Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
MIKILL hitamunur var á landinu í
gær eða sem nam tæpum tuttugu
gráðum. Hæst fór hitastig í 7,8 gráð-
ur í Hvammi undir Eyjafjöllum og
niður í 11,7 gráða frost á Egilsstaða-
flugvelli og Brú í Jökuldal.
Kalt í pollum
Fjölmargt skýrir þetta, segir Ein-
ar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
hjá Veðurvaktinni.
„Með suðurströndinni og suðvest-
anlands var í gær austanstæð gola af
hafi sem ber með sér hlýjan vind
sunnan úr Atlantshafi. Við slíkar að-
stæður er alvanalegt að hitinn nái
þessum hæðum, jafnvel þó í febrúar
sé. Þessi vindur
er hins vegar ekki
svo sterkur að
hann berist yfir
hálendið og í
byggð norð-
anlands. Nyrðra
hefur verið hæg
landátt og kalt í
lægðum og poll-
um, til dæmis inn
til dala. Eins og
háttað hefur til síðustu daga hafa
átök reginafla í veðri birst okkur
mjög skýrt; annars vegar milt Atl-
antshafsloft sem streymir af hafi inn
yfir landið og hins vegar áhrif sjálfs
landsins sem á okkar breiddargráðu
hefur tilhneigingu til að kólna á vet-
urna,“ segir Einar.
Úrkoman að vetri skiptir
miklu fyrir vatnsbúskapinn
Það hve þurrt hefur verið í veðri
um landið norðanvert að undanförnu
er fordæmalítið. Á Akureyri þar sem
lögreglumenn annast veðurathuganir
mældist úrkoman aðeins 0,8 mm og
hefur aldrei mælst jafnlítil þar í jan-
úar. Úrkoma sunnanlands hefur
sömuleiðis verið í minna lagi. Sam-
kvæmt spám er hins vegar gert ráð
fyrir snjókomu um og eftir næstu
helgi.
„Fyrir vatnsbúskap skiptir úr-
koma yfir veturinn miklu, sér-
staklega snjórinn og fyrningar sem
halda fram á vorið og viðhalda raka í
jarðvegi og vatni í smálækjunum sem
aftur hefur áhrif á gróður séu vorin
og fyrrihluti sumars þurrviðrasöm,“
segir Einar Sveinbjörnsson.
Mikill hitamunur í gær
Mestur hiti 7,8 gráður undir Eyjafjöllum, en 11,7 stiga frost á Jökuldal
Fordæmalítið þurrviðri hefur verið um landið norðanvert að undanförnu
» Hitamunur á landinu var 19,5 gráður í gær
» Hlýir vindar sunnan af Atlantshafi
» Skýr átök reginaflanna síðustu daga
» Gert ráð fyrir snjókomu um og eftir helgi
Einar
Sveinbjörnsson
ÚTFÖR Steingríms Hermannssonar, fyrrver-
andi forsætisráðherra, fór fram á vegum rík-
isins frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarðsöng.
Líkmenn voru Egill Heiðar Gíslason, Guðni
Ágústsson, Runólfur Þórðarson, Dagur B.
Eggertsson, Bjarni Guðnason, Helgi Ágústs-
son, Jón Sveinsson og Hermann Sveinbjörns-
son.
ÚTFÖR STEINGRÍMS HERMANNSSONAR
Morgunblaðið/Golli
„ÞAÐ er ekki mikil umferð, enn sem komið er. Það var þó
fólk hér um síðustu helgi og þessa tvo daga sem liðnir eru
af þessari viku,“ segir Broddi Hilmarsson, umsjónarmað-
ur skála Ferðafélags Íslands við Laugaveginn. Hann
annast vetrargæslu í Landmannalaugum.
Vetrargæslan hófst um mánaðamótin. Broddi fer inn í
Landmannalaugar þegar von er á gestum en er þess á
milli á skrifstofu Ferðafélagsins að undirbúa sumarið og
sinna ýmsum öðrum verkefnum. Hann segir að töluvert
sé bókað í Landmannalaugum í vetur. Nefnir hann skíða-
göngu- og snjóþrúguhópa á vegum ferðaskrifstofanna.
„Þegar komið er fram í mars er stöðug umferð og ekki
þýðir annað en að vera hér alveg eftir það.“ Hann reiknar
með að vinna í Landmannalaugum út aprílmánuð.
Óvenjulítill snjór er á hálendinu og segir Broddi að
vegurinn inn í Laugar sé fær lítið breyttum jeppum.
Snjóleysið háir hins vegar útivistarhópunum. Þannig er
ekki vélsleðafæri í Landmannalaugum. Broddi segir
þetta hafa gerst áður. „Það kemur alltaf snjór að lokum,“
segir hann.
Nóg er að sýsla hjá skálaverðinum sem notar lausar
stundir til að vinna að viðhaldi aðstöðunnar. Broddi ræsir
rafstöð kvölds og morgna og þá hefur fólk heitt og kalt
rennandi vatn og getur notað vatnssalerni. „Svo er yf-
irleitt fólk í skálanum og hægt að finna einhvern til að
spjalla við,“ segir Broddi Hilmarsson. helgi@mbl.is
Fært í Laugar en ekki
snjósleðafæri á svæðinu
Morgunblaðið/Hag
Febrúar Fært var á venjulegum jeppum í Land-
mannalaugar um helgina og snjólaust við skálann.
Búið að opna Ferðafélags-
skálann í Landmannalaugum
POTTURINN í
Víkingalottóinu í
kvöld er sá næst-
stærsti í 16 ára
sögu leiksins hér-
lendis. Potturinn
getur orðið vel
rúmlega 1.600
milljónir ísl. kr. er
ofurtalan kemur
upp.
Stærsti pott-
urinn sem upp hefur komið í Vík-
ingalottóinu var, samkvæmt upplýs-
ingum frá Íslenskri getspá, ríflega
1.970 milljónir kr. og var dregið um
hann 20. maí í fyrra. Þrír Danir duttu
þá í lukkupottinn og fékk hver um sig
tæplega 647 milljónir í sinn hlut.
Samkvæmt upplýsingum frá Ís-
lenskri getspá hafa Íslendingar tvisv-
ar á síðustu fjórum mánuðum unnið
fyrsta vinning í Víkingalottóinu, í
nóvember á miða sem var seldur í
Vídeómarkaðnum Hamraborg í
Kópavogi og svo aftur í janúar á miða
sem seldur var í Skeljungi við Skaga-
braut á Akranesi en alls hafa 16 Ís-
lendingar unnið fyrsta vinning í Vík-
ingalottóinu. Á árinu 2009 voru einnig
greiddar 155 milljónir króna til ann-
arra vinningshafa í Víkingalottóinu.
Allar Norðurlandaþjóðirnar sem
og Eistland standa að Víkinga-
lottóinu, en á vormánuðum bætast
Lettar og Litháar í hópinn og er þá
viðbúið að vinningspottarnir hækki
nokkuð. silja@mbl.is
Næst-
stærsti
potturinn
Fé Til mikils er að
vinna í kvöld.
Getur orðið ríflega
1.600 milljónir króna
ÁTJÁN ára piltur hefur játað að
hafa framið rán í Sunnubúðinni í
Hlíðunum í Reykjavík um kvöldmat-
arleytið á sunnudag, að sögn lög-
reglu.
Pilturinn var vopnaður hnífi og
krafði starfsmann verslunarinnar
um peninga og hafði eitthvað af þeim
á brott með sér. Pilturinn var hand-
tekinn í Reykjavík í gærmorgun en
myndir náðust af honum á örygg-
ismyndavél sem er í búðinni. Hann
hefur ekki áður komið við sögu hjá
lögreglu.
2007 réðust þrír menn vopnaðir
kylfu og exi inn í búðina og höfðu á
brott með sér peninga og tóbak.
18 ára piltur
játar ránið
einfalt & ódýrt!
Passionata
pizzur
Prosciutto
& salami
259kr.stk.