Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 21
Dagbók 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
4 7
3 5 7
1 7 3
2 8 6 4
2 6 1
5 4 2
2 5 3 8
7 1 6
1 4 3 6
6 7 9 1 8
5 8
4 5
1 6 7
9
9 3 5 7
4
5 6
8 9 6
9 1 8 2
3 6 7
2
5 3
9 8 5
3 5
8 9 7
7 6 5
1 5 3 9 8 2 7 6 4
6 2 4 3 7 5 1 9 8
7 8 9 6 1 4 5 3 2
5 9 8 7 4 3 6 2 1
4 1 7 2 5 6 3 8 9
3 6 2 1 9 8 4 7 5
9 4 5 8 3 7 2 1 6
8 3 6 4 2 1 9 5 7
2 7 1 5 6 9 8 4 3
7 6 8 4 3 2 1 9 5
2 3 5 1 7 9 4 6 8
9 4 1 5 8 6 3 7 2
6 9 4 8 5 3 7 2 1
8 7 2 9 4 1 6 5 3
5 1 3 6 2 7 8 4 9
1 2 9 7 6 8 5 3 4
4 8 7 3 9 5 2 1 6
3 5 6 2 1 4 9 8 7
7 4 5 3 1 9 8 2 6
6 1 9 8 2 7 4 3 5
2 3 8 6 4 5 1 7 9
1 8 4 9 6 2 7 5 3
3 2 7 1 5 4 9 6 8
5 9 6 7 8 3 2 4 1
9 7 2 5 3 8 6 1 4
8 6 3 4 7 1 5 9 2
4 5 1 2 9 6 3 8 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 18. janúar,
18. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð-
ur, því að þér trúið ekki þeim, sem
hann sendi. (Jóh. 5, 38.)
Afleiðingar jarðskjálftans á Haítíeru hrikalegar. Engin leið er að
segja til um hve margir hafa látið líf-
ið. Tjónið nær til milljóna manna.
Landið er ekki í neinni stöðu til þess
að takast á við vandamál af þessari
stærðargráðu. Heilbrigðiskerfið er
ónýtt, samgöngur í rúst og stjórn-
kerfið óvirkt. Aðstoð var of lengi að
berast og nú þegar hún er komin er
erfitt að koma henni til fólksins. Að-
eins ein flugbraut er nothæf á flug-
vellinum (þó lenda 200 vélar og taka
á loft á hverjum degi), helsta bryggj-
an í höfninni brotnaði í hafið og rúst-
ir húsa liggja á vegum og stöðva um-
ferð. Stórslasað fólk hefur enn ekki
komist undir læknishendur.
x x x
Íbúar Haítí hafa áratugum samanbúið við ófremdarástand; spillt
og ónýtt stjórnvald. Duvalier-
feðgarnir voru illræmdir fyrir
stjórnarhætti sína. Francois Duval-
ier, kallaður Papa Doc, var kosinn
forseti 1957. Jean-Claude Duvalier,
kallaður Baby Doc, tók við 1971 og
var við völd þar til hann var flæmdur
úr landi 1986. Í tæp þrjátíu ár rændu
þeir og rupluðu og voru þekktir fyrir
spillingu og mannréttindabrot.
Ástandið skánaði eftir að Haítíbúar
losnuðu við feðgana, annað var ekki
hægt, en þrautagangan hélt samt
áfram. Skipst hafa á kosningar og
valdarán. Í hittifyrra brutust út
óeirðir vegna matarskorts. Á meðan
flest ríki heims glímdu við fjár-
málakreppu haustið 2008 fengu íbú-
ar Haítí yfir sig tvo fellibylji. Tjónið
nam 15% af þjóðarframleiðslu þessa
fátæka lands. Tjónið eftir jarð-
skjálftann er ábyggilega mun meira.
x x x
Íbúar Haítí þurfa á allri þeirrihjálp að halda sem hægt er að
veita þeim. Rauði krossinn hefur
hafið söfnun fyrir fórnarlömb jarð-
skjálftans á Haítí. Á fyrsta sólar-
hringnum söfnuðust hátt í níu millj-
ónir króna að því er fram kemur á
heimasíðu RKÍ. Þörfin er hins vegar
gríðarleg. Alþjóða Rauði krossinn
hefur aukið beiðni sína um 100 millj-
arða dollara eða rúmlega 12 millj-
arða króna. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hörfar, 4
kroppur, 7 hitasvækja, 8
skottið, 9 rödd, 11 forar,
13 hlífa, 14 óhræsi, 15 á
skipi, 17 mjög, 20 brodd,
22 skerpt, 23 æviskeiðið,
24 virðir, 25 toga.
Lóðrétt | 1 hafa stjórn á,
2 skaut, 3 kyrrir, 4
brjóst, 5 þáttur, 6 vit-
lausa, 10 önuglyndi, 12
hnöttur, 13 borða, 15
jarðvöðull, 16 með miklu
grjóti, 18 segl, 19 skrika
til, 20 beinir að, 21 lægð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kennimann, 8 eldur, 9 getan, 10 tía, 11 dorma,
13 rændi, 15 hlass, 18 sakna, 21 tún, 22 auðnu, 23 ættin,
24 handriðið.
Lóðrétt: 2 endar, 3 narta, 4 mágar, 5 nótan, 6 held, 7
unni, 12 mýs, 14 æfa, 15 hrat, 16 auðga, 17 stund, 18
snæði, 19 ketti, 20 asni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5.
f3 O-O 6. Be3 a6 7. Dd2 Rbd7 8. Rge2
c6 9. Bh6 b5 10. h4 Bxh6 11. Dxh6 e5
12. h5 b4 13. Ra4 d5 14. O-O-O De7 15.
Dg5 dxe4 16. Rg3 exd4 17. Rf5 De5 18.
g4 d3
Staðan kom upp á rússneska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Moskvu. Nikita Vitiugov (2694) hafði
hvítt gegn Denis Khismatullin (2643).
19. Rb6! De6 svartur hefði tapað
drottningunni eftir 19…Rxb6 20.
Rh6+. 20. Dh6 gxf5 21. gxf5 Dxf5 22.
Hg1+ og svartur gafst upp enda mikið
liðstap óumflýjanlegt. Taflfélagið Hell-
ir heldur sínu mánaðarlegu hraðkvöld í
kvöld, mánudaginn 18. janúar. Nánari
upplýsingar um starfsemi Hellis og
annarra taflfélaga á landinu er að finna
á www.skak.is.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Lýsandi opnun.
Norður
♠ÁG7632
♥62
♦KG105
♣G
Vestur Austur
♠54 ♠K1098
♥ÁK98 ♥1074
♦D986 ♦Á432
♣1063 ♣72
Suður
♠D
♥DG53
♦7
♣ÁKD9854
Suður spilar 3G.
Í upprunalegu Precison-kerfi gegnir
opnun á 2♣ því tvíþætta hlutverki að
koma til skila laufhöndum og létta um
leið á tígulopnunni. Svo vel hefur þessi
opnun dugað að snillingar nútímans
hafa flestir lagt hana til hliðar. Í einum
leik Reykjavíkurmótsins vakti suður á
Precison-tígli á báðum borðum. Sú lýs-
andi sögn dugði til að leiða N-S á rétt-
an stað – í 3G.
Norður varð sagnhafi á öðru borðinu
og fékk níunda slaginn á tígulútspili.
Hinum megin vörðust Sveinn Rúnar
Eiríksson og Ómar Olgeirsson vask-
lega. Sveinn kom út með ♥Á og Ómar
varðaði við framhaldi með ♥10. Sveinn
skipti þá yfir í spaða, sem sagnhafi
varð að hleypa. Ómar notaði innkom-
una á ♠K til að spila hjarta og Sveinn
rak endahnútinn á frækilega vörn með
því að dúkka drottningu sagnhafa.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Nú skiptir öllu að nýta tímann vel
og halda sér við efnið svo að þú náir að
standa við gefin loforð. Félagslífið er í
blóma. Gættu þó hófs.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Frítímann áttu ein/n og þá þarftu
ekki að gera annað en það sem þú vilt.
Kvöldið verður frábært.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú gætir fengið stöðuhækkun
brátt. Peningar eru af skornum skammti
en reyndu engu að síður að horfa björtum
augum á framtíðina.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þig langar til að láta meira að þér
kveða í samfélaginu. Viljirðu vinna þig í
álit skaltu samt reyna aðrar leiðir en þú
hefur farið áður.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ættir að taka þér tíma til þess að
fara í gegn um eitt og annað sem hefur
komið þér á óvart í samskiptum þínum og
vina þinna. Bjartir og fallegir hlutir höfða
sérstaklega til þín.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þér finnst eins og allir hafi skoð-
anir á því sem þú ert að gera án þess að
þeim komi það nokkuð við. Stuðningur
maka þíns skiptir þig öllu máli.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Farðu varlega í öllum viðskiptum og
þá sérstaklega fasteignaviðskiptum.
Taktu tillit til þess sem aðrir leggja til
mála, það gæti hjálpað, en haltu svo þínu
striki til loka.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það gætu komið upp erf-
iðleikar sem reyna á andlegan styrkleika
þinn. Sinntu skyldum þínum af kostgæfni
áfram eins og þú hefur gert og reyndu að
sjá björtu hliðarnar.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þótt ekki sé nauðsynlegt að
vita öll smáatriði kemur sér þó vel að vita
í stórum dráttum hvað framundan er.
Leyfðu þér að gera ekki neitt.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er hollt að vera jafnan við
öllu búin/n, njóttu velgengni þinnar. Nú
er rétti tíminn til þess að nota innsæið og
bjóða fram aðstoð.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur úr fjölmörgum tæki-
færum að velja og þarft ekki að óttast að
þú ráðir ekki við hlutina. Gleymdu þó ekki
í allri gleðinni þeim sem treysta á þig.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Láttu ekki sögusagnir ná þeim tök-
um á þér að þú hlaupir upp til handa og
fóta áður en þú kannar hvað í þeim felst.
Stjörnuspá
18. janúar 1930
Hótel Borg tók til starfa þegar
veitingasalirnir voru opnaðir,
en gistihúsið var tekið í notk-
un í maí. Hótelið var sagt
„meiri háttar gisti- og veit-
ingahús“ en það var reist
„vegna væntanlegrar gesta-
komu, mikillar og virðu-
legrar“ til Alþingishátíð-
arinnar, sagði í Árbókum
Reykjavíkur.
18. janúar 1937
Snjódýpt í Reykjavík mældist
55 sentímetrar sem er það
mesta síðan mælingar hófust í
borginni. „Fannkoman hefur
verið geysimikil,“ sagði Morg-
unblaðið og gat þess að fjögur
hundruð manns hefðu unnið
að snjómokstri á götum bæj-
arins.
18. janúar 1986
Flugfreyjur gleymdust þegar
vél Flugleiða fór frá Reykja-
vík til Egilsstaða. Vélin var yf-
ir Þingvöllum þegar þetta
kom í ljós og var henni snúið
við til Reykjavíkur og flug-
freyjurnar sóttar.
18. janúar 2003
Vefútgáfa Íslendingabókar
var opnuð almenningi. Á
fyrstu klukkustundinni sóttu
þrjú þúsund manns um að-
gang og tugir þúsunda næstu
daga. Í Íslendingabók eru upp-
lýsingar um 95% Íslendinga
síðustu þrjár aldir og helming
allra frá landnámi.
18. janúar 2009
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, 33 ára, var kosinn
formaður Framsóknarflokks-
ins með 449 atkvæðum. Hösk-
uldur Þórhallsson hlaut 340
atkvæði.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
GUNNAR Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í
Kjós, er 65 ára í dag. Hann gerði sér glaðan dag
um helgina og bauð nánustu fjölskyldu í kaffi.
Í dag hyggst hann hinsvegar lítið gera úr af-
mælinu enda ber það upp á vinnudag og Gunnar
hefur nóg fyrir stafni. „Kjalarnesprófastsdæmi er
mjög fjölmennt, með nærri 70 þúsund íbúa, svo
það er ýmislegt að gera,“ segir Gunnar. Auk emb-
ættisverkanna hefur Gunnar fengist töluvert við
skriftir í gegnum tíðina og nú er hann með stórt
verk í smíðum en það er bók um Martein Lúther.
„Ég hef verið að vinna að þessu undanfarin ár
og lýk því vonandi á þessu ári. Þetta á að vera bók um ævi Lúthers og
starf, hvernig áhrif hans bárust hingað til Íslands og í hverju þessi
áhrif felast á íslenska menningu í breiðum skilningi.“ Sjálfur telur
Gunnar að það muni koma mörgum á óvart hversu brýnt erindi Lúth-
er á til okkar enn í dag, t.a.m. áhersla hans á rökræðuna. „Rökræðan
er kannski eitt sterkasta einkennið í lútherskri trúarmenningu og
hana mættum við tileinka okkur betur. Annað sem einkennir líka
mjög lútherska guðfræði er að greina á milli manna og málefna.“
Stefnt er að útgáfu bókarinnar seint á þessu ári. una@mbl.is
Séra Gunnar Kristjánsson 65 ára
Skoðar áhrif Lúthers á Íslandi
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is