Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Látravíkur ehf. verður haldinn
þriðjudaginn 27. janúar 2010 kl. 15:30, að
Laugavegi 99, Reykjavík.
Dagskrá:
1.Venjuleg aðalfundarstörf.
2.Tillaga um slit félagsins.
Stjórn Látravíkur ehf.
Félagslíf
MÍMIR 6010011819 I° GIMLI 6010011819 III°
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
www.gvendur.is
Gvendur dúllari hefur opnað
fornbókabúð á vefnum.
Gott úrval bóka.
Gvendur dúllari
Alltaf góður
Heilsa
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
Frelsi frá streitu og kvíða
Hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is,
www.theta.is
Húsnæði óskast
Óska eftir 3-5 herb. (helst á
jarðhæð) - Skilvíst og heiðarlegt
30 ára+ par óskar eftir 3-5 herb.
snyrtilegri íbúð (helst á jarðhæð).
Greiðslugeta ca. 130 þús.
Vinsaml. sendið upplýsingar á
ibudarleigjandi@gmail.com
Atvinnuhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði - Leiga
Til leigu er nýstandsett og endurnýjað
340 fm iðnaðarhúsnæði við
Hyrjarhöfða, 110 Rvk. Mikil lofthæð,
rúmgott malbikað útisvæði.
Upplýsingar í síma: 896 9629.
Sumarhús
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
Utsala - Útsala - Útsala
Handslípaðar kristal ljósakrónur frá
Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval.
Frábær gæði og gott verð
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Verslun
10-50% afsláttur
af öllum vörum. Gallerí Símón,
Laugavegi 72, sími 534 6468.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Ýmislegt
www.nid.is
Kaupið og seljið um allt land.
TILBOÐ
Vandaðir dömuskór úr leðri
Verð: 3.500.-
sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14,
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www,mistyskor.is
FYRIR VEISLUNA
Leigðu borðbúnaðinn fyrir þorra-
blótið, árshátíðina, fermingarveisluna
eða hvaða veislu sem er í Leigu-
markaði BYKO. Mikið úrval af
diskum, glösum, bollum og
hnífapörum. Leigjum einnig út borð,
stóla og veislutjöld.
Nánari upplýsingar hjá LM BYKO
í síma: 515 4020.
Falleg dömustígvél
úr mjúku leðri
Gerð: K 36940, litur: antíkbrúnt.
Stærðir: 37-41. Verð: 26.850.-
Gerð: K 4421, litir: svart og cognac
brúnt. Stærðir: 37-42. Verð: 25.850.-
sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Bílar
Til sölu LR Discovery II árg 2003,
dísel, ekinn 125.000 km. Vel útbúinn
bíll með leðri, tveimur topplúgum,
dráttarkúlu, litað gler, sjálfsk, hita í
sætum, 7 manna, 6 diska cd maga-
sin, þakbogar, þokuljós. Ný heils-
ársdekk og álfelgur. Jeppi sem er klár
fyrir veturinn. Verð 3.490,- Fæst með
eða án bílaláns. Nánari upplýsingar í
síma 660 3365.
Bón & þvottur, Vatnagörðum 16
104 Rvk. Allsherjarþrif og bónun,
djúphreinsun, lakkvörn, brimgljáa-
mössun, eins blettun. Eins bjóðum
við gæðaþvott frá 2500 kr. Opið frá
kl. 9 virka daga, laugardaga frá 10.
bonogtvottur.is - sími 445 9090.
Antik,antik ´66 Rambler American
á númerum. 4ra d., 6 cyl . Ný dekk ,
flottar felgur. Bíllinn er ökufær. Verð
370 þ. S. 868 7177 og 567 9642,
Álakvísl 42, proben.heidal@gmail.com
Myndir á kvartmila.is
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Snorri Bjarnason
BMW 116i ´07.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Einkamál
Stefnumót.is
Stefnumót.is er vandaður vefur fyrir
fólk á öllum aldri sem vill kynnast
með félagsskap, vinskap eða varan-
leg kynni í huga. Vefurinn er
gjaldfrjáls.
Varahlutir
bókaunnandi. Þú varst einnig iðinn að
eðlisfari. Í skrifstofunni þinni í Akur-
gerðinu úði og grúði af bókum og
pappírum, og þar sast þú og tókst
saman niðjatöl og bast inn bækur af
eldmóði. Þess á milli hvattir þú okkur
til dáða. Í lok hvers skólaárs var það
fastur liður að við læsum upp ein-
kunnirnar okkar og þú hlýddir á. Við-
brögðin létu ekki mikið yfir sér, þú
hlustaðir og sagðir síðan hægri,
ákveðinni og sterkri röddu: „Já, gott“
og fleiri þurftu orðin ekki að vera því
tónninn og brosið í andliti þínu fyllti
okkur stolti.
Stuðning þinn var ekki aðeins að
finna í bóklega náminu, heldur hvött-
uð þið amma okkur bæði til að fara í
tónlistarnám, enda voruð þið einstak-
lega músíkölsk. Við systkinin spiluð-
um stundum fyrir ykkur ömmu á há-
tíðisdögum, Aðalbjörg á píanó og
Guðmundur á horn, og þið báðuð oft
um aukalag og létuð okkur líða eins
og færustu tónlistarmönnum. Einnig
hvöttuð þið okkur til dáða á íþrótta-
sviðinu. Þú, afi, fylgdist vel með hand-
boltaferli Guðmundar og spurðir allt
til síðasta dags um úrslit leikja sem
hann lék. Þú varst mikill keppnismað-
ur og það var æðislegt að horfa með
þér á góðan handboltaleik, þú lifðir
þig svo vel inn í átökin. Svo ekki sé
minnst á öll smáverðlaunin sem þú
sankaðir að þér á Hlíð, því þú varst
sigurvegari, bæði í lífinu og í fé-
lagsvist!
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þín. Þú kenndir okkur svo ótal margt,
bæði að gleðjast yfir vel unnu verki,
en einnig að öðlast verkþrekið og
kraftinn til að vinna. Þið amma voruð
fullkomin amma og afi. Þið gáfuð ykk-
ur alltaf tíma til að sinna okkur barna-
börnunum. Þið spiluðuð við okkur, þið
laumuðuð að okkur góðgæti, þið
kennduð okkur góða siði og að bera
virðingu hvort fyrir öðru. Þið voruð
einu afinn og amman sem við áttum á
lífi og við elskum ykkur. Núna eruð
þið saman á ný hjá guði og eftir sitjum
við með fljótandi augu en bros á
vörum. Takk fyrir veganestið, það á
eftir að endast okkur út lífið.
Aðalbjörg og Guðmundur
Bragabörn
Kveðja frá biskupi Íslands
„Því að Drottinn er góður, miskunn
hans varir að eilífu og trúfesti hans frá
kyni til kyns.“ (Sálm.100.5)
Séra Sigurður Guðmundsson var
kirkjuhöfðingi, höfðinglegur í sjón,
einarðlegur og skörulegur, virðulegur
og vandaður til orðs og æðis. En hann
var líka og ekki síður hirðir og þjónn
safnaða sinna og samfélags. Sú mynd
er mér einkar hugstæð er ég minnist
hans og votta honum virðingu og
þakkir.
Séra Sigurður var prestur og
kennimaður í fremstu röð, fræðari af
Guðs náð. Skólamál og málefni barna
og unglinga lágu honum á hjarta og
hann beitti sér af alefli í þágu barna
og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Hann
hélt uppi sunnudagaskóla á Grenjað-
arstað með mikilli reisn og beitti sér
fyrir stofnun æskulýðsfélags í presta-
kalli sínu. Börnin löðuðust að hlýju
hans, góðvild og glettni. Séra Sigurð-
ur var í forystu um stofnun Æsku-
lýðssambands kirkjunnar í Hólastifti,
ásamt vini sínum og samherja, séra
Pétri Sigurgeirssyni, síðar biskupi.
Þeir tveir eldhugarnir stóðu fyrir
uppbygging sumarbúðanna við Vest-
mannsvatn ásamt samhentum hópi
öflugra presta og leikmanna í um-
dæminu sem þeir löðuðu til sam-
starfs. Vestmannsvatn var séra Sig-
urði mikið hjartans mál, brennandi
hugsjón og fyrirbænarefni.
Árið 1982 varð hann vígslubiskup
Hólaumdæmis. Nokkru síðar fluttist
hann heim að Hólum og við það urðu
Hólar biskupssetur á ný eftir nær
tveggja alda hlé. Sem vígslubiskup
beitti séra Sigurður sér af alefli að
uppbygging Hólastaðar og dómkirkj-
unnar fornu. Hann var og þar sem
annars staðar virkur og velmetinn í
samfélaginu sem prestur og sálna-
hirðir og þátttakandi í lífi sveitunga
sinna og granna. Gestrisni og góðvild
þeirra frú Aðalbjargar var og rómuð,
þau hjónin voru höfðingjar heim að
sækja alla tíð, heimili þeirra mótað af
menningarlegri reisn þeirra beggja,
samhent voru þau ætið og samstiga í
öllum góðum vilja og verki. Við hjónin
minnumst með mikilli hlýju og þökk
allra góðra og gefandi samskipta.
Þjóðkirkjan kveður einn sinn besta
son, í hugheilli þökk fyrir trúa þjón-
ustu hans í þágu fagnaðarerindisins.
Guð launi það allt og blessi ávöxt hins
góða þjóns. Við signum minningu
hans og felum góðum Guði það allt er
hann unni.
„Því að Drottinn er góður, miskunn
hans varir að eilífu og trúfesti hans frá
kyni til kyns.“ (Sálm.100.5)
Karl Sigurbjörnsson,
biskup Íslands.
Sigurður Guðmundsson
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Guðmundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.