Morgunblaðið - 18.01.2010, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
„BJARNFREÐARSON KOM MÉR EKKI LÍTIÐ
Á ÓVART. MÉR FANNST HÚN GEGGJUÐ!“
KVIKMYNDIR.IS-T.V.
MUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS!
GEORG, ÓLAFUR RAGNAR OG
DANÍEL ERU KOMNIR Í BÍÓ!
BJARNFREÐARSON
HHHH
MEINFYNDIN...
– FRÉTTABLAÐIÐ/
BERGSTEINN SIGURÐSSON
HHHH
ÞAÐ VAR LAGIÐ!
– DV/DÓRI DNA
BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ!
SÝND Í ÁLFABAKKA
YFIR 55.000 GESTIR
ELLEN PAGE
úr JUNO er
stórkostleg
í þessari
frábæru mynd
HHHH
“ELLEN PAGE ER STÓRKOSTLEG”
- NEW YORK DAILY NEWS
HHH
“MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ”
- ROGER EBERT
nánari upplýsingar ásamt
sýnishornum úr stykkjunum má
finna á www.operubio.is og á
www.metoperafamily.org
CARMEN
ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 20. JAN. KL. 18:00
ATH! VÆNTANLEGA ÖNNUR AUKASÝNING 3. FEBRÚAR
FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG
I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER
ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS!
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
Stórkostleg teiknimynd þar
sem Laddi fer á kostum í
hlutverki ljósflugunnar Ray
Frá höfundum Alad-
din og Litlu hafmey-
junnar kemur
nýjasta meistaraverk
Disney
MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁBÆR MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
SHERLOCK HOLMES kl. 8 -10:40 12
BJARNFREÐARSON kl. 8 L
AVATAR kl. 10:20 10
SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12
BJARNFREÐARSON kl. 8 - 10:20 L
SHERLOCK HOLMES kl. 8 - 10:40 12
BJARNFREÐARSON kl. 8 L
SORORITY ROW kl. 10:20 16
UPPSELT
ÖRFÁ SÆTI LAUS
FM91,9 OG FM103,9 Í REYKJAVÍK.
FM93,9 Á AKUREYRI. FM92,9 Á SELFOSSI.
FM104,7 Í VESTMANNAEYJUM. FM103,2 EGILSTÖÐUM
DIGITAL ÍSLAND OG BREIÐBAND SÍMANS
UM ALLT LAND. STREYMI Á KANINN.IS
FRÉTTIR FRÁ SKJÁ EINUM 18:15
KANINN: BESTA TÓNLISTIN, FRÉTTIR OG
SKEMMTILEGASTA FÓLKIÐ
ALLA VIRKA DAGA FRÁ 13.00 - 16.00
GUNNA DÍS
Hljómsveitakeppnin GlobalBattle of the Bands hófstá föstudaginn og er þettaí sjötta sinn sem hún er
haldin. Til mikils er að vinna en sigur
gefur sæti í úrslitakeppninni í Lond-
on sem fram fer í apríl. Auk þess er
ýmsan ávinning annan hægt að hafa
af keppninni. Hver sveit lék tvö lög
og sú fyrsta á svið fyrra undan-
úrslitakvöldið var O.D. Avenue. Tón-
listin var í flækjulegum Tool-gír og
nokkuð stirðbusaleg sem slík. Hin
ægiskemmtilega Bárujárn, með sína
einstöku útgáfu af brimbrettarokki,
átti síðan erfitt með að fóta sig í
fyrsta lagi en rann af stað í því
seinna. Draumhvörf léku fjölskipta
og framúrstefnulega tónlist og gott ef
andi Agent Fresco, sigurvegara Mús-
íktilrauna 2008 og fulltrúa Íslands í
GBOB sama ár, sveif ekki yfir vötn-
um. Ýmislegt þarf þó að útfæra betur
í hljóm sveitarinnar og þetta var allt
saman fremur grautarlegt. Mikado
var á svipuðum slóðum en ólíkt und-
anfaranum var allt mun hnitmiðaðra.
Hljóðfæraleikur var í góðu lagi og
fínar pælingar í gangi. Þetta er band
sem vert er að fylgjast með. Myrká
spilaði drungalegt gotarokk og stát-
aði af söngkonu en var ekki sér-
staklega sannfærandi. Nögl kom síð-
an afar ákveðin til leiks og spilaði sitt
ástríðufulla háskólarokk af mikilli
sannfæringu og þéttleika. Alefli var
að öðrum ólöstuðum skemmtilegasta
band kvöldsins, kornungir strákar að
reyna sig við Iron Maiden-rokk.
Áhuginn var ósvikinn og þetta kemur
með meiri æfingu. Blinking Num-
bers lauk síðan kvöldinu með stefnu-
lausu proggi frá helvíti. Þrjú progg-
bönd stigu á svið á átta sveita kvöldi.
Ég hélt að kreppuástand gæti af sér
reiða pönkara en þess í stað fáum við
djúpspaka proggrokkara á unglings-
aldri!? Merkilegt. Leikar fóru svo
þannig að salurinn valdi Nögl áfram
en dómnefnd hleypti Mikado og
Bárujárni áfram.
Laugardagur
Fyrsta sveit á svið var þungarokks-
sveitin Wistaria, sem leikur „metal-
core“ að hætti NWOAMH-sveita eins
og Lamb of God o.fl. Sveitin er orðin
geysiöflug og tók kvöldið eiginlega í
nefið. Söngvarinn var mjög góður og
í raun var ekkert út á leik sveit-
arinnar að setja, þéttleikinn var slík-
ur að ekki rann vatn á milli. Univer-
sal Tragedy var á fornum slóðum,
réttur kvöldsins var sígilt dauðarokk
af gamla skólanum en það vantar
meira bit í lagasmíðarnar. Útidúr var
á allt annarri línu, lék djassað ind-
ípopp sem rann ljúflega, nánast
þreytulega áfram. Útgeislun af sviði
hefði að ósekju mátt vera meiri. We
Made God olli vonbrigðum, þetta
reynsluríka band komst aldrei á flug.
Sömu örlög biðu Bræðra Svartúlfs.
Þá var komið að The Vintage sem sló
eftirminnilega í gegn í síðustu Mús-
íktilraunum, einkum sökum ótrúlegr-
ar fimi gítarleikarans. Blúsrokk
hennar var þó ekki að gera sig þetta
kvöldið og það gengur ekki að lögin
séu bara hólkar utan um annars frá-
bær gítarsólóin. Endless Dark frá
Ólafsvík var aftur á móti á feikna-
flugi. Söngvari sveitarinnar er hik-
laust einn allra besti rokksöngvari
landsins í dag; getur snarað upp
mögnuðum djúpöskrum í bland við
ótrúlega melódískan söng eins og
ekkert sé. Sveitin fór hamförum á
sviði og skilaði sínu með eftirtekt-
arverðum glans. Morgan Kane lék
órætt rokk (sveitaballanýbylgj-
urokk?) sem skildi lítið eftir og
Thingtak lauk leik með sprellandi
rokktónlist en átti ekki erindi sem
erfiði. Salurinn kaus svo Endless
Dark áfram en dómnefnd sendi Wist-
aria og Útidúr í úrslit. Þau fara svo
fram föstudaginn næsta.
Sódóma Reykjavík
Global Battle of the Bands
Undanúrslit hljómsveitakeppninnar
Global Battle of the Bands, haldin í
Sódómu Reykjavík föstudaginn 15.
janúar og laugardaginn 16. janúar
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST
Er proggið nýja pönkið?
Á flugi Endless Dark var valin áfram af sal á seinna undanúrslitakvöldinu.
Sannfærðir Nögl sigraði örugglega á fyrsta undanúrslitakvöldinu.