Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 18
18 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
1. Dýpsta lausa-
fjárkrísa fjármála-
sögunnar
Íslensku bankarnir
lentu í efnahagslegu
fárviðri eins og aðrir
bankar heims þegar
lausafjármarkaðir
botnfrusu í kjölfar falls
Lehman Brothers
Bank 15. september
2008. Lausafjárþurrðin leiddi til
gjaldeyriskreppu hér á landi sem jók
vandann, bæði við úrvinnslu lausa-
fjárstöðu og vegna neikvæðra áhrifa
á gæði eigna og veða bankanna. Þá
var ekki fært vegna stærðar kerf-
isins að veita bakstuðning sem leiddi
til kerfishruns á Íslandi með tilheyr-
andi keðjuverkun eigna- og útlána-
taps.
Alan Greenspan, fyrrverandi
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
hefur ítrekað nú í haust minnt á að
alfrost á lausafjármarkaði líkt og það
sem varð eftir fall Lehmans, 15. sept-
ember 2008, hefði ekki orðið frá því í
bankakreppunni miklu árið 1907. Í
heimskreppunni 1929/30 var laust fé
áfram í umferð þótt vextir hækkuðu.
Ben Bernanke, núverandi seðla-
bankastjóri, hefur sagt að fjár-
málakerfi heimsins hefðu hrunið í
heild sinni ef allsherjarinngrip ríkja
og seðlabanka hefðu ekki komið til
haustið 2008. Atburðarásin, sem kom
fram af fullum þunga hér í lok sept-
ember og byrjun október, verður
ekki skýrð nema hafa þetta alvarlega
heimsástand í huga.
2. Uppgjör og endurskoðun
Eins og fram hefur komið op-
inberlega áður, var sú sérstaka var-
færni viðhöfð af hálfu Landsbankans
og ytri endurskoðanda bankans, að
sérstakir fulltrúar Pricewaterhouse-
Coopers, Bretlandi (PwC London)
veittu sérstaka fagráðgjöf við endur-
skoðun bankans vorið 2008. Þannig
að auk venjubundinnar endurskoð-
unar ytri endurskoðenda bankans
fyrir síðasta heila starfsár bankans
komu færustu erlendir sérfræðingar
að þeirri endurskoðun.
3. Upplýsingagjöf
um lausafjárstöðu
Upplýsingagjöf um laust fé var
óbreytt frá mars 2006, þegar bank-
inn veitti þessar upplýsingar fyrst.
Veittar voru upplýsingar ársfjórð-
ungslega um fé sem var laust næstu
12 mánuði til að mæta umsömdum
skuldbindingum þá 12
mánuði. Til lausafjár
var því talið: beint laust
fé, innistæður, auðselj-
anleg verðbréf, samn-
ingsbundnar greiðslur,
auk eigna sem nýta
mátti til endurhverfra
viðskipta eða sölu. Það
fé var ekki allt tiltækt
samstundis í erlendri
mynt og enginn banki
stýrir lausafé þannig.
Landsbankinn greip
til umfangsmikilla að-
gerða til að bregðast við lausa-
fjárkreppunni allt árið 2008. Þannig
minnkaði efnahagsreikningurinn um
4% fyrri helmingi ársins 2008, bank-
inn breytti langtímaeignum í eignir
til endurhverfra viðskipta og dreifði
innlánakerfi sínu, bæði land-
fræðilega og með því að auka bundin
innlán. Bankinn jók gjaldeyrisvogun
eiginfjár í góðri sátt við Seðlabank-
ann og aðalfundur bankans 2008
samþykkti að enginn arður yrði
greiddur út og útgáfu breytilegs
skuldabréfs upp á 500 milljónir evra
til að afla lausafjár.
Landsbankinn átti því verulegt
lausafé í íslenskum krónum og
skuldabréfum sem hæf voru til end-
urhverfra viðskipta þegar útflæði
hófst af innlánsreikningum erlendis
fyrstu daga október 2008. Ekki var
fært að skipta þessum fjármunum
yfir í erlendan gjaldeyri til að mæta
því útflæði þegar á reyndi. Jafnframt
var bankinn á lokastigi undirbúnings
að breyta stórum erlendum lánasöfn-
um í lausafé hina örlagaríku daga í
byrjun október 2008. Þá átti Lands-
bankinn verulegar fjárhæðir í er-
lendum gjaldmiðlum hjá íslenskum
fagfjárfestum. Þetta fjármagn hefði
allt verið tiltækt á fáum dögum við
eðlilegar aðstæður, en enginn banki
getur mætt meiriháttar áhlaupi á
innlán og það vissu allir markaðs-
aðilar. Um þessa upplýsingagjöf var
ekki uppi neinn misskilningur hjá
markaðsaðilum.
4. Efnahagsleg áhrif og
endurheimtuhlutfall eigna
Tjónið af efnahagshruninu eins og
það birtist hjá fyrirtækjum og lög-
aðilum á innlendum markaði er mjög
mismunandi. Það ræðst m.a. af neyð-
arlögunum, en ekki endilega af
áhættustöðu einstakra fyrirtækja
eins og hún var fyrir atburðina í
október 2008. Minna má á í því sam-
bandi, að tjónið vegna kreppunnar
hefur víða komið fram, og varð mikið
í öllum hagkerfum.
Vegna umræðu um afleiðingar at-
burðanna skal tekið fram að Lands-
bankinn skuldaði Seðlabanka Íslands
ekki neina fjármuni, hvorki í krónum
né í öðrum gjaldmiðlum, þegar leitað
var lausafjárstuðnings í erlendri
mynt 5. október 2008.
Vænt endurheimtuhlutfall krafna
á hendur Landsbankanum er meðal
þess sem best verður meðal ís-
lenskra banka. Ályktanir um gæði
eigna út frá því sem verður til
greiðslu skuldabréfakrafna, erlendra
vogunarsjóða og banka, eru rangar
vegna þess að rétthærri kröfur eins
og innlán voru hlutfallslega hærri hjá
Landsbankanum en öðrum íslensk-
um bönkum.
Ekki ber að dæma alla al-
þjóðavæðingu íslensks atvinnulífs
með sama hætti. Gera verður grein-
armun á alþjóðavæðingu í starfsemi
bankanna sjálfra annars vegar og
viðskiptavina þeirra hins vegar.
Rekstrarlega má rekja meginvand-
ann til hins síðarnefnda, þ.e. mistaka
í fjárfestingum skuldsettra eign-
arhaldsfélaga og lána til hlutafjár-
kaupa, auk hinna alþjóðlegu áfalla
sem fyrr er vikið að. Aðgangur þess-
arar aðila að fjármagni var of greið-
ur.
5. Staðreyndir um Icesave
Nauðsynlegt er að leiðrétta rang-
færslur í opinberri umræðu um Ice-
save, þ.m.t. nýlegar yfirlýsingar full-
trúa Seðlabanka Hollands.
Innlánastarfsemi Landsbank-
ans utan Íslands var ekki hafin sem
viðbrögð við erfiðleikum í annarri
fjármögnun, heldur sem eðlileg
áhættudreifing í fjármögnun.
Ekki var verið að sækja fjár-
magn í nýju landi einu og sér heldur
var ávallt verið að fylgja eftir banka-
starfsemi sem þegar var hafin með
útlánum til fyrirtækja sem störfuðu í
viðkomandi landi.
Móttaka innlána í Hollandi vor-
ið 2008 fól í sér framkvæmd á lang-
tímastefnumótun. Útlán til fyr-
irtækja í Hollandi hófust tveim árum
áður eða árið 2006
Seðlabanki Hollands gerði eng-
ar athugasemdir varðandi innláns-
starfsemina, sem reyndar var byggð
á sama grunni og alþjóðleg innláns-
starfsemi hollenska bankans ING,
fyrr en í ágúst 2008.
Um leið og Seðlabanki Hol-
lands kallaði eftir tillögum bauðst
Landsbankinn til að greiða allt sem
safnaðist eftir þann dag inn á trygg-
ingarreikning hjá Seðlabanka Hol-
lands. (Samtals EUR 600m eða rúm-
ir 100 milljarðar ISK.) Fulltrúar
Seðlabanka Hollands hafa í engu vik-
ið að þessu ábyrga tilboði Lands-
bankans sem var ekki einu sinni
svarað. Engar upplýsingar voru
veittar sem breyttu þessu.
Áhyggjur seðlabankastjórans
lutu að stöðu íslensks efnahagslífs og
stærð fjármálakerfisins í heild og
ekki að Landsbankanum sér-
staklega. Hann tók að eigin frum-
kvæði fram að ef kerfislægir erf-
iðleikar kæmu upp væri staða
tryggingasjóða innlána ekki til um-
ræðu, því þeim væri ekki ætlað hlut-
verk við þær aðstæður.
6. Umræður í Hollandi
Allir aðilar á fjármálamarkaði
höfðu áhyggjur af stöðunni eftir því
sem leið á árið 2008 og vafalaust hafa
allir seðlabankastjórar heims deilt
þeim áhyggjum hver með öðrum á
Basel-fundinum í byrjun september
2008. Samtal seðlabankastjóra Ís-
lands og Hollands, sem hinn síð-
arnefndi hefur nú sagt frá op-
inberlega, var vafalaust eitt
fjölmargra sambærilegra samtala á
þeim fundi og gat varðað nánast öll
fjármálakerfi heims.
Umræður í Hollandi bera þess
merki að seðlabankastjóri Hollands
er nú að svara fyrir það að honum
tókst ekki að sjá fyrir né fyrirbyggja
fall hollenskra banka sem endaði
með víðtækri þjóðnýtingu innan þess
kerfis. Þá hefur seðlabankastjórinn
verið sakaður um að leyna upplýs-
ingum um tiltekinn banka um mán-
aða skeið þetta sama haust. Seðla-
bankastjóri Hollands var þó í þeirri
einstöku stöðu að hafa fjármálaeft-
irlit sem hluta af seðlabankanum.
Aðspurður um þessa staðreynd sagði
hann orðrétt fyrir þingnefnd 2. þ.m.:
„Enginn hefði getað séð fyrir þær
hamfarir sem urðu á fjármálamörk-
uðum og skýra þessa atburðarás.“
7. Viðhorf fremstu
seðlabankastjóra heims
Fremstu seðlabankastjórar heims
hafa látið svipuð orð falla. Má rifja
upp nokkur þeirra ummæla:
Jean-Claude Trichet, bankastjóri
Seðlabanka Evrópu, orðaði þetta
svona í ræðu 17. mars 2009:
„Efnahagslíf heimsins varð, í
miðjum september árið 2008, fyrir
áður óséðum og skyndilegum missi á
trausti. Þetta var e.t.v. í fyrsta skipt-
ið í hagsögunni sem einn neikvæður
atburður gat, innan nokkurra daga,
haft samtíða og neikvæð áhrif á alla
aðila í öllum hagkerfum.“
Mervyn King, Englands-
bankastjóri, orðaði þetta svona 21.
október 2008:
„Síðan í ágúst 2007 hefur fjár-
málaóstöðugleiki fært hinn iðnvædda
heim í kaf og í kjölfar falls Lehman
Brothers Bank 15. september, hófst
næstum óhugsandi atburðarás, sem
náði hámarki fyrir viku eða svo þeg-
ar tilkynnt var víða um heim að
bankakerfið yrði endurfjármagnað.
Það er erfitt að ýkja þetta ástand.“
Í ljósi þessara ummæla má spyrja
hvort Seðlabanki Íslands og fjár-
málaeftirlit hafi haft aðgang að betri
upplýsingum en þeir sem stjórnuðu
stærstu hagkerfum heims. Sömu
sjónarmið eigi við um þeirra störf og
atburðarásin haustið 2008 kom þeim
ekki síður á óvart, þ.e. dýpt krepp-
unnar. Ásakanir á hendur innlendra
stofnana um ranga upplýsingagjöf
geta því ekki talist sanngjarnar og fá
ekki staðist.
8. Matskenndir
þættir í uppgjöri banka
Í bókum nútíma banka eru fjöl-
margir eignaflokkar sem meta skal
til markaðsvirðis og það mat breytt-
ist hratt haustið 2008. Bæði stórir er-
lendir bankar og fjármálaeftirlit gáfu
út yfirlýsingar um mat á eignum sem
breytt var viku síðar. Þetta átti við
mat sem kom frá svissneskum,
bandarískum, hollenskum og bresk-
um bönkum, svo og fjármálaeft-
irlitum þessara ríkja. Áhrif alls þessa
komu fram af þunga hjá Landsbank-
anum í byrjun október 2008.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri
Bandaríkjanna, sagði í ræðu 20.
mars 2008: „Sumar hliðar á núver-
andi eiginfjárreglum og reiknings-
skilareglum magna líklega upp
sveiflur í fjármálakerfinu og efna-
hagslífinu.“
Á matskenndum liðum eru oft
mjög mismunandi skoðanir og þeir
sem rýna í tölur nú nær 2 árum síðar
verða að hafa í huga að margháttað
mat átti sér stað í fjármálafyr-
irtækjum um allan heim, á mestu
óvissutímum í fjármálasögunni allri,
sem vafalaust má meta með öðrum
hætti nú. Það er alltaf auðvelt að sjá
hlutina fyrir eftir á.
Bank for International Settle-
ments, samtök seðlabanka, sögðu
m.a. í kjölfar falls Lehman Brothers
Bank: „Þar sem lánsfjár- og pen-
ingamarkaðir voru í raun frosnir og
hlutabréfaverð fór hríðlækkandi,
horfðu bankar og önnur fjármálafyr-
irtæki á aðgang að fjármögnun
hverfa og fjármagn sitt skreppa sam-
an vegna uppsafnaðs taps á eignum
sem voru færðar á markaðsvirði.“
9. Alþjóðlegt samhengi
Vegna umræðu um innlendan þátt
í mati bankanna, er rétt að halda til
haga, að um helmingur af starfsemi
Landsbankans var utan Íslands og
komu endurskoðendur frá mörgum
ríkjum að endurskoðun einstakra
þátta samstæðunnar. Erlenda starf-
semin laut nær alfarið stjórn þar-
lendra bankasérfræðinga. Þá er enn-
fremur rétt að halda til haga að
fjármálaeftirlit í 7 ríkjum gegndu
frumeftirlitsskyldum varðandi
starfsþætti í erlendri starfsemi
Landsbankans og erlendu eftirlitin
gegndu sérstökum skyldum varðandi
laust fé, sem frumeftirlitsaðili. Sam-
starf við þessa aðila var almennt gott
og engar ábendingar eða at-
hugasemdir komu frá þeim um gæði
þeirra upplýsinga sem gefnar voru,
enda voru þær í samræmi við alþjóð-
legar reglur.
Fjármálaeftirlit á Íslandi starfaði
gagnvart Landsbankanum með svip-
uðum hætti og fjármálaeftirlit í þeim
öðrum Evrópulöndum sem bankinn
starfaði í. Sama á við um Seðlabanka
Íslands sem sinnti lagaskyldu sinni
sem lánveitandi til þrautarvara í
samræmi við alþjóðleg viðmið. Horft
til baka hefðu eftirlitsstofnanir allra
landa viljað hafa fleiri starfsmenn og
eftirlit nákvæmara, sérstaklega
vegna lausfjárstýringar.
Allir aðilar höfðu það að markmiði
að tryggja starfsemi bankanna og
auka viðbúnaðarstig. Alþingi sam-
þykkti 10. júní 2008 heimild til að
taka jafnvirði um 4 milljarða evra að
láni til að styrkja varasjóði og samtöl
áttu sér stað við stjórnvöld allt árið
um aðgerðir til að styrkja íslenska
kerfið. Betur hefði mátt gera og
vinna að þessu úr báðum áttum.
Bankarnir hefðu átt að minnka efna-
hagsreikning sinn og Seðlabankinn
að auka forðann. Staðreyndin var
hins vegar sú, að svigrúm til þessara
aðgerða var orðið afar takmarkað á
árinu 2008.
Yfirlýsing vegna umræðu um uppgjörsmál
og lausafjárstöðu Landsbankans árið 2008
Eftir Halldór J.
Kristjánsson » Fjármálaeftirlit á
Íslandi starfaði
gagnvart Landsbank-
anum með svipuðum
hætti og fjármálaeftirlit
í þeim öðrum Evrópu-
löndum sem bankinn
starfaði í. Sama á við
um Seðlabanka íslands
sem sinnti lagaskyldu
sinni sem lánveitandi til
þrautarvara í samræmi
við alþjóðleg viðmið.
Halldór J. Kristjánsson
Höfundur var bankastjóri
Landsbanka Íslands 1998-2008.
ÞAÐ ER óumdeilt
að viljinn til að efla
hlut kvenna í forystu-
sveit atvinnulífsins er
til staðar í viðskipta-
lífinu. Samstarfs-
samningur margra
helstu aðila viðskipta-
lífsins og fulltrúa
allra stjórnmála-
flokka, sem eiga sæti
á Alþingi, sýnir svo
að ekki verður um villst að við-
skiptalífinu var veitt umboð til að
leiða þetta brýna hagsmunamál án
þess að til lagalegra þvingana
kæmi af hálfu löggjafans. Samn-
ingurinn sem undirritaður var
hinn 15. maí á síðastliðnu ári felur
í sér að viðskiptalífið taki sjálft
ábyrgð og forystu um að tryggja
40% hlutfall hvors kyns í stjórnum
fyrirtækja fyrir lok ársins 2013.
Það skýtur því skökku við að nú
tæpu ári eftir undirritun samn-
ingsins að komið sé á
dagskrá Alþingis
frumvarp um breyt-
ingu á lögum um
hlutafélög og lögum
um einkahlutafélög
þar sem lagt er til að
komið verði á kynja-
kvóta í stjórnum fyr-
irtækja.
Valdboð er ekki
rétta leiðin til að auka
hlut kvenna í stjórn-
um fyrirtækja. Það er
ekki hlutverk ríkisins
að hlutast til um það hvaða ein-
staklingar sitja í stjórnum fyr-
irtækja á frjálsum markaði. Það
er hins vegar nauðsynlegt að
mannauðurinn verði nýttur til
fulls þannig að kraftar beggja
kynja fái notið sín í atvinnulífinu.
Nóg er til af hæfum, vel menntuð-
um og reynslumiklum konum sem
fyrirtæki hefðu hag af að fá til liðs
við sig. Hins vegar má færa rök
fyrir því að konur þurfi með
markvissari hætti að nýta fjár-
magn sitt m.a. til að tryggja sér
stjórnarsæti og stofna fleiri fyr-
irtæki þar sem staðreyndin er sú
að fjármagn hlutahafa, þekking á
rekstri og reynsla ræður mestu
um val í stjórnir fyrirtækja. Setn-
ing laga sem felur í sér kynja-
kvóta stjórnarmeðlima í fyr-
irtækjum felur í sér
frelsisskerðingu fyrir fyrirtæki og
sendir röng skilaboð til kvenna
sem vilja ná árangri í viðskiptalíf-
inu. Konur þurfa hvorki né vilja
meðgjöf í viðskiptalífinu.
Eftir Erlu Ósk
Ásgeirsdóttur » Það er nauðsynlegt
að mannauðurinn
verði nýttur til fulls
þannig að kraftar
beggja kynja fái notið
sín í atvinnulífinu.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Valdboð er ekki rétta leiðin