. Þar eru milljarðarnir sem
þremenningarnir ættu að líta til.
Mistökin í öllu skipulagi borg-
arinnar ríður varla við einteyming.
Þremenningunum dettur í hug að
það verði byggt atvinnuhúsnæði og
íbúðir í Vatnsmýrinni, sem standi
til framtíðar. Nei, skoðið borgina
og sjáið að aftur og aftur er blönd-
uð byggð skipulögð, en eftir fáein
ár er búið að hrekja fyrirtækin
lengra og lengra út fyrir borgina.
Sama sagan endurtekur sig í sí-
fellu. Þá dreymir um að umferð
dragist saman um 40% með til-
heyrandi minnkun mengunar.
Barnaskapur eða
draumórar? Fullyrð-
ingar um að 9% lands-
manna noti flugvöllinn.
Þetta er eins og að lesa
Sólon Íslandus, þar sem
Sölva tókst að reikna
barn í konu og úr henni
aftur. Þeir lesa flug-
tölur eins og fjandinn
les Biblíuna. 427.000
farþegar 2008 eru 9%
þjóðarinnar í reikni-
vélum þeirra. Þremenn-
ingarnir verða að vera
raunsæir og viðurkenna hrein-
skilnislega að þetta er höfuðborg
Íslendinga allra og hefur samsvar-
andi skyldur við alla landsmenn.
Er ekki í undirbúningi að byggja
risasjúkrahús í Reykjavík fyrir fé
allra landsmanna, nota lífeyrissjóð-
ina okkar í það? Hvar er aðgengið
að því sjúkrahúsi? Á að leggja höft
á landsbyggðina að sækja þjón-
ustuna?
Vatnsmýrin er flatlent mýr-
arstykki. Er það áhugavert að eiga
heima þar með útsýni í næsta hús-
vegg eða eldhúsglugga næsta
húss? Kannski er næsti áfangi þre-
menninganna að leggja undir sig
Öskjuhlíðina. Ófært að hafa óbyggt
byggingarsvæði svo nálægt mið-
borginni, sem fólk af landsbyggð-
inni gæti farið að rölta um.
Það er sama hvar nýr flugvöllur
verður settur niður, með tímanum
verða aðrir þremenningar komnir
með drauma um að skipuleggja
það svæði fyrir „blandaða byggð“.
Flugvöllinn til Keflavíkur, heyr á
endemi. Einum hollvini Keflavík-
urflugvallar tókst, með sömu
reiknivél og þremenningarnir nota,
að komast að því að það væri fljót-
legra að ferðast frá Keflavík-
urflugvelli en Reykjavíkurflugvelli
í miðborg Reykjavíkur. Hvílík
firra. Járnbrautarlest Keflavík/
Reykjavík? Jú með reiknivél þre-
menninganna er það gerlegt.
Reykvíkingar, með aðstoð
Björgólfs og Landsbankans sáluga,
ákváðu að byggja sér tónlistarhús,
Tónlistarhúsið í Reykjavík. Þegar
Björgólf brast fé, hvað átti þá til
bragðs að taka til að bjarga fjár-
málum Reykvíkinga? Jú, leita til
allra landsmanna. Að nóttu til var
málað yfir gamla nafnið og því
breytt í Tónlistarhús allra lands-
manna. Þá var landbyggðin nógu
góð til að punga út fé fyrir æv-
intýramennsku nokkurra íbúa höf-
uðborgarinnar. Græðgin allsráð-
andi þar.
Ef landsbyggðarmenn eiga að
sækja í þessa eign sína, Tónlistar-
húsið, er möguleiki á að koma
fljúgandi til Reykjavíkur, sækja
konsert eða aðra skemmtan þar, og
fljúga heim að því loknu. En stað-
reyndin er sú og neiti því hver sem
á góða reiknivél: innanlandsflug
leggst af með öllu verði flugvöll-
urinn fluttur til Keflavíkur. Því
fylgir sú kvöð á alla sem ætla að
sækja lögbundna þjónustu sína af
landsbyggðinni, þurfa að aka á
milli. Mengun og aftur mengun,
tímasóun og meiri tímasóun.
Þremenningunum er nær að
vinna að og nota arkitektaþekk-
ingu sína í að gera umferðarmann-
virki í Reykjavík af viti. Hvar í
heiminum eru byggðar umferð-
arbrýr, þar sem hægribeygja er
útilokuð, en þeirri umferð beint
undir brúna og þar í vinstribeygju
og umferðarljós áfram á gatnamót-
unum? Hvergi! Greiðari umferð,
minni mengun.
Borgarstjórn Reykjavíkur og
þremenningarnir verða að fá sér
aðra reiknivél og kynna sér rétt-
indi og skyldur höfuðborgar lýð-
ræðissamfélags, sýna lands-
mönnum öllum sanngirni.
Umræðan hefur of lengi snúist
eingöngu um sjúkraflugið. Það er
engu að síður númer eitt varðandi
flugvöllinn. En það eru þúsundir
annarra landmanna sem þurfa að
ferðast með flugi til og frá Reykja-
vík. Flugvöllurinn er mjólkurkýr
allra landsmanna, ekki bara nokk-
urra hagsmunaaðila, sem ekki
þekkja til landsins ofan Elliðaá.
Eftir Önund
Jónsson »Er ekki í undirbún-
ingi að byggja risa-
sjúkrahús í Reykjavík
fyrir fé allra lands-
manna, nota lífeyr-
issjóðina okkar í það?
Önundur Jónsson
Höfundur er yfirlögregluþjónn og er
flugfarþegi af landsbyggðinni.
Samgöngumiðstöð allra
landsmanna – Reykjavík-
urflugvöllur