Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Rakel DöggBragadóttir skoraði níu mörk fyrir Levanger í gær þegar liðið tapaði fyrir efsta liði norsku úr- valsdeildarinnar, Larvik, á útivelli, 37:28. Ágúst Jó- hannsson er þjálfari Levanger sem er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig að loknum 15 leikjum.    Sigurður Ari Skúlason gerði fjög-ur mörk fyrir Elverum þegar liðið vann Sandefjord, 35:31, í norsku úrvalsdeild karla í hand- knattleik í gærkvöldi.    Haugaland, liðið sem ÓlafurHaukur Gíslason leikur með, vann loks sigur í gærkvöld eftir nokkra tapleiki. Haugaland vann BSK/NIF, 35:33, á heimavelli og lyfti sér þar með upp í 10. sæti deild- arinnar með 7 stig. Ólafur Haukur stóð í marki Haugalands að vanda og varði 10 skot.    Andri Stefan Guðrúnarson og fé-lagar í norska meistaraliðinu Fyllingen gerðu jafntefli við Dram- men, 24:24, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær.    Gunnar SteinnJónsson þótti leika afar vel með Drott í gærkvöldi þegar liðið vann Hamm- arby, 27.23, í sænsku úrvals- deildinni í hand- knattleik. Gunnar var markahæstur leikmanna Drott með sjö mörk. Liðið er nú í 4. sæti með 25 stig að loknum 20 leikjum, er aðeins tveimur stigum á eftir Säve- hof sem er efst.    Arnór Atlason skoraði þrjú mörkog var einu sinni vísað af leik- velli þegar FCK vann öruggan sigur á Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi.    Gísli Kristjánsson var að vanda íliði Nordsjælland sem nokkuð óvæntan sigur á meistaraliðinu Kolding, 34:29, í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöldi. Nordsjælland er í sjötta sæti deild- arinnar. Fólk folk@mbl.is ÍR sagði í gær upp samningi bandaríska leikstjórnandans Michaels Jefferson og hyggst liðið finna sér annan bandarískan leikmann fyrir lokasprettinn í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik. Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, sagði í samtali við Morgunblaðið að Breið- hyltingar væru að leita að öðrum leikmanni. Þeir eru ekki komnir með annan leikmann í sigtið en eru að kynna sér hvað er í boði. ÍR-ingar stefna að því að vera komnir með banda- rískan leikmann fyrir næsta leik gegn Snæfelli í næstu viku, en aðeins fimm umferðir eru eftir af deildakeppninni. Spurður út í þá ákvörðun að senda Jefferson heim sagði Gunnar ástæðuna vera einfalda. „Hann var bara ekki sá leikmaður sem hann var sagður vera og skilaði ekki því sem ætlast var til af honum.“ Hreggviður Magnússon lykilmaður ÍR-inga meiddist á dögunum auk þess sem Svein- björn Claessen er úr leik. Hreggviður meiddist á ökkla en mun hafa sloppið við að slíta lið- bönd. Hann mun því væntanlega ná síðustu þremur leikjum ÍR-inga og mögulega fleirum. ÍR-ingar eru með 10 stig eins og Tindastóll og Fjölnir. Breiðablik hefur 8 stig en FSu er svo gott sem fallið með 2 stig. Tvö lið falla í 1. deild og því er hörð barátta framundan í neðri hluta deildarinnar. kris@mbl.is ÍR-ingar ráku Jefferson Michael Jefferson Ásvellir, úrvalsdeild karla, N1-deildin, miðvikudaginn 17. febrúar 2010. Gangur leiksins: 1:2, 4:2, 7:6, 9:10, 13:13, 17:15, 17:16, 20:16, 22:18, 22:20, 23:21, 26:21, 28:22, 31:24. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 11/3, Björgvin Hólmgeirsson 5, Pétur Pálsson 4, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Þórður Rafn Guðmundsson 3, Elías Már Halldórsson 2, Heimir Óli Heim- isson 2, Freyr Brynjarsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13/2 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 10/5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Ragnar Hjaltested 2/1, Bjarki Már Gunnarsson 1, Halldór Haraldsson 1, Bjarki Már Elí- asson 1, Ólafur Víðir Ólafsson 1, Sverrir Hermannsson 1, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 6, Lárus Ingi Halldórsson 4 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Brynjar Einarsson. Áhorfendur: Um 300. Haukar – HK 31:24 Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞETTA er í annað skiptið á nokkrum dögum sem Haukar vinna HK því lið- in mættust einnig í undanúrslitum bikarkeppninnar síðastliðinn laug- ardag. „Ég veit ekki hvort við erum með tak á HK en við höfum alla vega verið með tak á þeim í þessum tveim- ur leikjum. Þeir rassskelltu okkur hins vegar rétt fyrir jól og við tókum þá mjög alvarlega. Við undirbjuggum okkur því mjög vel fyrir þessa tvo leiki. Persónulega fannst mér HK vera að spila langt undir getu í dag. Eins og við vorum að spila þá vorum við bara að spila á parinu og ekkert meira en það. Ég átti von á því að þetta yrði mun jafnari leikur,“ sagði Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka og fyrrverandi leikmaður HK, í samtali við Morgunblaðið að leikn- um loknum. Fyrir margra hluta sakir er áhuga- vert að Haukar skuli hafa sloppið jafn auðveldlega frá þessum leik og raun ber vitni. Í fyrsta lagi þá hefði maður haldið að leikmenn HK myndu vera ákveðnari í því að hefna fyrir bikartapið á dögunum. Reglan hefur oftar en ekki verið sú að þegar jöfn lið mætast á stuttum tíma í deild og bikar þá skipti þau með sér vinning- unum. Birkir og Gunnar meiddir Í öðru lagi þá léku Haukar án tveggja af sínum reyndustu leik- mönnum. Eyjamennirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Gunnar Berg Vikt- orsson eru báðir á sjúkralistanum vegna smávægilegra meiðsla. Auk þess spilaði Freyr Brynjarsson ein- ungis þriðjung leiksins. Birkir meiddist á öxl á æfingu og Gunnar er meiddur á mjöðm. Voru þeir í raun hvíldir eins og það heitir á fagmálinu því mörg spennandi verkefni eru framundan hjá Íslandsmeisturunum. Um næstu helgi fara Haukar til Spánar og leika þar tvo Evrópuleiki og um aðra leiki bíður þeirra bik- arúrslitaleikur í Laugardalshöll gegn bikarmeisturum Vals. Telja má lík- legt að Birkir og Gunnar verði báðir tilbúnir í þann slag en þessi sömu lið mættust í úrslitarimmu um Íslands- meistaratitilinn síðastliðið vor. Í þriðja lagi má segja að með slík verkefni framundan þá hefði átt að vera erfitt fyrir Haukana að halda einbeitingu í þessum deildarleik. Það tókst hins vegar ágætlega og verður að hrósa þeim fyrir það. Leikmönnum HK gekk verr að halda einbeitingunni og eftir ágætan fyrri hálfleik virtust leikmenn liðsins vera andlausir í síðari hálfleik. Rosknari menn í liðinu eins og Vil- helm Gauti Bergsveinsson, Ólafur Víðir Ólafsson og Valdimar Fannar Þórsson verða að gæta þess að halda uppi ákveðnum anda svo liðið detti ekki niður á svo lágt plan að vera andlaust í leik gegn Íslandsmeist- urunum. Þeir léku langt undir getu að þessu sinni eins og Elías benti á og hefðu átt að geta nælt í 2 stig fyrst Haukar léku án Birkis og Gunnars. Haukar unnu HK án Birkis Ívars og Gunnars Morgunblaðið/Golli Óstöðvandi Sigurbergur Sveinsson skoraði 11 mörk fyrir Hauka. Valdimar Fannar Þórsson úr HK er til varnar. Haukar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í N1-deild karla í handknattleik á Ásvöllum í gær- kvöldi. Haukar sigruðu 31:24 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17:15. Sigur- bergur Sveinsson átti stórleik fyrir Hauka og skoraði 11 mörk.  Sigurbergur skoraði 11 mörk þegar Haukar unnu HK öðru sinni í Hamburg, 37:26, eftir jafnan fyrri hálfleik. Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Löwen, þar af tvö úr vítakasti. Snorri Steinn Guðjónsson meidd- ist á kálfa á æfingu í fyrrakvöld og hafði hægt um sig í gær og Guðjón Valur Sigurðsson var ekki með vegna meiðsla. Hann verður frá keppni næstu þrjá mánuði. Lübbecke vann Gummersbach á heimavelli sínum í gær, 27:26, og sýndi fram á að sigur liðsins í fyrri umferðinni var engin tilviljun. Róbert Gunn- arsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach. Þórir Ólafsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla og Heiðmar Felixson skoraði ekki að þessu sinni fyrir Lübbecke sem er í 10. sæti með 23 stig eftir 20 leiki. Gummersbach er í 7. sæti með 23 stig. Alexander Petersson fékk fá tækifæri með Flensburg gegn sínum væntan- legu samherjum í Füchse Berlín þegar liðin mættust í Max Schmeling- höllinni í Berlín. Flensburg vann naumlega, 26:25. Rúnar Kárason skoraði ekki fyrir Berlínarrefina sem sitja í níunda sæti. Hann var einu sinni rekinn af leikvelli í tvær mínútur. iben@mbl.is og Lemgo vann N1-deild karla Staðan: Haukar 12 9 2 1 308:277 20 Valur 11 7 1 3 274:255 15 FH 11 6 1 4 307:288 13 HK 11 6 1 4 286:278 13 Akureyri 11 6 1 4 278:267 13 Grótta 11 4 0 7 274:297 8 Stjarnan 10 2 0 8 225:255 4 Fram 11 1 0 10 279:314 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.