Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Harry Brown kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ The Road kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Taking Woodstock kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára Alvin and the Chipmunks (enskt tal) kl. 6 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ Julie and Julia kl. 8 - 10:35 LEYFÐ Did you hear about the Morgans kl. 10 B.i. 7 ára Mamma Gógó kl. 8 LEYFÐ Alvin og Íkornarnir kl. 6 LEYFÐ Avatar kl. 6 - 9 B.i. 10 ára Mamma Gógó kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Avatar 3D kl. 6 - 9:30 B.i.10 ára Frumgráturinn kl. 6 LEYFÐ Verndargripurinn kl. 5:50 LEYFÐ Nikulás litli kl. 8 LEYFÐ Edrú kl. 10 LEYFÐ Góð lögga, vond lögga kl. 10:10 B.i.12 ára Það var ekki ég, ég sver það! kl. 8 LEYFÐ SÝND MEÐENSKU TALI ÍREGNBOGANUM HHH „...hefur sama sjarma til að bera og forverinn“ -S.V., MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRÁ HÖFUNDI „NO COUNTRY FOR OLD MEN” KEMUR ÞESSI MAGNAÐA MYND Á EINU AUGNABLIKI BREYTTIST heimurinn að eilífu SÝND Í REGNBOGANUM HHH „Myndin er mann- leg og fyndin“ -S.V., MBL HANN MUN SJÁ UM RÆTTLÆTIÐ ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Í ANDA GRAN TORINO SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI HHHH -S.V., MBL Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K ENSKUR TEX TI MEÐ ÖLLUM MYNDUM Þjóðsagan um Faust hef-ur verið mörgum lista-mönnum innblástur ígegnum tíðina. Til eru fjölmargar útgáfur af viðskiptum Fausts og Mefistós (kölska), sem finna má í skáldsögum, leik- gerðum og myndlist, enda er sagan æði mergjuð. Í henni er glímt við grundvallarspurningar um trúna, hið góða og hið illa, um leit mannsins að hamingju og síðast en ekki síst um tilgang lífsins. Nú hafa félagar Vesturports í samvinnu við Borgarleikhúsið glímt við þessa sígildu sögu og haft verk Johanns Wolfgangs von Goethe til hliðsjónar þótt leikgerðin sé þeirra höfund- arverk. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri hefur með félögum sín- um fléttað eigin texta saman við texta Goethes. Árangurinn er prýðilegur. Textinn verður aldrei of háfleygur, er stundum ljóð- rænn og fagur en með nútíma- brag. Í þessari leikgerð gerist sagan á elliheimili. Jóhann (Faust) er gamall leikari sem efast um að líf hans hafi haft nokkurn tilgang. Hann reynir að binda enda á líf sitt en hættir við á síðustu stundu og hrópar á hjálp og Mef- istó svarar kalli hans. Þá fara hjólin að snúast. Þeir gera með sér samning um að Mefistó þjóni Jóhanni í einu og öllu, hjálpi hon- um að öðlast hamingjuna. Finni hann hamingjuna undir hand- leiðslu Mefistós, þá eignast djöf- ullinn sál hans. Veðmálið verður þó fyrst tvísýnt þegar Faust kynnist hinni hreinu, saklausu Grétu sem er dregin inn í eilífa baráttu góðs og ills. Þorsteinn Gunnarsson fer með hlutverk Jóhanns á efri árum. Það er mjög ánægjulegt að sjá Þorstein aftur á leiksviði og fór hann vel með hlutverkið sem og hlutverk púkans Asmodeusar. Björn Hlynur leikur Jóhann ung- an og púkann Asmodeus. Hann er leikari sem virðist geta gengið inn í hlutverk sín áreynslulaust og skilar þessum hlutverkum með ágætum. Mefistó er svo leikinn af Hilmi Snæ af gríð- arlegum krafti. Hilmir getur brugðið sér í allra kvikinda líki og ekki bregst honum hér boga- listin og hann fer frábærlega með hlutverk kölska. Stúlkan Gréta, táknið fyrir hið góða og saklausa, er leikin af Unni Ösp sem túlkar hlutverkið af mikilli einlægni. Púkinn Lillith er and- stæða Grétu. Illskan hreinlega skín í gegn í meðförum Nínu Daggar á þessu ólíkindatóli. Rúnar Freyr fer á kostum sem hinn óþolandi Valentin, bróðir Grétu, sem reynir af fremsta megni að koma í veg fyrir ástir Jóhanns og systur sinnar. Hanna María Karlsdóttir og Víkingur Kristjánsson eru stórskemmtileg í hlutverkum sínum sem íbúar elliheimilisins og fimleikafólkið Jóhannes Níels og Svava Björg setja svip á sýninguna á eft- irminnilegan hátt. Sýningin er líkamlega krefjandi fyrir leik- arana þar sem þeir eru um alla veggi, fljúgandi í loftinu og skríðandi á neti fyrir ofan áhorf- endur. Leikmynd Axels Hallkels þjónar verkinu vel. Veggir elli- heimilisins eru úr neti svo hægt er að klifra í þeim auk þess sem þeir eru gegnsæir svo unnt er að nota rýmið innst á sviðinu. Axel nýtir rýmið til hins ýtrasta í hólf og gólf en það er ekki hægt að segja að leikmyndin sé fögur. Hún minnir dálítið á fangelsi en það tengist kannski hug- myndafræði verksins. Búningar Filippíu Elísdóttur eru stílfærðir í hennar anda, korselett, sokkabönd og jakka- föt. Búningarnir ásamt leik- gervum Sigríðar Rósu gefa sýn- ingunni dálitla sirkusstemningu. Tónlist Nick Cave er í góðu samræmi við anda verksins og spannar allan tilfinningaskalann allt frá ljúfum tónum til svæsn- asta rokks. Faust er ánægjuleg kvöld- stund í leikhúsinu. Þessi sýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikhúsverk. Hér er á ferðinni sí- gild saga um tilgang lífsins, ást og sakleysi, hið góða og hið illa, fram koma skemmtilegar per- sónur og síðast en ekki síst eru hér á kreiki leikhúsbrellur sem koma áhorfendum á óvart. Borgarleikhúsið, stóra sviðið. Faust bbbbm Eftir: Björn Hlyn Haraldsson, Gísla Örn Garðarsson, Nínu Dögg Filipp- usdóttur, Víking Kristjánsson og Carl Grose Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Gunnarsson, Hilmir Snær Guðnason, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Víkingur Kristjánsson, Jóhannes Níels Sig- urðsson og Svava Björg Örlygs- dóttir. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir Leikmynd: Axel Hallkell Jóhann- esson Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis Búningar: Filippía Elísdóttir Hljóðmynd: Thorbjørn Knudsen og Frank Þórir Hall Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Frumsýnt 15. janúar INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST Magnað verk Faust „Þessi sýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eft- irminnilegt leikhúsverk.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.