Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 10
FERMINGARFRÆÐSLA er með
ýmsu móti og oft fá fermingarbörnin
sjálf skemmtilegar hugmyndir að
verkefnum til að vinna að. Þannig
var því farið með börnin sem ferm-
ast á Álftanesi í vor. Tóku þau sig til
og gengu í hús í bæjarfélaginu og
söfnuðu fyrir fórnarlömb jarð-
skjálftanna á Haítí.
„Hugmyndin kviknaði í landa-
fræðitíma í skólanum,“ sögðu þær
Þórhildur Ólöf, Birna Rós og Hug-
rún Linda. „Hann Svavar kennari
var að tala um jarðskjálfta og var að
segja okkur frá hörmungunum á
Haítí og þá sáum við hvað ástandið
var alvarlegt og við fundum virki-
lega til með fólkinu þar. Þá datt okk-
ur datt í hug að hafa söfnun og
stungum upp á því í ferming-
arfræðslutíma.“
Þær segja prestinn og djáknann
hafa tekið mjög vel í hugmyndina og
þá fóru hjólin að snúast. „Við höfð-
um svo samband við Rauða krossinn
og þeir lánuðu okkur söfnunarbauk-
ana. Allir í bekknum tóku þátt og við
gengum hús úr húsi á öll heimili á
Álftanesi. Það var svo vel tekið á
móti okkur og við söfnuðum fullt af
peningum. Við skorum á aðra skóla
eða fermingarhópa að gera slíkt hið
sama því að það skiptir svo miklu
máli að láta gott af sér leiða og við
vonum svo sannarlega að þessi pen-
ingur komi að gagni.“
Samhentur hópur Börnin á Álftanesi láta ekki sitt eftir liggja.
Fermingarbörn á Álfta-
nesi söfnuðu fyrir Haíti
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Prófkjör valda stundum nokkrumdeilum innan flokka, enda get-
ur ýmislegt gerst í hita slíks leiks.
Sumir falla til að mynda í þá gryfju
að hafa uppi misjöfn orð um keppi-
nauta eða mæla jafnvel gegn því að
þeir fái atkvæði. Slíkt þykir sjaldn-
ast til fyrirmyndar.
Fátítt er þó aðmeint kosninga-
svindl verði að
deilumáli eftir próf-
kjör, en það hefur
þó gerst í prófkjöri,
eða forvali, Vinstri
grænna í Reykjavík.
Þorleifur Gunn-laugsson
borgarfulltrúi, sem
tapaði með rúmlega
40 atkvæða mun í
keppninni um fyrsta
sætið fyrir Sóleyju
Tómasdóttur, telur að kosn-
ingasvindl hafi átt sér stað.
Komið hefur í ljós að stuðnings-menn Sóleyjar, m.a. álitsgjaf-
inn og háskólakennarinn Silja Bára
Ómarsdóttir, buðu upp á dularfulla
fjarkosningu ef kjósendur nenntu
ekki á kjörstað fyrir Sóleyju.
Formaður kjörstjórnar, StefánPálsson, hefur beðist afsökunar
á að svör hans til stuðningsmanna
Þorleifs hafi „valdið einhverjum
misskilningi“. Leiðbeiningar sem
hann veitti hafi verið „netspjall að
nóttu til“ og hann hafi ekki talið sig
vera að svara formlega sem for-
maður kjörstjórnar.
Afleiðingar þessara óformlegunætursvara Stefáns eru þær að
keppnin á milli Sóleyjar og Þorleifs
var ójöfn. Stuðningsmenn Sóleyjar
fóru eftir allt öðrum reglum – ef
reglur skyldi kalla – en stuðnings-
menn Þorleifs. Þetta getur vel hafa
ráðið úrslitum, en úr því fæst aldrei
skorið. Er þetta ásættanleg nið-
urstaða að mati VG?
Silja Bára
Ómarsdóttir
Lýðræðislegar kosningar hjá VG?
Stefán
Pálsson
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 5 alskýjað Lúxemborg -4 skýjað Algarve 19 léttskýjað
Bolungarvík 3 alskýjað Brussel -3 léttskýjað Madríd 9 léttskýjað
Akureyri -3 léttskýjað Dublin 5 léttskýjað Barcelona 10 súld
Egilsstaðir -8 heiðskírt Glasgow 4 léttskýjað Mallorca 10 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað London 5 skúrir Róm 7 súld
Nuuk -1 léttskýjað París -1 skýjað Aþena 11 skýjað
Þórshöfn 4 skýjað Amsterdam -1 skýjað Winnipeg -23 skýjað
Ósló -5 snjókoma Hamborg -4 snjókoma Montreal -6 léttskýjað
Kaupmannahöfn -2 skýjað Berlín -4 skýjað New York 0 heiðskírt
Stokkhólmur -2 skýjað Vín -3 alskýjað Chicago -3 snjókoma
Helsinki -9 skýjað Moskva -8 snjókoma Orlando 17 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
10. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.32 3,2 10.52 1,2 16.51 3,0 22.59 1,1 9:40 17:45
ÍSAFJÖRÐUR 0.11 0,8 6.32 1,9 13.01 0,7 18.52 1,6 9:57 17:38
SIGLUFJÖRÐUR 2.04 0,6 8.19 1,2 14.57 0,4 21.35 1,1 9:40 17:20
DJÚPIVOGUR 1.43 1,6 7.57 0,7 13.44 1,4 19.52 0,5 9:12 17:12
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á fimmtudag, föstudag
og laugardag
Sunnan 5-8 m/s, skýjað og
rigning eða súld öðru hverju
um suðvestan- og vestanvert
landið, en annars hægari suð-
vestanátt og víða léttskýjað.
Hiti 1 til 7 stig, 0 til 6 stiga frost
á N- og A-landi, en hlýnar þar
smám saman.
Á sunnudag
Gengur í norðanátt með snjó-
komu norðantil á landinu, en
annars úrkomulítið. Kólnar í
veðri.
Á mánudag
Áframhaldandi norðanátt með
snjókomu norðan- og aust-
anlands. Frost um allt land.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Hæg suðlæg átt og víða létt-
skýjað eða bjartviðri á NA- og
A-landi, en annars skýjað að
mestu og sums staðar dálítil
væta við suðurströndina og SV-
lands. Hiti 1 til 7 stig, en vægt
frost NA-lands.
„ÞAÐ blasir við að ákvörðun ráðherra er ómál-
efnaleg og í andstöðu við margra ára venju og
góða stjórnsýsluhætti. Það er til samræmis við
önnur vinnubrögð ráðherra að tefja mál. Synjunin
er einungis til þess fallin að geðjast þröngum
flokkshagsmunum Vinstri grænna sem ályktuðu í
ágúst sl. um virkjanir við Þjórsá og fólu „þing-
flokki og ráðherra VG að sjá til þess að ekki verði í
þær ráðist“. Um leið tryggir ráðherra minni hag-
vöxt en ella, meira atvinnuleysi, minni kaupmátt
almennings og takmarkar getu ríkissjóðs og sveit-
arfélaga til að verja velferðarkerfið í landinu.“
Þetta segir orðrétt í ályktun sem Samtök at-
vinnulífsins hafa sent frá vegna ákvarðana Svan-
dísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra að synja
staðfestingar á aðalskipulagi tveggja sveitarfé-
laga vegna virkjunarframkvæmda í neðri hluta
Þjórsár.
„Synjun ráðherra á aðalskipulagstillögunum
getur haft margvísleg áhrif. Það vakna spurningar
um gildi skipulagstillagna sem þegar hafa hlotið
staðfestingu. Engin umfjöllun er um þetta í bréfi
ráðherra þótt ljóst sé að verið er að breyta venju
sem tíðkast hefur í mörg ár og hefur tekið til fjöl-
margra skipulagstillagna sem staðfestar hafa ver-
ið af ráðuneytinu. Einnig hljóta sveitarfélög að
velta fyrir sér stöðu þeirra fjölmörgu mála sem
unnið er að og hvaða áhrif synjunin hafi.
Áhrif synjunar umhverfisráðherra eru þó mun
víðtækari en þetta. Landsvirkjun hefur þegar sagt
að frestað verði viðræðum við mörg erlend fyr-
irtæki um orkusölu. Ekki munu heldur hefjast
undirbúningsframkvæmdir við neðri hluta Þjórs-
ár á næstunni. Þannig mun hægja á atvinnuupp-
byggingu í landinu,“ segir í ályktun Samtaka at-
vinnulífsins. sisi@mbl.is
SA gagnrýna umhverfisráðherra
„Synjunin er einungis til þess fallin að geðjast þröngum flokkshagsmunum VG“