Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 HANDKNATTLEIKUR Fylkir – Valur 19:31 Íþróttahús Fylkis, úrvalsdeild kvenna, N1- deildin, miðvikudaginn 16. febrúar 2010. Mörk Fylkis: Mörk Fylkis: Ela Kowal 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Sunna María Einarsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Kolbrún Ósk Pétursdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Anna Sif Gunnarsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 7, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Hildi- gunnur Einarsdóttir 4, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Karólína Gunnarsdóttir 3, Nína K. Björnsdóttir 2, Kristin Guðmunds- dóttir 2, Soffía Rut Skúladóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Haukar – Stjarnan ...............................26:22 Staðan: Valur 17 15 2 0 546:320 32 Fram 16 13 1 2 474:343 27 Stjarnan 17 12 1 4 542:384 25 Haukar 17 12 0 5 505:408 24 FH 18 9 0 9 466:483 18 Fylkir 17 7 0 10 403:404 14 KA/Þór 17 4 1 12 404:505 9 HK 18 2 1 15 411:557 5 Víkingur 17 0 0 17 278:625 0 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, fyrri leikir: Bayern München – Fiorentina................2:1 Arjen Robben, vít, 45., Miroslav Klose 89. – Per Kroldrup 50. Rautt spjald: Massimo Gobbi (Fiorentina) 73. Porto – Arsenal.........................................2:1 Varela 11., Radamel Falcao 51. – Sol Camp- bell 18. England Úrvalsdeild: Wigan – Bolton .........................................0:0  Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton. Staðan: Chelsea 26 18 4 4 61:22 58 Man. Utd 26 18 3 5 62:21 57 Arsenal 26 16 4 6 61:30 52 Man. City 25 12 9 4 48:33 45 Liverpool 26 13 5 8 43:27 44 Tottenham 26 12 7 7 45:26 43 Aston Villa 25 11 9 5 32:19 42 Birmingham 25 10 7 8 24:26 37 Everton 25 9 8 8 35:36 35 Fulham 26 9 7 10 30:28 34 Stoke City 25 7 10 8 24:28 31 Blackburn 26 8 7 11 26:43 31 Sunderland 25 6 8 11 32:42 26 Wigan 25 6 7 12 26:49 25 West Ham 25 5 9 11 32:40 24 Wolves 25 6 6 13 21:42 24 1. deild: Newcastle – Coventry..............................4:1  Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður hjá Coventry á 65. mín. Crystal Palace– Reading.........................1:3  Ívar Ingimarsson lék ekki með Reading, Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Reading og lagði upp tvö mörk, Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu hjá Reading, Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat á varamannabekknum. Staðan: Newcastle 31 18 9 4 53:22 63 WBA 31 17 9 5 62:32 60 Nott. Forest 32 16 10 6 47:24 58 Swansea 31 12 14 5 28:22 50 Cardiff 30 14 7 9 56:36 49 Leicester 30 12 11 7 37:30 47 Sheff. Utd 32 12 9 11 44:43 45 Blackpool 32 11 11 10 48:40 44 Middlesbro 32 12 8 12 43:36 44 Doncaster 30 10 10 10 37:36 40 Coventry 32 10 10 12 36:45 40 Derby 31 11 6 14 38:44 39 Barnsley 31 11 6 14 40:48 39 Preston 31 10 9 12 37:45 39 Watford 29 10 8 11 41:43 38 Bristol City 31 8 14 9 35:43 38 Scunthorpe 31 10 6 15 37:56 36 Reading 30 9 8 13 35:47 35 QPR 30 8 10 12 41:48 34 Sheff. Wed. 31 9 7 15 36:49 34 C. Palace 30 11 10 9 34:34 33 Ipswich 30 6 15 9 35:44 33 Plymouth 30 8 4 18 28:42 28 Peterborough 32 5 9 18 36:55 24 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ármann – Hrunamenn..........................84:71 Staðan: KFÍ 15 13 2 1277:1088 26 Haukar 14 10 4 1206:988 20 Valur 14 10 4 1105:1033 20 Þór Þ. 14 10 4 1214:1114 20 Skallagrímur 14 9 5 1111:1039 18 Þór A. 15 6 9 1148:1239 12 Höttur 14 5 9 1075:1156 10 Ármann 14 5 9 1135:1162 10 ÍA 14 4 10 1117:1277 8 Hrunamenn 16 0 16 1173:1465 0 í kvöld HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Mýrin: Stjarnan – Akureyri .................18.30 Mýrin: Fram – Valur.............................19.30 Seltjarnarnes: Grótta – FH..................19.30 Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is NÓG var um baráttu framan af en hún þarf að skila einhverju og sú var ekki raunin. Eftir tíu mínútur fór að draga til tíðinda og skotin fóru að koma á mörkin en þrjú af skotum Hauka fóru í tréverkið. Hinum megin varði Bryndís ótt og títt, þar á meðal fjögur skot í sömu sókn Stjörnunnar, því boltinn fór alltaf til mótherja. Þegar Hafnfirðing- urinn Hanna G. Stefánsdóttir hrökk svo í gang og skoraði þrjú mörk í röð sigu Haukar fram úr og eftir þrjú mörk í röð úr hraðaupphlaupum var munurinn orðinn sex mörk, 14:8, undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir úr Garðabæ mættu ein- beittir til síðari hálfleiks en það dugði bara til að halda sjó, því þegar Hauka- konur tóku við sér linntu þær ekki lát- um fyrr en munurinn var orðinn níu mörk og tíu mínútur voru eftir. Þá slökuðu þær alltof mikið á svo að Stjörnukonur hófu að saxa á forskotið með sjö mörkum gegn tveimur, en það var ekki nóg. Sumar eiga uppáhaldsstað „Mér fannst þetta mjög skemmti- legur leikur því við komum alveg til- búnar til leiks og ætluðum alls ekki að tapa. Við slógum að vísu pínulítið af í lokin en þetta hafðist,“ sagði Bryndís, markvörður Hauka, eftir leikinn og vildi sem minnst úr sínum hlut gera en hún varð þó að svara því hvort hún legði mikla vinnu í að kortleggja skot mót- herja: „Ég er með þetta svona í undir- meðvitundinni en hef ekki lagst í mikla vinnu við að spá í skotin hjá hverjum leikmanni. Sumar eiga sinn uppáhalds- stað en skjóta samt ekki alltaf á hann svo maður verður oft að standa og bíða eftir skotinu, það þýðir ekkert að æsa sig of mikið.“ Ramune Pekarskyte var í strangri gæslu en tókst þó að skora fimm mörk. Hanna, ásamt Ester Ósk- arsdóttur, lét þá til sín taka, en Nína B. Arnfinnsdóttir var sterk í vörninni. Vorum alltof seinar í gang Stjörnuliðið sýndi hinsvegar góða baráttu á köflum, en þeir voru ekki nógu margir og langir. „Þetta var alls ekki nógu gott. Við lékum ágæta vörn og Florentina var alltaf í stuði fyrir aft- an okkur en við hentum boltanum alltof mikið í hendurnar á Haukaliðinu og skutum í markvörð, sem stóð alveg kyrr. Í staðinn fengum við á okkur hraðaupphlaup, þau voru alltof mörg. Við misstum því dampinn, náðum samt að saxa á forskotið í lokin en vorum allt- of seinar í gang,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sem átti góðan leik og skor- aði fjögur mörk. Harpa Sif Eyjólfs- dóttir var markahæst með sjö mörk en þær tvær drógu vagninn ásamt Flo- rentinu Stanciu, sem varði 21 skot. Lið- ið náði ekki að nýta krafta skyttunnar Alinu Tamasan því hún á við bakmeiðsli að stríða og það munar um minna. „Hún hefur lítið verið með á æfingum í vikunni svo við bjuggumst við að hún yrði ekki með og æfðum án hennar. Í svona leik verður einhver að taka af skarið þegar lykilleikmann vantar en það gekk ekki í dag,“ sagði Þorgerður eftir leikinn. Bryndís varði alls 29 skot Bryndís Jónsdóttir fór heldur illa með Garðbæinga í gærkvöldi þegar hún varði 29 skot í 26:22-sigri Hauka á Stjörnunni á Ásvöllum. Miklu skipti líka að Stjörnukonur fundu ekki fjölina sína fyrr en tíu mínútur voru eftir af leikn- um en það var alltof seint því Hafnfirð- ingar höfðu þá níu marka forystu. Stjarnan heldur þó enn þriðja sæti deildarinn með stigi meira en Haukar.  Haukakonur unnu sannfærandi sigur  Eru enn í fjórða sæti úrvalsdeildar Morgunblaðið/Golli Öruggt Ramune Pekarskyte og félagar hennar í Haukum lögðu Íslandsmeist- aralið Stjörnunnar nokkuð örugglega í gær á Ásvöllum í Hafnarfirði. ÍSLENSKA kvennalandsliðið í bad- minton lagði Svía að velli, 4:1, á Evr- ópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á EM, en liðið tapaði 5:0 gegn Þjóð- verjum í gær. Kvennaliðið leikur gegn Spánverjum í dag en Spánverjar töpuðu gegn Svíum, 3:2, og 4:1 gegn Þjóðverjum. Karlaliðið hefur tapað öllum þrem- ur leikjum sínum til þessa, en í gær lék Ísland gegn Finnum í karlaflokki. Það eru konurnar sem landa sigr- um á EM fyrir Ísland en mikil spenna var í mörgum viðureignum Íslands gegn Svíum í gær. Ragna Ingólfsdóttir lagði Sophiu Hansson í einliðaleik, 22:20, 21:17. Tinna Helgadóttir vann einnig sinn mótherja í einliðaleik, 21:18, 11:21, 21:16, en mótherji Tinnu var Jessica Carlsson. Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði gegn Elinor Width í einliðaleik, 21:18 og 21:15. Ragna og Tinna léku í tvíliða- leik gegn Emmu Wengberg og Emilie Lennartsson. Þar hafði Ísland betur 21:14, 16:21 og 21:17. Snjólaug lék í tvíliðaleik með Karit- as Ósk Ólafsdóttur. Þær töpuðu fyrstu lotunni en sneru leiknum sér í hag og höfðu betur gegn Amöndu Högström og Ceciliu Bjuner, 20:22, 21:18 og 21:16. Þriðji tapleikur karlaliðsins Karlalandsliðið hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á EM. Í gær tapaði Ís- land 4:1 gegn Finn- um en síðasti leikur liðsins er gegn Ung- verjum í dag. Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason unnu tvíliðaleik gegn þeim Mikko Vikman og Kasper Leihikoi- nen. Það var eini sigurleikur Íslend- inga en hinir fjórir leikirnir töpuðust. Ísland tapaði 5:0 gegn Dönum í fyrra- dag og 3:2 gegn Króatíu. Helgi tapaði 21:19 og 21:16 gegn Ville Lang í einliðaleik. Magnús Ingi lék gegn Eetu Heino og tapaði 21:10 og 21.17. Kári Gunnarsson lék einnig í einliðaleik og hann tapaði gegn Ka- sper Lehikoinen 21:16 og 21:18. Helgi og Magnús Ingi unnu tvíliða- leikinn eins og áður segir. Atli Jóhann- esson og Kári Gunnarsson töpuðu í tví- liðaleik gegn Eetu Heino og Marko Pyykönen, 21:19 og 22:20. seth@mbl.is Góður sigur kvennaliðsins gegn Svíum Tinna Helgadóttir VALUR vann öruggan sigur á Fylki, 31:19, í N1-deild kvenna í handknattleik í Fylkishöllinni í gærkvöld og heldur því örugglega efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur nú 32 stig að loknum 17 leikjum, er fimm stigum á undan Fram sem er í öðru sæti. Fram á leik til góða. Valsliðið hefur unnið 15 leiki í deildinni og gert tvö jafntefli en ekki tapað leik. Valsliðið tók leikinn föstum tökum strax frá byrjun í Fylk- ishöllinni í gærkvöldi. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleik virtust úrslitin vera ráðin þar sem forskot Vals var þá þegar orðið átta mörk, 16:8. Eins og stundum áður var Hrafnhildur Ósk Skúladóttir markahæst hjá Val. Hún skoraði sjö mörk. Línumaðurinn sterki, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, skoraði sex mörk. Ela Kowal var marka- hæst hjá Fylki með fimm mörk ásamt Laufeyju Ástu Guðmundsdóttur. Valur mætir FH í næstu viku áður en liðið mætir Fram í úrslitaleik bikar- keppninnar um aðra helgi. iben@mbl.is Valur áfram ósigraður Hrafnhildur Skúladóttir Ásvellir, úrvalsdeild kvenna, N1- deildin, miðvikudaginn 17. febrúar 2010. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:2, 4:2, 4:4, 8:5, 10:8, 14:8, 15:10, 17:11, 17:13, 22:14, 24:15, 25:21, 26:22. Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 9/3, Ramune Pekarskyte 5, Erna Þrá- insdóttir 4, Nína B. Arnfinnsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4. Varin skot: G. Bryndís Jónsdóttir 29/2 (þar af 12 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Harpa Sif Eyjólfs- dóttir 7/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4/1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1, Að- alheiður Hreinsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Alina Daniela Tamas- an 1. Varin skot: Florentina Stanciu 21 (þar af 10 til mótherja), Sólveig Björk Ás- mundsdóttir 1/1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Áhorfendur: Um 175. Haukar – Stjarnan 26:22 LOGI Geirsson hrökk í gang í gær og skoraði fimm mörk þegar lið hans, Lemgo, vann Düsseldorf, 30:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Logi hefur lítið leikið síðustu vikur og haft heldur hægt um sig þegar tækifæri hafa gef- ist en í gær var hann ekkert að hika. Hann skoraði snemma leiks með langskoti og bætti síðan fjórum mörk- um við úr vítaköstum í síðari hálfleik. Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo sem komst upp í 5. sæti deildarinnar með þessum sigri. Lemgo hefur nú 26 stig að loknum 20 leikjum. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli þegar Kiel vann stóran sigur á Dormag- en, 32:20, á heimavelli. Kiel er í öðru sæti með 36 stig eftir 20 leiki. HSV Hamburg heldur efsta sæti deildarinnar en liðið er stigi á undan Kiel. Hamburg vann öruggan sigur á Íslendingaliðinu Rhein Neckar Löwen Logi Geirsson hrökk í gang Logi Geirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.