Morgunblaðið - 18.01.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010
GRAND Prix-mótaröðin í borðtennis fór fram
um helgina í KR-húsinu. Magnús K. Magnússon
úr Víkingi sigraði í opnum flokki karla eftir 4:1-
sigur á Ingólfi S. Ingólfssyni úr KR í úrslita-
leiknum. Magnús náði þrívegis að vinna lotu þar
sem Ingólfur var yfir, 10:8. Loturnar fóru 7:11,
12:10, 12:10, 14:12 og 11:9. Daði Freyr Guð-
mundsson og Magnús Finnur Magnússon, báðir
úr Víkingi, deildu þriðja sætinu en keppnisfyr-
irkomulagið er einföld úrslitakeppni og skiptir
því hver einasti leikur miklu máli.
Í opnum flokki kvenna sigraði Magnea Ólafs
en hún hafði betur gegn Eyrúnu Elíasdóttur úr
Víkingi, 4:0. Loturnar fóru, 11:7, 11:2, 11:5 og
11:9. Hrefna Namfa Finnsdóttir úr HK varð
þriðja.
Magnús og Magnea sigruðu
Sigurvegari Magnús Finnur.
JÓN Arnór Stefánsson skoraði 16 stig fyrir Granada í
spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það dugði
ekki til þar sem liðið tapaði gegn Bilbao á heimavelli,
78:66. Jón Arnór var stigahæstur í liði Granada en
hann lék í 32 mínútur af alls 40. Hann hitti vel úr
þriggja stiga skotunum þar sem fjögur af alls sjö fóru
rétta leið. Rúmlega 7.000 áhorfendur voru á leiknum
en Granada er 14. sæti með sjö sigra og 11 tapleiki.
Það er stutt í næstu lið þar fyrir ofan en Bilbao er í
næstneðsta sæti með fimm sigra og 13 tapleiki.
Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna
töpuðu óvænt gegn Södertälje í sænsku úrvalsdeild-
inni í körfubolta, 101:72. Íslenski landsliðsmaðurinn
skoraði fimm stig og lék í 21 mínútu af alls 40. Solna
er með 36 stig í fjórða sæti en Södertälje er í sjötta
sæti með 20 stig.
Jón Arnór stigahæstur
Jón Arnór
Stefánsson
HELENA Sverr
80:63-sigri TCU
boltanum á lauga
Helena var sti
hitti úr 6 af 13 tv
alls 4 þriggja stig
leið. Íslenska lan
vítaskotum sínum
sendingar. Helen
meðaltali í 17 leik
7 fráköst að með
44% af tveggja s
þriggja stiga skotum sínum og 74%
rétta leið. Næsti leikur TCU í Moun
ardaginn þar sem liðið leikur gegn L
seth@mbl.is
Helena skor
Helena
Sverrisdóttir
Morgunblaðið/Árni S
ALÞJÓÐLEGA íþróttamótinu Reykjavík International
Games lauk í gær en þar kepptu um 2.000 íþróttamenn og
-konur í 10 íþróttagreinum. Þetta er í þriðja sinn sem leikarnir eru
haldnir með þessu fyrirkomulagi og voru erlendu gestirnir ánægðir
með mótið.
Íslensku keppendurnir náðu margir hverjir góðum árangri. Má þar
nefna að Helga Margrét Þorsteinsdóttir bætti eigin árangur í kúluvarpi
og sigurkast hennar var 14,87 m. Hún bætti þar með Íslandsmetin í 19-20
og 20-21 árs flokki kvenna. Snorri Sigurðsson úr ÍR sigraði í 800 metra
hlaupi og bætti Íslandsmetið í 19-20 ára flokki á tímanum 1.53,85 mín.
Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi sigraði í 200 m bringusundi,
en þar átti hann í höggi við Norðmanninn Alexander Dale Oen sem vann til silf-
urverðlauna í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008.
Árni Sæberg. ljósmyndari Morgunblaðsins, var á ferðinni í Laugardalnum um
helgina og hér má sjá brot af þeim myndum sem hann tók.
Nánari upplýsingar um úrslit og fréttir af einstökum greinum má nálgast á
www.rig.is.
Góð
skemmtun