Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 15
Daglegt líf 15 ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Ekki fer mikið fyrir bæjarpólitíkinni hér í bæ en eins og venjulega verður líflegt í þessum málaflokki rétt fyrir kosningar. Sjálfstæð- ismenn hafa ákveðið prófkjör um miðjan febr- úar og framsóknamenn ætla að stilla upp og verður það kunngjört í þessum mánuði. K- listinn sem hefur verið við völd í Sandgerði í 40 ár, ætlar nú að ganga til samstarfs við Samfylkinguna um sameiginlegt framboð og stendur til að halda prófkjör í lok mánaðar.    Eldri borgarar Sandgerðis stunda fjölbreytt starf í Miðhúsum, s.s. handverk í tré og leir, glerlist, útsaum að ógleymdu því að taka í spil. Nýlega luku eldri borgarar við stórt og mikið fæðingarteppi. Byrjað var á teppinu í sept- ember 2009 en nýverið var það afhent fæð- ingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðrún Guðbjartsdóttir yfirljósmóðir tók við teppinu og sagði að því yrði fundinn góður staður.    Sandgerðingar eru nú í útrás, reyndar aðeins til Reykjavíkur! Ætlunin er að allir sem koma að ferðaþónustu, handverki og listum verði með fjölbreytta kynningu á mannlífi í Sand- gerði og hvað hér er í boði, en með tilkomu vegar frá Sandgerði að Hafnarvegi hefur opn- ast nýr hringur sem tilvalið er að fara fyrir þá sem fara Reykjaneshringinn.    Marta Eiríksdóttir í Púlsinum hefur í vetur verið með námskeið fyrir fólk á öllum aldri í listum, hópefli, dansi og jóga auk þess sem hún hefur farið víða um landið til að hressa fólk við.    Í vikunni opnuðu Anna Ósk Erlingsdóttir og Gunnar Gestur Geirmundsson ljós- myndasýningu í Listatorgi. Gestur er áhuga- ljósmyndari og hefur náð góðum tökum á norðurljósamyndum. Anna Ósk er lærður ljósmyndari og hennar sérsvið eru portrett- myndir. Sýningin stendur til 14. febrúar.    Í Listatorgi er rekið fjölbreytt starf og má þar nefna að 13. febrúar verður opinn dagur þar sem gestir og gangandi geta komið og kynnt sér og fengið að prófa allskonar handverk. Guðrún Ólafsdóttir verður með Prjónavídd fimmtudagskvöldið 18. febrúar. Þar kemur saman prjónaáhugafólk og lærir hvað af öðru. Kvöldin verða reglulega í vetur.    Um þessar mundir vinnur Köfunarþjónusta Sigurðar að því að setja stærri akkerisfestur við flotbryggjur í Sandgerðishöfn. Ástæðan þess að flotbryggurnar hafa verið að draga akkeri sín er sú að nútíma plasthraðfiskibátar eru almennt orðnir yfirbyggðir og taka því meiri vind á sig í roki. Köfunarþjónusta Sig- urðar hefur á síðasta ári komið þremur bátum upp á yfirborðið eftir að hafa sokkið. Sigurður er vel búinn tækjum til að leysa svona verk- efni með öflugum flotbelgjum og tilheyrandi búnaði. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Teppi Guðrún Guðbjartsdóttir (t.v.) og Kol- brún Vídalín forstöðukona Miðhúsa við fæð- ingateppið sem eldri borgarar saumuðu. SANDGERÐI Reynir Sveinsson Veraldarfengur, www.world-fengur.com (WF) er al-þjóðlegur gagnagrunnurog upprunaættbók ís- lenska hestsins, þróaður af Bænda- samtökum Íslands og og rekinn af þeim ásamt Alþjóðasamtökum ís- lenska hestsins. Þar er haldið utan um öll skráð íslensk hross, ættern- isupplýsingar, einkenni, merkingar, eigendasögu, niðurstöður kynbóta- dóma og keppnisárangur. Þó svo að hrossaræktin miði fyrst og fremst að ræktun reiðhesta er hún einnig mat- vælaframleiðsla og er hrossakjöt mikilvæg útflutningsafurð. Matvælastofnun hefur eftirlit með matvælaöryggi og rekjanleika afurða og er m.a. ætlað að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í íslensku kjöti. Til að gera það eftirlit skilvirkara er nú verið að koma á rafrænni skráningu á lyfjanotkun fyrir hross og er sú skráning byggð inn í gagnagrunninn WF. Er það forsenda þess að útflutn- ingur hrossakjöts verði áfram mögu- legur til Evrópusambandsins (sjá grein á www.mast.is). Í Evrópusambandinu er þess kraf- ist að hverjum hesti fylgi hestapassi, gefinn út af ræktunarsambandi við- komandi hestakyns í því landi sem hesturinn er fæddur. Auk upplýsinga um hestinn er gert ráð fyrir skrán- ingu á bólusetningum, tilteknum lyfjameðhöndlunum og smit- sjúkdómum sem hesturinn kann að fá á lífsleiðinni. Einnig gefur hesta- passinn færi á að eigandinn ákveði í eitt skipti fyrir öll að hestinum verði ekki slátrað til manneldis. Hesta- passinn fylgir hrossinu við eig- endaskipti, flutninga og að lokum í sláturhús og gegnir mikilvægu hlut- verki við að tryggja að ekki séu lyfja- leifar í hrossakjöti. Evrópureglugerðin um hestapassa hefur ekki verið innleidd hér á landi enda vart talið framkvæmanlegt að gefa út hestapassa fyrir öll hross hér á landi. Því óskuðu Matvælastofnun og Bændasamtök Íslands eftir því við Evrópusambandið að gagna- grunnurinn WF, með lyfjaskrán- ingum, yrði viðurkenndur sem raf- rænn hestapassi. Nú hefur þessi viðurkenning feng- ist og mun sú niðurstaða án efa styrkja hrossaræktina sem útflutn- ingsgrein bæði bæði hvað varðar líf- hross og aðrar afurðir. Engin for- dæmi eru fyrir rafrænum hestapassa innan ESB og því má segja að WF ryðji brautina og hafi reynst hrossa- ræktendum öflugt tromp á hendi. Heilbrigði og velferð dýra Veraldar- fengurinn viðurkennd- ur af ESB Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Við sáum nú enga ísbirni íferðinni, enda vorum viðað leita að öðru,“ segirArnar Þór Emilsson, klifr- ari, flugmaður og björgunarsveit- armaður með meiru, sem fór nýverið í ískönnunarflug frá Mosfellsbæ um suðvesturhorn landsins ásamt eig- inkonu sinni, Berglindi Aðalsteins- dóttur. Eins og Arnar nefnir var ekki ætl- unin að líta eftir ferðum ísbjarna eða hafísreka heldur kanna ástand til fjalla fyrir ís- og klettaklifur. Að- stæður fyrir ísklifur hafa að sögn Arnars ekki verið góðar hér á landi í vetur þar sem skortur hefur verið á tryggum og góðum ís utan í hamra- veggjunum. Dæmi eru um að hópar fólks hafi farið utan til að stunda íþróttina, m.a. til Noregs og Kanada. Þannig eru Arnar og Berglind nýlega komin heim frá Kanada eftir slíka ferð. „Ísland er gott ísklifurland þegar ástæður eru góðar. Þá er það á heimsmælikvarða og mörg dæmi eru um að erlendir klifrarar komi hingað til lands,“ segir Arnar en vaxandi áhugi er fyrir fjallaklifri hér á landi. Ein mesta gróskan er hjá Íslenska alpaklúbbnum, félagi áhugamanna um fjallamennsku og klifur, sjá www.isalp.is. Fjallamennska í frítímanum Í ískönnunarfluginu flugu þau yfir Esjuna og Hvalfjörð og þaðan yfir Skarðsheiði með sínum tignarlegu tindum á borð við Skessuhorn og Skarðshorn. Náðu þau m.a. myndum af hópi klifrara úr Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík á leið upp norðausturhrygg Skessuhorns, sem reyndar varð frá að hverfa skömmu síðar vegna útkalls frá Langjökli. Er það nánast regla frekar en undantekning að klifurkappar séu jafnframt í björgunarsveit. Þau Arn- ar og Berglind eru félagar í Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ en hafa saman farið víða um heim að klifra í fjöllum, t.d. á Indlandi, Spáni og í Frakklandi. Arnar hefur stundað klifur í ein 15 ár og Berglind í tíu ár. „Það er gaman að geta stundað þetta saman, nær allur okkar frítími fer í fjallamennsku og klifur,“ segir Arnar en um helgina fóru þau Berg- lind ásamt félögum sínum að klifra í Tvíburagili í Esjunni við ágætar að- stæður. Um mjög skemmtilega leið fyrir klifrara er að ræða þar. Hvorki ísbirnir né hafís Skessuhorn Arnar Þór og Berglind flugu framhjá Skessuhorninu, sem er nærri 1.000 m hátt, en hópurinn á efri myndinni hefur verið merktur hér. Fóru í ískönn- unarflug til að kanna aðstæður til ísklifurs á suðvest- urhorni landsins Undir hamraveggjum Klifrarar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík á leið upp Skessuhornið á dögunum. Ljósmynd/Berglind Aðalsteinsdóttir Ljósmynd/Berglind Aðalsteinsdóttir Víða er hægt að stunda ísklifur á suðvesturhorninu og fleiri stöðum um landið, nánast hvar sem eru traustir og yfirstíg- anlegir klettar. Íslenska bergið er nefnilega misgott og -traust, segir Arnar Þór, og getur grjótið víða verið mjög laust í sér. Þau Berlind og Arnar eru van- ir klifrarar og hafa víða farið. Þau segja ýmsar góðar klif- urleiðir í Esjunni; m.a. í Eilífsdal, og síðan nefna þau Múlafjall, Brynjudal og Glymsgil í Hval- firði. Sömuleiðis Skessuhorn, Skarðshorn og Heiðarhorn. Þá voru aðstæður til klifurs undir Eyjafjöllunum á Suðurlandi óvenjugóðar fyrr í vetur. Ýmsar klifurleiðir Klifrarar Berglind Aðalsteins- dóttir og Arnar Þór Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.