Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 16

Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 16
16 Umræðan KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 ÞAÐ er verulegt áhyggjuefni að lesa niðurstöður skoð- anakannana þar sem álit og traust þjóð- arinnar á Alþingi mælist við lægstu mörk. Það vekur kvíða að sjá eina mikilvæg- ustu stofnunina í þrí- skiptingu valdsins og eina helstu undirstöðu lýðræðisskipulagsins njóta minni virðingar en flestar þær stofnanir sem skoðanamælingar ná til. Lýð- ræðið og starf stjórnmálaflokka er óaðskiljanlegt. Þeir, sem starfa að stjórnmálum og stofnanir þeirra, eiga að öllu jöfnu að geta notið trausts fyrir störf sín. Ef svo er ekki er mikið að og málið grafalvarlegt. Frelsi og lýðræði er eina öryggi þjóða fyrir sómasamlegu lífi. Engin dæmi þarf að nefna því til sönnunar, þau blasa alls staðar við og hafa gert um aldir. Einfaldast er að benda á baráttusögu Íslendinga. Eins og sakir standa verður Alþingi Íslendinga að taka mark á álits- gjöfum í skoðanakönnunum, íslensku þjóðinni. Alþingi verður að bæta starfshætti sína. Margir þingmenn verða að betrumbæta framgöngu sína, taka upp agaðri vinnubrögð og sómasamlegan málflutning. Sú mynd af Alþingi, sem hefur blasað við þjóðinni síðustu misserin, er ekki bara bágborin, heldur er hún einnig dapurleg og vekur kvíða borg- aranna í þeirri ólánsstöðu sem þjóðin er í. Verst er þó ef þjóðin dregur heiðarleika þingsins í efa og treystir því ekki til að fjalla um eigin rann- sóknarefni. Á kreppu- tímum er þingið sú stofnun sem þjóðin á að geta horft til um ráð og lausnir. Allt frá því að ís- lenska efnahagskerfið hrundi hefur verulegur ræðutími þingmanna farið í ásakanir og brigsl. Minna hefur far- ið fyrir efnislegri um- ræðu sem byggist á upplýsingum og stað- reyndum. Undir liggur beittur vilji til að klekkja á pólitísk- um andstæðingum. Stundum hefur sá tilgangur gjör- samlega yfirgnæft málefnaleg skoð- anaskipti. Þingsalurinn hefur ósjald- an litið út eins og markaðstorg eða verðbréfasalur. Hróp og köll, sífelld- ur umgangur, þingmenn að skoða síma sína eða hvíslast á og forseti lemur bjölluna ótt og títt. Þinglega séð er þó lakast þegar þingmenn taka ekki mark á orðum eða stjórn forseta og jafnvel skattyrðast við hann/hana. Svo allt í einu er þingsal- ur tómur, enginn að hlusta, og gera þarf leit að þingmönnum til að at- kvæðagreiðslur geti farið fram. Það er rétt eins og allar reglur um skyld- ur og ábyrgð þingmanna séu foknar út í veður og vind eða fáir hafi lesið þær. Það eru m.a. myndir af þessu tagi sem verða þess valdandi að traust og virðing borgaranna fyrir Alþingi hnignar að hættumarki. Þar að auki hefur sú þróun orðið á síðustu árum að framkvæmdavaldið hefur náð til sín umtalsverðum hluta verkefna löggjafarvaldsins. Frumvörp eru samin í bústöðum framkvæmda- valdsins og þar liggur einnig reglu- gerðavaldið. Mál er að linni. Ekki bætir úr hve yfirmáta neikvæð umræðan á þingi hefur verið. Það er hvergi ljósglæta í máli margra, dómsdagsspár upp á hvern dag. Úr barka sumra þing- manna kemur aldrei jákvætt orð. Kannski er þó alvarlegast að þing- heimur virðast ekki hafa getu eða vilja til að sameinast gegn „óvinum“ þjóðarinnar. Þingmenn eru blóðugir upp að öxlum við að höggva hverjir aðra á meðan „óvinirnir“ þurfa ekki annað en að fylgjast með undarlegri sjálfseyðingarhvöt andstæðinganna. Alþingi Íslendinga verður þegar í stað að bæta ímynd sína, störf og framgöngu alla. Með slakri stöðu sinni vegur það að grunnstoðum samfélagsins og mikilvægustu stofn- un þess, Alþingi sjálfu. Ekki er fráleitt að þingmenn taki sér til fyrirmyndar metnað, und- irbúning, aga og sigurvilja „strák- anna okkar“. – Á meðan þingmenn kvarta undan vinnuálagi og skorti á næringu er lítil von um betri nið- urstöðu í skoðanakönnunum. Enginn má velkjast í vafa um mik- ilvægi löggjafarþingsins. Að þar tak- ist vel til um alla skipan samfélagsins skiptir sköpum fyrir þjóðina í nútíð og framtíð. Þingið verður að eiga traust þjóð- arinnar ella mun það bregðast hlut- verki sínu og ekki getað starfað í þágu þjóðarhagsmuna. Strákarnir okkar og Alþingi Eftir Árna Gunnarsson » Þingsalurinn hefur ósjaldan litið út eins og markaðstorg eða verðbréfasalur. Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Í GÓÐÆRINU reyndu menn margt sem eftir á að hyggja lítur ekki vel út. Flest þessara uppátækja voru byggð á þeirri forsendu að við gætum gert allt því við værum svo rík. Dæmi um slíka ráðstöfun er loforð Vinstri grænna, Sam- fylkingar og Fram- sóknarflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í febrúar 2006 um gjaldfrjálsan leikskóla. Í ljósi stöðu okkar í dag er lær- dómsríkt að rýna örlítið í þessar hugmyndir. Gjaldfrjálst er annað orð yfir ókeypis, en eins og allir vita er ekkert ókeypis. Einhver þarf að bera kostnaðinn af þjónustunni og í tilfelli leikskóla gera borgarbúar það að mestu leyti. Upphrópunin „gjald- frjáls leikskóli“ felur í sér hirðuleysi fyrir útgjöldum og fjármunum ann- arra. Opinberir aðilar, bæði sveit- arfélög og ríki, verða í dag að finna leiðir til að draga úr útgjöldum. Eigi slík vinna að vera gerleg er nauðsyn- legt að kostnaður við verkefni og þjónustu, sem boðið er upp á, sé þekktur. Hér er um að ræða and- stæðu þess að kalla leikskóla gjald- frjálsa sem í raun felur kostnaðinn við þjónustuna. Þvert á móti er þess krafist að kostnaðarvitund sé góð. Af þessari ástæðu lagði leikskólaráð áherslu á að reikna út kostnað við hvert leikskólabarn í borginni á þessu kjörtímabili. Í ljós kom að hvert leikskólapláss kostar 110-160 þúsund krónur á mánuði. Af því greiða foreldrar 4-14 þúsund kr. á mánuði. Reykjavíkurborg greiðir af- ganginn eða sem nemur 87-95% af kostnaði. Matarkostn- aður er svo nið- urgreiddur sérstaklega um 50%. Kostnaðarvit- und sem þessi er nauð- synleg til að hægt sé að forgangsraða verk- efnum á skynsamlegan hátt. Kostnaðarvitund þarf að aukast á fleiri sviðum. Borgarstarfs- menn þurfa að vita hvað þjónustan sem þeir veita kostar og að sama skapi þurfa borgarbúar að geta áttað sig á því hversu hátt hlutfall þjónustu er greitt beint úr vasa notenda og hversu mikið er greitt með skattpeningum. Við þekkjum dæmi um þetta þegar við greiðum fyrir lyf en kvittunin sýnir hvernig heildarkostnaðurinn er brotinn niður í hlut sjúklings annars vegar og ríkis hins vegar. Slík ráð- stöfun leiðir til meiri kostnaðarvit- undar og virðingar fyrir þeim fjár- munum sem við höfum úr að spila. Önnur góð dæmi um mögulega breytta upplýsingagjöf og gjaldtöku eru sundstaðir borgarinnar. Í tilfelli sundlauganna mætti skoða að íbúar, sem greiða fyrir stærsta hluta að- göngumiðans í formi skatts, greiði annað gjald og lægra en t.d. ferða- menn sem borga ekki skatt. Kostnaðarvitund þeirra sem stýra borginni, sem og borgarbúa, er mik- ilvægur þáttur í að stuðla að vel reknu borgarkerfi og er lykilhugtak þegar huga þarf að því að draga úr útgjöldum á markvissan og sann- gjarnan hátt. Meira: www.thorbjorghelga.is Ekkert er ókeypis Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og gefur kost á sér í 2. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. MOSFELLSBÆR er innrammaður fal- legri náttúru og óvíða eru tækifæri til íþróttaiðkunar og úti- vistar meiri en þar. Þau eru ekki mörg sveitarfélögin sem geta státað af jafn góðu bæjarstæði og Mosfellsbær. En það er eitt sem vantar tilfinnanlega og það er miðbær með blómlegu mann- lífi. Virk aðkoma bæjarbúa Í Mosfellsbæ ríkir sérstakur bæj- arbragur sem mikilvægt er að halda í þrátt fyrir að bæjarfélagið sé í ör- um vexti. Á undanförnum misserum hefur skipulags- og bygginganefnd bæjarins unnið að skipulagi á nýjum miðbæ með náttúrulegri og grænni ásýnd. Við þá vinnu var rík áhersla lögð á samstarf við bæjarbúa og að fá fram hverjar þarfir og væntingar þeirra til miðbæjarins eru. Fram- kvæmd var skoðanakönnun og í kjöl- farið settir upp rýnihópar til að fara yfir fyrstu tillögur að nýju miðbæj- arskipulagi. Niðurstaða þessara kannana var sú að 67% íbúa heim- sækja miðbæinn á tveggja til fjög- urra daga fresti. Flestir Mosfell- ingar kaupa matvöru í miðbænum og almennt var fólk sammála um þörf fyrir fleiri sérversl- anir. Þátttakendur voru líka sammála um nauð- syn þess að ásýnd mið- bæjarins væri nátt- úruleg og fjölskylduvæn. Grænn og fjöl- skylduvænn miðbær Klöppunum í miðjum bænum er gert hátt und- ir höfði í nýja skipulag- inu enda skipa þær stór- an sess í huga margra íbúa. Skrúðgarður sem er til staðar við Bjarkarholt mun verða hluti af mið- bænum. Glæsilegri byggingu sem á að hýsa kirkju og menningarhús er ætlað að verða hornsteinn í nýjum miðbæ. Jafnframt mun framtíðar staðsetning framhaldsskólans í mið- bænum verða til þess að glæða hann lífi. Í störfum mínum í skipulags- og byggingarnefnd hef ég lagt mikla áherslu á unnið væri heilsteypt skipulag sem strax væri hægt að byrja að vinna eftir. Nýja miðbæj- arskipulagið hefur hlotið víðtæka umræðu og kynningu þar sem leitast var við að fara nýjar leiðir við að virkja íbúana í umræðunni og kalla eftir þeirra sjónarmiðum. Miðbæ í Mosfellsbæ Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er formaður skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar og gefur kost á sér í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ. HVAÐ skyldi valda þrálátri sundrung mill- um manna? Óþarfa sem þeir hafa ekki efni á og jaðrar við geð- veiki. Samfélagsvanda- mál sem veldur svo mörgum styrjöldum hlýtur að eiga rót sína að rekja til trúleysis, græðgi og öfundar. Hinsvegar er trú sem byggir á stjórnmálum hættuleg. Í tölvupósti frá Guðrúnu K. Gunn- arsdóttur, sem ég fékk nýlega, segir með hennar leyfi: „Ég óska þess nú að við, stjórnmálamenn allra flokka, náum að nýta tækifærin til samstöðu en látum þau ekki líða hjá ósnert, óséð. Höfum ekki efni á öðru.“ Nú er vegið að okkur af þjóðum sem við héldum vini. Hæst ber óbil- girni breskra stjórnvalda og ætti engum að bregða, því slík framkoma virðist þeim eðlislæg, ef smáríki á í hlut. Nokkur dæmi: Diego Garcia er stærst í klasa Chagos-eyja á Ind- landshafi. Á henni bjó nokkur þús- und manna þjóðflokkur, sem undi hag sínum vel. Nýlega hentaði breska heimsveldinu, en það hafði keypt eyjarnar með fólkinu, að leigja USA þær til árása á önnur ríki. Í kjölfarið hófu bretar nauðung- arflutninga allra íbúanna til Márit- aníu, 2.000 km leið, þar sem þeim var sleppt á göturnar. Allar eigur þeirra urðu eftir og veslaðist stór hluti þeirra upp. – Landhelgisdeilan varð bretum álitshnekkir um heim allan. – Sænski seðlabankinn telur að Holland og Bretland eigi að deila byrðunum með Íslandi. – John Perk- ins fór um heiminn á árum áður sem„ efnahagslegur böðull“ og út- vegaði ýmsum ríkjum hærri lán en þau réðu við að borga. Þar með voru þau gengin í gildru skuldareiganda og urðu að láta auðlindir sínar í hendur útlendra. Perk- ins ráðleggur Íslandi að borga ekki skuldir sem það ræður ekki við og ber ekki ábyrgð á. Íslendingar gætu þurft að borga útlendum eig- endum fyrir að fá sér vatn, eins og fátækar þjóðir, sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn blekkti á vald kúgara. Perkins kom til lands- ins í tengslum við frumsýningu kvik- myndarinnar Draumalandsins, en þar er hann meðal viðmælenda. – Þökk sé honum fyrir að fræða um hræðilegar afleiðingar gerða sinna. Hjá Samfylkingunni er aðild að ESB mikilvægari en hagur heim- ilanna í landinu og næstu kynslóða, já allrar þjóðarinnar. Samfylkingin telur samþykki Icesave lykil að ESB. Í hennar augum helgar til- gangurinn meðalið. Annars hefði ríkisstjórnin tæpast haldið svo illa á málum þjóðar sinnar á Bessastöðum 5. janúar. Þá tilkynnti forsetinn á fjölþjóðlegum fundi blaðamanna, að hann vísaði Icesave til þjóðarinnar. Þá hafði lítið verið gert í að upplýsa aðrar þjóðir um að aldrei hefði stað- ið til að firra sig ábyrgð. Ekki var tækifærið nýtt til að leiðrétta mis- skilninginn. Þjóðinni finnst sjálfsagt að borga sínar skuldir. Ekki þann hluta sem Bretlandi og Hollandi ber, en þar var eftirliti ábótavant, eins og hér. Þá var ódrengileg framkoma danskra stjórnvalda við þjóðina óskiljanleg. Fullyrðingar rík- istjórnar Íslands, um að betri samn- ingar en þessir fáist ekki, æsa Breta til að bíta fastar í skjaldarendur og öskra hærra. Í DV 13.01. segir að útibússtjór- inn sem var yfir Icesave og stýri Landsbankanum í London sé með 24 milljónir í mánaðarlaun og krefjist 50 milljóna til viðbótar. Auðvitað er þar siðblindur á ferð. Stjórnvöld sem láta svo yfirþyrmandi græðgi líðast hljóta að vera það líka. Á sama tíma og þetta leiðst lögðust þau svo lágt að gefa bönkunum skotleyfi á hjólastólafólk, sem þeir nýttu til að hirða einn þriðja af slysabótum þeirra. En skuldir við útlenda sem þjóðin ber ekki ábyrgð á, skal hún borga hvort sem henni líkar betur eða verr, segir Samfylkingin, enda sé það eina örugga leiðin til að fjötra Íslendinga við ESB. Svo örugg er ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms með sig, að hún telur óhætt að nið- urlægja þjóðina. Annars mundi hún ekki leyfa iðnaðarráðherra sínum að taka vel boði fjárglæframannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem bauðst til að fjármagna gagna- ver á Suðurnesjum með því skilyrði að fyrirtæki hans nyti skattaaf- sláttar. Hvílík blinda. Hann skuldar þjóðinni margfalt það sem hann býð- ur. Það er dauði og djöfuls nauð er dygða snauðir fantar safna auð með augun rauð þá aðra brauðið vantar. Hö.ók. Leikur formanna lífeyrissjóðanna, að fjármunum eigenda þeirra og þar með öryggi seinni ára, er ólíðandi. Ofurlaun þeirra eru í hrópandi ósamræmi við laun eigenda. Leyfum aldrei framar fjárglæframönnum að gera út á þjóðina. Mótmælum af krafti þessari glámskyggnu rík- isstjórn og léttum ekki fyrr en hún hrökklast frá, eða riftir Icesave- samningunum. Hugvekja til þjóðarinnar í byrjun árs Eftir Albert Jensen »Mótmælum af krafti þessari glám- skyggnu ríkisstjórn og léttum ekki fyrr en hún hrökklast frá … Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.