Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Í síðustu heimsókn- inni til Björns nú fyrir stuttu fann ég að hann var að kveðja. Hann strauk mér svo blítt yf- ir höndina og kvaddi mig með orðun- um – hafðu það sem best alla tíð. Það var ró og reisn yfir honum eins og allt- af og hann sagði orðin með sérstakri áherslu. Þá skildi ég að þetta væri lík- lega í síðasta sinn sem við ættum tal saman. Birni kynntist ég í gegnum dóttur hans Heiði, bestu vinkonu mína, þegar við vorum litlar stelpur á Seltjarnarnesinu. Síðan þá hafa leiðir okkar Björns legið saman við ótelj- andi tækifæri. Hin seinni ár höfum við líka haft ánægju af því að hittast reglulega á vettvangi Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Björn var ættaður úr Skagafirði og stundaði þar búskap á sumrin í 10 ár ásamt konu sinni Guð- rúnu Magnúsdóttur, frá Sólheimum í Landbrotinu, en hún féll frá fyrir nokkrum árum. Hann hafði gaman af því að yrkja jörðina í sveitinni, hlúa að og fylgjast með vexti gróðurs. Árið 1960 gerðist Björn kennari við Hagaskólann, varð síðar skólastjóri hans og sinnti því starfi um langt og farsælt skeið til 1994. Þar hlúði hann að ungmennum og fylgdist með vexti þeirra og framförum. Hin seinni ár hefur Björn einnig þýtt fjöldann allan af bókum á íslensku, en vald hans á ís- lenskri tungu var óvenju gott. Það var unum að hlusta á hann segja sögur á vönduðu máli. Margar þeirra fjölluðu um arfleifð forfeðranna og lífshætti, en sumar voru af dulrænum toga og skildu eftir sig íhugunarefni fyrir okk- ur sem á hlustuðum. Skógrækt skipaði æ stærri sess í lífsverki Björns með árunum. Í sælu- reit fjölskyldunnar fyrir austan, það- an sem Guðrún var ættuð, tókst Birni af mikilli natni, elju- og útsjónarsemi að rækta upp gríðarlega fallegt skóg- lendi í ófrjósömum jarðvegi. Björn lagði metnað sinn í að ná hröðum vexti trjáa, þó þannig að þau yrðu vel sjálf- bær og þyrftu ekki mikla aðhlynningu nema fyrst í stað. Aðferðirnar sem hann notaði voru afrakstur tilrauna hans og hugvits og kenndi hann þær á námskeiðum Skógræktarfélags Ís- lands og deildi þannig þekkingu sinni með öðrum í þágu skógræktar um allt land. Þann 17. júní sl. sumar var Björn heiðraður fyrir margvíslegt framlag sitt í þágu þjóðarinnar, en þá var hann sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu á Bessastöðum. Fékk hann orðuna fyrir mikilvægt framlag sitt til uppeldismála, menn- Björn Jónsson ✝ Björn Jónssonfæddist 3.7. 1932 á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Hann lést á Landakotsspítala 3. febrúar síðastliðinn. Útför Björns var gerð frá Neskirkju 8. febrúar 2010. Meira: mbl.is/minningar ingar og skógræktar. Undir það síðasta fann Björn að hverju stefndi. Hann átti ekki bágt með að tala um dauðann og var sáttur. Hann var sáttur við að hafa átt gott líf og mjög góða að eins og hann orðaði það. Honum leið vel á sálinni þótt líkam- inn gæfi smátt og smátt eftir. Að leiðarlokum vil ég þakka Birni fyrir samverustundir okkar og þau áhrif sem hann hafði á mig í gegnum tíðina. Sérstak- lega þakka ég stundirnar sem við átt- um í skógræktinni fyrir austan á Sól- heimum í Landbrotinu, í sælureit Björns, Guðrúnar og fjölskyldunnar allrar. Ég votta Heiði, Hákoni, Kjartani, Röggu, Magnúsi Jóni, Rögnu, Bryn- hildi og Agnesi Guðrúnu, öðrum ætt- ingjum og vinum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Björns Jónsson- ar. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður. Löngu og farsælu lífshlaupi er lok- ið. Hann Björn frændi minn er horf- inn á æðra tilverustig. Hann kveið engu, var sáttur við lífið og sáttur við að kveðja. Hann vissi að sín biði eitt- hvað bjart og gott á ókunnum lendum þar sem ástvinir tækju á móti honum. Hvernig gæti ég efast, sagði hann við mig stuttu áður en hann dó, ég sem var skyggn fram á unglingsár og hef allar götur síðan skynjað óorðna hluti og nánd þeirra sem farnir eru. Björn var afar dagfarsprúður mað- ur, fágaður, reglusamur, samvisku- samur, ákveðinn og þrjóskur, eins og ættin, afar raungóður og hlýr. Hann var glæsilegur og vel gefinn, manna skemmtilegastur í góðum fagnaði og hafsjór af fróðleik. Það var reisn yfir honum, þótt ekki væri hann hávaxinn, og alltaf gekk hann teinréttur. Hann var meinstríðinn en fór vel með stríðnina. Björn var maður margra hlutverka. Hann var bóndi, kennari, skólastjóri, ljósmyndari og skógrækt- arfrömuður. Og svo var hann yndis- legur afi. Kjartan, dóttursonur hans, var augasteinn afa síns og svo komu sólargeislarnir Brynhildur og Agnes Guðrún. Allt fram á síðasta ár kom Agnes Guðrún til afa eftir skóla og þau dunduðu sér saman. Hún er löngu búin að ákveða að hún ætli að verða stríðin eins og afi þegar hún verður gömul! Birni þótti afar vænt um Agnesarnafnið enda mjög hændur að móður sinni alla tíð. Á kveðjustund hrannast minning- arnar upp. Við Björn vorum systra- börn, alin upp hvort í sínum landshlut- anum. Ég var sex ára þegar ég fór fyrst norður að Ytra-Skörðugili með Sigurbjörgu ömmu okkar, Pöllu móð- ursystur og Rúnu frænku. Björn var þá 17 ára og við Rúna litum óskaplega upp til þessa flotta frænda okkar sem allt gat og kunni og var í Menntaskól- anum á Akureyri. Ekki var glæsileik- inn minni þegar hann kom suður og settist í háskólann. Ég var óendan- lega stolt af þessum gáfaða frænda mínum. Síðan átti ég marga ferðina norður. Ég minnist bjartra sumar- nótta í Skagafirðinum þegar Björn geystist á traktornum á fullri ferð með mig í loftköstum aftaná, en hann keyrði alla tíð svona aðeins á efri mörkunum og naut þess vel. Björn var ættrækinn maður þótt ættfræðiáhuginn væri lítill. Hann grínaðist oft með að hann væri útfar- inn í að reka upp áhugahljóð með jöfnu millibili þegar ég fór á flug í ætt- fræðinni, þótt hann hefði ekki hug- mynd um hvað ég væri að tala um. Þau Guðrún létu sig heldur aldrei vanta í ættarsúpuna hjá mér. Alltaf birtust þau saman, glæsileg og elsku- leg, með stóran blómvönd handa okk- ur, enda blóm og gróður hans hjart- ans mál. En hann hlúði ekki aðeins að blómunum sínum á Valhúsahæðinni og trjánum á Sólheimum, sem vaxa munu og dafna honum til heiðurs um ókomin ár. Hann hlúði að æsku lands- ins á viðkvæmasta aldursskeiðinu áratugum saman. Oft fylgdi hann nemendum sínum úr hlaði með því að biðja mig fyrir þá þegar þeir komu í menntaskólann og urðu nemendur mínir. Nú er minn kæri frændi farinn á vit feðra sinna. Ég sakna hans mikið og breiði ofan á hann með fallegu kveðju- orðunum hans sjálfs: Guð geymi þig. Guðfinna Ragnarsdóttir. Sumarið 1969 hitti ég Björn Jóns- son fyrst á skrifstofu hans í Haga- skóla og leitaði eftir kennarastarfi. Næstu 13 árin kenndi ég í Haga- skóla undir stjórn hans. Þessi ár voru mjög lærdómsrík og ekki síður skemmtileg í einstökum hópi sam- starfsfólks. Birni tókst á sérstakan hátt og að því er virtist átakalaust á þessu tíma- bili, þegar nemendafjöldi skólans varð verulega meiri en húsnæði skól- ans átti að ráða við, að halda utan um þetta allt saman. Fjölbreyttan hóp nemenda og ekki síður okkur mislitan hóp kennara með alls konar sérþarfir við stundatöflugerð og mismunandi viðhorf og aðferðir við kennslu þess- arar kynslóðar Vesturbæinga. Þarna skapaðist einstakur andi samhliða miklum og jákvæðum metnaði. Að þessum tíma býr maður alltaf. Mér reyndist Björn alla tíð einstak- lega vel. Þegar ég fór að dragast stöð- ugt meira inn í flug- og ferðamálin á þessum árum þá fann hann stundum leiðir til að lengja hefðbundin skólafrí vegna dvala minna erlendis auk þess sem stundatöflur mínar voru oft ótrú- lega hagstæðar svo tókst í reynd að sinna þessum tveimur störfum síð- ustu árin, sem ég kenndi. Björn Jónsson átti fjölda áhuga- mála sem hann sinnti þrátt fyrir er- ilsamt starf skólastjórans. Þegar sú hugmynd vaknaði upp úr 1980 að setja í fyrsta sinn ljósmynd af ís- lenskri náttúru á forsíðu millilanda- flugfarseðla, sem seldir voru víða um heim, til landkynningar leitaði ég til Björns enda hafði hann tekið gífur- legan fjölda ljósmynda af íslensku landslagi eins og þeir þekkja sem hafa lesið bækurnar Landið þitt Ísland. Mynd Björns frá Snæfellsnesi varð fyrir valinu fyrst slíkra mynda. Þá fór ekki framhjá neinum sá áhugi sem Björn hafði á gróðri. Þar varð hann landsþekktur brautryðj- andi að ýmsu leyti. Fyrir um 20 árum þegar við hjónin festum kaup á landi fyrir austan fjall var leitað í smiðju til Björns varðandi skógrækt á erfiðu svæði. Þar var hann á heimavelli með alla reynslu sína og þekkingu úr Landbrotinu. Hafa hans ráð í því sem og öðru reynst mjög vel. Hin síðari ár áttum við stundum spjall þegar við hittumst á göngu um Seltjarnarnesið. Oftar en ekki labbaði ég heim með ýmsar ráðleggingar í farteskinu hvort sem var varðandi heilsu, ræktun, bókalestur eða annað. Fyrir rúmum 40 árum var tekið á móti mér í Hagaskóla með kveðjunni, sem er svo hlýleg og íslensk: „Heill og sæll“. Þannig heilsaði Björn Jónsson oftast og stundum hljómaði: „Heill og sæll meistari“. Þessi kveðja mun alltaf minna á Björn Jónsson, sem ég kveð með miklu þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Magnús Oddsson. Vorið 1969 gekk undirritaður óör- uggum skrefum inn í Hagaskóla þeirra erinda að sækja um kennslu. Ég fann fljótlega skrifstofu skóla- stjóra, dyr voru opnar og þar sat mað- ur á besta aldri með svipmikil horn- spangagleraugu. Þetta var Björn Jónsson skólastjóri sem lést 2. febr- úar. Hann tók erindi mínu vel, spurði um ætt og uppruna, menntun og fyrri störf. Þarna hófst 12 ára samstarf í Hagaskóla og vinátta er varði til dauðadags. Í ljós kom að skyldmenni okkar höfðu átt saman að sælda, afa- systir mín hafði fóstrað móður hans. Við vorum báðir sveitadrengir, höfð- um gengið í sama menntaskóla og því mörg umræðuefni nærtæk báðum. Ekki veit ég annan mann mér óskyldan sem hefur haft meiri áhrif á mig og minn þankagang. Ekki svo að skilja að við værum alltaf sama sinnis, fjarri því, enda sagði Björn við mig, þegar hann ámálgaði við mig að ger- ast yfirkennari við skólann, að það að við hefðum ólík sjónarhorn á ýmis mál og að nokkur munur væri á okkur í aldri, gerði stjórn okkar á skólanum styrkari. Ég er ekki frá því að svo hafi verið. En þetta sýnir styrk Björns og skapferli. Hann skyldi mikilvægi fjöl- breytninnar. Hann var sá bakhjarl sem við öll í skólanum gátum treyst á til stuðnings í ágjöfum og erfiðleikum. Leiðtogi sem stjórnaði af festu. En ekki síst gaf hann sér tíma til uppbyggilegra samræðna og var óspar á að miðla af víðfeðmri þekkingu. Minni hans og þekkingu virtist lítil takmörk sett hvort sem um var að ræða íslenskt mál, bókmenntir og sögu eða nem- endur skólans og ættir þeirra. Þrátt fyrir miklar annir þá var hann alltaf tilbúinn að ræða við hvern þann er til hans leitaði. Þær stundir höfðu varanleg áhrif á mörg okkar er hjá honum störfuðu. Ég undraðist oft hve miklu hann kom í verk. Enda einbeittur verkmað- ur sem skipulagði hvert verk í þaula. Hann tók vinnuna ekki með sér heim. Þar biðu hans fjölskyldan og áhuga- málin. Þau tók hann föstum tökum sem annað. Hann lagði ríkt á við okk- ur samstarfsfólkið að koma okkur upp áhugamálum utan vinnunnar. Það væri öllum hollt. Afköst hans við áhugamálin voru með ólíkindum, ljós- myndir, þýðingar og ekki síst skóg- ræktin bera þess órækt vitni. Skóg- rækt hans í Sólheimum í Landbroti mun lengi halda nafni hans á lofti. Þar ræktaði hann útivistarskóg á landi sem engum hafði komið í hug að stinga trjáplöntum niður í. Þar beitti hann sínum eigin aðferðum sem ekki höfðu áður sést. Lærði af mistökum og fann út hvaða tegundir hæfðu best hverri skák. Uppgjöf kom aldrei til greina. Hann sagði mér að sveitung- arnir hefðu hlegið að sér fyrstu 15 ár- in en það gera engir nú sem líta þann skóg. Hann var ræktunarmaður hvort sem um var að ræða mannfólk, gróður eða tungutak. Þegar veikindin gripu hann á síð- asta ári þá tók hann þeim af slíku æðruleysi að öllum sem við hann ræddu er minnisstætt og lærdóms- ríkt. Þannig var hann fyrirmynd til hinstu stundar. Ég bið guð að styrkja og hugga ást- vini hans en minning hans mun lifa í hugum okkar allra. Haraldur Finnsson. „Daufur er dellulaus maður“ sagði Björn Jónsson fyrrv. skólastjóri í minnisstæðri prédikun sem hann flutti á vegum Rótarýklúbbs Seltjarn- arness í Seltjarneskirkju fyrir tæpum tveimur árum. Björn var mjög persónulegur í ræðu sinni, sem hann nefndi „Hug- arró“, og rakti hvernig hann hefði snemma á kennaraferli sínum við Hagaskóla fundið til þess að hann væri ófullnægður. Hann komst að því að hann vantaði einhverja dellu, áhugamál eða tómstundaiðju. Allir sem þekkja til Björns vita hver var „dellan“ sem hann fann, þ.e. skóg- ræktin, og fengum við Rótarýfélagar sannarlega að kynnast henni í erind- um hans á fundum og ekki síður í eft- irminnilegum eimsóknum á jörð hans Sólheimum í Landbroti. Er óhætt að segja að þar hafi hann hrifið menn með sér. Ég var nemandi í Hagaskóla er hann tók við þar sem skólastjóri ung- ur að árum. Þar skynjaði maður hve allt var traust og öruggt undir hans stjórn. En kynni mín af honum urðu fyrst veruleg er ég gekk til liðs við Rótarýklúbbinn á Seltjarnarnesi árið 1996. Þar tók Björn mér strax fagn- andi og gaf mér bæði þá og síðar ýmis heilræði sem nýttust vel. Hann var annar forseti klúbbsins, sem stofnaður var árið 1971. Er óhætt að segja að þegar Björn talaði þá var hlustað. Minnisstæðar eru mér líka myndasýningar hans á fundum, t.d. sýningar á myndum er hann hafði tekið á Seltjarnarnesi í lok sjöunda áratugarins. Björn var einstakur Rótarýmaður og ráðum hans var gott að fylgja. Þegar félögum þótti fyrir allnokkr- um árum heldur dauflegt yfir klúbbn- um vildu menn kjósa Björn að nýju sem forseta. Sagði það nokkuð um það álit sem hann naut. Ekki vildi hann gefa kost á því, en var ætíð sá sem gaf góð ráð og veitti uppbyggi- lega leiðsögn. Í áðurnefndri prédikun sinni sagð- ist Björn gera gera greinarmun á trú og trúarbrögðum og kvaðst trúaður maður. Hans trúarjátning væri Sálm- ur 23 „Drottinn er minn hirðir“ og hafði hann sálminn yfir í lokin og reyndist að sjálfsögðu kunna hann ut- anbókar. Játning Björns í þessari prédikun var í samræmi við það sem hann sagði mér sjálfur í minnisstæðu og einlægu viðtali sem við áttum um líkt leyti. Ég þakka Birni vináttu og dýr- mæta leiðsögn. Guð blessi minningu hans og styrki ástvini hans. Gunnlaugur A. Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Björn Jónsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Elsku, elsku litli bróð- ir. Ég er strax farin að sakna þín svo mikið. Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti bara haldið áfram með líf sem þú ert ekki lengur til í? Það er svo margt sem mig langar að geta þakkað þér fyrir, svo margt sem ég hefði ekki getað gert án þín. Hvort sem það var að hjálpa mér að Örn Norðdahl Magnússon ✝ Örn NorðdahlMagnússon fæddist í Reykjavík 3. október 1986. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 22. jan- úar 2010. Útför Arnar fór fram frá Hveragerðiskirkju 29. janúar 2010. jafna mig eftir slæmt bréf frá lækni, taka íbúðina í gegn með mér þegar við fluttum sam- an inn eða bara að hlusta á mig þegar ég var að tuða yfir ein- hverju þá vissi ég alltaf að þú varst til staðar. Nú er allt breytt, fólk segir að ég muni læra að lifa með þess- um ótrúlega sársauka, að það hætti aldrei að vera svona sárt að hafa misst þig en að ég geti lært að lifa með því. Ég verð bara að trúa því. Þú átt alltaf eftir að eiga stóran hlut í hjarta mínu og huga og ég mun alltaf sakna þín. Þín systir, Margrét Þórunn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.