Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 23

Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 „Maður er manns gaman“ segir í Háva- málum. Mér fannst alltaf gaman að hitta Kristján sem jafnan var kenndur við bæinn Skógsnes í Flóa. Þar bjó hann lungann úr sinni búskapartíð með konu sinni Guðnýju sem féll frá 2001. Bjó Kristján einn eftir það með hundi sínum og ketti, auk fáeinna kinda og hesta. Þegar ég var drengur sendu for- eldrar mínir mig í sveit og dvaldist ég mörg sumur hjá þeim hjónum. Á ég þeim margt að þakka. Var ég á líku reki og börn þeirra. Á þessum árum tengdist ég Skógsnesfjölskyldunni órjúfanlegum böndum. Í minningunni eru þessi ungdómsár afar skemmtileg en ég hafði strax yndi af skepnum, búskap og íslenskri náttúru. Í þeim efnum hafði Kristján mikil áhrif á mig. Hann kenndi mér t.a.m. að þekkja fugla mýrarinnar, blóm, starir og grös. Þá kenndi hann mér að meta íslenska tungu en hann var mjög vel lesinn maður. Hann kunni meira af kvæðum en nokkur sem ég hef kynnst, auk þess að kunna utan að heilu kaflana úr fornsögunum og Gerplu, en af þeirri bók hafði hann einstaka ánægju. Hann kenndi mér líka að meta fegurð íslenskrar nátt- úru. Þótt Flóinn sé flatur býr hann yf- ir látlausri fegurð sem römmuð er inn af mikilfenglegum fjallakransi. Þótt Kristján hefði aldrei komið á tiltekna staði var næsta víst að hann vissi allt Kristján Eldjárn Þorgeirsson ✝ Kristján EldjárnÞorgeirsson fæddist á Hærings- stöðum í Stokkseyr- arhreppi 20. sept- ember 1922. Hann lést 20. janúar sl. Útför Kristjáns Eldjárns fór fram frá Gaulverjabæj- arkirkju 30. janúar 2010. um sögu þeirra og helstu örnefni. Hann var maður hugans og þess sem menning og mál hefur getið af sér. Þetta kenndi hann mér að meta og virða. Þegar ég var í sveit í Skógsnesi voru búskap- arhættir talsvert frá- brugðnir því sem nú tíðk- ast. Þrátt fyrir víðfeðm tún varð að reiða sig á engjabúskap. En þótt túnin stækkuðu stækk- aði Kristján ekki hjá sér fjósið, sem var hlaðið úr torfi og grjóti. Það notaði hann til 1999 er hann hætti með kýrnar. Þrátt fyrir gamalt fjós kom heilbrigðasta mjólk Flóamanna um árabil úr kúnum í Skógsnesi. Fjár- húsin voru líka hlaðin og standa þau enn. Eitt af vorverkunum var að stinga út skán vetrarins en hana bár- um við krakkarnir út á höndum. Stakk þá Kristján og sagði okkur sögur af draugum, atburðum úr sveitinni eða lagði fyrir okkur gátur. Að bera út skánina varð því skemmtilegt verk. Þótt Kristján gerði ekki víðreist um ævina ferðaðist hann talsvert í hug- anum. Hann fór í ferðalög um sifjar orða en uppflettibækur ýmiskonar hafði hann jafnan við höndina. Hann las mikið og mundi allt það sem hann las. Einnig hafði hann gaman af að segja frá væri hann spurður. Skaut hann þá venjulega hökunni fram, tók af sér gleraugun og sagði: „Jaaa, það get ég sagt þér!“ Svo kom nákvæm lýsing, með áhugavekjandi stígandi, sem endaði venjulega með hápunkti og einhverju spaugilegu. Þá greip Kristján jafnan fast undir hægri hand- arkrikann, ók sér og hló smitandi hlátri. Fleiri orðatiltæki og sérkenni í fari Kristjáns mætti tilgreina. Mörg þeirra eru notuð af afkomendum hans við tilteknar aðstæður – þegar maður er manns gaman. Í gegnum tíðina hef ég komið að Skógsnesi og tekið þátt í bústörfum. Þá hefur jafnan verið mikið hlegið. Nú býr enginn í Skógsnesi en minningin um Kristján mun lengi lifa. Börkur Hansen. Hinn 20. janúar fékk ég hringingu út í Svíþjóð. Það var Dísa frá Skógs- nesi að tilkynna mér að pabbi hennar Kristján, hefði farið til Guðs fyrr um daginn. Mér komu þessi tíðindi ekki mjög á óvart, ég bjóst frekar við því, þegar ég heimsótti hann í byrjun desember, að himnaförinni yrði ekki frestað mikið lengur. Ég þarf ekki að tíunda fyrir þeim sem Kristján þekktu hver eða hvernig hann var. Það er minning og upplifun hvers og eins sem ræður hverju við höldum eftir við fráfall okkar sam- ferðafólks. Við Kristján eða Stjáni eins og ég kallaði hann, höfum verið nágrannar síðan 1986 þegar ég flutti ásamt fyrr- verandi sambýliskonu minni Berg- lindi að Hamri. Kristján og Guðný, kona hans, tóku vel á móti okkur og reyndust okkur vel í öllu. Guðný dó fyrir níu árum. Samskipti við Skógsnes hafa ein- kennst af virðingu, vináttu og hjálp- semi. Við Stjáni höfum átt gott með að komast af hvor við annan, þrátt fyrir sérvisku beggja. Hann var bóndi í Skógsnesi frá 1948 það er ekki lítið afrek að ná yfir sextíu starfsárum sem bóndi. Hann náði góðum arði af sínu búi þó að hann væri lítið fyrir merkingar og skýrslu- höld. Hann talaði sem minnst um bú- skapinn en sinnti honum vel. Bækur voru honum kærar og hann kunni ógrynni af vísum og ljóðum. Laxnes var hans uppáhald og íslenskt málfar var honum mjög hugleikið, svona má lengi telja. Ég þakka hin góðu kynni í gegnum árin og veit að það eru fleiri en ég sem sakna og eiga góðar minningar og biðja að heilsa. Ég sendi samúðarkveðjur til þeirra nánustu. Elvar Ingi Ágústsson, Hamri. Fyrstu kynni okkar Ingibjargar eru mér minnisstæð. Það var sumarið 1937 að við dvöldum á sólbjörtum dögum í Ásgarði við Dalvík. Hún bjó þar með foreldrum sínum og bræðr- um en ég var í heimsókn með fóstru minni hjá mæðgunum Fjólu Guð- mundsdóttur og Sigurlaugu Sigfús- dóttur sem þar bjuggu einnig. Fleira skyldfólk okkar bjó á Dalvík og í Svarfaðardal en miðdepillinn var Hrafnstaðakot. Sumarið 1950 hóf ég störf á skrif- stofu Atvinnudeildar háskólans. Þar voru fyrir Pálmi Pétursson, skrif- stofustjóri, og Ingibjörg er bæði sinnti vélritun og símavörslu. Störf sín annaðist hún af ljúfmennsku og kurteisi. Okkur Systu varð strax vel til vina og lauk hún upp fyrir mér nýjum heimi, dreif mig á skemmt- anir sem ég hafði ekki áður sótt. Við gerðum okkur tíðförult í mötuneytið á Gamla garði til að virða stúdentana fyrir okkur og sóttum líka Garðsböll- in frægu. Stundum fengum við að hætta rétt fyrir fimm til að komast í bíó. Ógleymanleg eru þessi ár er við unnum saman á Atvinnudeildinni; skemmtilegar umræður á kaffistof- unni þar sem Halldór Pálsson, bún- aðarmálastjóri, Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, Haraldur Ásgeirs- son, verkfræðingur, o.fl. létu ljós sitt skína, svo ekki sé minnst á árshátíðir ✝ Ingibjörg Ingi-marsdóttir fædd- ist á Akureyri 12. febrúar 1930. Hún lést á Grund í Reykja- vík 31. janúar 2010. Ingibjörg var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 8. febrúar 2010. og ferðalög. Þá hafði Systa gjarnan gítarinn í farteskinu en hún var söngelsk og hafði yndi af dansi. Hún er eins og hugur manns, sagði einn dansherrann á Garðsballi. Systa hafði áhuga á tungumálum, nam esperanto, sænsku og norsku. Við Systa tengdumst órjúfanlegum böndum á þessum árum en árið 1955 var ævintýrinu á Atvinnudeildinni lok- ið. Við fluttumst hvor í sína áttina út á land en þráðurinn slitnaði ekki þá né síðar. Báðar settumst við aftur að í Reykjavík og gátum ræktað vinátt- una á ný. Systa tók til starfa hjá Kennaraháskóla Íslands, þeim skemmtilega vinnustað. Hún fylgdist vel með sínum nánustu og bar vel- ferð þeirra fyrir brjósti. Hún hafði andúð á ranglæti og samúð með þeim sem voru minni máttar. Vinkona mín lét ekki deigan síga og tók veikindum sínum með reisn. Veri vina mín kært kvödd. Anna G. Þorsteinsdóttir. Ég kveð vinkonu mína Ingibjörgu Ingimarsdóttur með virðingu og söknuði. Að leiðarlokum þyrlast upp minningar um gott og farsælt sam- starf í aldarfjórðung í Kennarahá- skóla Íslands. Í samfélaginu þar á bæ var Ingibjörg fastur punktur í til- verunni. Kennaraháskólinn var ekki bara vinnustaður, hann var samfélag og stofnun, miðstofnun í þjóðfélag- inu og við vorum meðvituð um til- gang hennar og mikilvægi. Góðar stofnanir eru meira en formgerð og regluverk, þeim svipar til lífveru. Þær hafa tilgang, menningu, sál, til- finningar og minni. Merk fræðikona, Mary Douglas, skrifaði meira að segja bók um „hvernig stofnanir hugsa“. Ingibjörg gegndi af æðruleysi og hlýju mikilvægu hlutverki í menn- ingu Kennaraháskólans. Fáir starfs- menn voru meðvitaðri um tilgang skólans og innri starfsemi. Ingibjörg skildi stofnunina sína betur en flestir og einnig hlutverk sitt í henni og þekkti sinn vitjunartíma. Hún vann verk sín af skyldurækni og einlægni. Ingibjörg var oft í hlutverki „kon- unnar sem kyndir ofninn minn“ í kvæði Davíðs Stefánssonar. Hún starfaði af lífi og sál á skrifstofunni, við móttöku og símavörslu. Hún vann verk sín hljóð og af hógværð, en fáir þekktu stofnunina sína betur. Maður kom ekki að tómum kofun- um hjá henni Ingibjörgu á símanum þegar maður þurfti að fá mikilvægar upplýsingar með hraði. Þá var sama hvað um var spurt, formlegar reglur og starfshætti, almennar upplýsing- ar um atburði líðandi stundar, verk- efni dagsins eða líðan starfsfólks og nemenda. Margir starfsmenn og nemendur Kennaraháskólans áttu trúnaðarvin í stað þar sem Ingibjörg var. Hún hafði ekki bara þekkingu, heldur líka tilfinningu. Því sem henni fannst gat maður treyst. Ingibjörg glímdi árum saman við illvígan sjúkdóm. Síðustu starfsárin mætti hún samviskusamlega til starfa í hjólastólnum og tók sér stöðu í fremstu röð. Hún var í senn rödd stofnunarinnar og andlit. Hún bar eigin vandamál ekki á torg, en tók virkan þátt í að leysa hvers manns vanda. Um það geta fjölmargir starfsmenn og nemendur Kenn- araháskólans vitnað. Sonum Ingibjargar Ingimarsdótt- ur og fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning merkrar konu. Sigurjón Mýrdal Ingibjörg Ingimarsdóttir • Kransar • Krossar • KistuskreytingarHverafold 1-3 • Sími 567 0760 Fallegar útfararskreytingar ✝ Elsku dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HAUKSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 2. febrúar, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Júlía Guðmundsdóttir, Óskar Finnur Gunnarsson, Harpa Sif Arnarsdóttir, Bryndís Gunnarsdóttir, Steingrímur Sigurðarson, Daði Freyr Gunnarsson, Ísak Funi Óskarsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AÐALHEIÐUR R. BENEDIKTSDÓTTIR, áður Naustahlein 4, Garðabæ, sem andaðist á Hrafnistu mánudaginn 1. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Unnur Pálsdóttir, Rúnar Pálsson, Sævar Pálsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, HELGU HEIÐBJARTAR NÍELSDÓTTUR sjúkraliða. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og hjúkrunar- þjónustunnar Karítasar. Baldur Sigurðsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Sigurður Heiðar Baldursson, Smári Þór Baldursson. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Sigurbjörn Einarsson.) Hún Unna var með einstakan hæfileika til að rækta. Allt sem hún snerti óx og dafnaði, eins og garður hennar og Ragga ber svo stórkost- legt vitni um. Það var gott að koma í heimsókn til Unnu og Ragga í Goðatúnið. Alltaf var tekið á móti okkur með brosi og hlýju. Við Hulda Rún fórum stundum og Steinunn Jóhannsdóttir ✝ Steinunn Jó-hannsdóttir fædd- ist að Lágafelli syðra í Miklaholtshreppi 3. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu 25. jan- úar 2010. Útför Steinunnar fór fram frá Vída- línskirkju 5. febrúar 2010. keyptum vínarbrauð með kaffinu á leið til þeirra. Hulda var nú eiginlega sú eina sem borðaði það en það er önnur saga. Hulda kallaði þau ömmu Unnu og afa Ragga. Það var hreint yndi að koma til þeirra á vor- in þegar garðurinn þeirra var að lifna við og hvarvetna sást hvar næmar hendur höfðu farið um tré og blóm, enda hafa þau oftar en einu sinni fengið viður- kenningar fyrir garðinn sinn. Dásamlegt á sumrin þegar garður- inn var í blóma, og síðast en ekki síst á haustin, fá dálítið að narta í vínber, og sjá haustlitina í öllum regnbogans litum. Elsku Raggi minn, við Hulda Rún eigum eftir að koma með vínar- brauð og fá að kíkja á garðinn. Þér Raggi minn og börnum Unnu, Júl- íönu, Hönnu, Sveini, Kristjáni, Ingi- björgu og þeirra fjölskyldum votta ég innilega samúð mína. Berglind (Linda) og Hulda Rún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.