Morgunblaðið - 18.01.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.01.2010, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 25. janúar. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569-1134/692-1010 og sigridurh@mbl.is Netið skipar æ stærri sess í viðskiptalíf- inu. Ísland er fremst í flokki þjóða þegar kemur að netnotkun og ljóst að íslenskt atvinnulíf stendur vel að vígi til að grípa þau mörgu tækifæri sem internetið býður upp á. Viðskiptablað Morgunblaðsins kryfur möguleika netsins í veglegu sérblaði. Skoðuð verða spennandi sprotafyrirtæki, staðan tekin á verslun og þjónustu á netinu og rýnt í hvernig ná má því besta út úr vefnum. Meðal efnis verður: Hvar liggja sóknarfærin? Hverjir eru möguleikar netverslunar á Íslandi? Er sama hvernig vefsíður eru hannaðar? Er fyrirtæki þitt að nota netið rétt? Þetta og margt fleira í blaðauka Viðskiptablaðsins 28. janúar. Framtíðin er á netinu Léon Doré er bráðgreinduren afar þjáður tíu áradrengur sem býr í Que-bec. Árið er 1968. For- eldrar hans eru á barmi skilnaðar og Léon reynir að fyrirfara sér með ýmsum hætti og gera ýmsan ósk- unda, í von um að það muni draga at- hygli foreldranna frá eigin vanda- málum. Léon brýst inn til nágrannanna og lýgur sig út úr hvers konar vandræðum. En þrátt fyrir margvísleg neyðarköll drengs- ins, sem gera aðeins illt verra, skilja foreldrarnir og móðir hans flyst til Grikklands. Léon og eldri bróðir hans verða eftir hjá föður sínum í Quebec og móðurleysið skilur eftir stór ör í barnssálunum. Eina mann- eskjan sem Léon nær tengslum við er bekkjarsystir hans Léa. Hún er beitt ofbeldi af frænda sínum og líkt og Léon reynir hún að flýja napran raunveruleikann. Það er lítið um feilspor í C’est pas moi, je le jure! og víst standa barn- ungir leikararnir sig afskaplega vel. Myndin er grátbrosleg, samkenndin er mikil með börnunum í hörðum heimi skilningslítilla foreldra. Börn eru jú flóknar og heillandi persónur sem veita þarf ást og hlýju og þegar hún er ekki til staðar fer oft illa. Leikstjóri myndarinnar, Philippe Falardeau, dregur listilega fram flókna mynd af heillandi persónum og einkum þá hinum hugmyndaríka Léon sem er afbragðsvel leikinn af Antoine L’Écuyer. Þó margt sé vissulega spaugilegt í myndinni er hún fyrst og fremst dramatísk og það má búast við tári á hvörmum hrifnæmari bíógesta. Myndin hefur í raun allt til að bera: gott handrit (sem byggt er á sögu Brunos Hé- berts), vandaðan leik og leikstjórn sem og myndatöku. Þá sakar sann- arlega ekki að undir er leikin tónlist Sigur Rósar og Patricks Watsons. Það eina sem í raun er hægt að finna að myndinni er að það hægist fullmikið á henni þegar líða tekur á seinni hlutann, maður fær tilfinn- ingu fyrir ákveðnu stefnuleysi. En hún réttir þó fljótt úr kútnum. Sann- kölluð kvikmyndaperla. Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói C’est pas moi, je le jure!/Það var ekki ég, ég sver það! bbbbn Kanada, 2008. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Harður heimur barnsins Cest pas moi, je le jure! „Myndin er grátbrosleg, samkenndin er mikil með börnunum í hörðum heimi skilningslítilla foreldra.“ ELLEFU málarar af yngri kynslóðinni opnuðu sýn- inguna Ljóslitlífun í Listasafni Reykjavíkur á föstu- dagskvöldið. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn til listamannanna þegar þeir voru að setja sýninguna upp á fimmtudaginn var. Listamennirnir eru: Davíð Örn Halldórsson, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Heimir Björgúlfsson, Helgi Þórsson, Jón Henrysson, Ragnar Jónasson, Sara Riel, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sig- tryggur Berg Sigmarsson og Þórdís Aðalsteinsdóttir. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Leiðangurinn að Ljóslitlífun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.