Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 HAUKAR kom- ust í undanúrslit Subway- bikarkeppni kvenna í körfu- knattleik í gær með öruggum sigri gegn liði Snæfells í Stykk- ishólmi, 84:61. Bandaríski leik- stjórnandinn í liði Hauka, Heather Ezell, náði þre- faldri tvennu í tölfræðinni. Hún skoraði 23 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Skotnýtingin hjá Ezell var langt frá því að vera góð, en hún hitti aðeins 2 af alls 10 tveggja stiga skotum sínum, 3 af alls 10 þriggja stiga skotum hennar fóru rétta leið. Hún hitti hins vegar úr öllum 10 vítaskotum sínum. Danska landsliðskonan Kiki Jean Lund skoraði 18 stig fyrir Íslands- meistaralið Hauka sem virðist vera á mikilli siglingu. Telma B. Fjal- arsdóttir tók 11 fráköst í liði Hauka. Sherell Hobbs skoraði 25 stig fyr- ir Snæfell og tók 11 fráköst. Gunn- hildur Gunnarsdóttir skoraði 12 stig fyrir Snæfell. seth@mbl.is Þreföld tvenna Heather Ezell GRINDAVÍK komst í gær í undanúrslit Subway- bikarkeppni karla með því að leggja Tindastól, 96:86, á Sauð- árkróki. Grind- víkingar náðu yf- irhöndinni í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Darrell Flake, mið- herji Grindavíkur, skoraði 21 stig en hann lék með Tindastóls- mönnum á síðustu leiktíð. Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík. Þorleifur Ólafsson og Brenton Birmingham léku báðir með Grindavík en þeir hafa glímt við meiðsli að undanförnu. Arnar Freyr Jónsson, sem einnig hefur verið meiddur, var í leikmannahópi Grindavíkur en kom ekki við sögu. Bandaríkjamaðurinn Kenney Bo- yd, sem nýlega samdi við Tindastól, skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Svavar Birgisson skoraði 17 stig fyrir heimamenn og Helgi Freyr Margeirsson skoraði 13. Þriggja stiga nýting Tindastóls var öm- urleg en aðeins 3 af alls 20 skotum liðsins fóru rétta leið. seth@mbl.is Grindvíkingar í undanúrslit Darrell Flake KEFLAVÍK tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-bikars kvenna í körfu- knattleik í gær með 86:72 sigri gegn Hamri á heimavelli. Ham- ar sló út bik- armeistaralið KR í 16 liða úrslitum á útivelli og er það eini tapleikur KR á þessari leiktíð. Kristi Smith lék vel í liði Kefla- víkur. Leikstjórnandinn skoraði 29 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoð- sendingar. Bryndís Guðmunds- dóttir lék líka vel í liði Keflavíkur en hún skoraði 23 stig, tók 10 frá- köst og gaf 7 stoðsendingar. Julia Demirer skoraði 21 stig og tók 15 fráköst í liði Hamars en þetta var fyrsti leikur hennar með Hamri í vetur. seth@mbl.is Bryndís var frábær Bryndís Guðmundsdóttir Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR voru skrefinu á undan megnið af leiknum og höfðu yfir 45:40. Blikar voru aldrei langt undan og tókst að jafna metin í 4. leikhluta. Staðan var 79:79 þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum en þá tókst ÍR-ingum að skora 7 stig í röð og létu þá forystu ekki af hendi. Jefferson lét að sér kveða Bandaríski leikstjórnandinn Michael Jefferson var stigahæstur ÍR-inga með 28 stig en hann gaf auk þess 7 stoðsendingar. Nemanja So- vic skoraði 18 stig og tók 7 fráköst og Steinar Arason gerði 15. Hjalti Friðriksson var stigahæstur hjá Breiðabliki með 21 stig en Jeremy Caldwell kom næstur með 18. Að- alsteinn Pálsson skoraði 13 stig og Ívar Hákonarson skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Eins og áður segir eru ÍR-ingar því komnir í undan- úrslit keppninnar, en þeir urðu síð- ast bikarmeistarar árið 2007 og sigr- uðu þá sameinað lið Hamars og Selfoss. Mikil spenna í Hólminum Snæfell þurfti að hafa mikið fyrir því að slá nýliða Fjölnis út úr bik- arnum þegar liðin mættust í Stykk- ishólmi í gærkvöldi. Hólmarar höfðu frumkvæðið framan af leik en í 4. leikhluta tókst Fjölnismönnum að jafna metin. Snæfell hafði yfir 83:80 en þá jafnaði leikstjórnandinn ungi Ægir Þór Steinarsson með þriggja stiga körfu þegar 20 sekúndur voru eftir. Fjölnir komst yfir í framleng- ingunni og það var ekki fyrr en á lokamínútunni sem heimamenn komust yfir á ný og kreistu fram sig- ur með Sean Burton fremstan meðal jafningja. Burton var stigahæstur Hólmara með 24 stig en Hlynur Bæringsson gerði 22. Chris Smith skoraði 27 fyrir Fjölni og Ægir kom næstur með 20 stig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gegnumbrot Michael Jefferson leikstjórnandi ÍR sýndi hvað í honum býr gegn Breiðabliki Tæpt hjá Hólmurum  ÍR og Snæfell í undanúrslit en Breiðablik og Fjölnir úr leik í bikarnum  Framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit hjá Snæfelli og Fjölni ÍR-ingar urðu fyrstir til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-bikarkeppni karla í körfu- knattleik í gær, þegar þeir lögðu Blika að velli, 94:87, í Smáranum í Kópa- vogi. ÞRÓTTUR frá Neskaupstað komst í annað sætið í Mikasa-deild kvenna í blaki í gær með 3:0-sigri gegn Ými í Kópavogi. Þróttur vann fyrstu hrin- una, 25:14, en næstu tvær hrinur voru spennandi. Í stöðunni 19:19 í 2. hrinu náðu gestirnir að hrista Ými af sér, 25:20, og þriðja hrinan endaði 25:22. Þróttur er í öðru sæti deildarinnar en liðið er með 10 stig líkt og Fylkir og KA. HK er efst með 12 stig. Miglena Apostolova og Helena Kristín Gunnarsdóttir skoruðu 12 stig hvor fyrir Þrótt. Inga Lillý Brynjólfs- dóttir skoraði átta stig fyrir Ými og Olga Kolbrún Vilmundardóttir skoraði sex stig. Á föstudagskvöldið sigraði HK Fylki, 3:1, en leikurinn fór fram á heimavelli Fylkis. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en HK skaust á topp deildarinnar með sigrinum og er með 12 stig. HK vann fyrstu tvær hrin- urnar, 25:10 og 25:16. Fylkir vann þriðju hrinuna örugglega, 25:10, en HK tryggði sér sigur í fjórðu hrinu, 26:24. seth@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Skellur Það var hart barist í leik Ýmis og Þróttar Neskaupstað sem fram fór í Kópavogi. Þróttur N. hafði betur. Öruggur sigur Þróttar N. gegn Ými

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.