Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Námskeið
í tölvufærðu bókhaldi
Velkomin
569 5100
skyrr@skyrr.is
Námskeiðið hefst 15. febrúar og
verður kennt fyrir hádegi mánudaga
til fimmtudaga í 4 vikur.
Helstu þættir sem farið verður í:
▪ Grunnur
▪ Innkaup og birgðir
▪ Sala
▪ Samþykktarkerfi
▪ Fjárhagur
▪ Laun
▪ Innheimtukerfi
▪ Tollakerfi
Á námskeiðinu eru afhent vönduð kennslugögn sem koma að
góðum notum til frekari færni í tölvufærðu bókhaldi.
Flest stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 75% af námskeiðsgjöldum. VR veitir styrk fyrir
allt að 75% af námskeiðsgjöldum eftir inneign og réttindum. Þeir sem koma á vegum VR
eða VMST fá að auki 25% styrk frá Skýrr. Fullt verð fyrir námskeiðið án aðkomu stéttar-
félags, VR eða VMST er 89.000 kr.
Nánari upplýsingar eru á skyrr.is og í síma 569 5100.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á skyrr@skyrr.is
ISO 27001
IS 542464
Nú býðst þér yfirgripsmikið námskeið hjá Skýrr í tölvufærðu
bókhaldi sem er að mestu leyti niðurgreitt af Vinnumála-
stofnun (VMST) og þínu eigin stéttarfélagi.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNENDUR Toyota í Japan
skýrðu frá því í gær að innkalla þyrfti
tæpa hálfa milljón tvinnbíla, meðal
annars nýjustu útgáfuna af Prius,
vegna vandamáls í bremsukerfi. Inn-
köllunin er álitin mikill álitshnekkir
fyrir Toyota sem hefur lagt mikla
áherslu á gæði og öryggi við mark-
aðssetninguna. Stjórnendurnir
reyndu því í gær að fullvissa bíleig-
endur um að Toyota hefði ekki fórnað
öryggi bifreiðanna til að verða
stærsti bílaframleiðandi heims.
Áður hafði Toyota innkallað um
átta milljónir bíla í heiminum vegna
mögulegs vandamáls í eldsneytisgjöf
í átta bílgerðum. Í tilkynningu um
innköllun Toyota-bíla 29. janúar sl.
kom fram að áætlað væri að kalla
þyrfti inn rúmlega 5.000 bíla á Ís-
landi.
Tilkynnt var í gær að innkalla
þyrfti alls 437.000 tvinnbíla í heim-
inum, meðal annars 223.000 bíla í
Japan og 147.500 í Bandaríkjunum.
Aðeins þarf að innkalla fjóra Prius-
bíla hér á landi vegna vandamálsins í
bremsukerfinu.
Tískubíll í Hollywood
Prius var söluhæsta bílgerðin í
Japan á síðasta ári og er vinsælasti
tvinnbíll heimsins. Nær 1,5 milljónir
Prius-bíla höfðu verið seldar í 40
löndum 31. ágúst sl. og bíllinn hefur
t.a.m. verið í tísku meðal stjarnanna í
Hollywood og umhverfisverndar-
sinna. Á meðal stoltra Prius-eigenda
eru Leonardo DiCaprio, Brad Pitt,
Cameron Diaz og Karl Bretaprins.
Peter De Lorenzo, höfundur
bókarinnar „The United States of
Toyota“, sagði að síðasta innköllun
Toyota yrði fyrirtækinu sérlega erf-
ið. „Prius er að þeirra mati skínandi
dæmi um bíla sem stjórnendur fyrir-
tækisins telja að við eigum öll að aka
og Prius er allt sem hið nýja Toyota
stendur fyrir. Þannig að það er gífur-
legur álitshnekkir fyrir þá að þurfa
að innkalla hundruð þúsunda bíla af
þessari gerð,“ hafði breska ríkisút-
varpið eftir Lorenzo.
Matsfyrirtækið Moody’s kvaðst
ætla að endurskoða lánshæfismat
Toyota vegna nýjustu innköllunar-
innar. Samgönguráðherra Japans,
Seiji Maehara, gagnrýndi forstjóra
Toyota, Akio Toyoda, fyrir að hafa
ekki innkallað bílana fyrr. „Ég vildi
að hann hefði gripið til aðgerða fyrr í
stað þess að segja aðeins að þetta
væri ekki alvarlegt tæknivandamál,“
hafði fréttastofan AFP eftir ráðherr-
anum.
Hermt er að Toyota eigi yfir höfði
sér hrinu málsókna í Bandaríkjunum.
Þarlend yfirvöld eru að rannsaka 124
tilkynningar um vandamál í bremsu-
kerfi Prius, meðal annars fjögur slys.
Innköllunin
álitshnekkir
TOYOTA Í VANDA
2.000
3.000
4.000
5.000
Jen
Jan. Febr. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Febr.
Stjórnendur Toyota í Japan skýrðu frá því í gær að fyrirtækið hygðist
innkalla hundruð þúsunda tvinnbíla, meðal annars af gerðinni Prius.
Þetta er þriðja stóra innköllun Toyota-bíla frá því í september og þær
hafa valdið fyrirtækinu miklum álitshnekki.
28. janúar 2009
Toyota innkallar yfir 1,35 millj. bíla
í heiminum vegna galla í
sætisbeltum og útblástursbúnaði
Maí
Skýrt frá rekstrar-
halla að andvirði
4,3 milljarða $
24. ágúst
Innkallar 688.000
bíla í Kína vegna
galla í straumrofa
30. september
Innkallar 3,8 milljónir
bíla í Bandaríkjunum
vegna galla í bensíngjöf
29. janúar
Innkallar 1,7 milljónir
bíla í Evrópu vegna
galla í bensíngjöf
27. janúar 2010
Stöðvar sölu á vinsælustu
bílunum í Bandaríkjunum
vegna tæknivandamála
5. febrúar
Forstjóri Toyota, Akio
Toyoda, biðst afsökunar
á innköllununum
9. febrúar
Um 437.000
tvinnbílar
innkallaðir
GENGI HLUTABRÉFA Í TOYOTA (í japönskum jenum)
FJÖLDI INNKALLAÐRA BÍLA
7,56 m
1,7 m
5.000
670.000
75.552
180.000
223.068
155.000
Bandaríkin
Evrópa 53.000
Evrópa
Önnur
Kanada
Kína
Önnur
Japan
Norður-
Ameríka
Tvinnbílar innkallaðir í gær
Bílar innkallaðir frá 30. sept.-2. feb.
Toyota innkallar um hálfa milljón
tvinnbíla vegna bremsukerfis
Í HNOTSKURN
» Fjórir Prius-bílar hafa ver-ið innkallaðir hér á landi,
að sögn Páls Þorsteinssonar,
upplýsingafulltrúa Toyota á Ís-
landi.
» Fyrirtækið hefur þegarhaft samband við eigendur
bílanna fjögurra vegna upp-
færslu sem gera þarf á hug-
búnaði í ABS-bremsukerfinu í
nýjustu útgáfu af Prius. Bíl-
arnir verða teknir til viðgerðar
í vikunni.
Reuters
Innkallaðir Nýir Prius-tvinnbílar
við verksmiðju Toyota í Tókýó.
AÐSTOÐARMENN Júlíu Tymo-
shenko, forsætisráðherra Úkraínu,
sögðust í gær ekki viðurkenna úrslit
síðari umferðar forsetakosninganna
sem fram fór á sunnudag. Þeir sögð-
ust ætla að krefjast endurtalningar í
nokkrum kjördæmum og skjóta mál-
inu til dómstóla.
„Ef niðurstaða dómstólanna verð-
ur okkur í vil ætlum við að vefengja
úrslit kosninganna,“ sagði Olena
Shústík, varaformaður flokks
Tymoshenko. „Við ætlum að gera
allt sem í valdi okkar stendur til að
sanna kosningasvikin.“ Yfirkjör-
stjórn landsins sagði að Viktor Ja-
núkóvítsj hefði borið sigurorð af Ty-
moshenko með 3,5 prósentustiga
mun.
Alþjóðlegir eftirlitsmenn og
stjórnvöld á Vesturlöndum fóru lof-
samlegum orðum um kosningarnar
og sögðu að þær hefðu verið lýðræð-
islegar. Fast var því lagt að Tymos-
henko að viðurkenna ósigur sinn, en
hún hefur ekki komið fram opinber-
lega síðan kjörstöðunum var lokað
þegar hún flutti stutt ávarp.
Vilja endurtaln-
ingu í ÚkraínuMICHELLEObama, for-
setafrú í Banda-
ríkjunum, tekur
þátt í átaki sem
hleypt hefur ver-
ið af stokkunum í
landinu og miðar
að því að berjast
gegn offitu
barna.
Obama sagði að eitt af hverjum
þremur börnum í Bandaríkjunum
þjáðist af offitu og markmiðið væri
að útrýma þessu þjóðfélagsmeini.
Meðal annars verður lögð áhersla á
að fræða foreldra um innihald fæð-
unnar og um mikilvægi hreyfingar.
Berst gegn
offitu barna
Michelle Obama