Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Sá miður geð-felldi fé-lagsskapur
Hells Angels, eða
Vítisenglar, hefur
um nokkurra ára
skeið reynt að
skjóta rótum hér á landi. Þessi
alþjóðlegu glæpamannasamtök
hafa notið aðstoðar nokkurra
Íslendinga sem starfrækt hafa
félag sem vilji stendur til að
renna inn í hin alþjóðlegu sam-
tök.
Aðildarferlið mun samkvæmt
upplýsingum frá embætti Rík-
islögreglustjóra vera á loka-
stigi og því kann að vera stutt í
það að fullgildir Vítisenglar láti
til sín taka hér á landi.
Þegar haft er í huga með
hvaða hætti þessi samtök hafa
starfað þar sem þau skjóta rót-
um er ekki að undra að óhug
setji að almenningi hér á landi
við slíkar fréttir. Við þekkjum
vel fréttaflutning frá nágranna-
löndum okkar, ekki síst Dan-
mörku, þar sem slík glæpa-
gengi hafa staðið fyrir
skotbardögum og jafnvel beitt
þungavopnum í baráttu sinni
fyrir auknum umsvifum og
áhrifum. Eins og fram kemur í
tilkynningu frá Ríkislög-
reglustjóra hafa Danir þurft að
fjölga í lögreglunni til að takast
á við vandann og víst er að tæk-
ist alþjóðlegu glæpagengi að
skjóta rótum hér á landi gæti
orðið erfitt fyrir fámennt ís-
lenskt lögreglulið að halda aft-
ur af starfseminni og tryggja
öryggi borgaranna.
Stundum hefur heyrst gagn-
rýni á lögreglu-
yfirvöld fyrir að
vísa mönnum sem
tilheyra slíkum
glæpamanna-
samtökum úr landi
án þess að þeir hafi
brotið neitt af sér hér. Vissu-
lega má til sanns vegar færa að
það eru menn sem fremja glæpi
en ekki samtök eða fyrirtæki,
en hluti af starfsemi þessara al-
þjóðlegu samtaka er rekin í
formi fyrirtækis. Á hinn bóginn
verður ekki framhjá því litið að
að kjósi menn að ganga í sam-
tök sem eru umfram allt þekkt
fyrir skipulagða glæpastarf-
semi geta þeir ekki búist við að
aðrir menn eða þjóðríki sýni
þann barnaskap að meðhöndla
þá eins og hverja aðra ferða-
menn.
Íslenska ríkið hefur fulla
heimild til að verja landamæri
sín og tryggja öryggi borgara
sinna gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi og þar með gegn
þeim sem henni tengjast. Ríkið
hefur raunar ekki aðeins heim-
ild til slíkrar varðstöðu, því ber
beinlínis skylda til að verja
borgara sína gegn ytri og innri
ógn. Þetta er frumskylda rík-
isvaldsins.
Þess vegna ber að taka því
fagnandi að yfirvöld löggæsl-
unnar í landinu séu vel vakandi
gagnvart skipulagðri glæpa-
starfsemi og grípi tafarlaust
inn í þegar hætta er á ferðum.
Mikilvægi þess að hindra Hells
Angels í að koma sér upp útibúi
hér á landi verður seint ofmet-
ið.
Ríkinu ber skylda til
að taka fast á móti
þegar Vítisenglar
eru annars vegar}
Hells Angels og öryggi
íslenskra borgara
Margsannað erað hneyksl-
unargildi mála á
Íslandi fer mest
eftir því hver á í
hlut en síður eftir
eðli misgerð-
arinnar. Ótal dæmi
staðfesta þetta. Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra,
sem vitað er að hafði sterk
tengsl við stjórnendur
SPRON, fékk á dögunum póli-
tíska vitrun og seldi á hár-
réttum tíma bréf sín í þeim
sparisjóði og græddi tugi millj-
óna króna. Sextíu milljónir
hafa verið nefndar. Aðstoð-
armaður hans, Kristján Guy
Burgess, fékk m.a. fyrir at-
beina forsetans loforð um
milljónatugi frá Carnegie-
stofnuninni til að rannsaka
bráðnun jökla á Himalaja-
fjöllum. Þar eru líka nefndar
sextíu milljónir.
Aðstoðarmaður ut-
anríkisráðherra
hefur neitað að
ræða málið eða
gefa á því skýr-
ingar. Hann hefur
ekki einu sinni
nefnt þá skýringu, að hann hafi
óvænt öðlast pólitíska vitrun
um að hvergi væri betra að
skoða bráðnun jökla í Hi-
malajafjöllum en úr utanrík-
isráðuneytinu við Rauð-
arárstíg. Þótt forðast beri
flimtingar og spé þegar slík
fyrirmenni eiga í hlut er óneit-
anlega athyglisvert hvernig
ætluð auðsöfnun aðstoð-
armannsins komst upp. Jökl-
arnir á Himalajafjöllum léku
ekki með. Þeir hafa verið ófá-
anlegir til að bráðna og það
þvælist óneitanlega fyrir rann-
sókninni.
Utanríkisráðherrann
og aðstoðarmaður
hans eru naskir á fé.
Það verður ekki af
þeim skafið}
Arðvænlegt
í utanríkisráðuneytinu
G
uðlaugur Þór Þórðarson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, vill kalla
bankastjóra Arion banka fyrir
viðskiptanefnd Alþingis til að út-
skýra hvers vegna eigendur fá
áfram að reka fyrirtæki sem bankar hafa yf-
irtekið, en sumir þessara eigenda hafa stöðu
grunaðra í rannsókn á bankahruninu. „Ég er
að bíða eftir því sama og flestir landsmenn,
gagnsæinu, jafnræðissjónarmiðunum,
samkeppnissjónarmiðum sem hefur verið lof-
að,“ sagði Guðlaugur Þór í sjö-fréttum Rík-
issjónvarpsins og spurði: „Samræmast þessar
afgreiðslur og aðrar sem hafa verið að und-
anförnu þessum sjónarmiðum?“
Þetta er einmitt spurningin sem landsmenn
hafa verið að spyrja sig: Hvernig stendur á því
að það er talið í lagi að bankar láti fyrirtæki með stóran
skuldahala aftur í hendur mannanna sem sigldu fyrirtækj-
unum í gjaldþrot og eru grunaðir um stórkostleg brot?
Í tíufréttum sjónvarps, sama kvöld, mætti félagsmála-
ráðherra, Árni Páll Árnason, og sagði: „Ég held að það
skipti okkur máli að stöðva þennan ófögnuð eins fljótt og
við getum … Ég held að við verðum að svara þessari
spurningu öðruvísi en við svöruðum öllum siðferðilegum
spurningunum fyrir hrun. Auðvitað er þetta líka spurning
um það hvernig samfélag við viljum hafa. Við berum auð-
vitað ábyrgð á því að hreinsa til.“
Þjóðin hefði vart getað fengið betra og afdráttarlausara
svar við spurningu Guðlaugs Þórs en þetta svar ráð-
herrans. Sú þjóð er ekki fátæk sem á félags-
málaráðherra sem tekur af slíkri festu á mál-
um sem brenna á þjóðinni. En vondu fréttirnar
eru þær að þessi snöfurmannlegu orð félags-
málaráðherra voru ekki svar við spurningu
Guðlaugs Þórs. Þetta voru svör við spurningu
fréttamanns RÚV um það hvort banna ætti
SMS-smálán til ungmenna. Þegar fréttamaður
gaukaði í lokin þeirri spurningu til félagsmála-
ráðherra hvað honum fyndist um það að Ólaf-
ur Ólafsson hefði enn óskoruð yfirráð yfir
Samskipum og hvað honum þætti um boðað
fyrirkomulagi á sölu Haga þá svaraði ráð-
herrann því til að hann hefði sína skoðun á því
en ætlaði að halda henni fyrir sig. „Bankinn
hlýtur að hafa einhverjar ástæður og hlýtur að
geta útskýrt þær,“ sagði hann.
Árni Páll Árnason er ráðherra í ríkisstjórn sem hefur
það yfirlýsta markmið að uppræta spillingu í bankakerfi
og viðskiptaheimi. Ráðherrann hefur mikla skoðun á lán-
um til ungmenna. Hann hefur einhverja skoðun á furðu-
legum gjörningum bankanna en ætlar að halda þeirri
skoðun fyrir sig.
Það er örugglega ekki gaman að vera í ríkisstjórn Ís-
lands og standa vaktina svo subbuskapurinn taki ekki að
grassera á nýjan leik í íslensku þjóðfélagi. En ef ráðherra
treystir sér ekki til að hafa opinbera skoðun á því hvernig
standa eigi að traustri endurreisn íslensks banka- og við-
skiptalífs þá er hann örugglega ekki í rétta starfinu.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Ráðherra stöðvar ófögnuð
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
M
jög er horft til
reynslu Finna enda
aðstæður í Norður-
Finnlandi að sumu
leyti hliðstæðar og
styrkjakerfi ESB í landbúnaði verð-
ur áreiðanlega haft til hliðsjónar í
aðildarviðræðunum sem framundan
eru. Svonefnd Norðurslóðaraðstoð
eru styrkir til landbúnaðar norðan
62. breiddargráðu sem komið var á
við inngöngu Finna, Svía og Austur-
ríkismanna í ESB á sínum tíma og
teljast til sértækra aðgerða. Þessi
stuðningur er að fullu fjármagnaður
af viðkomandi ríki en það þarf að
semja sérstaklega um fyrirkomu-
lagið við ESB. Aðrar sértækar að-
gerðir sem leyfðar eru, eru landbún-
aðarstyrkir til harðbýlla svæða.
Hafa margir litið svo á að ef Ísland
verður aðili að ESB verði landbún-
aður hér skilgreindur á harðbýlu
svæði. Stuðningur við landbúnað á
harðbýlum svæðum er fjármagn-
aður sameiginlega af ESB og við-
komandi landi.
Afdráttarlaus ummæli Haraldar
Benediktssonar, formanns Bænda-
samtaka Íslands, eftir fundi með
samningamönnum Finna, sem fram
komu í Morgunblaðinu í gær, vekja
athygli. Líkti Haraldur öllu tali um
stuðning ESB við norðlægan land-
búnað við sjónhverfingar.
Bent var á það í ítarlegri úttekt
Morgunblaðsins á ESB í fyrra að
umframstyrkir til landbúnaðar á
norðurslóðum eru ekki greiddir úr
sjóðum ESB, heldur er eingöngu um
heimild til innanlandsstuðnings að
ræða. Í Finnlandi greiðir ESB um
30% af svokölluðum harðbýlis-
styrkjum en finnski ríkissjóðurinn
um 70%. Þannig greiða Finnar sjálf-
ir í reynd um 60% af styrkjum sem
til landbúnaðarins renna þar í landi
en 40% koma úr sjóðum ESB.
Þegar litið er á sameiginlega
landbúnaðarstefnu ESB blasir við
mun flóknari mynd af styrkjakerfi
landbúnaðarins. Sameiginlega land-
búnaðarstefnan er fjármögnuð af
öllum aðildarríkjunum og hefur hún
verið einn stærsti útgjaldaliður fjár-
laga ESB. Styrkirnir eru ekki fram-
leiðslutengdir líkt og hér heldur eru
eingreiðslur til búa og fær finnskur
landbúnaður árlega nálægt 570
milljónum evra úr sjóðum ESB á
grundvelli hennar skv. finnskri
skýrslu um stöðu landbúnaðar í
Finnlandi sem út kom í fyrra. Þá
eru ónefndir grænir styrkir til land-
búnaðar, umhverfisstuðningur, en
ESB fjármagnar ríflega helming
þeirra.
Í bakgrunnsskýrslu Hag-
fræðistofnunar HÍ sem birt var sl.
sumar um íslensk bú í finnsku um-
hverfi var komist að þeirri nið-
urstöðu að afkoma kúabænda hér
myndi væntanlega versna til mikilla
muna við breytingu styrkjakerfisins
til samræmis við grunngreiðslur
sameiginlegu landbúnaðarstefn-
unnar en á hinn bóginn mundi af-
koman verða nærfellt sú sama ef
miðað er við norðurslóðastuðninginn
sem nyrstu svæði Finnlands hljóta.
Í skýrslu utanríkisráðuneytisins um
íslenskan landbúnað í alþjóðlegu
umhverfi 2003 var á hinn bóginn
komist að þeirri meginniðurstöðu að
miðað við óbreytt styrkjakerfi yrði
staða íslensks landbúnaðar verri
innan ESB en utan þess.
Morgunblaðið/RAX
Vandasamt Samningahópur um landbúnað býr sig undir flóknar viðræður
við ESB. Á hann m.a. að hafa að leiðarljósi að stuðningi við landbúnað verði
sem minnst raskað þrátt fyrir að breytingar verði á styrkjakerfinu.
Standa sjálfir undir
60% styrkjanna
Íslendingar verða seint á eitt
sáttir um hvernig hugsanleg að-
ild að ESB muni leika íslenskan
landbúnað. Samanburður við
reynslu Finna er dýrmætt veg-
arnesti í aðildarviðræðunum.
Skiptar skoðanir eru á þróun
finnsks landbúnaðar eftir inn-
göngu í ESB. Frá því landið gekk
í ESB hefur býlum fækkað úr ríf-
lega 95 þúsund í 65 þúsund árið
2008. Óvarlegt er að alhæfa út
frá þessum tölum um áhrif sam-
eiginlegu landbúnaðarstefn-
unnar á þessa þróun þar sem
fækkun var hafin áður en Finnar
fengu inngöngu. En við blasir að
landbúnaðurinn hefur breyst.
Í nýlegri heimsókn fulltrúa
Bændasamtakanna til Finna
fengu þeir í hendur upplýsingar
um hvernig stuðningur við
finnska bændur hefur þróast
eftir inngönguna í ESB. Af þeim
tölum má sjá að stuðningur ESB
á grunni sameiginlegu landbún-
aðarstefnunnar hefur aukist
nokkuð frá 1995. Styrkir til
harðbýlla svæða og umhverf-
isstyrkir hafa einnig hækkað en
Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri fé-
lagsmálasviðs BÍ, bendir á að
aukningin er eingöngu vegna
aukinna útgjalda Finna sjálfra.
Hlutdeild ESB í þessum fram-
lögum hefur lækkað á tíma-
bilinu. „60% af greiðslum til
bænda í Finnlandi eru finnskir
peningar,“ segir Erna.
Færri býli
hærri styrkir