Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 32

Morgunblaðið - 10.02.2010, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is MARÍA Kristín Jónsdóttir sigraði á dögunum í Skartgripasamkeppni Hendrikku Waage í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands en þátt- takendur voru rúmlega 120. Þeim var gert að hanna skartgripasett, hring, hálsmen, armband og eyrnalokka úr silfri eða gulli með zirkon eða eðalsteinum. Sigurveg- arinn hlaut 500.000 í verðlaun auk þess sem skartgripalína hans verður framleidd undir vörumerki Hendrikku Waage og hans í sam- einingu og sett á alþjóðlegan markað. Ólst upp meðal gullsmiða María Kristín er 32 ára gömul, menntuð sem vöruhönnuður. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skartgripum enda ólst ég upp í því umhverfi,“ segir María Kristín. „Amma mín heitin, Ingibjörg Ólafsdóttir, rak skartgripaverslun og gullsmíðaverkstæði ásamt manni sínum Jens Guðjónssyni og það eru að minnsta kosti sex af- komendur hennar gullsmiðir. Sjálf hafði ég áhuga á hönnun og lauk BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands auk þess sem ég stundaði MA-nám í umhverfis- og náttúrusiðfræði við Háskóla Ís- lands.“ María Kristín hefur áður hannað skartgripi, „ég vann um tíma hjá Orr gullsmiðum og fékk tilfinningu fyrir efninu þar og svo hef ég líka verið að gera hnýtt hálsmen sem voru meðal annars til sölu í versluninni Trílógíu. Þeg- ar ég sá þessa samkeppni auglýsta fannst mér liggja beint við að taka þátt í henni. Skartgripahönnun er það sem mig langar til að vinna við.“ Ákveðinn stökkpallur Nú liggur fyrir að þessi verð- launaskartgripalína Maríu Krist- ínar fari á alþjóðlegan markað. „Að vinna þessa keppni og komast í samband við Hendrikku er stórt tækifæri fyrir mig,“ segir María Kristín. „Mig hefur lengi langað til að koma hugmyndum mínum og verkum á alþjóðlegan markað. Sigur í þessari samkeppni er ákveðinn stökkpallur og gæti verið byrjun á einhverju stærra ef ég spila rétt úr hlutunum. Ég er með margar hugmyndir sem mig lang- ar til að framkvæma, vonandi er þetta bara byrjunin.“ Byrjun á einhverju stærra Morgunblaðið/Árni Sæberg María Kristín „Mig hefur lengi langað til að koma hugmyndum mínum og verkum á alþjóðlegan markað.“  María Kristín Jónsdóttir sigraði í Skartgripasamkeppni Hendrikku Waage  Verðlaunalínan á alþjóðlegan markað Skart Verð- launatillagan. ÞAÐ voru stórstjörnur sem mættu á forsýningu mynd- arinnar Valentine’s Day í Hollywood á mánudaginn. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn enda þá stutt í Valentínusardaginn 14. febr- úar. Leikkonur Shirley MacLaine, Julia Roberts og Emma Roberts fara allar með hlutverk í myndinni og mættu að sjálfsögðu á forsýninguna. Reuters Páfugl Jessica Alba var flott. Blá Anne Hathaway sýndi leggina. Glæsileg Jennifer Garner var smekkleg til fara eins og vanalega. Valent- ínusar- dagurinn SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SVEPPI – BJÖRGVIN FRANS – GÓI FRÁBÆR TEIKNIMYND ÞAR SEM SVEPPI FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI LEMMA Frá höfundi SHREK Sýnd með íslensku taliSÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ RAGNARI BRAGASYNI KEMUR EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS! BJARNFREÐARSON YFIR 63.000 GESTIR HHHH ÞAÐ VAR LAGIÐ! – DV/DÓRI DNA DENZEL WASHINGTON OG GARY OLDMAN ERU FRÁBÆRIR Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND Í ANDA I AM LEGEND OG MAD MAX Í , KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK 11 TILNEFNINGAR TIL EDDUVERÐLAUNA HHHH "Ein besta mynd ársins" New York Observer HHH - S.V. – MBL. HHH „RÆMAN ER MJÖG GRÍPANDI OG JÁ, GÓГ - Ó.H.T - RÁS2 SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH "Frábær!" Wall Street Journal HHHH "Einstök skemmtun" Ebert SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI "Salurinn veltist um af hlátri" HHHH Bryndís Schram "Smá Michael Moore í þessari ræmu sem brýnir hnífa og er líka skemmtileg" HHHH Dr. Gunni "Ansi mögnuð mynd sem kom á óvart" Andri Snær Magnússon / KRINGLUNNI SIMON BOCCANEGRA Ópera endurflutt kl. 6 L MAYBE I SHOULD HAVE kl. 5:50 - 8 L THE BOOK OF ELI kl. 10D 16 IT'S COMPLICATED kl. 8 - 10:30 12 SHERLOCK HOLMES kl. 10:10D 12 WHERE THE WILD THINGS ARE kl. 5:50 7 / ÁLFABAKKA THE BOOK OF ELI kl. 8D - 10:30D 16 DIGITAL SHERLOCK HOLMES kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 THE BOOK OF ELI kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 DIGITAL BJARNFREÐARSON kl. 5:50 - 8 - 10:30 L AN EDUCATION kl. 5:50 - 8 - 10:30 L UP IN THE AIR kl. 5:40 - 8 - 10:20 L PLANET 51 m. ísl. tali kl. 5:50D Sýnd á morgun L DIGITAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.