Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 26
26 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GARÐURINN LÍTUR
EKKI MJÖG VEL ÚT
ÞEGAR ÞÚ
MINNIST Á ÞAÐ...
ÞÁ ÆTTUM VIÐ
KANNSKI AÐ SNYRTA
ÞETTA EINA
STRÁ OKKAR
HREIN NAUTN!
ÉG ER FARINN Í
RÁNSFERÐ OG ÆTLA
AÐ RÁÐAST INN Í
VÍGGIRTAN KASTALA
KONUNGSINS!
VIÐ MUNUM BERJAST TÍU
Á MÓTI EINUM! ÉG MUN
MÆTA BOGUM, SPJÓTUM,
ÖXUM OG SVERÐUM!
ER EITTHVAÐ
SÉRSTAKT SEM
ÞÚ VILT SEGJA
VIÐ MIG?
JÁ... ÞEGAR ÞÚ KEMUR
TIL BAKA SKALTU
REYNA AÐ SETJA EKKI
BLÓÐ Í TEPPIÐ
GRÍMUR,
HVAR VARSTU
Í GÆRKVÖLDI?
FÉKKSTU EKKI
SKILABOÐIN
FRÁ MÉR?
NEI, ÞAÐ
RIGNDI
SVO MIKIÐ
Í GÆR
SKILABOÐIN
ÞURRKUÐUST ÚT
HJÓLAÐIR ÞÚ HINGAÐ? JÁ, ÉG ÆTLA AÐ
GERA ÞAÐ Á HVERJUM
DEGI HÉÐAN Í FRÁ
ÉG ÆTLA AÐ SPARA
BENSÍN OG HREYFA MIG!
ÞETTA ER MIKLU
BETRA EN AÐ FARA
Í RÆKTINA!
ÞAÐ ER NÚ
SAMT STURTA
Í RÆKTINNI
HELDUR ÞÚ AÐ
EINHVER SÉ AÐ
NOTA VATNS-
SLÖNGUNA ÚTI?
HVAÐ HÆGIR Á OKKUR? VIÐ ERUM
AÐ MISSA AF VULTURE!
ÉG RÆÐ
EKKI VIÐ
ÞAÐ...
ÞAÐ BÆTTIST VIÐ
EINN LAUMUFARÞEGI
ÞETTA
ER HANN!
Prófkjör í Kópavogi
Framsóknarmenn í
Kópavogi efna til próf-
kjörs hinn 27. febrúar
nk. Kosið verður í sex
efstu sætin á framboðs-
lista flokksins við sveit-
arstjórnarkosningarnar
sem fram fara 29. maí
nk.
Eftirtaldir bjóða sig
fram í prófkjörinu:
Alexander Arnarson,
málarameistari og for-
maður handknattleiks-
deildar HK, Andrés
Pétursson, skrifstofu-
og fjármálastjóri og for-
maður Blikaklúbbsins, Baldvin Sam-
úelsson tryggingaráðgjafi,
Birna Árnadóttir, varaformaður
Mæðrastyrksnefndar Kópavogs,
Einar Kristján Jónsson rekstr-
arstjóri. Gestur Valgarðsson verk-
fræðingur. Gísli Tryggvason, tals-
maður neytenda. Kristján
Matthíasson efnafræðingur. Ólöf Pál-
ína Úlfarsdóttir kennari. Ómar Stef-
ánsson, bæjarfulltrúi og formaður
bæjarráðs. Ragnhildur Konráðsdóttir
ráðgjafi. Sigurjón Jónsson markaðs-
fulltrúi
Það má segja þeim framsókn-
armönnum til hróss að meðal þeirra
sem gefa kost á sér er enginn bæj-
arstarfsmaður mér vitanlega utan
einn. En það er sá sem mest hefur sig
í frammi, Ómar Stefánsson.
Ómar þessi er starfsmaður til
fjölda ára á Kópavogs-
velli og er sjálfsagt hinn
mætasti starfsmaður
auk þess að stunda há-
skólanám. En hann er
líka formaður bæjarráðs
í Kópavogi og er þar með
í lykilstöðu til að semja
um kaup og kjör starfs-
manna á Kópavogsvelli.
Hann er því einn æðsti
yfirmaður sjálfs sín á
Kópavogsvelli.
Mætti ekki fara fram
á það við Ómar Stef-
ánsson að hann yrði ann-
aðhvort, bæjarfulltrúi
eða starfsmaður Kópa-
vogs. Ekki hvort
tveggja. Enginn þjónar tveim herrum
segir hin góða bók. Ég skora á Ómar
Stefánsson að auka við það traust
sem menn hafa á honum með því að
vera bara annaðhvort í einu
HALLDÓR JÓNSSON
verkfræðingur.
Hringur týndist
GULLHRINGUR með tveimur
steinum týndist á kvennasnyrting-
unni á Domo laugardagskvöldið 6.
febrúar. Hringurinn er eiganda mikils
virði. Skilvís finnandi hafi samband í
síma 6603788. Fundarlaun.
Ást er…
… að hoppa af kæti.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikf. kl. 8.30, vinnust.
kl. 9, postulín. Grandabíó, útsk./
postulínkl. kl.13.
Árskógar 4 | Handav., smíði/útsk. kl. 9,
heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, leik-
fimi kl. 10, verslunarferð kl. 13.40.
Dalbraut 27 | Handavst. kl. 8, vefn. kl. 9,
leikf. kl. 11. Listamaður mán..
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10,
dans, söngur, gítarundirleikur kl. 14,
söngfélag FEB æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30/10.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist
kl. 13, viðtalstími FEB kl.15-16, bobb kl.
16.30, línud. kl. 18, samkvæmisd. kl.19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist
kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 12.45,
postulín og kvennabrids kl. 13, Sturlunga
kl. 16, Arngrímur Ísberg les.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikf. kl.
9.45, 10.30, 11.15, brids og bútasaumur
kl. 13, skrán. til kl. 13 í dag á spila/
skemmtikv. í Garðaholti annað kvöld.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, tréútsk./handavinna, leikfimi kl.
10.30, undirbún. fyrir íþróttahátíð FÁÍA á
öskudag í íþróttahús. v/Austurberg.
Spilasalur opinn frá hád., helgistund á
morgun kl. 10.30.
Grensáskirkja | Samverustund í safn-
aðarheimili kl. 14.
Háteigskirkja | Brids í Setrinu kl. 13,
komið saman um kl. 10, kl. 11 bænaguð-
sþjónusta, veitingar kl. 12, brids kl. 13.
Hraunbær 105 | Handavinna/
tréskurður kl. 9.
Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10, bók-
mennta/söguklúbb. kl. 10, línudans kl.
11, handavinna/útskurður kl. 13, píla kl.
13.30, bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl.
16, biljard í kjallara, op. virka daga kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/9.30/
10.30, vinnustofa kl. 9, samverustund kl.
10.30 lestur og spjall.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Ókeypis
aðstoð á tölvur í dag kl. 13.15, hláturjóga
kl. 13.30, tónlistarkv. með Trausta Ólafs.
annað kvöld kl. 20, Dieter-Fischer Disk-
eau kynntur.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs-
skóla kl. 15.30.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun pútt á
Korpúlfsstöðum kl. 10.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfr. kl. 10.30, námsk. í glermálun kl.
13, myndlistarnámsk. kl. 13.
Leshópur FEBK Gullsmára | Arngrímur
Ísberg les Sturlungu í Gullsmára kl. 16.
Neskirkja | Opið hús kl. 15. Þorvaldur
Halldórsson syngur. Opið hús alla miðvd.
Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Vesturgata 7 | Sund kl. 10, mynd-
mennt/postulín kl. 9, Bónus kl. 12, tré-
skurður kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja opin
allan daginn, morgunst. kl. 10, versl-
unarferð kl. 12.20, framh.saga 12.30,
bókband, ball kl. 14, Vitatorgsbandið.
Vísnavinurinn Ólafur G. Ein-arsson sendir þættinum
kveðju: „Þakka öll „vísnahornin“
sem ég les ætíð mér til ánægju. Þú
hefur að undanförnu komið með
ýmsar snjallar vísur um Esjuna. Ef
til vill hefur þú birt þessa sem hefur
þá farið fram hjá mér. Hún er eftir
Friðjón heitinn Þórðarson.
Hann átti oft leið um Esjurætur á
sínum mörgu ferðum vestur í Dali.
Friðjón sá að haustið var að
halda innreið sína:
Haustsins komu kenna má,
kólna raddir blíðar.
Nú er hún Esja orðin grá
ofan í miðjar hlíðar.
Ingólfur Ómar Ármannsson fór á
þorrablót um helgina og sendir
Vísnahorninu kveðju:
Ölið kæra léttir lund,
linku burtu hrekur;
glæðir fjör á góðri stund,
glóð í huga vekur.
Brennivínið mýkir mig,
magnar gleði ríka,
stundum er gaman að staupa sig
og stefja vísu líka.
Björn Ingi Finsen sendi póst með
vísu Þórbergs Þórðarsonar:
Esjan er yndisfögur
utan úr Reykjavík.
Hún ljómar sem litfríð stúlka
í ljósgrænni sumarflík.
Og vísu Gests Guðfinnssonar:
Mikið lifandis ósköp er Esjan ljót
að aftan jafnt sem framan;
að skakklappast þar um skriður og grjót
er skelfing leiðinlegt gaman.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Esju og þorra