Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 3
RENAULT Twingo naut þess vafasama heiðurs að vera vinsæl- asta ökutækið í augum bílþjófa í Frakklandi á nýliðnu ári, að sögn tímaritsins AutoPlus. Tímaritið birti í vikunni lista yf- ir þá bíla sem mest var stolið í fyrra en hann er byggður á upp- lýsingum frá 14 tryggingafélögum. Tveir þriðju allra stolinna bíla voru af smærri gerð og með- alstórri. Og öfugt við það sem áð- ur var voru þeir fimm ára eða eldri, en ekki tiltölulega nýir. Af hverjum 100.000 bílum sem tryggðir eru í Frakklandi var 254 Renault Twingo stolið árið 2009. Í öðru sæti varð krílið Smart ForTwo en af hverjum 100.000 slíkum var 186 stolið, að sögn AutoPlus. Tímaritið segir þessar bílgerðir hafa verið vinsælan skotspón þjófa vegna þess að þeir eru litlir og í þeim sé að finna fjölda íhluta sem auðveldlega megi selja gegn góðu verði. Partar úr þeim eru einkar verðmætir þar sem nýlega var hætt að framleiða viðkomandi gerðir. Í þriðja sæti á þessum „vinsæld- arlista“ var Audi Q7 – vinsæll fjór- drifinn bíll. Bíll sem þjófar notuðu við afbrot á borð við skartgrip- arán og bankarán. Var þá Audi Q7 oftast keyrt inn í glugga skart- gripaverslana eða á hraðbanka. Þjófar ásælast Twingo mest Þjófnaður Renault Twingo er eftir- sóknarverður til að stela. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 Bílar 3 Þverholt 6 • 270 Mosfellsbæ • Sími: 534 4433 • Fax: 534 4430 • isband@isband.is Ford • Chevrolet • GMC • Pontiac • Buick • Cadillac • Hummer • Dodge • Chrysler Plymouth • Jeep •M itsu b ish i• B en z • P o rsch e • L an d • R o ver • In fi n iti • BMW • Lexus Toyota • Nissan • Jaguar • VW • Audi • Hyundai • Kia • Isuzu • Subaru • Suzuki • Volvo • S a a b • P e u g e o t • M a zd a • M in i • R e n a u lt • S m a rt • Allar pantanir keyrðar til verkstæða og stærri aðila, pantanir fyrir landsbyggðina keyrðar til dreifingaraðila OSAMU Suzuki, aðalstjórnandi japanska bílafyrirtækisins sam- nefnda, varð áttræður í síðustu viku. Hann er þó ekki á því að draga sig í hlé í náinni framtíð. „Ég er á besta aldri og í topp- formi,“ sagði hann við blaðamenn í Tókýó nýverið. Og sagðist svo ekki eyða meiri tíma í létt spjall það skiptið, heldur væri tímabært að koma sér að alvöru verki. Osamu er einstaklega ern og þakkar það stálaga og vinnu, vinnu og aftur vinnu. Það er liður í uppskrift hans að heilbrigðara lífi að halda áfram að vinna. „Fullt af fólki þjáist af alzheimer, vitglöpum og öðrum kvillum. Í Japan fékk það fyrst þessa sjúkdóma eftir að það fór á eftirlaun,“ segir hann. Suzuki birtist reglulega í fjöl- miðlum fyrir störf sín sem forstjóri eins árangursríkasta bílafyrirtækis Japans. Nú síðast í desember er hann samdi um samstarf á sviði bíl- smíði við Volkswagen á Asíusvæð- inu. Stöðugar vangaveltur eiga sér stað um hversu lengi hann verður við völd hjá Suzuka. Hann hefur lifað að minnsta kosti tvo stjórnarformenn sem hættu vegna heilsubrests. Nú síðast Hiroshi Tsuda, sem vék úr starfi aðeins 63 ára í hitteðfyrra. Tók Suzuki þá yfir starfstitla hans og er nú for- seti, stjórnarformaður, forstjóri og aðalframkvæmdastjóri fyr- irtækisins. Lengi var Hirotaka Ono tengda- sonur hans álitinn líklegur arftaki Tsuda, en hann lést árið 2007. Fjölmiðlar telja því líklegast nú, að elsti sonur Suzuki gamla, Tos- hihiro Suzuki, taki við af föður sínum. Japanir risu hratt úr rústum seinna stríðsins og komust á stutt- um tíma í hóp auðugustu þjóða heims. Ekki síst fyrir einstaka vinnusemi, elju og dugnað. Það er í anda þess sem Osamu Suzuki er ekki á þeim buxum að sökkva sér niður í hægindastól. Enginn uppgjafar- tónn í Suzuki Áttræður Osamu Suzuki við nýjan Suzuki Alto við frumsýningu í Tókýó. BDP 50/2000RS Bónvél SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Heildarlína í þrifum ...fyrir allar gerðir af gólfefnum Puzzi 8/1 C Teppahreinsivél BR 60/95 RS kefli BD 60/95 RS diskur Gólfþvottavélar BR 45/40 C kefli BD 45/40 C diskur Teppahreinsivélar AB 84 Þurrkblásari Nýtt Gólfþvottavéll l VEÐUR hafa verið válynd vestan hafs sem austan í vetur og eitt stór- viðrið í Arizona skildi eftir sig mik- ið tjón á bílum. Í bænum Scottsdale gerði svo vitlaust veður að 600 fornbílar sem þar voru á uppboði skemmdust er lausahlutir og tjald sem átti að vernda bílana fuku á þá. Tjónið er metið á um 200 milljónir króna og má leiða getum að því að mörgum eigandanum sem nostrað hefur við forngripinn sinn í þús- undir klukkutíma hafi ekki verið skemmt við uppákomuna. Fornbíll Eiganda þessa fornbíls var ekki skemmt eftir að stórviðri hafði leikið hann illa í Arizona á dögunum. Stórviðri skemmdi hundruð fornbíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.