Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 18.01.2010, Síða 28
Um ein og hálf milljón safn-aðist á árlegum tónleikumtil styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna sem fóru fram í Háskólabíói á laugardaginn. Það er Einar Bárðarson sem hefur staðið fyrir tónleikunum á hverju ári síðan 1998. Hefð er orð- in fyrir því að framvarðarsveit íslenskrar popptónlistar komi fram á tónleikunum og gefi vinnu sína eins og allir sem að þeim koma. Það var Rósa Guðbjartsdóttir, formaður stjórnar SKB, ásamt unglingahópi SKB sem tók við ávísuninni úr hendi Einars í hléi á tónleikunum, sem heppnuðust mjög vel í ár. Stórkostlegir tónleikar Veðurguðirnir Ingó lét ekki sitt eftir liggja. Stjarna Jó- hanna Guðrún söng Is It True? Gestur Geir Ólafsson var sér- stakur gestur tónleikanna. Ávísunin Einar Bárðarson afhenti Rósu Guðbjartsdóttur, formanni SBK, og unglingahópi SBK upphæðina sem safnaðist. Morgunblaðið/Eggert Glaðir Hvanndalsbræður mættu í Háskólabíó. Góðir Jógvan og Friðrik Ómar létu sig ekki vanta og sungu „Rómeó og Júlía“. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEM HHHH -NEW YORK DAILY NEWS FRÁ LEIKSTJÓRA ROCK‘NROLLA & SNATCH – GUY RITCHIE Robert Downey Jr. og Jude Law eru stórkostlegir í hlutverki Sherlock Holmes og Dr. Watson Tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna, besti leikari Robert Downey Jr. / KRINGLUNNI SHERLOCK HOLMES kl.5:30D -8D -10:10D -10:40D 12 BJARNFREÐARSON kl.5:40-8 L WHIP IT kl.10 10 PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl.6 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ensku tali kl.8 L / ÁLFABAKKA SHERLOCK HOLMES kl. 5:20D - 6:15 - 8D - 9 - 10:20 - 10:40D 12 DIGITAL SORORITYROW kl. 8 16 SHERLOCK HOLMES kl.5:20-8-10:40 LÚXUS VIP THETWILIGHT2NEWMOON kl. 10:30 12 WHIP IT kl. 5:40 - 8 10 BJARNFREÐARSON kl. 5:40-8-10:20 L PRINSESSAN OG FROSKURINN m. ísl. tali kl.5:50 L SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHH „BÍÓMYND SEM UNDIR- RITAÐUR GETUR MÆLT MEÐ...“ „SENNILEGA EINHVER ÖFLUGASTA BYRJUN SEM ÉG HEF SÉÐ...“ - KVIKMYNDIR.IS – T.V. HHHH „IT’S PROBABLY THE MOST PURELY FUN FILM EXPERIENCE I’VE HAD ALL YEAR. SEE IT AS SOON AS YOU CAN“ - WWW.JOBLO.COM Sherlock Holmes er einnelsti, fræknasti og fræg-asti einkaspæjari glæpa-sagnaheimsins. Hann er 19. aldar maður þó að nokkrar bækur skapara hans, Sir Arthurs Conan Doyle, kæmu út á öndverðri 20. öldinni. Þá var persóna hans, vinnuaðferðir og þjóðfélagsskoð- anir löngu fullmótaðar. Hann var maður fágaður sem hafði meiri trú á árangri í niðurstöðum á glæpa- rannsóknum sínum með því að láta vitsmunina leysa gáturnar frekar en aflsmuni. Bíógestir á 21. öld, eru ekkert sérlega áfjáðir í að fylgjast með mönnum eins og Holmes, þeir vilja hraða, slagsmál, brellur, ástamál og annað slíkt sem var eitur í bein- um Sir Arthurs. Því leituðu fram- leiðendur Sherlocks Holmes í smiðju töffarans Guy Ritchie (Lock, Stock and Two Smoking Barrells), til að semja spæjarann að háttum tíðaranda dagsins. Dow- ney Jr., munstraður í titilhlut- verkið og hjartagosinn Law ráðinn í hlutverk hins ómissandi aðstoð- armanns hans, dr. Watson. Eyrna- skjólin látin fjúka og okkar maður gerður að varasömum slags- málahundi og Lundúnir að borg stórframkvæmda þar sem m.a. To- wer-brúin er í byggingu og notuð til að hressa upp á umgjörðina. Gamli góði Holmes er ekki alveg gleymdur, við rekumst á hann af og til við efnafræðilegar rann- sóknir og sinn skarpa rökstuðning við lausnir flókinna mála. Watson vafrar í kringum hann, svona meira upp á grín og er því sögum Sir Arthurs samkvæmur. Svo virðist sem andstæðingur Holmes, Blackwood lávarður (Strong) sé útsendari sjálfs myrkrahöfðingjans. Það næðir kul- dagjóstur um Breska heimsveldið þegar illmennið Blackwood er hengdur fyrir óhugnanlega glæpi en gengur aftur og vill ná völdum í ríkinu með svikum, prettum og Satanskrafti. Í myndina fléttast ástamál Wat- sons og háskakvendið Irene Adler (McAdams), gömul vinkona og andstæðingur Holmes, lætur mikið að sér kveða, rómantísk á sinn ill- víga og litríka hátt. Downey Jr., stendur sig býsna vel í þessum nútíma Holmes- Sambíóin Sherlock Holmes bbbmn Leikstjóri: Guy Ritchie. Aðalleikarar: Ro- bert Downey Jr., Jude Law, Rachel McA- dams, Mark Strong. 125 mín. Bandarík- in. 2009 SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Enginn stendur uppi í hárinu á Holmes Sherlock Holmes „Downey Jr., munstraður í titilhlutverkið og hjartagos- inn Law ráðinn í hlutverk hins ómissandi aðstoðarmanns hans, Dr. Watson.“ bræðingi þó að hann eigi fátt skylt með þeirri yfirveguðu persónu sem þeir þekkja sem lesið hafa bækur Sir Arthurs eða séð eitthvað af eldri myndunum. Það skiptir ekki máli, bræðingurinn dugar prýði- lega og við fáum örugglega a.m.k. eina framhaldsmynd, sem virðist eiga að fjalla um samskipti Holmes og erkióvinar hans, dr. Moriartys, þ.e.a.s., ef þessi virkar á áhorf- endur, sem hún gerir með sóma. Sherlock Holmes er fyndin, vel leikin, ekki síður af McAdams og Eddie Marsan, sem fer kúnst- uglega með hlutverk Lestrade lög- regluvarðstjóra, en knúsurunum í aðalhlutverkunum. Strong er óað- finnanlegur sem aristókratinn, Blackwood lávarður, en það hefði gjarnan mátt sjást meira af hon- um. Útlitið er augnayndi, London á 19. öld er trúverðug með fínum smáatriðum, skít og ryki í bland við fornan glæsibrag, stórhýsi og risavaxnar byggingarfram- kvæmdir. Sir Arthur hefur sjálfsagt ekk- ert verið að bylta sér í gröfinni yf- ir meðferðinni á söguhetjunum, látið nægja að klóra sér í kollinum. saebjorn@heimsnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.