Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Á niðurleið Rennibrautin í sundlauginni á Álftanesi er eitt helsta kennileiti svæðisins og jafnframt er mannvirkið einn þeirra skulda- bagga sem hvíla þungt á íbúunum. Sveitarfélaginu hefur verið skipuð fjárhaldsstjórn sem fer með fjármál þess næstu sjö mánuðina. Ómar Brunamálastofnun hefur vakið athygli eigenda húsnæðis á fyrrverandi varn- arsvæði á Keflavík- urflugvelli á því að bráðabirgðalög þau sem sett voru og heim- iluðu notkun raflagna og raffanga samkvæmt amerískum stöðlum á svæðinu, renna út þann 1. október nk. Eftir það verða öll raftæki og raf- lagnir í byggingum að vera í sam- ræmi við íslenskar reglur. HS veitur hafa á undanförnum miss- erum lagt nýtt rafdreifikerfi á svæðinu og er því ætlað að leysa af hólmi eldra dreifi- kerfi sem er sam- kvæmt amerískum reglum. Það stendur ekki til að reka tvö- falt dreifikerfi á svæðinu eftir að lög- in falla úr gildi. Tilbúnir í útboð síðan í haust Við setningu lag- anna í október 2007 lagði KADECO – Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar ehf. fram áætlun um breytingar á raf- lögnum og rafdreifikerfi alls svæð- isins til samræmis við íslenskar reglur og á þeim að vera að fullu lokið í september 2010. KADECO og Háskólavellir hafa forræði yfir stórum hluta húsnæðis á svæðinu og báðir aðilar hafa síðan í haust verið tilbúnir til þess að bjóða út þessi verkefni, sem kæmi sér vel fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum. Kosturinn við rafmagns-fram- kvæmdir á svæðinu er ekki síst sá, að hægt er að bjóða verkin út í minni einingum sem skapar fleiri fyrirtækjum verkefni. Fjármögnun í uppnámi Ljóst er að fjármögnun fram- kvæmdanna er í uppnámi. Sala og leiga eigna á svæðinu átti gera Þróunarfélaginu kleift að fram- kvæma þær breytingar sem nauð- synlegar eru, en þá fjármuni hef- ur ríkið tekið til annarra hluta. Jafnframt hefur nú komið í ljós að Þróunarfélagið hefur ranglega verið látið greiða yfir 80 milljónir króna í skipulagsgjald vegna bygginga sinna á varnarsvæðinu en fær aðeins rúmar 4 milljónir endurgreiddar sem er óskiljanlegt þar sem ríkið situr beggja vegna borðs. Á fundi sem rafverktakar á Suðurnesjum héldu nýverið kom fram mikil óánægja með stöðu mála. Rafverktakar minna á, að á fundum sem haldnir voru síðsum- ars í tengslum við stöðugleikasátt- málann kom fram hjá fulltrúa fjár- málaráðuneytis að ekkert stæði í vegi fyrir því að hefja þessar framkvæmdir á svæðinu, en ekk- ert gerist. Þá mótmæla rafverk- takar harðlega þeirri framgöngu ríkisins, sem virðist vera orðin venja frekar en undantekning að hirða til sín fjármuni sem sann- anlega eru innheimtir og ætlaðir til ákveðinna verkefna og mála- flokka, sem er í þessu tilfelli sem og öðrum. Eftir Ásbjörn Jóhannesson » Ljóst er að fjár- mögnun fram- kvæmda á svæðinu er í uppnámi. Sala og leiga eigna átti að standa undir þeim breytingum sem nauðsynlegar eru skv. lögunum. Ásbjörn Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri SART – Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði. Ríkið stendur ekki við lagalegar skuldbindingar sínar TANN- og bitskekkjur eru í langflestum tilfellum meðfæddur galli og ekki fyrirbyggjanlegar. Þær ráðast fyrst og fremst af erfðum og leggjast því mis- þungt á fjölskyldur, eftir því hvernig gen foreldra raðast saman. Ekki þarf að fjölyrða um þau börn sem fæðast með skarð í vör eða klofinn góm. Sjúkratryggingar Ís- lands hafa hingað til veitt styrk til þeirra einstaklinga sem þurfa á tannréttingu að halda. Í langflestum til- fellum er styrkurinn 150 þúsund krónur, en algengt verð á tannréttingameðferð sem tekur að meðaltali 3 ár er 700 þúsund til 1.100 þús- und krónur. Hámark kostnaðarhlutdeildar SÍ getur því orðið mest 25%. Umframkostnað bera sjúk- lingar, eða oftast nær for- eldrar þeirra, sjálfir. Ég hef í starfi mínu sem tannréttingasérfræðingur enn ekki hitt þann einstakling sem fær sér spangir að gamni sínu. Hefðbundinni tannréttingameðferð fylgir oftast aukin fyrirhöfn við tannburstun, óþægindi eftir uppsetningu tækjanna auk kostnaðar. Það er alveg ljóst að tannréttingameðferð á sér ekki stað nema að vel athuguðu máli og þannig að ávinningur meðferðar sé ljós. Tannréttingasérfræðingar, sem hafa að baki 3-4 ára sérnám auk almenns tannlæknanáms, ráðleggja sjúklingum sínum daglega hvort meðferð sé lækn- isfræðilega nauðsynleg eða ekki. Nú hefur heilbrigðisráðherra sett reglugerð þar sem kveðið er á um að Sjúkratryggingar Íslands eigi að dæma um hvort meðferðin sé læknisfræðilega nauð- synleg eða ekki. Hjá SÍ starfar einn tannlæknir, sér- menntaður í tannholdssjúkdómum. Starfsfólk SÍ mun skv. reglugerðinni segja til um hvort viðkomandi teljist þurfa á meðferð að halda og skal sækja um áður en meðferð hefst. Til að skýra þetta betur, langar mig að taka nærtæk- ara dæmi sem allar mæður ættu að kannast við. Á dög- unum var í fréttum að keisaraskurðir væru algengari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og í sumum til- vikum væri gerður keisaraskurður vegna ótta verðandi móður við sársauka í fæðingu. Keisaraskurður er tölu- vert dýrari í framkvæmd en hefðbundin fæðing. Væri ekki ráð að spara með þeim hætti að viðkomandi ein- staklingur myndi sækja fyrirfram um keisaraskurðinn og starfsfólk SÍ myndi ákveða hvort veita ætti fjár- stuðning til verksins eður ei? Starfsmaðurinn sem hefði úrslitavaldið gæti t.d. verið háls-, nef- og eyrnalæknir? Ég bara spyr, hverjum dettur svona vitleysa í hug? Ekki er öll vitleys- an eins Eftir Kristínu Heimisdóttur Kristín Heimisdóttir »Það er alveg ljóst að tann- réttingameðferð á sér ekki stað nema að vel at- huguðu máli og þannig að ávinn- ingur meðferðar sé ljós. Höfundur er formaður Tannréttingafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.