Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Verðhrun
60-80% afsláttur
LIONS KLÚBBURINN
EIR REYKJAVÍK
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON EHF • DÚKARINN ÓLI MÁR • RAFSTJÓRN • DOMO ÞINGHOLTSSTRÆTI 5 SÍMI 5525588
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
SÉRSTÖK STYRKTARSÝNING
Í kvöld, miðvikudaginn 10.febrúar kl.20.00 í Háskólabíó
ALLUR ÁGÓÐI SÝNINGARINNAR RENNUR TIL LÍKNARMÁLA
ÞÖKKUM STUÐNINGINN
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 25 ára gamlan karl-
mann, Jón Óskar Auðunsson, í
tveggja ára fangelsi fyrir að hella
bensíni yfir bíl á bílastæði í Reykja-
vík og kveikja í. Maðurinn var talinn
hafa valdið almannahættu með
þessu athæfi sínu.
Þetta gerðist í október árið 2008 á
bílastæði við Leifsgötu. Maðurinn
játaði brot sitt fyrir dómi en ekki
kemur fram í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur hvað manninum gekk
til. Bíllinn, sem hann kveikti í, var
fast við íbúðarhús og við hlið annars
bíls. Segir dómurinn að manninum
hafi mátt vera ljóst að íkveikjan
mundi hafa í för með sér augljósa
hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á
eignum annarra manna.
Maðurinn var ákærður fyrir að
valda almannahættu. Fengnir voru
matsmenn sem komust að þeirri nið-
urstöðu, að telja mætti öruggt að
íkveikjan hefði leitt til almanna-
hættu að því er varðaði umfangs-
mikla eyðingu á tveimur bílum og
einnig á húseigninni og lausa-
fjármunum á Leifsgötu 22 hefði eld-
urinn brunnið áfram og borist inn í
húsið í kjallara og á 1. hæð. Hins
vegar töldu matsmennirnir ekki, að
íbúar í húsinu og næsta húsi hefðu
verið í hættu.
Maðurinn hefur áður verið níu
sinnum sektaður fyrir umferð-
arlagabrot og þrisvar sinnum svipt-
ur ökurétti. Eftir að hann kveikti í
bílnum hefur hann verið sektaður
fyrir skemmdarverk og í maí á síð-
asta ári var hann dæmdur í 45 daga
fangelsi fyrir ölvunarakstur og rétt-
indaleysi við akstur og sviptur öku-
rétti í 3 ár og 6 mánuði.
Dæmdur í tveggja
ára fangelsi
fyrir íkveikju
Talinn hafa valdið almannahættu
Í LJÓSI þess að stjórnvöld og fjár-
málastofnanir hafa daufheyrst við
kröfum Hagsmunasamtaka heim-
ilanna er nú boðað til ótímabundins
greiðsluverkfalls frá 19. febrúar.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá
geiðsluverkfallsstjórn samtakanna.
„Þúsundir heimila standa nú
frammi fyrir því að geta ekki sam-
tímis greitt af íbúðarlánum og
brauðfætt fjölskyldu sína. Þeim
fjölgar einnig sem ekki sjá glóru í
því að borga af stökkbreyttum lán-
um sem eru hærri en verðmæti
íbúðarinnar og vonlaust að greiða
nokkurn tíma upp,“ segir í yfirlýs-
ingunni. Samtökin segja úrræði
ríkisstjórnarinnar vegna greiðslu-
erfiðleika ekkert annað en sjón-
hverfingar til að halda fólki í gísl-
ingu „sem galeiðuþrælum
fjármálakerfisins“. Kröfur samtak-
anna má finna á slóðinni heimilin.is.
Tímabundið
greiðsluverkfall
STÝRIBÚNAÐUR umferðarljósa á
gatnamótum Njarðargötu og Hring-
brautar verður uppfærður fyrir há-
degi í dag. Vegna tengivinnu verða
ljósin gerð óvirk tímabundið frá kl.
09:30, en áætlað er að verkið taki
um þrjár klukkustundir.
Meðan ljósin eru óvirk verður frá
Njarðargötu eingöngu heimilt að
taka hægri beygjur, en akstur þvert
yfir Hringbraut verður bannaður,
sem og allar vinstribeygjur á gatna-
mótunum. Beinar akstursleiðir um Hringbraut eru opnar, en hámarks-
hraði takmarkast við 30 km yfir gatnamótin meðan umferðarljós eru óvirk.
Ítrekað er við vegfarendur að þeir virði hraðatakmarkanir.
Gatnamótin eru með þeim fjölfarnari í borginni og með breytingum er
verið að huga að öryggisþáttum. Ljósastýringu fyrir vinstri beygjurnar af
Njarðargötu verður breytt þannig að þær verða ekki samtímis og gildir
það sama fyrir gagnstæðar akstursstefnur á Njarðargötu. Snertihnappar
fyrir gönguljós verða með titringi og hljóði.
Morgunblaðið/Kristinn
Umferðarljós gatnamóta endurbætt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur hafnað kröfu fréttastjóra og
fréttamanns Stöðvar 2 um að heim-
ildarmaður þeirra fyrir frétt um
fjármagnsflutn-
inga Björgólfs
Thors Björgólfs-
sonar, Björgólfs
Guðmundssonar
og Magnúsar
Þorsteinssonar
fái að gefa
skýrslu einslega
fyrir dómara í
málinu án þess
að nafn hans komi fram.
Þremenningarnir stefndu þeim
Gunnari Erni Jónssyni og Óskari
Hrafni Þorvaldssyni fyrir meiðyrði.
Í úrskurði dómsins er haft eftir lög-
manni blaðamannanna, að ummæl-
in í fréttinni hafi byggst á upplýs-
ingum frá heimildarmanni.
Blaðamennirnir eigi afar brýna
hagsmuni af því að heimildarmað-
urinn gefi skýrslu um málsatvik
fyrir dóminum, en hann muni ekki
gefa skýrslu fyrir dóminum, nema
slík skýrslugjöf fari fram einslega
fyrir dómara og þá án þess að nafn
hans verði tilgreint í dómi eða gefið
upp öðrum en dómara og votti.
Lögmenn þeirra, sem höfðuðu
málin gegn blaðamönnunum, töldu
þessa kröfu ekki eiga sér neina stoð
í lögum en hún bryti hins vegar
gegn mörgum ákvæðum íslenskra
laga, sem og gegn ákvæðum mann-
réttindasáttmála Evrópu um rétt-
láta málsmeðferð.
Dómurinn tók undir þau sjón-
armið og sagði, að krafan fæli í
raun í sér útilokun annarra en
blaðamannanna sjálfra til að spyrja
vitni nokkurs sem máli gæti skipt.
Ef fallist yrði á kröfuna væri að-
ilum máls þessa verulega mis-
munað og þannig brotið gegn rétti
Björgólfsfeðga og Magnúsar.
Fær ekki að gefa
einkaskýrslu