Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2010 bílar Gallaðir Toyota á Íslandi áætlar að kalla inn 5.000 bifreiðar hérlendis vegna galla í eldsneytisgjöf 2 Eftir Finn Orra Thorlacius finnur@reykjavikbags.is ÞRÁTT fyrir að svo til allir bílaframleiðendur heims taki nú þátt í þróun á bílum sem knúnir eru með öðrum orkugjöfum en bensíni og dísel- olíu vegur um þessar mundir langmest tilkoma betri og sparneytnari bensín- og dísilvéla. Til- hneiging framleiðenda á undanförnum misserum er að nýta betur tækni sem þekkt er, svo sem beina innspýtingu, notkun á túrbínum, notkun léttari efna í vélar og aðra hluta bílanna og fleiri þátta. Nú er svo komið að tiltölulega stórir bílar eru gjarnan knúnir af vélum með tveggja lítra sprengirými eða minna, án þess að hestaflafjöld- inn hafi minnkað verulega. Gott dæmi um þetta er Volvo sem nýlega kynnti nýja gerð 1,6 l dís- elvélar sem hægt verður að fá í stórum bílum, Volvo V70 og S80. Þessi vél eyðir innan við 4 lítr- um á hundraðið, mengar einungis 119 g CO2/km, er 109 hestöfl og togar 240 Nm. Einnig verður í boði 2,0 l bensínvél með túrbínu og beinni inn- spýtingu sem skilar 203 hestöflum og eyðir 8,3 l í stórum sjálfskiptum Volvo S80 bíl. Rafbílamarkaðurinn í þróun Bílablaðið tók hús á Agli Jóhannssyni forstjóra Brimborgar í viðleitni sinni til að kíkja aðeins inn í framtíðina hvað varðar eyðslugranna bíla, tvinnbíla og rafbíla, en allir eiga þeir að bjarga heiminum frá mengun og koma í veg fyrir að við sóum öllu jarðefnaeldsneyti jarðar á örskömmum tíma. Egill sagði margt á döfinni varðandi tvinn- og rafbíla sem valda mun straumhvörfum á næstu áratugum, en þróun þeirra væri komin svo stutt að segja mætti að enginn rafbíll væri fjöldaframleiddur í dag og því enginn innflutn- ingur til Íslands á þeim. Hann yrði afar tak- markaður á næstu árum því framleiðslan væri bara í burðarliðnum og framleiðandi eins og REVA hefði einungis selt 3.000 bíla frá upphafi. Þeir hæfu þó líklega framleiðslu í nýrri verk- smiðju í október á þessu ári, verksmiðju sem á að afkasta 30.000 bílum á ári eftir þrjú ár. Tesla mun ekki fjöldaframleiða nýjan Model S bíl sinn fyrr en í fyrsta lagi árið 2012, ef allar áætlanir ganga eftir. Bílar með brunahreyfla Egill skiptir bílaframleiðslu næstu ára í þrennt. Bíla með brunahreyfla, bensín og dísel, sem og etanol-, metangas- og lífdíselvélar. Í öðru lagi tvinnbíla eins og Toyota Prius, Ford Fusion, Ford Escape og Honda Insight. Allt bílar með brunahreyfli og rafmótora til aðstoðar. Í þriðja lagi rafbíla, en þeim skiptir hann í þrennt; hreina rafbíla, vetnisrafbíla og rafbíla með aðstoð- armótora líkt og ljósavél sem breytir jarð- efnaeldsneyti í rafmagn svipað og hinn umtalaði Chevrolet Volt mun gera. Vetnisrafbílar hafa meiri drægni en hreinir rafbílar þar sem mikil orka, umbreytanleg í rafmagn, felst í vetn- iskútum sem í þeim eru. Þó mikið sé að gerast í þróun á rafbílum og tvinnbílum eru spár bíla- framleiðendanna um samsetningu bílaflota heimsins eftir 10 og 20 ár frekar hófstilltar. Niss- an, sem gengur einna lengst í spám sínum um magn rafbíla og tvinnbíla, áætlar að árið 2020 verði rafbílar 10% af bílaflotanum, 30% tvinn- bílar og 60% bílar með hefðbundnum bruna- hreyflum. Spá þeirra fyrir árið 2030 er 30%/60%/ 10% í sömu röð. Aðrir bílaframleiðendur spá því að þessi umskipti muni ganga mun hægar fyrir sig. Akkillesarhællinn sé sá að nýja tæknin sé dýr, þróunartími langur og dýr og kaupendur séu ekki tilbúnir að kosta hann á stuttum tíma. Á meðan beðið er eftir þróun rafbíla, sem enn eru ansi dýrir og vart komnir í fjöldaframleiðslu, verður engu að síður margt gott í boði. Allir framleiðendur hafa náð miklum árangri í að ná niður eyðslu sinna bíla og flestir þeirra bjóða nú bíla sem eyða ekki meira en 4 lítrum á hund- raðið, aðallega smábílar. Dæmi um slíka eru þriggja sílindra bílarnir Citroen C1 sem eyðir 4,4 l, Toyota iQ með 4,3 l, Seat Ibiza með 3,7 l, og Smart Fortwo með 3,4 l. Margir þeirra bjóða einnig stærri gerðir bíla, oftast knúna dís- elvélum, sem eyða 4-6 lítrum líkt og Volvo V70 og S80, sem aðeins eyðir 4 lítrum á hundraðið. Við getum því áfram tekið þátt í að minnka mengun af völdum bíla og stuðlað að minni elds- neytisnotkun, á meðan við bíðum eftir að geta keypt rafbíla á skikkanlegu verði sem menga ekki neitt. Til að stuðla að hraðari þróun í þá átt- ina geta stjórnvöld sniðið vörugjöld og skatta af innflutningi af bílum eftir því hve lítið þeir menga og jafnvel líka hve litlu þeir eyða, ekki bara eftir sprengirými þeirra. Bið eftir rafbílum Öll þróun bílaframleiðenda er í áttina að minni eyðslu og mengun og hámarks- árangur næst með tilkomu rafbíla, en bið er eftir þeim. Straumhvörf í bílafram- leiðslu á næstu áratugum FRANSKA bílasmiðjan Citroën væntir mikils af smábílnum DS sem brátt mun streyma af færibönd- unum. Að auki mun Citroën kynna DS3 útgáfu hans með mjög öflugri vél, 154 hestafla, sem skilar smá- bílnum í hundraðið á 7,3 sekúndum. En líklega mun bíllinn þó fá enn öfl- ugri vél undir húddið. Líklega á bilinu 170 og 200 hestöfl og mun hann þá skjóta öflugum smábílum eins og Alfa MiTo, Clio Renault sport og SEAT Ibiza Cupra ref fyr- ir rass. Bíllinn verður þó líklega ekki kynntur til sögunnar fyrr en á næsta ári. Sprækur Citroën DS3 verður einn sá alsprækasti af smábílum enda með hátt í 200 hestöfl undir húddinu. Citroën ofursmábíll á markað árið 2011 ÖNNUR kynslóð Cayenne jeppans frá Porsche verður líklega kynnt á bílasýningunni í Genf í mars ásamt nýrri kynslóð af VW Touareg. Báð- ir bílarnir verða kynntir með Hy- brid tækni sem hönnuð var með þá báða í huga, en Porsche er sem kunnugt er í eigu Volkswagen. Framleiðsla bílanna mun svo hefj- ast í vor. Sama vélin verður í þeim báðum, 3 lítra TFSI V6 sem nú er í Audi S4 bílnum. Hún skilar 325 hestöflum og 324 NM togi. Sagt er að með Hybrid útfærslu sé Ca- yenne bíllinn enginn eftirbátur V8 bróður síns og muni veita Merce- des Benz ML450 og Lexus RX450 verðuga keppni í hópi Hybrid jeppa. Nýr Önnur kynslóð Porsche Ca- yenne verður kynntur á bílasýning- unni í Genf - nú með Hybrid tækni. Porsche Cayenne Hybrid á leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.