Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 íþróttir Ósigrandi? Kvennalið Vals heldur sigurgöngu sinni áfram í N1-deild kvenna í handknattleik. Bryndís Jónsdóttir, markvörður Hauka, fór á kostum gegn Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar. 2 Íþróttir mbl.is LINDSAY Vonn frá Bandaríkj- unum fagnaði sigri í bruni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í gær. Vonn, sem er 25 ára, sýndi styrk sinn í erfiðri keppnisbraut þar sem margir keppinautar hennar féllu úr leik. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin fagna sigri í þessari grein á ÓL. „Ég var taugaóstyrk fyrir keppn- ina og þegar ég renndi mér í mark var ég gríðarlega glöð að hafa náð að ljúka keppni. Þetta er besti dagur í lífi mínu,“ sagði Vonn. Anja Pärson frá Svíþjóð féll eftir gríðarlegt stökk rétt við endamark- ið. Hún var með næstbesta millitím- ann og líkleg til þess að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti áður en hún féll. Fleiri keppendur féllu í brautinni og eftir að Pärson féll virtist það draga kjarkinn úr þeim sem biðu eftir að hefja keppni. Þar má nefna Mariu Riesch frá Þýskalandi sem náði sér alls ekki á strik og endaði í áttunda sæti. Vonn kom í mark á 1.44,19 mínútum en Julia Mancuso frá Bandaríkjunum varð önnur, 0,56 sekúndum á eftir Vonn. Elisabeth Görgl frá Austurríki endaði í þriðja sæti. seth@mbl.is Lindsay Vonn með stál- taugar í brunkeppninni  Fyrstu gullverðlaun hennar á ÓL  Pärson féll illa Á fleygiferð Lindsay Vonn sýndi styrk sinn og áræðni í brunkeppninni. Hún er fyrsta Bandaríska konan sem landar gullverðlaunum á ÓL í bruni. Reuters „ÞESSI tvö mörk voru þess eðlis að maður reikn- ar ekki með því að sjá slíkt á þessu stigi í fótbolt- anum. Við vorum leiknir grátt í fyrra markinu, það seinna var hreint óhapp. Ég tel að í fyrsta lagi hafi þetta ekki átt að vera sending hjá Campbell, hann hafi snert boltann óvart. Síðan hefði dóm- arinn átt að gefa okkur svigrúm til að stilla upp varnarvegg, annars er ekki hægt að verjast auka- spyrnum. En þetta voru tvöföld mistök okkar – en við áttum líka að fá vítaspyrnu,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir 2:1 tap hans manna fyrir Portó á útivelli í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Lukasz Fabianski, markvörður Arsenal, fær bæði mörkin skrifuð á sinn reikning. Í fyrra skipti sló hann boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf, og það seinna var ansi skrautlegt. Þá var dæmd óbein aukaspyrna á Fabianski fyrir að taka bolt- ann með höndum eftir að Sol Campbell gaf á hann. Campbell var reyndar óheppinn, ætlaði að skýla boltanum til markvarðarsins en fékk hann í sig. Leikmenn Porto tóku aukaspyrnuna eld- snöggt og skoruðu í tómt mark Arsenal. Arsenal lék án sjö sterkra leikmanna sem verð- ur væntanlega búið að endurheimta að einhverju leyti til baka þegar liðin eigast við á nýjan leik. Í München vann Bayern sigur á Fiorentina, 2:1, þar sem Miroslav Klose skoraði sigurmarkið und- ir lokin en markið átti aldrei að standa þar sem rangstaða var á Ivica Olic sem átti sendingu á Klose. Olic var kolrangstæður þegar sending kom inn fyrir vörn Fiorentina sem barst til hans. Reuters Barátta Bacary Sagna leikmaður enska liðsins Arsenal í baráttunni gegn Falcao á Dragon vellinum í Portúgal þar sem Porto hafði betur, 2:1. Martröð Fabianski í Porto  Svona mörk eiga ekki að sjást í meistaradeild Evrópu, sagði Wenger  Ólöglegt mark tryggði Bayern sigur á heimavelli gegn Fiorentina GUÐJÓN Bald- vinsson, sem leikur sem at- vinnumaður hjá sænska fótbolta- liðinu GAIS í Gautaborg, er samkvæmt heim- ildum Morg- unblaðsins í við- ræðum við KR-inga. For- ráðamenn KR vildu ekki staðfesta að félagið ætti í viðræðum við sænska félagið um að fá Guðjón að láni í sumar þegar keppni hefst í Pepsi-deild karla. Guðjón lék með KR sumarið 2008 en hann gerði fimm ára samning við GAIS haustið 2008. Guðjón með KR í sumar? Guðjón Baldvinsson JÓHANN Birnir Guðmundsson, knattspyrnumað- ur í Keflavík, gekkst undir að- gerð í fyrradag vegna þeirra meiðsla sem plöguðu hann síðasta sumar. „Ég hef verið með eymsli í há- sin af og til í nokkur ár, einhverjar bólgur. Það var bara farið inn og hreinsað til. Ég held að ég þurfti að hvíla í einn og hálfan til tvo mánuði áður en ég get byrjað aftur að æfa,“ sagði Jóhann í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann ætti því að öllu óbreyttu að vera orðinn leikfær þegar Pepsí-deildin fer af stað í maí. „Þetta var meira gert til þess að ég yrði í lagi í sumar,“ sagði Jó- hann. Gauti Laxdal framkvæmdi aðgerðina en naut fulltingis Jóns Karlssonar sem starfar í Gautaborg en var staddur hérlendis. kris@mbl.is Jóhann Birnir fór í aðgerð Jóhann Birnir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.