Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
Aron Pálmarsson
var ekki í leik-
mannahópi Ís-
lands í viðureign-
inni við
Spánverja á laug-
ardag á Frakk-
landsmótinu í
handknattleik.
Aron fékk högg á
hné á æfingu og
áveðið var að gefa
honum frí frá leiknum. Hann var á
leikskýrslu í gær gegn Frökkum en
lék ekkert líkt og Björgvin Páll
Gústavsson, markvörður, og Guð-
jón Valur Sigurðsson.
Enn ríkir óvissa um þátttökumarkvarðarins sterka, Dejan
Peric, með serbneska landsliðinu á
EM í Austurríki. Peric hefur átt í
meiðslum í baki síðustu tíu daga.
Sead Hasanefendic, landsliðsþjálf-
ari Serba, sagði um helgina að Peric
færi með til Austurríkis. Það yrði
síðan að koma í ljós að mánudag
hvort hann yrði leikklár gegn Ís-
lendingum daginn eftir.
Serbar lögðu Egypta í síðasta æf-ingaleik sínum á laugardags-
kvöldið í Belgrad, 25:23, að við-
stöddum 1.500 áhorfendum. Serbar
fóru síðan yfir til Linz upp úr hádegi
í gær. Hasanefendic fór með 18 leik-
menn með sér til Linz vegna þeirra
óvissu sem ríkir um Peric markvörð.
Hann má aðeins tefla 16 leik-
mönnum fram í riðlakeppninni.
José Javier Hombrados, mark-vörður Spánverja, átti stórleik
þegar Spánn vann Brasilíu, 32:18, í
leik um þriðja sætið á Parísarmótinu
í handknattleik í Bercy-höllinni í
gær. Arpid Sterpik kom ekki við
sögu í spænska liðinu í leiknum en
hann stóð á milli stanganna nær all-
an leikinn við Íslendinga á laug-
ardag. Cristian Ugalde var marka-
hæstur Spánverja með sex mörk.
Viktor Tomáz og Raúl Enterrios
komu næstir með fjögur mörk hvor.
Robert Arrhenius var at-kvæðamestur í sænska lands-
liðinu með sjö mörk þegar Svíar
unnu Norðmenn, 32:28, að við-
stöddum 6.500 áhorfendum í Oslo-
Spektrum á laugardaginn en þetta
var lokaleikur þjóðanna í undirbún-
ingi sínum fyrir Evrópumeist-
aramótið í handknattleik. Fredrik
Larsson og Fredrik Petersen skor-
uðu fimm mörk hvor fyrir Svía.
Frank Løke var markhæstur Norð-
manna með sex mörk og Håvard
Tvedten skoraði fimm sinnum.
Bjarte Håkon Myrhol og Kristian
Kjelling gerðu þrjú mörk hvor.
Steinar Ege, markvörður Norð-
manna náði sér ekki á strik en hann
var veikur alla síðustu viku.
Fólk sport@mbl.is
Karlalandsliðið í
handbolta
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„FYRIR okkur var leikurinn á laug-
ardaginn við Spánverja aðalmálið.
Hann tókst að ýmsu leyti vel. Það var
síðan löngu ákveðið af minni hálfu að
leggja síðari leikinn upp þannig að
sem flestir fengju að spreyta sig og
það tókst. Við ætlum okkur ekkert að
greina þennan leik sérstaklega og
fórum sáttir við okkur frá París áleið-
is til Austurríkis,“ sagði Guðmundur
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Frakkar tóku öll völd á leikvell-
inum strax í byrjun leiksins í gær,
innilega studdir af um 14 þúsund
áhorfendum. Þeir skoruðu tvö fyrstu
mörkin. Eftir um 10 mínútna leik var
staðan 7:2, Frökkum í vil. Íslenska
liðinu tókst að minnka muninn í 10:9,
11:10 og 13:12, áður Frakkar gáfu í
og komst fjórum mörkum yfir fyrir
hálfleik, 17:13.
Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik
var munurinn orðinn átta mörk,
24:16. Þar með voru úrslitin end-
anlega ráðin.
Hreiðar Guðmundsson stóð allan
leikinn í marki Íslands og átti erfitt
uppdráttar. Sturla Ásgeirsson spilaði
einnig allan leikinn þar sem Guðjóni
Val Sigurðssyni var gefið sjaldgæft
frí frá leiknum. Hann var þó á vara-
mannabekknum. Ásgeir Örn Hall-
grímsson lék í 50 mínútur eins og
ungstirnið Ólafur Guðmundsson.
Ólafur var markhæstur með sex
mörk úr 12 skotum en tapaði bolt-
anum átta sinnum. Alls tapaði ís-
lenska liðið knettinum 19 sinnum í
leiknum sem fullmikið, jafnvel þótt
um afslappaðan æfingaleik hafi verið
að ræða. Arnór Atlason og Snorri
Steinn Guðjónsson skiptu leikstjórn-
inni á milli sín og Ólafur lék í hálf-
tíma.
Tíu marka tap í Bercy í
lokaleiknum fyrir EM
„Við erum alls ekki að stressa okkur
á þessum úrslitum. Það var lagt upp
með að dreifa álaginu milli leikmanna
og vera ekki að keyra á fullri ferð. Þar
af leiðandi mátti alveg búast við að
svona færi,“ sagði Guðmundur Þórð-
ur Guðmundsson landsliðsþjálfari
eftir tíu marka tap, 35:25, fyrir Frökk-
um í Bercy-höllinni í París í gær í síð-
asta æfingaleik íslenska landsliðsins
fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu
í handknattleik.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilbúnir Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða allir í eldlínunni með ís-
lenska landsliðinu á EM í Austurríki. Fyrsti leikur Íslands verður annað kvöld við Serba í borginni Linz.
Ólafur G. lék í 50 mínútur Íslenska liðið tapaði boltanum 19 sinnum
ÓLAFUR Stefánsson var valinn besti
leikmaður Parísarmótsins í hand-
knattleik sem stóð yfir í gær og í
fyrradag. Fékk hann að launum
styttu. Þetta gerðist þótt Ólafur hafi
haft hægt um sig í leiknum við Frakka
í gær og aðeins leikið í um hálftíma og
haft sig lítið í frammi í sóknarleik ís-
lenska landsliðsins. Hann skoraði tvö
mörk gegn Frökkum í gær. Ólafur var
heldur ekkert stórtækur í viðureign
Íslands og Spánar á laugardaginn þegar íslenska liðið
vann þriggja marka sigur, 30:27. Þá skoraði Ólafur fimm
mörk, þar af eitt úr vítakasti.
Ólafur hefur nú leikið 288 landsleiki og skorað í þeim
1.366 mörk. Hann er langmarkahæsti leikmaður íslenska
landsliðsins frá upphafi og er einn þriggja sem gert hafa
meira en 1.000 mörk fyrir landsliðið. Hinir eru Guðjón
Valur Sigurðsson og Kristján Arason. iben@mbl.is
Ólafur valinn best-
ur á Parísarmótinu
Ólafur Stefánsson
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik hélt frá París í
gærkvöldi með flugi til Vínarborgar. Það hélt það með
rútu til Linz þar sem það hefur bækistöðvar næstu
daga á meðan Evrópukeppnin stendur yfir. Áætlað var
að ferðin frá Vínarborg til Linz tæki um tvær stundir
og reiknað með að hópurinn kæmi á leiðarenda upp úr
klukkan tvö í nótt.
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari
sagði í gær að hann hafi fremur viljað taka þennan kost
en að dvelja nótt í París og eyða stórum hluta dagsins í
dag í ferðalag. „Við komum seint til Linz. Menn sofa út
á morgun [mánudag] og síðan verður æfing um miðjan
daginn,“ sagði Guðmundur.
Í dag þarf Guðmundur að tilkynna til mótsnefndar
þá leikmenn sem hann hyggst nota í fyrsta leik EM á
morgun við Serba. Hann sagðist í gær ekki hafa gert
upp við sig hvort hann tilkynnti alla 16 leikmennina inn
eða léti nægja að skrá 15 leikmenn og eiga einn til góða.
Aðeins má tefla 14 leikmönnum fram í hverjum leik
Landsliðsmenn fá
að „sofa út“ í Linz ARON Pálmarsson er miðjumaður í ís-
lenska landsliðinu í handknattleik sem
leikur í úrslitakeppni Evrópumeist-
aramótsins í Austurríki dagana 19.-31.
janúar.
Aron er 19 ára gamall, fæddur 19. júlí
1990. Hann lék fyrst með A-landsliði Ís-
lands á árinu 2008 og hefur nú spilað
11 A-landsleiki og skorað í þeim 27
mörk. Þetta er frumraun Arons á stór-
móti með íslenska landsliðinu.
Aron er uppalinn FH-ingur og byrjaði
að leika með meistaraflokki félagsins
16 ára gamall tímabilið 2006-07. Hann
var í stóru hlutverki í liðinu sem vann 1.
deildina ári síðar og sló í gegn í úrvals-
deildinni 2008-09. Aron samdi við þýsku meistarana Kiel vorið 2009
og er á sínu fyrsta tímabili þar.
FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER Á MORGUN
Aron Pálmarsson
Bercy-höllin í París, úrslitaleikur á
fjögurra landa móti í handknattleik
sunnudaginn 17. janúar 2010.
Gangur leiksins: 0:2, 2:7, 5:10,
9:10, 12:13, 13:17, 13:20, 16:24,
20:25, 21:29, 24:35, 25:35.
Mörk Íslands: Ólafur Guðmunds-
son 6, Alexander Petersson 5, Ró-
bert Gunnarsson 4, Snorri Steinn
Guðjónsson 4/2, Ólafur Stefánsson
2, Sturla Ásgeirsson 2, Ingimundur
Ingimundarson 1, Vignir Svavarsson
1. Björgvin Gústavsson, Logi Geirs-
son, Aron Pálmarsson, Ásgeir Örn
Hallgrímsson, Arnór Atlason, Guð-
jón Valur Sigurðsson og Sverre Jak-
obsson tóku einnig þátt í leiknum.
Varin skot: Hreiðar Levy Guð-
mundsson 9.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Frakklands: Jerome Ferandez
5, Daniel Narcisse 4, Nikola Karab-
atic 4, Cedric Sorhaindo 4, Franck
Junillon 3, Luc Abalo 3, Michael
Guigo 3, Sestien ostertag 3, Guil-
laume Joli 2, Guilmaume Gille 2,
Gregorie Detrez 1, Didier Dinart 1.
Varin skot: Thierrry Omeyer 11/1,
Daouda karaboue 4/1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Áhorfendur: Um 14 þúsund.
Ísland – Frakkland 25:35