Morgunblaðið - 10.02.2010, Síða 21
hann mátti ekkert rusl eða óþarfa
sjá í garðinum. Á hverju sumri gekk
hann um grasið og reif upp fífla með
vasahníf til að halda blettinum fal-
legum og snyrtilegum. Og það var
aldrei letin í honum afa, alltaf vakn-
aður eldsnemma á hverjum degi til
að draga frá og opna glugga, færa
bílinn út úr bílskúrnum og drífa allt
í gang, það var hans stíll.
Það var líka alltaf stutt í barns-
legan spenninginn og tilhlökkunina
hjá afa. Honum fannst mjög gaman
að gefa krökkunum gjafir og gleðja
okkur. Það er mér alltaf minnis-
stætt þegar afi og amma gáfu okkur
Guðlaugu kassettutæki með útvarpi
ein jólin og afi gat bara ekki haldið
þessu leyndu fyrir okkur og endaði
á því segja okkur frá gjöfinni fyrir
aðfangadagskvöld, ekki segja frá
þessu, sagði hann svo brosandi. Það
var aldrei skortur á ís hjá afa, hann
sá alltaf til þess, alveg frá því ég var
lítill og til síðasta dags hvort sem
komið var á Haukabergið, Sunnu-
brautina eða að afi og amma komu í
sveitina, alltaf var ís fyrir krakkana,
annaðhvort sótt í frystinn eða
krakkarnir sendir til Sigfríðar í T-
bæ til að kaupa íspinna. Þegar við
komum á Sunnubrautina eftir and-
lát afa, spurði Karl Andrés litli,
hvar er ísinn? Enda vanur að
langafi byði alltaf upp á íspinna.
Eftirminnilegt var þegar við vorum
að slóðadraga heimatúnin í Selvog-
inum í fyrsta skiptið, ég og Sig-
urgísli vorum í traktornum, afi stóð
upp við húsið með hrífu í hendi og
benti í hvert skipti sem traktorinn
fór fram hjá hvar ætti að fara næst.
Hann naut þess mikið að verið væri
í vorverkunum í sveitinni.
Sjórinn togaði alltaf mikið í afa og
það var alltaf stutt í skipstjórann.
Þegar ég fór á sínum tíma á sjóinn
fylgdist hann alltaf vel með mér og
spurði mikið um aflabrögð og slíkt.
Einnig þekkti hann flesta báta
ennþá, virtist nægja honum að rétt
glitti í þá.
Á kveðjustund minnumst við afa
og langafa með söknuði og þökkum
fyrir allar góðu minningarnar.
Kristján, Stína, Sigurgísli
Fannar og Karl Andrés.
Látinn er móðurbróðir minn, ná-
granni til langs tíma og vinur, Pétur
Friðriksson, eftir stutt veikindi.
Hann var litli bróðir mömmu eins
og hún segir alltaf og fyrstu minn-
ingar mínar um Pétur eru þegar
mamma er að lesa honum lífsregl-
urnar sem ungum manni. Hann er
alinn upp á Gamla-Hrauni en fór
fljótlega til Þorlákshafnar til vinnu
og er fyrst vinnumaður hér við bú-
skap áður en útgerð hefst aftur um
1950. Pétur lærði fyrst til vélstjórn-
ar á fiskibátum og síðan skipstjórn-
ar.
Ég minnist þess að hafa fengið að
fara í róður með þeim bræðrum
Friðriki og Pétri á Þorláki ÁR, 25
tonna bát, þegar ég var 9 ára gamall
og minnist ég glettins svipsins á
Pétri er sjóveikin sótti á mig. Pétur
tekur við skipstjórn á Páli Jónssyni
ÁR ungur maður og reynist fljótt
happasæll formaður. Leiðir okkar
Péturs liggja síðan saman er ég
ræðst sem vélstjóri til hans á Ísleif
ÁR, 70 tonna vertíðarbát, árið 1965.
Það var gott að vera í skiprúmi hjá
Pétri, hann var þægilegur og góður
við kallana sína, fiskaði vel og var
oft fljótur á sjó. Pétur stofnaði eigin
úrgerð ásamt öðrum og rak síðustu
árin sem hann var til sjós.
Enn lágu leiðir okkar saman þeg-
ar við byggðum okkur og fjölskyld-
um okkar ný hús, hlið við hlið í nýju
hverfi sem þá var í uppbyggingu í
Þorlákshöfn. Pétur að byggja í ann-
að sinn en ég mitt fyrsta. Það var
gott að búa í nálægðinni við þau
Guðlaugu og Pétur og börnin
þeirra. Bjuggum við þarna á Hauka-
berginu þar til fyrir fáum árum að
þau færðu sig um set. Pétur var
morgunmaður mikill og var oft bú-
inn að slá og snyrta garðinn sinn
þegar við hin vöknuðum við skarkið
í honum. Það var alltaf gott að vita
af Pétri í nágrenninu, ég gat alla-
vega treyst á það þótt ég væri ekki
heima og gleymdi að taka niður fán-
ann að Pétur væri búinn að því þeg-
ar ég kom heim. Eins var með trjá-
ræktina hjá mér, hann kom og sagði
að nú væri komin órækt í trén og þá
væri ekki annað að gera en úða.
Margt lærði ég sem ungur maður
af Pétri, það var gott til hans að
leita og fá ráð. Þegar aldurinn færð-
ist yfir fór hann í land og gerðist
hafnarvörður hér við höfnina og fór
það vel úr hendi. Kom sér þá oft vel
fyrri reynsla hans og sérlega gott
skap, þótt oft væri slagur um
bryggjupláss.
Hugur Péturs var alla ævina við
bátana, bryggjurnar, sjóinn og út-
gerðina og
allt er að því laut hér í Þorláks-
höfn, því eiga hér við ágætlega línur
skáldsins sem svo mælir:
Við hafið ég sat fram á sævarbergs stall
og sá út í drungann,
þar brimaldan stríða við ströndina svall
og stundi svo þungan.
Og dimmur var Ægir og dökk undir él
var dynhamraborgin.
Og þá datt á náttmyrkið, þögult sem hel
og þungt, eins og sorgin.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Elsku Guðlaug og börnin þín
Inga, Setta, Guðni, Friðrik og fjöl-
skyldur,
við Sigga og börnin okkar vottum
ykkur samúð okkar og biðjum góð-
an guð að styrkja ykkur í sorg ykk-
ar.
Sigurður Bjarnason.
Skip kemur drekkhlaðið af hafi,
stefnir að bryggju, á meiri ferðinni,
á hárréttu augnabliki er slegið aftur
á, allar manúeringar óþarfar, skipið
leggst mjúklega og fumlaust að
bryggju.
Úr brúarglugga stjórnborðsmeg-
in birtist glettnislegt andlit á stór-
um manni.
Hann ertir hafnarverðina sem eru
að taka á móti spottunum, sendir
þeim tóninn, það syrtir í álinn, þeir
svara á móti, skipstjórinn hlær dátt
og skellir aftur glugganum. Auðséð
var að honum var vel skemmt, leik-
urinn hafði lukkast fullkomlega.
Þetta er mín fyrsta minning um
skipstjórann Pétur Friðriksson. Á
þessari stundu vissi ég ekki að líf
okkar ætti eftir að verða samofið.
Ég fékk síðan oft að heyra frá
þeim skipverjum sem áttu því láni
að fagna að deila skipsplássi með
Pétri, að það væri þeirra besta tíð.
Aldrei nein vandræði, öllum hlutum
stjórnað af miklu öryggi, veiðarfæri
ætíð klár, allir hlutir unnust létt og
hávaðalaust.
Oftast var verið snemma í landi
og vannst honum það með ólíkind-
um létt að vera þrátt fyrir það ávallt
með aflahæstu bátum.
Pétur var mikill fjölskyldumaður,
honum hentaði þar af leiðandi afar
vel að vera snemma í landi. Hvergi
leið honum betur en heima með fjöl-
skyldu sinni og eiginkonu.
Þau höfðu í sameiningu skapað
sér gott og fallegt heimili, umvafið
kærleik og góðum siðum.
Hann var mikil barnagæla og
naut þess að gefa. Var miklu
spenntari en börnin sjálf við opnun
jólagjafa og sprakk jafnvel á limm-
inu með að láta opna pakkann frá
sér fyrir hátíðar.
Veraldlegir hlutir skiptu hann
jafnan ekki máli nema til að gefa.
Við slíkar stundir naut hann sín
best.
Eftir að sjómennskuferlinum lauk
gerðist hann hafnarvörður við höfn-
ina í Þorlákshöfn og starfaði þar til
loka starfsaldurs síns, 70 ára gam-
all.
Þar var hann á heimavelli, með
innbyggða skipulagshæfni, fljótur
að hugsa, svaraði um hæl og kom
öllum skipum ávallt haganlega fyrir,
þótt margir bærust að í sama mund,
á álagstímum. Hann þekkti til allra
hluta, þekkti sjólagið, þekkti fiski-
miðin og vissi öðrum fremur hvern-
ig bera ætti sig að, við allt er sneri
að sjósókn að og frá Þorlákshöfn.
Þar naut margur ungur skipstjór-
inn góðra ráða og öruggrar leið-
sagnar í sinni byrjendatíð.
Nú siglir kapteinninn farsæli um
hin helgu höf. Þar bíða hans horfnir
félagar. Ekki kæmi mér á óvart að
þar sætu þeir gömlu hafnarverðir á
bryggjusporði, Friðrik, bróðir hans,
Óskar og Hjörleifur. Klárir að taka
við spottunum er höfðinginn leggur
að. Það veit líka nafni hans við hliðið
helga, að þar þýðir ekkert gauf. Nú
verða hlutirnir að ganga hratt fyrir
sig enda annað óþarft við svo góðan
dreng sem ekkert gerði nema bæta
heiminn.
Pétur kveð ég með þakklæti fyrir
djúpstæða vináttu og allt það góða
sem hann hefur lagt til mín og okk-
ar sameiginlegu niðja sem hann á
svo stóran hlut í að hafa mótað. Það
verður þeim mikilsvert veganesti.
Guðlaugu og fjölskyldunni allri
votta ég mína innilegustu hluttekn-
ingu.
Einar Gíslason.
Þegar degi tók að halla fórum við
strákarnir að fylgjast með hvort
ekki sæist til bátanna. Þegar við
sáum þá koma fyrir Nesið, biðum
við ekki boðanna og tókum til fót-
anna og hlupum í einum spreng nið-
ur á bryggju. Að sjálfsögðu fannst
okkur sá bátur er feður okkar voru
á, vera sá flottasti í flotanum. En
þrátt fyrir það dáðist maður alltaf
mest af þegar Páll Jónsson ÁR 1
lagði að bryggju. Hann kom á fullri
ferð í stórum boga, með boðaförin á
báða bóga, spottanum hent í land,
keyrt í springinn og báturinn lá
bundinn við bryggjuna. Skipstjórinn
á Páli Jónssyni, var Pétur Friðriks-
son, er við kveðjum hér í dag.
Mörgum árum seinna átti ég þess
kost að róa með Pétri jafnt á netum
sem trolli og þá skynjaði maður bet-
ur hvað gerði Pétur að þeim mikla
aflamanni sem hann var.
Í fyrsta lagi var Pétur næmur á
hvar fisk var að fá, eins og hann átti
reyndar kyn til, en bræður hans,
þeir Friðrik og Guðmundur, höfðu
áður gert garðinn frægan sem mikl-
ir aflamenn.
Í öðru lagi var Pétur skjótur til
ákvarðana og var ekkert að hangsa
yfir hlutunum. Okkur æskufélögun-
um, Magga Billa og mér, var það
minnisstætt, eftir að við höfðum
stigið okkar fyrstu bátaskref um
borð hjá góðum togaramanni, sem
hélt fremur sjó en að fara í land og
sem sagði „lagó“ þegar trollið átti
að fara, en Pétur sagði „fara, fara,
fara“. Og ég man það að Pétur hafði
það á orði „ef það brælir að þá verð
ég fljótur í land“. Hans stíll var ann-
ar en togaramanna, en árangurinn
var ekki síðri.
Og síðast en ekki síst var Pétur
góður félagi, það var létt yfir honum
og hann hafði gaman af hlutunum.
Sumarið 1971 vorum við á humri, en
í júnímánuði það ár voru kosningar
til Alþingis. Samkvæmt venju var
kappræðufundum sjónvarpað, en á
þeim tíma náðist útsending sjón-
varpsins ekki langt á haf út. Ég man
að Pétur hagaði kvöldtoginu þannig
að við næðum sjónvarpsgeislanum
og gætum horft á kappræðurnar.
Hann tók sjálfur togið í byrjun, en
sagði alltaf „strákar, kallið á mig
þegar bítlarnir byrja“ en það voru
frambjóðendur O-flokksins. Þegar
Pétur kom niður í lúkar hafði hann
alltaf sama háttinn á, lagðist upp í
koju og fylgdist spenntur með, eins
og menn fylgjast með kappleik, kall-
aði jafnvel inn á völlinn, hló mikið
og sagði Eiði Guðna, þáttastjórn-
anda að láta klippa sig. Þessi létt-
leiki sem var um borð gerði það að
verkum að Pétri hélst vel á mönnum
og var alltaf eftirsótt að komast í
skipsrúm hjá honum.
Pétur og Lauga voru í hópi frum-
byggja í Þorlákshöfn, fyrst reistu
þau sér hús við B-götu 5 og síðan
byggðu þau sér nýtt hús við Hauka-
berg 2 og ræktuðu þar fallegan
garð. Þau hjón voru afskaplega
samhent og samtaka í öllu.
Við Birna sendum Laugu, Ingu,
Settu, Guðna, Friðriki, Magnúsi
Jóni og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Í huga mér geymi ég mynd af
góðum og aflasælum skipstjóra, sem
lagði flottast að bryggju og ég trúi
því að landtaka hans í því nýja landi
sem bíður okkar allra hafi verið jafn
glæsileg og forðum daga í Höfninni.
Blessuð sé minning Péturs Frið-
rikssonar.
Þorsteinn Garðarsson.
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ERLA STEFÁNSDÓTTIR
kennari,
Digranesvegi 52,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 28. janúar.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn
11. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrabókasafn Íslands.
Sigríður Huld Konráðsdóttir, Árni Guðmundsson,
Stefán Snær Konráðsson, Valgerður J. Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Árskógum 8,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
28. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. febrúar kl. 15.00.
Jón Guðnason,
Guðni Jónsson, Guðbjörg Gylfadóttir,
Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson,
Gunnar Jónsson,
Kolbrún Eiríksdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGIGERÐUR ODDSDÓTTIR
frá Hróarslæk,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu sunnudaginn
31. janúar.
Útförin fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn
13. febrúar kl. 11.30.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er
vinsamlegast bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Lundar á Hellu
eða líknarfélög.
Helgi Skúlason, Fríða Proppé,
Guðmundur Skúlason, Erna Sigurðardóttir,
Ragnheiður Skúladóttir, Þröstur Jónsson,
Sólveig Jóna Skúladóttir, Bjarni Sveinsson,
Þóroddur Skúlason, Fanney Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
RUT MAGNÚSSON,
Skipasundi 77,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt
sunnudagsins 7. febrúar.
Útför fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn
15. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Drengjakór Reykjavíkur, reikn. 0117-26-016649,
kt. 591290-1699.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jósef Magnússon.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI RAGNAR PÉTURSSON,
Keldulandi 7,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. febrúar,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
12. febrúar kl. 13.00.
Elsa Dóróthea Gísladóttir, Jón Hrafn Hlöðversson,
Kristján Einar Gíslason, Elísabet Einarsdóttir
og barnabörn.