Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Skömmu fyrir áramót voru gerðar breytingar á almennum hegning- arlögum sem m.a. fela í sér að refsi- vert er að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, segir að ákvæð- inu sé m.a. ætlað að sporna gegn starfsemi Vítisengla, þótt þeir séu hvorki nefndir á nafn í lögunum né í greinargerðinni. Frumvarpið hafi sem sagt ekki snúist um að banna samtökin sem slík, heldur skipu- lagða brotastarfsemi. Ragna segir að ráðuneytið eigi von á lögfræðiá- liti fyrir miðjan mars um hvaða úr- ræði séu fyrir hendi til að banna skipulögð glæpasamtök. Séu úrræð- in ekki fyrir hendi mun koma fram í álitinu hvaða lagabreytingar séu nauðsynlegar til þess. Ýmislegt annað bannað Í ræðu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri flutti sl. haust sagði hann m.a. að ýmis mótrök hefðu verið nefnd gegn slíku banni, s.s. með vísan til mannréttinda. Har- aldur benti á að margvísleg háttsemi væri bönnuð samkvæmt íslenskum lögum, t.d. væri bannað að auglýsa áfengi og tóbak, svo og læknisþjón- ustu. „Er ekki eitthvað bogið við það að banna slíkt þegar um lögmæta starfsemi er að ræða eins og fram- leiðslu og sölu áfengis og tóbaks, svo ég tali nú ekki um heilbrigðisþjón- ustu, en á hinn bóginn er talið heim- ilt að stofna hér skipulögð glæpa- samtök?“ spurði Haraldur. FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Á ÞEIM átta árum sem liðin eru frá því Vítisenglar gerðu fyrst vart við sig hér á landi hafa áhyggjur lögreglu af starfsemi þeirra vaxið. Fé- lagsskapur sem áður hét Fáfnir en heitir nú MC Iceland hefur lengi sóst eftir að gerast fullgildur aðili að heimssamtökum Vítisengla og svo virðist sem tiltölulega fáir þröskuldar séu eftir á þeirri vegferð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, sagði að- spurð að meðal þess sem breyttist við að MC Iceland yrði fullgildur aðili, væri að þá gæti klúbburinn hér á landi kallað eftir aðstoð að utan. Lög- regla hefði nú enn hert viðbúnað sinn en stefnan hefði í sjálfu sér ekki breyst. Vítisenglum væri oft vísað frá landinu án þess að það kæmi endilega fram opinberlega. Í gær var foringi norsku vítisengl- anna sendur úr landi en í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að koma hans tengist „án vafa fyrirhugaðri inngöngu íslenska vélhjólaklúbbsins MC Iceland í Hells Angels glæpa- samtökin.“ Með því að vísa honum frá landinu vilji lögregla sporna við því að MC-Iceland verði fullgild deild innan samtakanna. Sigríður Björk sagði að svo virtist sem MC Iceland ætti tiltölulega stutt í að verða fullgildur aðili að samtök- unum, að afloknu löngu inntökuferli. „Ef þeir verða það, þá er það reynsla annarra þjóða að ekki sé auðvelt að leggja niður slíka starfsemi.“ Við bættist að íslenskt samfélag væri berskjaldaðra en áður fyrir ólög- mætri starfsemi vegna efnahags- hrunsins. Auðveldara væri að kaupa lögleg fyrirtæki til að skýla ólöglegri starfsemi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins felast ýmsar skyldur í að- ild, m.a. þurfi hver fullgildur félagi að greiða hátt félagsgjald og nemur fjár- hæðin tugum þúsunda á mánuði. Í staðinn fá félagar m.a. rétt til að auð- kenna sig með merki samtakanna. Mikil átök í Kaupmannahöfn Í fyrrnefndri tilkynningu ríkislög- reglustjóra er bent á að í Danmörku hafi félagar í Vítisenglum látið mjög til sín taka í blóðugum átökum sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi innflytjendagengja og vélhjóla- manna. Fyrir um ári hafi verið greint frá því að ákveðið hefði verið að ráða 140 danska lögregluþjóna eingöngu til að hefta glæpastarfsemi vélhjóla- og innflytjendagengja. Íslenskir lög- reglumenn eru nú um 650. Gætu kallað eftir aðstoð að utan Lögregla segir fullgildingu MC Iceland í Vítisengla geta stuðlað að fleiri glæpum Morgunblaðið/Sverrir Óvelkomnir Vítisenglum hefur margoft verið vísað úr landi. Stundum kom- ast þeir í gegn og m.a. kom Kristiansen hingað fyrir nokkrum vikum. Ríkislögreglustjóri telur að takist félagsskapnum MC Iceland að gerast fullgildur meðlimur í Vít- isenglum skapi það hættu á auk- inni glæpastarfsemi hér á landi. Varnir hafa verið hertar. Von á lögfræðiáliti um hvernig megi banna glæpasamtök Í fréttatilkynningu ríkislög- reglustjóra vegna brottvísunar Leifs Ivars Kristiansen, eins af for- ingjum norsku Vítisenglanna segir m.a. að inngöngu MC Iceland sé stjórnað frá Noregi. „Til þess að hljóta fulla aðild mun íslenski hóp- urinn þurfa að geta sýnt fram á að starfsemi og skipulag sé í sam- ræmi við kröfur Hells Angels. Þetta eykur hættu á aukinni skipu- lagðri glæpastarfsemi af hálfu ís- lensku félaganna. Minnt er á að mjög algengt er að félagar í Hells Angels hafi hlotið refsidóma fyrir alvarleg afbrot og ljóst er að í röðum þeirra er að finna marga ofbeldismenn. Þetta á við um nokkra félaga í MC Iceland Íslandsdeild samtakanna.“ Kristiansen var í fyrra sýknaður í yfirrétti af ákæru um þátttöku í smygli á 346 kílóum af hassi til Noregs. Fjórir aðrir meðlimir í samtökunum voru einnig sýknaðir af þessari ákæru en allir voru þeir dæmdir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi í undirrétti. Ákærður vegna smygls á 346 kílóum af hassi 1.600.0 FUNDIÐ FÉ! F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.