Morgunblaðið - 10.02.2010, Qupperneq 30
Sími 462 3500
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Nine kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Cloudy with a chance of meatballs 2D kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
Skýjað með kjötbollum á köflum 2D kl. 5:50 LEYFÐ
Harry Brown kl. 10:35 B.i. 16 ára
The Road kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
Alvin og Íkornarnir (ísl tal) kl. 6 LEYFÐ
Julie and Julia kl. 8 LEYFÐ
Edge of Darkness kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Meurtriéres með enskum texta kl. 6 LEYFÐ
Skýjað með kjötbollum á köflum kl. 6 LEYFÐ
It‘s Complicated kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára
Nine kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára
Mamma Gógó kl. 6 - 8 LEYFÐ
Avatar 3D kl. 10:10 B.i.10 ára
Skýjað með kjötbollum á köflum 3D kl. 5:50 LEYFÐ
Nikulás litli kl. 6 - 10 LEYFÐ
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
HHH
-Þ.Þ., DV
SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í REGNBOGANUM
HHHH
-S.V., MBL
FRÁ HÖFUNDI „NO COUNTRY FOR OLD MEN”
KEMUR ÞESSI MAGNAÐA MYND
HHH
-Á.J., DV
SÝND Í REGNBOGANUM
TILNEFND TIL
ÓSKARSVERÐLAUNA
HHHH
-H.S., MBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
„Frábær
fjölskyldumynd!”
- IG, Mbl
Nú með
íslenskum
texta BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM
EFTIR GOSCINNY OG SEMPÉ
Frá höfundi/leikstjóra SOMETHING´S GOTTA GIVE
Fráskilin... með fríðindum
TILNEFND TIL 3 GOLDEN
GLOBE VERÐLAUNA
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM
ÞAR Á MEÐAL BESTA LEIKKONA Í
AUKAHLUTVERKI - PENÉLOPE CRUZ
HHH
-T.V., Kvikmyndir.is
HHH
Washington Post
HHH
H.S.S. - MBL
HHH
„Nine er fín skemmtun, fyrir
minn smekk betri en Chicago...”
H.G. - MBL
HHH
T.V. - Kvikmyndir.is
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Bernard-Henri Levy er einnþekktasti gáfumaðurFrakka. Hann er einnig um-
deildur eins og títt er um gáfumenn
og er ekki að undra að hlakkað hafi
í mörgum þegar í ljós kom að Levy
hafði látið teyma sig á asnaeyr-
unum og vitnað í heimspeking, sem
ekki er til. Í bók sinni „De la guerre
en philosophie“ (Um stríðið í heim-
spekinni) vitnar Levy í heimspek-
ing að nafni Jean-Baptiste Botul,
sérfræðing í þýska heimspek-
ingnum Immanuel Kant. Eini gall-
inn er sá að Botul er ekki til. Hann
er hugarfíkja Frederics Pages, sem
er blaðamaður á háðsádeildu-
blaðinu Canard Echaine.
Levy viðurkenndi á mánudag að
hann hefði iðulega vitnað í verk
Botuls, „Kynlíf Immanuels Kants“,
þegar hann hefði komið fram op-
inberlega og í nýjustu bók sinni. „Í
ljós er komið að þetta var hrekk-
ur,“ skrifaði Levy í grein á vefsíðu
tímarits síns, La Regle du Jeu.
„Þetta var sannarlega snilldarlegur
og mjög trúverðugur hrekkur úr
kolli blaðamanns Canard Enchaine,
sem er góður heimspekingur hvað
sem öðru líður … Þannig að ég
gekk í gildruna rétt eins og gagn-
rýnendur, sem skrifuðu um bókina
þegar hún kom út. Því er aðeins við
að bæta að ég erfi það ekki og lista-
maðurinn á hrós skilið.“
Levy hélt ótrauður sínu striki ísjónvarpsviðtali í Canal+ og
sýndi enga iðrun. Kvaðst hann allt-
af hafa dáð bókina „Kynlíf Kants“
og röksemdafærslan væri skotheld
hver sem höfundurinn væri.
Levy segir í bók sinni að Kant
hafi verið „snargalinn“ og „lodd-
ari“ og Botul sannað að Kant væri
„hreinn andi hreinnar sýndar“.
Aude Lancelin, blaðamaður á
vikuritinu Le Nouvel Observateur,
kom auga á glappaskot Henrys og
líkti tilvitnunum í Botul við kjarn-
orkuslys, sem vekti efasemdir um
aðferðir Levys. Lancelin sagði í
samtali við Lundúnablaðið The
Times að hún væri gáttuð á því að
enginn af blaðamönnunum, sem
hefðu rennt út rauða dreglinum
fyrir Levy, hefði tekið eftir því að í
bókinni væru tvær síður þar sem
höfundurinn notaði heimspeking,
sem ekki væri til, í því skyni að
færa sönnur á mál sitt. „Ég rakst á
þessar tilvitnanir í Botul og sprakk
úr hlátri,“ segir hún.
Blaðamaður The Times, Charles
Bremner, telur að Levy hefði átt að
átta sig, þó ekki væri nema vegna
titils hins skáldaða heimspekings
Botuls. Þá hafi í færslu um Botul á
Wikipediu verið tekið fram að
heimspekingurinn væri skáld-
skapur. Þess utan beri kenningar
hans heitið háspeki hins holduga og
talað sé um botulisma, en það orð
er notað um eitrun af völdum bakt-
eríunnar clostridium botulinum
sem algengast er að verði við
neyslu matar, sem mistök hafa orð-
ið við að sjóða niður í heimahúsum.
Levy hefur iðulega verið gagn-
rýndur fyrir hroðvirknisleg vinnu-
brögð. Í bókinni „Hver myrti Daniel
Pearl“ frá 2003 fjallar hann um
morðið á blaðamanni Wall Street
Journal og morðingja hans með at-
hyglisverðum og upplýsandi hætti.
Margt er hins vegar ónákvæmt og
illa unnið í bókinni og iðulega fer
hann beinlínis rangt með. Í hitti-
fyrra birti hann frásögn af ferð
sinni til Georgíu meðan á stríðinu
við Rússa stóð og sögðu frönsk blöð
að þar hefðu verið tilvitnanir, sem
hann hefði búið til.
Fölsk fræði eru ekki ný af nál-inni. Í The Times er rifjað upp
þegar William Boyd skrifaði ævi-
sögu Nats Tates, listamanns í New
York, sem hann hafði búið til. Tate
átti að hafa verið vinur Picassos og
ástmaður Peggy Guggenheim, sem
brenndi öll sín verk og fyrirfór sér.
Í útgáfusamkvæminu mun fólk hafa
tautað að það hafi ekki þekkt Tate
vel, en enginn var tilbúinn að við-
urkenna að hafa aldrei heyrt
mannsins getið.
Þekkt er þegar eðlisfræðipró-
fessorinn Alan Sokal við New York
University sendi grein með nafninu
„Towards a Transformative
Hermeneutics of Quantum Gravity“
til birtingar í fagtímariti um menn-
ingarfræði, Social Text. Ritstjórn
tímaritsins gerði sér ekki grein fyr-
ir að greinin var þvættingur og
skrifuð til þess að hæðast að stíl-
brögðum í póstmódernískri gagn-
rýni á vísindi. kbl@mbl.is
Gáfumaður gekk í vatnið
AF LISTUM
Eftir Karl Blöndal
» Í bók sinni vitnarLevy í heimspeking
að nafni Jean-Baptiste
Botul, sérfræðing í
þýska heimspekingnum
Immanuel Kant. Eini
gallinn er sá að Botul er
ekki til.
Heimspekingurinn Það gustar af Bernard-Henri Levy, en hann gáði ekki
að sér þegar hann vitnaði í skrif uppdiktaðs heimspekings um Kant.
Hrein vitleysa Háðið snerist um
heimspeki Immanuels Kants.